Þjóðviljinn - 22.12.1990, Side 1
Laugardagur 22. desember 1990 — 243. tölublað 55. árgangur
Hátíðarnar
Hin hliðin á
Vöruskiptajöfnuður
Hagstæður um 3,6 miljarða
Verðmœti vöruútflutnings 5% meira en á sama tíma ifyrra. Útflutn-
ingur kísiljárns þriðjungi minni
Fyrstu ellefu mánuði þessa
árs voru fluttar út vörur fyr-
ir 84,1 miljarð króna en inn fyr-
ir 80,5 miljarða króna fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn á þess-
um tíma var því hagstæður um
3,6 miljarða króna, en á sama
tíma í fyrra var hann hagstæð-
ur um 7,4 miljarða króna á
sama gengi.
Miðað er við meðalgengi á
viðskiptavog og á þann mæli-
kvarða er verð erlends gjaldeyris
talið vera 12,3% hærra janúar-
nóvember 1990 en á sama tíma í
fyrra. í síðasta mánuði var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
800 miljónir króna en þá voru
fluttar út vörur fyrir nær 7 mil-
jarða og inn fyrir tæpa 7,8 mil-
jarða fob. í nóvember í fyrra var
hann hagstæður um röskar 200
miljónir króna.
Fyrstu ellefu mánuðina á ár-
inu var verðmæti vöruútflutnings-
ins 5% meira á föstu gengi en á
sama tíma í fyrra. Sjávarafúrðir
voru um 76% alls útflutningsins
og voru um 12% meiri en á sama
tíma í fyrra. Utflutningur á áli var
16% minni og útflutningur á kísil-
jámi var 33% minni en í fyrra.
Verðmæti vöruinnflutnings
fob. fyrstu ellefú mánuðina var
10% meira en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innfluttra flugvéla var
nær tvöfalt meira en í fyrra og
skipakaup vora fjórðungi minni
nú en þá. Þá var verðmæti inn-
flutnings til stóriðju 27% meira
en í fyrra og verðmæti olíuinn-
flutnings um 5% minna en á sama
tíma í fyrra.
-grh
dagar
til
jóla
Harpa Stefáns-
dóttir, 7 ára,
teiknaði þennan
reffilega jólasvein.
Klukkan 11 í dag kemur
Gáttaþefúr í heimsókn á
Þjóðminjasafnið. Á morg-
un, Þorláksmessu, verður
Ketkrókur þar á ferð á
sama tíma og á mánudags-
morgun, aðfangadag, kem-
ur Kertasníkir.
Gleðileg
jól!
L
jólahaldinu
Sigurveig Sigurðardóttir hjá
heimsóknarþjónustu Rauða krossins:
Margir sem finna til einstœðingsskapar.
Einsemd þeirra sem eru einir
verður aldrei tilfinnanlegri en yfir
hátíðarnar, segir Jón Bjarman.
Útigangsmenn í borginni komnir á hús fyrir
hátíðarnar
að er viðbúið að ærið marg-
ir séu einstæðingar og ein-
mana. Einsemd þessa fólks
verður aldrei meiri en yfir jóla-
hátíðina þegar aðrir dvelja í
nánu samneyti við ættingja og
vini, segir Sigurveig Sigurðar-
dóttir, formaður heimsóknar-
þjónustu Kvennadeildar Rauða
krossins í Reykjavík, en á henn-
ar vegum eru 20 sjálfboðaliðar
sem heimsækja reglulega jafn
marga einstæðinga í því skyni
að rjúfa einsemd þeirra.
Jón Bjarman sjúkrahúsprestur
tekur undir það að einsemd þeirra
sem era einmana verði aldrei til-
finnanlegri en á stórhátíðum. -Á
aðfangadagskvöld tekur kyrrðin
og friðurinn við eftir allar þær
miklu annir sem á undan hafa
gengið. Menn era á þönum við að
ljúka öllu af áður en hátíðin geng-
ur í garð, koma gjöfúm til vina og
kunningja og vitja leiða á .lvina.
KSÍ
ísraelsferð
aflýst
Utanríkisráðuneytið
ráðlagði þeim að
hœtta við ferðina
Knattspyrnusamband Is-
lands hefur ákveðið að hætta við
að senda drengjalandsliðið í
keppnisferð til Israels vegna
ástandsins þar.
Gústaf Bjömsson hjá KSI sagði
að utanríkisráðuneytið hefði ráð-
lagt þeim að hætta við ferðina
vegna aukinnar spennu í landinu,
en síðustu þtjú ár hefur knatt-
spymulandsliðið skipað leikmönn-
um 18 ára og eldri keppt þar ytra á
þessum árstima.
Þá vó það einnig þungt í þessari
ákvörðun KSI að Svisslendingar,
Þjóðverjar og Kýpurbúar ákváðu
einnig að hætta við þátttöku. Hins-
vegar munu Svíar senda lið þang-
að.
Gústaf sagði að þetta væri trú-
lega í fyrsta skipti í sögu KSÍ sem
það hætti við þátttöku í knatt-
spymumóti vegna ótryggs innan-
landsástands hjá mótshöldurum.
-grh
Það er næsta víst að kyrrðin verð-
ur þrúgandi fyrir það fólk sem
stendur utanveltu við jólaannim-
ar, segir Jón.
Sigurveig segir að skjólstæð-
ingar heimsóknarþjónustunnar
séu fyrst og fremst aldrað fólk
sem býr eitt og hefúr lítið sem
ekkert samneyti við ættingja.
-Þetta fólk hefirr ýmist snúið sér
sjálft til okkar eða okkur hefúr
verið bent á það af heimilislækn-
um þess og starfsfólki heilsu-
gæslustöðvanna. -Einnig er til í
dæminu að ættingjar eða böm
hafi samband við okkur og við er-
um beðin um að vera þessu fólki
til stuðnings og huggunar.
Þörfin er mikil fyrir slíka
þjónustu og öragglega miklu
meiri en við höfúm pata af og þá
jafnvel ekkert síður fyrir margt
yngra fólk. Við höfum ekki þorað
að auglýsa þessa þjónustu af ótta
við að geta ekki annað öllum
þeim beiðnum sem til okkar
kynnu að berast þar eð okkur
vantar tilfinnanlega fleiri sjálf-
boðaliða, segir Sigurveig.
Hún segir að til tals hafi kom-
ið innan Rauða krossins og fleiri
mannúðarfélaga að þörf sé á að
halda sameiginlega jólamáltíð
fyrir það fólk sem er eitt á báti og
þá sem eiga hvergi höfði sínu að
halla, líkt og fangahjálpin Vemd
hefur gert undanfarin ár fyrir sína
skjólstæðinga.
-Ég held mér sé óhætt að
segja að það sé búið að finna
flestum ef ekki öllum skjól yfir
hátíðamar sem alla jafna eiga
ekki í önnur hús að venda en
fangageymslur lögreglunnar og
Gistiheimilið í Þingholtsstræti,
segir Ámi Kvaran, áfengismála-
fúlltrái lögreglunnar í Reykjavík.
Ámi segir að fyöldi þeirra ein-
staklinga sem era á götunni sé
breytilegur frá einum tíma til ann-
ars. -Þetta era kannski á bilinu frá
tíu til 20 manns sem þannig er
ástatt fyrir.
-Sem betur fer era fleiri úr-
ræði fyrir hendi í dag heldur en
var hér áður fyrr. Flestum þessum
mönnum hefur verið komið fyrir í
Hlaðgerðarkoti, Víðinesi, Gunn-
arsholti og á Gistiheimilinu í
Þingholtsstræti þar sem þeir
munu dvelja í eins góðu yfirlæti
og framast er unnt að bjóða þeim
yfir hátíðamar, segir Ámi. -rk