Þjóðviljinn - 22.12.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 22.12.1990, Side 3
FRETTIR Kvótinn Smábátaeigendur: Hagrœðingarsjóður er við- urkenning á skipbroti kvótakerfisins Að mati stjórnarfundar Landssambands smábáta- eigenda hefur tilraunaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins á kvóta til smábáta berlega leitt í ljós þá alvarlegu ágalla sem sambandið hefur löngum bent á að séu á lögum um stjórn fisk- veiða. í ályktun nýafstaðins stjómar- fundar er skorað á sjávarútvegs- ráðherra að nú þegar verði kann- að hvort svigrúm sé innan laga þeirra og reglugerða er koma til framkvæmda um áramót, sem leitt gæti til leiðréttingar á þeirri miklu skerðingu sem annars dyn- ur á smábátaeigendum með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum; ekki Keflavík Fasteigna- skatturinn lækkar Bœjarráð Keflavíkur eyðir hœkkun á fast- eignamati með því að lækka fasteignaskatt- inn um 10 prósent Við erum þjóðarsáttarmenn og þessi lækkun fasteignaskatts- ins er tilraun okkar til þess að styrkja pínulítið kaupgetu fólks eftir kjaraskerðingar I tíð þess- arar ríkisstjórnar, segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Keflavík- ur, í samtali við Þjóðviljann. Bæjarráð Keflavíkur hefúr ákveðið að lækka fasteignaskatt- inn fyrir næsta ár um tíu af hundr- aði. Hann fer úr 0,4 af hundraði í 0,36 fyrir íbúðarhúsnæði og úr 1,0 prósent í 0,9 prósent fyrir atvinnu- húsnæði. Fasteignamat hækkar sem kunnugt er um 12 prósent á milli ára, sem er talsvert umfram verð- lagsspár. Með lækkun á fasteigna- skatti vegur bæjarráð Keflavíkur upp á móti hækkun á fasteigna- mati. Utsvar verður hins vegar áffam í toppi í Keflavík, 7,5 af hundraði. Að sögn Ellerts eru tekj- ur Keflavíkur undir meðallagi og ef útsvarið fer niður fyrir 7,5 pró- sent skerðist framlagið úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga verulega. Aðstöðugjöld verða einnig óbreytt á næsta ári, en sorphirðu- gjald hækkar um tíu af hundraði. Það nemur 1980 krónum á næsta ári. -gg aðeins fyrir einstaklinga heldur og heilu byggðarlögin. Sé hins- vegar ekki unnt að rétta við hlut smábátaeigenda með þessum hætti, er það afdráttarlaus krafa LS til Alþingis að það taki kvóta- lögin til endurskoðunar og breyt- inga. Að mati stjómarinnar er til- koma Hagræðingarsjóðs ekkert annað en bein viðurkenning á skipbroti kvótakerfisins. Annars vegar að kvótakerfið hafi engan veginn skilað þeim árangri sem að var stefnt og ætlast til og hins vegar að innri uppbygging kom- andi kvótakerfis sé ekki sterkari en svo að það þurfi sérstaka sjúkradeild. Jaffiffamt beinir stjóm LS þeim tilmælum til svæðisfélaga þess að þau haldi almenna fúndi á sínu svæði í jólafríinu og boði til þeirra þingmenn viðkomandi kjördæmis ásamt ráðamönnum í héraði og fjölmiðlum. Ennfremur samþykkti stjómin að boða til landsfúndar í Reykjavík fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí, þar sem ráðherrum og þingmönnum verður meðal ann- ars boðið. -grh Rlkisútvarpið sextíu ára. I fyrradag, þann 20. desember, voru sextíu ár liðin frá þvl Ríkisútvarpið tók til starfa, árið 1930. Afmælisins hefur verið minnst með ýmsu móti ( dagskrá Otvarps og Sjónvarps og í gærkvöldi var bein útsending frá afmælishátlðinni úr Borgarleikhúsinu. Á myndinni er einn af þulum Rlkisútvarpsins, Sigvaldi Júlíusson, sem gaf sér tíma til að líta upp úr tilkynningalestrinum I hádeginu I gær. Mynd: Jim Smart. Skógræktarbókin, fagrit, framtíðareign. Tilvalin jólagjöf handa: . sumarbústaðaeigendum . áhugamönnum um skógrækt . kennurum . náttúruunnendum Skógræktarbókin fæst nú í flestum bókaverslunum eða á skrifstofú Skógræktarfélags Islands, Ránar- götu 18, Reykjavík, simi 91-18150. Kaflamir bera eftirfarandi heiti: Gerð og starfsemi plantna - Skógræktarskilyrði á íslandi - Gróðurlendi -Barrtré - Lauftré - Birki á íslandi - Um tijákynbætur - Fræ og fræsöfnun - Uppeldi tijáplantna - Vegagerð - Ræktun græðlinga - Gróðursetning skógarplantna - Umhirða skóga - Viðamytjar - Tijáskaðar - Skráning skóglenda - Tré og skógur - Skógmælingar - Skóghagfræði - Jólatré og greinar - Tijárækt til skjóls, prýði og útivistar - Skjólbelti - Ber og sveppir - Jarðvegur og jarðvegsskilyrði - Vöxtur og vistþættir - Girðingar - Skógmælingar. Alvarlegir ágallar UMLANGAN ALDUR HOFUM VIÐ SÉÐ LANDSMÖNNUM FYRIR FLUTNINGUMÁSJÓ Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, pósthólf 908, sími (91) 28822, myndsendir (91) 28830

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.