Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 9
oftar og stóð og horfði á mig, bara
stóð og horfði á mig. Ég lék áfram
og raulaði undir. Svo hætti ég að
leika og syngja þetta orðlausa lag
mitt. Hann leit opnum augum beint
í opin augu mín og allt í einu sagði
hann og orð hans voru vægðarlaus
spuming: „Hvers vegna ertu alltaf
að syngja um hana Kaðlínu? Sérðu
svona mikið eftir henni?“ Ég leit
stíft í augun á honum og reyndi að
sjá inn á bak við augun. „Já“, sagði
ég. Við horfðumst í augu um stund.
Síðan fór ég að leika að nýju og
sönglaði lágt undir, án orða. Eftir
dijúga stund snérist drengurinn á
hæli og gekk hratt eftir troðningn-
um heim til sín.
Þaðan af sögðum við fátt hvor
við annan, en hann kom nokkrum
sinnum til að horfa á mig leika.
Brátt langaði mig ekki lengur til að
sitja þama og leika á gítarinn minn
og ég tók gítarinn og teppið mitt og
ég fór. Ég réði mig í vinnu hjá olíu-
félaginu á dælutumana norður í fló-
anum mikla. Ég hef unnið þar siðan.
Núna er ég í sumarfríi, en þegar ég
er búinn að aka ykkur þessar leiðir,
fer ég aftur norður til að ljúka ráðn-
ingartíma mínum. Ég vil ekki ráða
mig þar aftur. Ég get ekki unnið fyr-
ir olíurisann meir, eftir að þeir
strönduðu olíuskipinu í flóanum og
milljónir lítra af eitraðri olíunni
eyðilögðu strendumar og drápu
þúsundir og aftur þúsundir fugla og
annarra lifenda í þessum flóa. Ég
get ekki unnið við það á háu kaupi
að eyðileggja náttúruna og drepa
lifið. Ég ætla að segja þeim það og
svo hætti ég, og i haust fer ég i
skóla. Og les bækur. Góðar bækur
og vondar bækur. Allar bækur. En
fyrst ætla ég að heimsækja föður
minn og vera hjá honum, því hann
er að deyja, hægt og bitandi er hann
að deyja. Og ég ætla að vera hjá
honum og tala við hann þangað til
hann deyr. Ég á eftir að tala svo
mikið við hann. Ég á eftir að segja
svo mikið við hann, og ég á eftir að
hlusta svo mikið á hann.
Þegar drengurinn nágrannans á
þessu sumri stóð þama fyrir neðan
pallinn og horföi á mig og sagði
þessi orð, þá skildi ég. Eg fann að
hann horföi beint inn í kviku sálar
minnar. Og hann las sál mína eins
og hann læsi fyrirsagnir í blaði. í
fyrsta sinn á ævinni skildi ég, að ég
stóð opinn, og sérhver gat séð inn í
sál mína og Iesið hug minn. Og létt-
ir minn var mikill. Líf mitt fylltist
friði. Það er þess vegna, sem ég er
ekki hræddur við að mæta úlfinum í
skóginum, og ekki heldur hræddur
við að mæta loðbiminum í fjallinu,
þó hann sé hættulegastur af öllu
hættulegu. Ég liti í augu honum og
hann sæi inn í sál mína og hann sæi
ekkert til að óttast í sál minni. -
Vinur minn Brjánn hló, leit
snöggt á mig og aftur á langan
bugðuveginn gegnum sólgleraugun,
og hann haföi lokið sögu sinni.
Hann ók áfram og ég sat kyrr í sæt-
inu og ég gat ekki sagt neitt og ég
sagði ekki neitt. Það var ekkert frek-
ar að segja. Það sem þegar var sagt
haföi fyllt þennan dag til kvölds. Og
við ókum án orða fram daginn eftir
vegunum um þessi háu fjöll lands-
ins við Miklafljót. Bijánn stansaði
oft til að halda sér vakandi og um
kvöldið þegar við höfðum ekið fram
með öllu Teslínvatni og komumst
loks til Votsonbæjar, vom öldungar
byggðarinnar búnir að bíða okkar
stundum saman og famir heim. En
feitlagna konan með svarta hárið og
kringluleitt andlitið haföi haldið
reykta laxinum köldum og elgskjöt-
inu volgu og við borðuðum og
gengum til svefns til að vakna að
morgni og hitta öldungana á nýjum
degi og snæða með þeim og segja
sögur okkar og þiggja kveðjur
þeirra.
Þetta var sagan af Bijáni vini
mínum, sem var manneskja, og af
vinum mínum í gula vagninum, og
af vegunum löngu sem liðast yfir
fjöllin og fram dalina og eftir enda-
lausum bökkum gliturvatnsins.
Bamabækur
Sagan af
Haraldi
jólasveini
Brian Pilkington gefur út bamabók í
ellefu löndum samtímis
Afi gamli jólasveinn heitir ný
bamabók eflir Brian Pilkington.
Bókin kemur út í ellefú löndum
samtímis að Islandi meðtöldu.
Brian er best þekktur fyrir
teikningar sínar sem prýtt hafa
margar bamabækur undanfarin
ár.
Hver er afi gamli jólasveinn?
- Hann heitir Haraldur og
vinnur við það að leika
jólasvein og draga að
viðskiptavini fyrir stórverslun
nokkra þegar líða fer að jólum.
Hann er með sítt og fagurt, hvítt
skegg og því tilvalinn í hlutverk-
ið. Haraldur er í essinu sínu í jóla-
sveinagervinu, og hann veit ekk-
ert skemmtilegra en að draga að
sér athygli fólks. En þvi miður er
jólavertíðin stutt og sagan fjallar
um það hvað Haraldur hefúr fýrir
stafni þegar hann er ekki að leika
jólasvein. Ekki er hlaupið að því
fyrir Harald að finna vinnu og
hann er óttalegur klaufi við allt
annað en að leika jólasvein.
Hætta böm ekki að trúa á jóla-
sveina þegar þau kynnast
Haraldi og komast að því
að hann er bara platjóla-
sveinn?
- Nei, því að í sögunni
er oft vitnað í alvörujóla-
sveininn. Ég er með hug-
myndir að fleiri sögum um
Harald, og ein þeirra er sú
Brian Pilkington skrifaði og mynd-
skreytti bamabókina Afi gamli
jólasveinn sem kemur út I ellefu
löndum samtímis fyrir þessi jól.
Mynd: Kristinn.
Ein þeirra mörgu
skemmtilegu mynda Bri-
ans af hrakfallabálkinum
Haraldi sem finna má I
Sögunni af afa gamla
jólasveini.
að afi gamli hittir jólasveininn,
eða Father Christmas eins og
hann heitir í Bretlandi og Sánkta
Kláus í Bandaríkjunum. Jóla-
sveinninn sem ég tala um í sög-
unni er óskyldur íslensku jóla-
sveinunum. Ég held að illa gengi
að selja þá utan íslands. Ég skrif-
aði söguna á ensku og sendi hana
til útgáfúfyrirtækis í Svíþjóð sem
sér um þýðingu og samninga við
útgáfúfyrirtæki um allan heim.
Bækumar eru allar prentaðar í
Danmörku nema ameríska útgáf-
an. Hún er dálítið frábrugðin hin-
um. Iðunn gefúr bókina út á Is-
landi BE
Með reglulegum sparnaði,
hæstu vöxtum, skattafslætti
og lánsrétti leggurðu Grunn
O
sem er sniðinn að þínum þörfum.
Grunnur er húsnædisreikningur Landsbankans.
Hann er bundinn i 3 til 10 ár og nýtur ávallt
bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á
almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þarí
inn á Grunn eigi sjaldnar en ársfjórðungslega.
Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða
90.000, - ársfjórðungslega. Þannig gefur til dæmis
360.000 króna innlegg 90.000 krónur í
skattafslátt.
Grunni fylgir sjalfkrafa lánsréttur að sparnaðar-
tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað
til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhalds.
Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna.
Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarieið fyrir
þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu
og kjörinn Itfeyrissjóður fyrir sparifjáreigendur.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
\