Þjóðviljinn - 04.01.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Side 2
FRETTIR • * r * ■ f Óveðrið Miljónatjón á Siglufirði Þakhlutar fuku, bílar ultu, rafmagnsstaurar brotnuðu og truflanir urðu á símasam- bandi fyrir norðan og vestan Talið er að veðurofsinn sem gekk yfir Siglufjörð í fyrra- dag hafi valdið miljóntjóni þeg- ar bflar fuku til, rúður brotn- uðu og húsveggur riðaði til falls, auk annarra skemmda. Þá er eins víst að annað eins tjón hafi orðið í veðurhamnum sem gekk yfir Norður- og Vestur- land í fyrrinótt. Sjóvamagarður skemmdist í Njarðvík og rafmagn fór viða af fyrir norðan og vestan þegar staurar brotnuðu og varð viða símasambandslaust og trufl- anir á útvarpssendingum. Lög- reglan á Akureyri segir að veðu- rofsinn hafi orðið vel yfir tólf vindstig í verstu hviðunum, en það stóð þó stutt yfir, eða rétt yfir miðnætti til um tvö- leytið. Þó náði vindurinn að rífa hluta af Hlutabréf Fáir selja aftur Hlutabréf koma senni- lega til með að halda áfram að hækka í verði Aðeins brotabrot þeirra sem keyptu hlutabréf nú fyrir ára- mótin hafa komið í hlutabréfa- markaði til að selja þau aftur. Það lítur því út fyrir að fólk hafi ekki keypt hlutabréf í þeim eina til- gangi að nýta sér skattaafsláttinn. Agnar Jón Agústsson hjá Fjár- festingafélagi íslands sagði að þó nokkrir aðrir fjárfestingasjóðir hefðu lækkað hlutabréf í hluta- bréfasjóðum sínum þá sæju þeir ekki ástæðu til þess. Hann sagði að innlausn á hlutabréfum hefði verið sáralítil síðustu tvo daga. Hann sagði að um 70 aðilar hefðu komið og selt bréf sín fyrir um 9 miljónir kr. sem er ekki nema um fimm pró- sent af þeim 170 miljónum sem keypt var fyrir hjá hans fyrirtæki milli jóla og nýárs. Aðrir sölumenn sem Þjóðviljinn ræddi við voru sammála um að lítið væri um að fólk kæmi og seldi hlutabréfin aftur. Elvar Guðjónsson hjá Kaupþingi sagði að þetta væri minni sala á fyrsta degi en hann hefði átt von á. Hjá honum voru innleyst bréf fyrir 2-3 miljónir sam- anborið við 150-200 miljón kr. sölu milli jóla og nýárs. Hann sagði þó að þetta væri ekki orðið marktækt ennþá. Albert Jónsson hjá Lands- bréfiim sagði að það hefði verið nokkuð mikil innlausn milli klukk- an 9 og 10 í gærmorgun og taldi lík- legt að þeir sem einungis hefðu ætl- að að nýta sér skattaafsláttinn hefðu verið þar á ferð. Agnar Jón sagðist telja að inn- lausnin á árinu yrði um 10 prósent og að hún hefði ekki áhrif á einstök bréf. Og þar sem hlutabréfasjóðim- ir þurfa nú að kaupa bréf fyrir það fé sem inní þá hefúr komið er ekki hægt að telja annað en að hlutabréf muni hækka, sagði hann. Hann átti þó ekki von á að bréfin myndu hækka um 80 prósent líkt og í fyrra og taldi líklegt að hækkunin yrði um 15-20 prósent sem væri um helmingi betri ávöxtun en af skuldabréfum og væri það eðlilegt. Hann sagði að þar sem hlutabréf hefðu hækkað mikið á síðasta ári væri ekki mikið svigrúm til hækk- unar núna. -gpm þaki á gömlu húsi við Lækjargil og varð kona sem þar bjó með sex ára krakka að losa íbúðina og flytja til ættingja. Til marks um kraftinn í vindinum þá náði hann að feykja 300 kílóa stálplötum nokkum spöl. Austan við Akureyri í Þing- eyjarsýslu brotnuðu rafmagnslín- ur, auk annarra skemmda. A Norðurlandi vestra urðu skemmdir á íþróttahúsinu á Blönduósi þegar hluti af þaki þess féll. Þá varð rafmagnslaust á Skagaströnd og á Hvammstanga þegar rafmagnsstaurar brotnuðu. Af sömu ástæðu varð víða rafmagnslaust á Vestfjörðum i veðurofsanum og hafa varaafls- stöðvar verið keyrðar í staðinn. Einnig fúku þakplötur í Stykkis- hólmi. Óveðrið setti ennfremur strik í reikninginn hjá mörgum vegfar- endum sem áttu leið um Snæfells- nes, Vatnsskarð og Holtavörðu- heiði. Bílar fúku og ultu, en til allrar mildi sluppu viðkomandi við meiðsl. Veðurstofan spáir því að hvassviðri og stormur verði áfram i dag fyrir norðan og vestan eftir að hann á að hafa lægt eitthvað í nótt sem leið. Skást mun veðrið þó verða við suðurströndina, samkvæmt spánni. Norðanþræsingur var I höfuðborginni f gær. Engar fuku þó þakplötumar eins og vfðast hvar annars staðar um landið þar sem nýtt ár hófst með ofsaveðri. Jólasnjórinn er að mestu horfinn af götum Reykjavíkur, en slabbið og ísinn heftir för gangandi vegfarenda. I vetrarnæðingi er slæmt að hafa ekkert til að skýla eyrum og höfði eins og sjá má af þessari ungu stúlku sem Jim Smart hitti á förnum vegi f gær. Trillukarlar Kvótafundur með þingmönnum Framtíð smábátaútgerðar ins og smábátaeigenda að búin verði til aukahlutdeild handa smá- bátaflotanum og að hann fái hlut- fallslega „sinn rétta skerf af þeim kvóta sem kom þegar sóknar- markið var afnumið,“ eins og seg- ir í fréttatilkynningu Landssam- bands smábátaeigenda. -grh Félög smábátaeigenda í Hafnarfirði, Reykjanesi og Reykjavík hafa boðað til al- menns kvótafundur næstkom- andi sunnudag í Firðinum, og hefur þingflokkunum verið boðið að senda fulltrúa sína á fundinn. Fundarefnið verður að sjálf- sögðu lögin um stjómun fiskveiða og framtíð smábátaútgerðar á ís- landi og áskorun til þingmanna um leiðréttingu á óréttmætri túlk- un sjávarútvegsráðuneytisins á kvótalögunum. Einnig mun fúnd- urinn leita fúlltings þingmanna um að ná fram efndum á því sam- komulagi sjávarútvegsráðuneytis- Síldarsöltun Mestá Eskifirði Ríflega helmingi minni söltun en 1989 Vegna veðurs hafa sfldarbát- ar ekki getað haldið til veiða að þvi undanskildu að Jón Finnsson RE hélt áleiðis á sfldarmiðin í fyrrinótt. En eins og kunnugt er hefur sjávarútvegsráðuneytið heimilað sfldveiðar út þennan mánuð. Það sem af er sildarvertíð hefúr verið saltað í eitthvað um 110 þús- und tunnur af ýmsum tegundum saltaðrar síldar og þar af rúmar 25 þúsund tunnur af flökum, aðallega roðlausum. Þetta er töluvert minna en árið 1989 þegar saltað var í 240.751 tunnu, en aukning hefúr orðið í söltun síldarflaka. Það helgast að sjálfsögðu af því að Sovétmenn hafa haldið að sér höndum með kaup á saltsíld vegna efnahagsþrenginga heima fyrir og skorts á gjaldeyri, að eigin sögn. Af einstökum stöðum hefúr mest verið saltað á Eskifirði eða í tæpar 17 þúsund tunnur, en alls hefur síld verið söltuð á 18 stöðum á landinu. Næstmest hefur verið saltað í Grindavík, 15.792 tunnur sem er litlu meira en saltað hefúr verið á Höfn í Homafirði, en þar hefúr verið saltað í 15.099 tunnur. Saltað hefúr verið í 37 söltun- arstöðvum og mest í söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðju Homafjarð- ar eða í 10.685 tunnur. -grh l Jtanríkisþiónustan Fyrsta konan sendiherra Sigríður Snævarr hefur verið skipuð sendiherra íslands í Stokkhólmi frá og með 1. febrú- ar. Sigríður er fyrsta íslenska konan sem tekur við starfi sendi- herra. Sigríður hóf störfhjá utanríkis- þjónustunni 1978 og starfaði um skeið í Moskvu. Hún hefúr séð um málefhi Evrópuráðsins og var um skeið blaðafúlltrúi utanríkisráðu- neytisins. Árið 1987 tók hún við starfi sendifúlltrúa í Bonn. Aðrar breytingar í utanríkis- þjónustunni em þær að Gunnar Pálsson hefúr verið skipaður sendi- herra og falið fyrirsvar í afvopnun- armálum og Gunnar Gunnarsson hefúr verið skipaður sendifúlltrúi og starfar í alþjóðaskrifstofú utan- rikisráðuneytisins. -Sáf Sambandið Sex hlutafélög stofnuð Búið er að breyta rekstrar- deiidum Sambandsins í hlutafélög og taka þau öll til starfa 1. janúar nk. Hlutafélög- in eru alls sex talsins og verða höfuðstöðvar allra þeirra utan eins í Reykjavík, en íslenskur skinnaiðnaður hf. verður með höfuðstöðvar á Akureyri. Goði hf mun taka við hlut- verki Búvömdeildarinnar og er hlutafé félagsins 300 miljónir og á Sambandið 50% í félaginu. Aðrir eigendur em sláturleyfis- hafar og kaupfélög innan Sam- bandsins. Framkvæmdastjóri er Ámi S. Jóhannsson. Sambandið með meirihluta í öllum félögunum íslenskar sjávarafúrðir hf taka á næstunni. Framkvæmdastjóri er við hlutverki Sjávarafurðadeild- Ólafúr Friðriksson. arinnar. Hlutaféð er 588 miljónir og á Sambandið helminginn. Aðrir eigendur em framleiðendur sjávarafurða (landftystihús og frystiskip), ennfremur nokkur kaupfélög sem ekki framleiða sjávarafurðir. Sambandið hefúr eignast meirihluta í Miklagarði hf. Frá og með 1. janúar verða smávöra- verslun Miklagarðs og innflum- ingsverslun Verslunardeildar starfræktar af Miklagarði. Hluta- féð í Miklagarði hf em 130 milj- ónir og er búist við að það aukist Jötunn hf yfirtekur innflutn- ing og sölu á bílum, vélum, fóð- urvörum, rafeindabúnaði og fleim. Jötunn hf er hlutafélag sem lengi hefúr verið í eigu Sam- bandsins. Hlutafé í upphafi var 140 miljónir og nær alfarið í eigu Sambandsins í byrjun. Fram- kvæmdastjóri er Sigurður Á. Sig- urðsson. Samskip hf tekur við starf- semi Skipadeildar Sambandsins. Hlutafé er 892 miljónir og nær al- farið í eigu Sambandsins í byijun, en verður opið viðskiptaaðilum, bæði innan og utan samvinnu- hreyfingarinnar. Framkvæmda- stjóri er Ómar H. Jóhannsson. íslenskur skinnaiðnaður hf tekur við hlutverki Skinnadeildar á Akureyri og eina félagið sem ekki er staðsett í Reykjavík, held- ur verða höfúðstöðvamar á Akur- eyri. Hlutafé em 270 miljónir og em stofnfélagar Sambandið og 20 til 25 kaupfélög, sem eiga fé í svokölluðum verksmiðjustofn- sjóðum. Félagið verður opið við- skiptaaðilum. Framkvæmdastjóri er Bjami Jónasson. -Sáf 2.SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.