Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Hlutafjár- markaður Öllum að óvörum reyndust íslendingar borgunar- menn fyrir hlutabréfum upp á nokkra milljarða nú fyrir áramótin. Enda þótt kaupgetan komi nokkuð á óvart er viljinn til að festa fé í hlutabréfum þó áhugaverðari. Landsmenn eru því með öllu óvanir að hlutabréf geti verið gjaldgeng í því skyni að ávaxta sitt pund og það án þess að eigandinn komi nokkuð nálægt rekstri þeirra fyr- irtækja sem viðkomandi hlutafélag er um. Yfirleitt hefur gengið erfiðlega að fá almenning til að leggja fé í fyrir- tæki, jafnvel þó þjóðþrifafyrirtæki væru fyrir viðkomandi byggðarlög. Tvennt sýnist valda þeirri breytingu sem hér hefur orðið. ( fyrsta lagi eru skattalög þannig að nú geta ein- staklingar og hjón eytt talsverðum peningum í hlutafjár- kaup og lækkað um leið skatta sína. Tilgangurinn með þessari ráðstöfun löggjafans er augljós, hún er gerð til þess að hvetja almenning til að binda fé sitt í fyrirtækj- um. Að öllum jafnaði á þetta að geta komið atvinnu- rekstrinum til góða, styrkt stöðu atvinnufyrirtækjanna og gildir þetta jafnt um þau fyrirtæki þar sem hlutirnir eru í eigu einkaaðila eða eignarhaldið er með einhverjum hætti félagslegt. í öðru lagi hefur það greinilega áhrif á kaup almenn- ings að mörg fyrirtæki komast nú miklu betur af en áður. Hlutabréf í grónum og stöndugum fyrirtækjum eru orðin eftirsóknarverður kostur fyrir þá sem eiga eitthvað til að leggja til hliðar. Þar að auki er íslenskur hlutabréfamark- aður að myndast, mest fyrir tilstuðlan fyrirtækja á vegum banka og sparisjóða. Á þessu stigi er engin leið að segja til um það hver reynslan af þessu fyrirkomulagi verður. Á meðan uppsveifla er hjá sumum fyrirtækjum er vafalaust áhættulítið fyrir fólk að kaupa hlutabréf, en þegar á móti blæs getur farið að kárna gamanið, vonin um skjótfeng- inn arð fari fyrir lítið. Sagt er að ríkissjóður hafi tapað hundruðum milljóna á hlutabréfakaupum almennings, vegna þeirra skattfríð- inda sem kaupunum fylgir. Þetta má auðvitað til sanns vegar færa, en varla hefur þeim sem settu lögin á sínum tíma dulist að svo myndi fara. Á hinn bóginn verður þetta dæmi ekki gert upp nema að vita í hvað sömu peningar hefðu annars farið; vaxtatekjurnar af þessu fé eru að minnsta kosti skattfrjálsar. Fróðlegt verður að fylgjast með hver framvindan verður á næstu árum í hlutabréfamarkaði hérlendis. Lík- legast er að almenningur eigi aldrei kost á að eignast meirihluta í þeim félögum sem fysilegust þykja. Þegar kemur að hinum stóru viðskiptum, þar sem teflt er um raunveruleg völd í félögunum er meirihluti hlutafjárins á tryggum höndum, eins og sjá má af því að nú er aðeins verið að selja lítinn hluta í þeim fyrirtækjum sem vinsæl- ust eru um þessar mundir, meirihlutaeignin er áfram í höndum sömu aðila. Meðal þeirra fyrirtækja sem nú þykir gott að eiga hlutabréf í eru nokkur sjávarútvegsfyrirtæki. Það hefði þótt ótrúleg saga fyrir fáum misserum, þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var að hrökklast frá völdum og sjávarútvegurinn að komast í þrot, ef einhver hefði hald- ið því fram að innan tíðar væri arðvænlegra fyrir al- menning að eiga hlut, í sjávarútvegsfyrirtæki en að kaupa ríkisskuldabréf. Úrræði Sjálfstæðisflokksins til að bæta stöðu undirstöðuatvinnuvegarins reyndist með öllu haldlaus. Breytingin sem siðan hefur orðið er gríöar- lega mikil eins og sjá má af þeirri sérkennilegu jarðarför sem fram fór á dögunum þegar Atvinnutryggingasjóður var jarðsettur með tilhlýðilegri viðhöfn. hágé. Nordurslóö best Mikill þróttur er í frétta- og menningarblöðum í dreifbýlinu, en þegar velja skal landsmálablað ársins 1990 er á engan er hallað þótt „Norðurslóð - Svarfdælsk byggð og bær“ - verði fyrir val- inu. Hjörtur E. Þórarinsson, for- seti Búnaðarfélags íslands og bóndi á Tjöm í Svarfaðardal er þar útgefandi af hálfú „byggðar- innar“ og Jóhann Antonsson íúll- trúi þéttbýlisbúa. Sigriður Haf- stað á Tjöm er annars burðarásinn í útgáfúnni og hefúr umsjón með henni. Norðurslóð hefúr nú komið út í 14 ár og jafnan verið auðkennd af menningarlegu efni sem hefur varanlegt heimildargildi. Sem dæmi má nefna að í jóla- blaði Norðurslóðar 1990 rifjar Stefán Bjömsson ffá Atlastöðum upp æviminningar, Þórarinn Eld- jám rithöfundur skrifar um ör- nefnin Tjöm og Gullbringa á vesturströnd Svíþjóðar, Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri hjá Rík- isútvarpinu birtir útvarpsviðtal Svövu Jakobsdóttur við Snorra Hallgrimsson lækni um Finn- landsstyijöldina, Júlíus J. Daní- elsson ritstjóri búnaðarblaðsins Freys fjallar um tónlistariðkun í Svarfaðardal og Gest Hjörleifs- son fyrrum skólastjóra Tónlistar- skóla Dalvíkur, Hj.Hj. lýsir byggðasafninu í Hvoli og Ami Daníel Júlíusson greinir frá af- leiðingum Móðuharðindanna í Svarfaðardal. Auk þess birtast fféttir og síðast en ekki síst marg- víslegar þrautir sem að nokkm Ieyti eru einstæðar í íslenskri menningu. Ljóðagetraunin lúmska „Hver var ung eins og ang- andi rósir?“, spyr Hjörtur E. Þór- arinsson í einni léttustu spuming- unni í Ljóðagetraun Norðurslóð- ar, en þraut þessi er nú landsffæg eftir 14 ára göngu sína í jólablað- inu. Alltaf er spurt um viðfangs- efni ákveðinna ljóða og rétta svar- ið þama er „Kata“, eins og þeir vita sem muna gamla dægurlaga- textann Kötukvæði („Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti...“). Hér er ljóðagetraunin gerð að sérstöku umtalsefni þvi að þama hefúr ritstjóri og hugmyndaffæð- ingur Norðurslóðar kannski dott- ið ofan á form sem dugir ekki hvað síst til að tengja kynslóðir og rifja upp menningararf á líf- rænan og skemmtilegan hátt og ekki vanþörf á svoleiðis meðölum núna. Spumingar eru 25 alls og flestar strembnari en Kötukvæði, eða hveiju svara menn þessu: , Jivað rann saman við söng henn- ar?“ - eða „Hvert fóm sumir fyrir jól?“ - og - „Hvað stendur á gömlum merg?“ Margur ljóða- unnandinn hefur undanfarin ár svitnað af niðurlægingu gagnvart ljóðagetraun Norð- urslóðar og þurft að pæla gegnum ljóðasöfn til að ná fúllu húsi stiga og eiga möguleika á bókaverðlaun- um. Það má jafnvel gegna nokkurri fúrðu að Hjörtur E. Þórarinsson á Tjöm skuli ekki hafa sótt um einkaleyfi á formi þessarar ljóðagetraunar sem hefur lagst af slíkum þunga á lesendurblaðsins um hver jól. Að minnsta kosti er safn hans vísir að dágóðu bókarefni. Þetta skemmtilega spum- ingaform, sem hentar vel til að vekja áhuga á og rifja upp gömul og ný ljóðmæli, hefúr svo orðið Ama Rögnvalds- syni ffá Dæli að fyrirmynd í 35 málsháttaspumingum Norðurslóðar. Dæmi: „Hvað dregur hver af sínum sessu- naut? - og „Hveijum skal á foraðið etja?“ - eða „Hvaða fiskar spyrðast best?“. Ámi verðlaunar sjálfúr sigurveg- arann með kr. 1000. Og ekki er þar með allt upp talið af rammíslenskum getraun- um Norðurslóðar, því fyrir utan þulur og bæjanafúagátu blaðsins er þar m.a. þátturinn „Kyndugar vísur“ og er við hæfí að leyfa les- endum Þjóðviljans loks að spreyta sig á einni þeirra, eftir Hallgrím Eldjámsson, forðum prest á Grenjaðarstað. Spurt er, hver séu skringilegheitin í vísunni og kann að vera að stniktúralistar í hópi nútimaskálda eða þá mynd- listarmenn verði fýrri til en aðrir að koma auga á þau: Heitir lítil Ijóða þrautin, litil baga, þvaga skrítin, Ijóða þvaga þvættings kvœða, þrautin skrýtin, kvæða grautur. Bragfræði Bubba Meira gleðilegt um ljóðlist og bragffæði. Hið hefðbundna ljóð- form er nú loksins endanlega að risa upp ffá dauðum, ef marka má spásagnir sem unga kynslóðin hefúr þessar vikumar verið að háma sig í metsölubókinni Bubba eftir Ásbjöm Morthens og Silju Aðalsteinsdóttur. Þar segir á bls. 231: „Við Megas eram báðir á því að bráðum verði ný bylting í ís- lenskri Ijóðagerð og heil kynslóð ungskálda komi ffam sem noti gamla formið, að minnsta kosti stuðla þó að þau sleppi riminu.“ Bubbi lýsir því mörgum orð- um hvaða áhrif það hafði á hann að þróa máltilfinninguna og tökin á bragffæðinni, nauðsyn þess að lesa hefðbundinn kveðskap og sýna arfleifðinni ræktarsemi og virðingu og læra af henni: „...sjálfs mín vegna og krakkanna sem ég tala til vil ég læra betra mál. Þá get ég sagt við þau: Þetta gat ég. Þið getið það líka ef þið viljið...við (eigum) stærsta kon- ungsríki í heimi. Tungumálið“. Nú era rúm 10 ár síðan margra vikna deilur stóðu í Þjóð- viljanum um „gúanó-texta“ Bubba, en spumingin er hvort Ás- bjöm Morthens jafnast ekki með fáeinum setningum í metsölu- ævisögu sinni núna á við heilt rík- isrekið málræktarátak í skólun- um, ef miðað er við áhrifamáttinn gagnvart unga fólkinu. óht Bubbl Morthens ÞJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Flelgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.F Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríöur Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvfk. Slmi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.