Þjóðviljinn - 04.01.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Side 5
Stjórnmálamenn og samtök skreyta sig einatt með slagorðum sem ætlað er að slá í gegn. Sjaldnast eru þessi slag- orð þannig að festa megi hönd á því sem við er átt. Þau gætu sem best hijómað á þennan hátt: Framtíð og festa, Festa og framtíð, Til betri framtíðar, Manngildi ofar auðgildi, Til nýrrar framtíðar o.s.frv.. Má raunar vel vera að einhver samtök hafi þegar notað þessi slagorð eða önnur nauðalík. í sjónvarpsþætti á dögunum voru þátt- takendur spurðir hvort núlifandi kynslóð legði framtíðinni til einhveijar hugsjónir. Fátt varð um svör og má segja að hinum spurðu hafi verið nokkur vorkunn, þar sem gamalgrónar hugmyndir um hugsjónir sem öðru ífemur eru tengdar vinstrimennsku af einhverju tagi hafa átt undir högg að sækja, eftir allt sem gengið hefur á í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu á undanfomum missemm. Austur þar hefur aldrei verið skortur á slagorðum, ámm saman heíúr ekkert vantað á upphrópanir um það að þjóðfélagsþróunin stefndi í rétta átt, þar sem verkafólk væri laust undan oki arð- ránsins. Framtíðarríkið væri handan við hólinn. Ágóðavonin hrekkur ekki til Slagorðin geta aldrei komið í staðinn fyrir vemleikann, þau geta í besta falli hvatt fólk til dáða, en því aðeins að athafn- ir fylgi slagorðunum. Einhver minnisstæð- asta ábending um það að ekki væri allt eins og það ætti að vera fyrir austan, er sakleys- isleg spuming Halldórs Laxness fyrir margt löngu austur í Leningrad eða Moskvu, er hann vildi vita hvar mætti kaupa skæri í því merkilega landi. Hálfri öld síðar bámst fféttir af biðröðum eftir hveiju einu, sápa til hárþvotta hefur að sögn verið heppilegur gjaldmiðill í einka- viðskiptum austur þar. I annan tíma hefúr geisað þurrkublaðastríð í stórborgum Sov- étríkjanna. Þá stendur svo á að ekki fást þurrkublöð á bíla með þeim afleiðingum að ábyrgur bíleigandi skilur aldrei svo við bíl sinn að hann taki ekki með sér bæði þurrkublöðin. Það er að sönnu rétt að milli þessara atburða er ein heimsstyijöld og langt og kalt strið með óbærilegri vígvæð- ingu, en til lengdar dugir það ekki sem skýring á því að þróað þjóðfélag uppfylli ekki einföldustu þarfir þegnanna. Hmn þjóðfélagsgerðarinnar í Austur- Evrópu breytir hins vegar engu um þá stað- reynd að hugsjónir sem eiga rætur sínar í hugmyndafræði sósíalismans halda áffam að verða aflvaki baráttunnar fyrir betra mannlífi vítt og breitt um heiminn. Gegn mannfjandsamlegum viðhorfúm markaðs- hyggjunnar verður að tefla ffam gildum mannúðar, þar sem getu samfélagsins er beitt til að tryggja öllum þegnunum þolan- leg lifsskilyrði. Hver einasti maður veit að það verður aldrei gert ef þjóðfélagið bygg- ir á ágóðavoninni einni saman. Trygginga- kerfi og heilbrigðisþjónusta einkaffam- taksins þar sem „neytandinn“ greiðir þjón- ustuna fullu verði án meðábyrgðar hinna sem þurfa þjónustunnar ekki við verður þegar til lengdar lætur aðeins fyrir þá sem meira mega sín, svo einfalt er það. Mannúðaitijóðfélag: í stórum dráttum Nú má spyija hverrar gerðar það þjóð- félag sé sem Islendingar hafa byggt upp í landi sínu. Nærtækast er auðvitað að spyija hvort markaðslögmálin ráði ferðinni í þeim efnum sem skera úr um hvort í landinu sé mannúðarþjóðfélag. Þessu er hægt að svara bæði játandi og neitandi. I heilbrigðiskerf- inu blómstrar einkaffamtakið á mörgum sviðum, rækilega varið og margtryggt af sameiginlegum sjóðum landsmanna, en fé- lagsleg þjónusta og almannatryggingar eru næstum einvörðungu á ábyrgð samfélags- ins. IJm einkareksturinn í heilbrigðiskerf- inu eru skiljanlega skiptar skoðanir og standa deilur yfirleitt um kostnað. Lyíja- kostnaðurinn í landinu þykir til dæmis skuggalega hár, skipulag sérfræðiþjónustu er talið dýrt að ógleymdri þjónustu tann- lækna, svo nokkur dæmi séu tekin. Almennt má segja að Islendingar séu komnir nokkuð langt í því að skapa mann- úðarþjóðfélag. Heilbrigðisþjónustan, með sínu blandaða hagkerfi, gegnir yfirleitt vel sinu hlutverki, tryggingakerfið og félags- þjónustan í stórum dráttum líka. Hér er rétt að staldra aðeins við orðin: í stórum dráttum. Það er nefnilega lítill vandi að komast að því að hér sé allt í besta lagi ef maður skoðar bara tölur oglitur síð- an yfir þjóðfélagið. Þá sést strax að hvergi er mikil ólga eða skerandi hávaði út af neyð og fátækt. Ef málin eru könnuð nánar kemur auðvitað í ljós að potturinn er víða nokkuð brotinn. Eg ætla að taka hér tvö dæmi af gerólíkum toga. Þjóðin horfði á sitt áramótaskaup á gamlárskvöld og skemmti sér misvel að venju. Aður en til útsendingar kom hafði útvarpsráð afgreitt beiðni um að skaupið yrði textað þannig að heymarlausir eða heymarskertir gætu notið skaupsins betur. Meirihluti útvarpsráðs féllst ekki á beiðn- ina og munu sjónvaipsmenn hafa lagst gegn henni með þeim rökum að textinn traflaði útsendinguna. (Þess má svo geta i ffamhjáhlaupi, að fúlltrúi Borgaraflokks- ins, (hefur víst sagt sig úr flokknum!) er varafiilltrúi Alþýðubandalags og Kvenna- lista í ráðinu. Aðalfulltrúi Kvennalista var á fúndinum, en aðalfúlltrúi Alþýðubanda- lags forfallaður, sem varð til þess að tillaga um að texta ekki fékk 5 atkvæði gegn 2 (Framsóknar- og Kvennalista) í stað 4-3. Þetta hefði auðvitað engu breytt, en sýnir, þó í smáu sé, hina órannsakanlegu vegi ís- lenskra stjómmála. Þessum ráðum var nefnilega ráðið á þeim tíma sem þessir flokkar vom i stjómarandstöðu og Þor- steinn nokkur Pálsson sat í stóli forsætis- ráðherra!) Auðvitað er þetta ekki stórmál lesið á hefðbundinn mælikvarða, en það sýnir vel að við eigum enn talsvert i land að sníða marga agnúa af samfélaginu, þannig að það fari betur um þá sem ekki geta hagnýtt sér allt hið sama og meirihlutinn. Einhvemveginn finnst manni að þetta mál sé eins og eftirlegukind. Það á að vera sjálfsagt að heymarlausir geti notið inn- lends sjónvarpsefnis eins og hins erlenda, sem allt er textað. ’ !lj| , ^ Mj ym f wliíinifr iiiiríj t'K... iTíí^ll Að gefnu tilefni Meðan á þessu stendur safnar hún auðvitað skuldum og þarf senni- lega að flytja oftar en einu sinni, því leigu- markaðurinn í höfuð- staðnum er ekki bein- línis til fyrirmyndar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Einkennileg mótsögn Úr allt annarri átt er málefni einstæðrar móður sem nýlega er flutt til Reykjavíkur með þijú böm, öll á skólaaldri. Hún er ffá- skilin. Eignalaus er hún, eins og títt er um fólk sem slitið hefur búi sínu eftir vonlausa baráttu við skuldir, verðtryggingu og vexti. Nú vill svo til að hún hefiir enga sérmennt- un og ekki heldur þrek til erfiðustu bónus- eða ákvæðisvinnu. Eigi að síður vinnur hún fúlla vinnu á þeim kjörum sem bjóðast og telur ekki eftir sér vinnutímann. Málin standa þannig hjá þessari konu að hún vinnur ekki fyrir fjölskyldunni meðal annars vegna þess að þrír fjórðu af tekjunum fara til að greiða húsaleigu. Þeg- ar að sverfúr leitar hún aðstoðar Félags- málastofnunar og er vel tekið. En hún fær ekki úrlausn því þegar að er gáð, er ekkert að bömunum hennar, þeim gengur vel í skóla, hún er sjálf nógu hraust til að geta haff fúllar dagvinnutekjur, hún er bindind- ismanneskja og eyðir ekki peningunum í nokkum skapaðan hlut nema lífsnauðsynj- ar. Hér er með öðmm orðum komin upp merkileg mótsögn sem leiðir af sér þessa spumingu: Getur það verið að íslenska vel- ferðarkerfið aðstoði ekki fólk í fúllri vinnu, enda þótt tekjur þess dugi ekki til ftam- færslu? Þessu virðist þurfa að svara játandi og kemur raunar ekki á óvart. Hvemig þróast þá mál þessarar konu? Jú, hún reynir væntanlega að komast yfir íbúð í félagslega kerfinu, þar sem húsaleigan sem hún þarf að greiða á al- mennum markaði er augljóslega allt of há fyrir þessar tekjur. Segjum að hún sæki um hjá Verkamannabústöðum. Þá slæst hún í stóran hóp, því reikna má með að um hverja íbúð sem kann að vera á lausu sæki að minnsta kosti 10 aðrar fjölskyldur sem allar eiga jafnan, eða jafnvel meiri, rétt til íbúðar. Það er þvi líklegast að ekki sé hægt að selja henni íbúð í fyrsta sinn sem hún sækir. Arið eftir sækir hún afhir og enn er hún í jafn stóram hóp um hveija íbúð. Við skulum segja að í það skiptið gangi betur, og hún fái að lokum loforð fyrir íbúð. All- ur ferillinn, frá því að hún sótti um íbúð í annað sinn og þangað til hún loksins fær hana verður varla skemmri en eitt ár, lík- lega nær tveimur. Meðan á þessu stendur safhar hún auðvitað skuldum og þarf senni- lega að ílytja oftar en einu sinni því leigu- markaðurinn í höfúðstaðnum er ekki bein- línis til fyrirmyndar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hér skal láta staðar numið að sinni. Þetta vora tvö dæmi, sitt úr hvorri áttinni, ólík, en eiga að leiða okkur til sömu niður- stöðu og áður er nefnd: slagorð um bjarta framtíð stoða lítt fyrirþá sem illa era stadd- ir ef ekki fylgja raunveralegar aðgerðir til breytinga. Enda þótt við lifúm um þessar mundir mikla óvissudaga í alþjóðamálum þar sem heimurinn kann að breytast svo um munar eftir miðjan mánuðinn, þrátt fyrir að við séum upptekin af „stóra málunum“ megum við ekki gleyma því, að siðmenn- ing okkar sjálfra er undir því komin að við byggjum eigið þjóðfélag á mannúðarsjón- armiðum, beitum þeirri tækni sem til boða stendur, þeim fjárhagslega styrk sem við búum yfir til að skapa öllum þegnum þjóð- félagsins þolanleg skilyrði til hins daglega lífs. Það er hugsjón sem við getum skilað áfram. hágé. Föstudagur 4. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.