Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 3
9 Góð og vond jafnaðarstefna IBAG 21. mars er fimmtudagur. 80. dagur ársins. Vorjafndægur. Benediktsmessa. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.27 - sólarlag kl. 19.42. Viðburðir Ráðalýðveldi stofnað í Ung- verjalandi undir forsæti Bela Kun 1919. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Brezkur kafbátaforingi kveðst hafa sökkt vopnuðum togara þýzkum er sigldi undir íslenzkum fána. Kafbátsfor- inginn stöðvaði togarann Geir og rannsakaði skipið. Stórkostlegar loftárásir á London, Köln og fleiri borgir. fyrir 25 árum Vantraust á ríkisstjórnina. Flutningsmenn eru Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jósepsson, Ólafur Jóhannesson og Hannibal Valdimarsson. Sá spaki Gleymið ekki að sýna fólkinu höfuð mitt. Það er þess virði. (Danton á leið undir fallöxina) á aðgerðum fiskvinnslufólks Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Mér finnst þetta gott framtak og sýnir að það er líf í okkar hreyfingu. Það hafa verið kröfur af okkar hálfu um hækkun skatt- leysismarka árum saman, en þau eru í dag 57.379 krónur. Ef við hinsvegar litum til þess hvað skattleysismörkin væru til þess að jaftiast á við það sem var á þeim tíma þegar staðgreiðslan var tekin upp, þá væru skattleysismörkin 65.798 krónur. Þannig að skatt- leysismörkin hafa verið lækkuð sem þessu nemur. Það er fyrst og fremst hækkun skattprósentunnar sem veldur því, það er að skatt- leysismörkin hafa færst niður af þvi að skattprósentan hefur hækk- að. Þar með hefur skatturinn orðið meiri sem persónuafslátturinn hef- ur ekki náð að mæta. Þannig að þama hefur verið gengið til öfugr- ar áttar, að okkar mati. Þessvegna finnst mér þetta framtak sem nú er í gangi hjá fiskvinnslufólki vera mjög ánægjulegt. Það er síðan auðvitað útilokað fyrir neinn að meta það hvaða ár- angur kann að verða af þessu ffamtaki verkafólksins. En stjóm- málamenn eru kannski venju fremur móttækilegir fyrir því hvað umhverfið segir þegar þeir ganga til kosninga, þannig að tímasetn- ingin er mjög góð. Það fer síðan eftir viðbrögðum stjómmálamann- anna hvert framhaldið verður. Ekki aðeins í sjálfri kosningabar- áttunni heldur að þeim loknum. Sameining jafhaðarmanna hér á landi í einum flokki verður ekki á dagskrá á næstunni. Því er bæði gagnlegt og ffóðlegt fyrir þá sem það mál hafa rætt og hugsað að skoða hvað skilur að stefhu og áróður Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins í kosningabaráttunni. I hvetju birtast ólík viðhorf þeirra tiljafnaðarstefhu? Góð og gild jafnaðarstefha þarf t senn að miða að meiri jöfnuði inn- anlands - og taka alvarlega vaxandi bil milli rikra þjóða og snauðra í veröldinni og það hvemig við skil- um jörðinni og auðlindum hennar í hendur uppvaxandi kynslóðar. Af- staða stjómmálaflokks til þess hvemig haga skuli skattlagningu segir margt um hvers konar hug- myndir um jöfnuð milli þjóðfélags- þegnanna ríkja í flokknum. Afstaða til Evrópubandalagsins segir margt um eðli þeirrar alþjóðahyggju sem stjómmálaflokkur aðhyllist. Hér á landi tekur ríkið nær 60% tekna sinna með neyslusköttum, einkum virðisaukaskattinum sem allir borga þegar þeir kaupa vöm og þjónustu. Allir borga sama hlutfall þegar slíkur skattur er greiddur hvort sem þeir hafa háar tekjur eða lágar. Atvinnuleysinginn borgar í virðisaukaskatt tæp 2% af því litla sem hann hefur milli handanna og bankastjórinn með sín 500 þúsund á mánuðiu borgar líka tæp 2% í virð- isaukaskatt þegar hann notar sína peninga í neyslu innanlands. Slík skattlagning samræmist ekki kröf- um góðrar og gildrar jafnaðar- stefhu. Samt er mun stærri hluti tekna íslenska ríkisins tekinn með þessum hætti en gerist annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópuríkjum yfirleitt. Þar er mun hærra hlutfall skatttekna tekið með tekjuskatti á einstaklinga en hér er gert. Tekju- skatti sem fer stighækkandi eftir launum þannig að menn borga þeim mun meira sem tekjumar eru hærri. Slík skattlagning hefur bein jöfhun- aráhrif - stuðlar að jöfnuði þegar á heildina er litið enda þótt kerfið úti- loki auðvitað ekki skattsvik. Þótt undarlegt sé á þessi sér- stæða skattlagning á íslandi m.a. rætur í stefnu Alþýðuflokksins, sem hefur um árabil haft uppi kröfhr um að fella niður tekjuskatt á launatekj- ur. I kosningastefnuskránni, sem flokkurinn heftir nú gert að sinni, er þó sem betur fer að finna vott um nokkra viðhorfabreytingu og ekkj kveðið jafn fast að orði og fyrr: „I þriðja lagi þarf að draga úr vægi tekjuskatts á almennar launatekjur i tekjuöflun rikissjóðs og gera tekju- jöfnunaráhrif tekjuskatts einstak- linga markvissari með beitingu per- sónuafsláttar, bamabóta og húsnæð- isbó_ta“. í kosningastefnuskrá Alþýðu- bandalagsins er hins vegar að finna yfirlýsingu um grundvallarbreyt- ingu á þeirri óréttlátu skattstefnu sem heftir verið fylgt: „Alþýðu- bandalagið vill lækka óbeina skatta eins og virðisauka skatt en hækka tekju- og eignaskatt á móti“. Annað mikilvægt nýmæli í stefnuskránni á rætur að rekja til ffumvarps sem fjármálaráðherra hefur látið vinna en ekki náðst samkomulag um í rik- isstjóminni. Þar á ég við húsaleigu- bætur til tekjulágra og hækkun bamabóta sem jafhframt verði háð- ar tekjum. Með því að ætla að nota hátekjuskatt og skatt á fjármagns- tekjur til að fjármagna slíkar bætur er verið að móta góða og gilda jafn- aðarstefnu. Stefnu sem tvímæla- laust miðar að því að hjálpa þeim sem standa næst því að kallast fá- tækir í þessu landi. Hvers vegna gerir Alþýðuflokkurinn ekki þessa stefnu að sinni? Hvar er jafnaðar- hugsjónin? Þjóðin hefur ekki komist hjá að heyra áhuga margra málsvara Al- þýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands, á inngöngu í Evr- ópubandalagið og í kosningaskrá flokksins segir: „Alþýðuflokkurinn útilokar ekki aðild að Evrópu- bandalaginu, en ítrekar óskomð yf- irráð íslendinga yfir fiskimiðum og orkulindum landsins." Þetta minnir enn og aftur á ósk- hyggjuna sem hefur einkennt ræður Evrópumarkaðspostulanna hér á landi: ffíðindin viljum við fá en ekkert láta á móti. Vænta menn í al- vöm slíkra kosta i þrælskipuðu bandalagi sem snýst einkum um at- vinnu- og viðskiptahagsmuni ríkj- anna sem það mynda? 1 ríkjabanda- lagi sem reynst hefur ófært um að framkvæma veiðistjómun og horfir ffarn á hmn fiskstofha sinna? Og horfir því löngunaraugum til fisk- stofna annarra. En við erum hér að skoða málið frá sjónarmiði jafnaðarstefnu, stefhu sem m.a. miðar að því að draga úr bilinu milli ríkra þjóða og snauðra. Er stofhað til Evrópu- bandalagsins í því skyni? Nei, þvert á móti. Evrópu- bandalagið má skoða sem samtök þeirra ríku um að reyna að krafsa enn meira til sín enn um skeið þótt auðlindaþurrð og náttúruspjöll sem fylgja þenslunni í framleiðslu- og samgöngukerfi þess blasi við. Meg- inmarkmiðið er hagvöxtur, síaukin orku- og hráefnanotkun þótt tak- mörk vaxtarins ættu að vera orðin augljós í löndum óviðráðanlegs skógar- og vatnadauða og sívaxandi vandræða við að skaffa hreint vatn. Bandalagið er helsta skjaldborg þeirra rikja sem vilja styrkja og vemda orkufreka, mengandi iðnað- arffamleiðslu á landbúnaðarvörum og halda landbúnaðarvörum þriðja heimsins ffá markaði sem greiðir sæmilegt verð. Bandalaginu er beitt miskunnarlaust að því að viðhalda ranglátri efnahagsskipan heimsins, halda niðri verði á hráefhum og ffamleiðsluvörum fátækustu þjóð- anna en selja þeim eigin iðnaðar- vörur sem dýrast. Helsta markmið Evrópubandalagsins er vitaskuld að styrkja eigin stöðu. Aðrir mega éta það sem úti ffýs. Skoða má Evrópu- bandalagið sem samtök um að halda í þá skipan að 20% þeirra rík- ustu á jörðinni geti haldið áffam að eyða 80% af þeirri orku og hráefh- um sem notuð em árlega í heimin- um. Evrópubandalagsdýrkunin túlk- ar m.a. tilhneigingu til að loka aug- unum fyrir þeim stóru vistfræðilegu og félagslegu vandamálum sem blasa við í heiminum, gleyma þeim ójöfhuði sem blasir við. En hann verður að jafha eigi jörðin að verða ffiðvænleg og lífvænleg. Þeir sem fylgja góðri og gildri jaftiaðarstefhu eiga ekki samleið með slíku banda- lagi. Flokkur, sem mænir til þess sem fyrirmyndar, er skammsýnn; skortir heildarsýn og hugsjón. Evrópubandalagsdýrkunin túlkar m.a. tilhneig- ingu til að loka augunum fyrir þeim stóru vist- fræðilegu og félagslegu vandamálum sem blasa við í heiminum, gleyma þeim ójöfnuði sem blasir við. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur21. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.