Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 5
Allt íraska Kúrdistan
á valdi Kúrda
Hörðum bardögum í
Kirkuk er nú lokið
og þar með hefur
allt (íraska) Kúrdist-
an verið frelsað," til-
kynnti í gær tals-
maður Kúrdneska lýðræðis-
flokksins í Damaskus, höfuðborg
Sýriands. Ekki hafa fréttir af
þessum mikla sigri Kúrda borist
frá öðrum aðilum, en talsmenn
Bandaríkjahers hafa undan-
farna daga sagt að Kúrdum
veitti betur í bardögum við
íraska stjórnarherinn.
Samkvæmt fréttunum frá
Kúrdum er þetta líklega mesti sig-
ur þeirra í öllum þeirra uppreisnum
gegn íraksstjóm hingað til. Þær em
orðnar margar, því að Kúrdar hafa
aldrei ífá því að íraska ríkið var
stofiiað sætt sig við að heyra undir
það. Á sjöunda áratugnum og
framan af þeim áttunda höfðu
kúrdneskir uppreisnarmenn lengst
af á valdi sínu mestan hluta fjall-
lendisins í Norðaustur-írak, en
Kirkuk hafa þeir aldrei unnið fyrr
en nú. Ur lindum við þá borg kom
þriðjungur allrar olíuframleiðslu
Iraks áður en Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna setti á það viðskipta-
bann. Talsmaður Föðurlandsvina-
sambandsins, annarra kúrdneskra
uppreisnarsamtaka, sagði að upp-
reisnarmenn hefðu náð í Kirkuk
talsverðu af vopnum, öðrum her-
búnaði og nokkrum herþyrlum.
Meðal annarra staða í borginni
heíðu þeir tekið á vald sitt aðal-
stöðvar írösku leyniþjónustunnar
þar og aðalstöðvar Baath-flokks-
ins, rikisflokks íraks, fyrir Kirkuk
og nágrenni. Þeir sem verið hefðu í
stöðvum þessum hefðu annaðhvort
gefist upp eða verið drepnir.
Talsmaður Kúrdneska lýðræð-
isflokksins í Damaskus sagði að
einu írösku hermennimir í Kirkuk,
sem ekki hefðu enn gefist upp,
væm í aðalstöðvum fyrstu stór-
deildar íraska Iandhersins þar, en
stöðvamar væm umkringdar og
væri búist við að hermennimir þar
myndu fljótlega hætta að veijast.
Hundar leggjast á l£k
Flóttamenn frá Basra,
sem leitað hafa hælis hjá
bandarískum hermönn-
um í stöðvum þar ekki
alllangt sunnar, segja
ófagrar sögur af fram-
ferði íraska hersins í borginni,
sera hann hefur nú að mestu náð
úr höndum uppreisnarmanna.
„Á hverjum degi koma liðsmenn
lýðveldisvarðliðsins með nafna-
lista, taka fasta og skjóta þetta
15-20 menn og láta fjölskyldur
þeirra horfa á þegar þeir eru
drepnir,“ sagði í gær íraskur
kennari, sem flúði frá borginni á
þriðjudag.
„Ég sá mörg lik á götunum og
hundar vom að éta þau. Aðstand-
endur þora ekki fyrir lýðveldi-
svarðliðinu að færa líkin til greftr-
unar,“ sagði kennarinn ennfremur.
Verkfræðingur sem starfað
haföi hjá íraska oliumálaráðuneyt-
inu sagðist hafa séð hermenn taka
af lífi þijár hjúkrunarkonur við al-
Tahrirsjúkrahúsið í Basra eftir að
fundist höfðu hjá þeim vopn, sem
þær höfðu falið fyrir uppreisnar-
menn.
Flóttamennimir sögðu að upp-
reisnarmenn á vegum sjítasamtaka
héldu enn hverfum á bökkum
fljótsins Sjatt al-Arab. Þaðan fæm
þeir á smábátum til Khorramshahr,
borgar i íran hinummegin fljótsins
ekki mjög langt frá, og sæktu sér
vopn. Áuk þess hefðu þeir talsvert
af vopnum sem þeir náðu á lög-
reglustöðvum og í aðalstöðvum
hersins í Basra skömmu eftir að
uppreisnin hófst.
Basra er mest borga í Suður-ír-
ak og stærst borga landsins næst
Bagdað.
Aðrir flóttamenn, komnir
lengra norðan að, segja að upp-
reisnarmenn haldi enn borgunum
Samawa og Diwaniya og að
nokkm helgu borgunum Najaf og
Karbala. Kúvætsk kona, sem var
fyrir þremur dögum í síðastnefndu
borginni, sagði að þar og í Najaf
væri barist allan sólarhringinn. í
Karbala verjast uppreisnarmenn,
umkringdir af stjómarherflokkum,
í helgidómi Husseins ímams (dótt-
ursonar Múhameðs spámanns),
sem er orðinn illa farinn eftir skot-
hríð.
„Lýðveldisvarðliðið drepur
niður konur og böm eins og sauð-
fé,“ sagði kona þessi.
„Uppreisnarmenn beija Egypt-
ana alveg eins og herinn gerði,“
sagði Egypti nýkominn frá Sama-
wa, þar sem hann hafði starfað við
sjúkrahús.
Talsmenn Bandaríkjahers
sögðu í gær að ýmsum veitti betur
í bardögunum milli sjíta og stjóm-
arhers í Suður-írak og væm sumar
borgir þar á valdi stríðsaðila til
skiptis.
Iraskur hermaður sem ekki átti afturkvæmt frá Kúvæt. Sumir félaga hans, sem heppnari voru, gengu í lið með uppreisnarmönnum [ Basra, aðrir eru önnum kafnir
við að drepa borgarbúa niöur.
Fjöldanauðganir í Kasmír
Allsherjarverkfall var gert í
gær í Kasmír, eina fylki Indlands
þar sem múslímar em í meirihluta.
Boðuðu íslömsk samtök, sem
reyna að ná fylkinu undan stjóm
Indveija með skæmm og hryðju-
verkum, til verkfallsins og virðist
þátttaka hafa verið almenn. Var
þetta gert til að mótmæla meintum
aðforum drukkinna indverskra her-
manna í þorpi nokkru þar í fylki
23. febr. Er haft eftir þorpsbúum
að þá um kvöldið hafi um 500 her-
menn mðst inn í þorpið, lokað
karlmennina inni i komhlöðu og
nauðgað síðan konunum. Talsmað-
ur mannréttindasamtaka segir fé-
Iaga í samtökunum hafa rætt við
53 konur á aldrinum 18 til 80 ára,
sem hafi orðið fyrir þessu ofbeldi
af hálfu hermannanna.
Pólverjum gefnar upp skuldir
Pólverjar þurfa ekki að borga
nema 30 af hundraði þess fjár, sem
þeir skulda Bandaríkjamönnum,
hitt hefúr Bandaríkjastjóm ákveðið
að strika út, í viðurkenningarskyni
fyrir það sem Pólverjar hafa gert til
að verða lýðræðisþjóð og taka upp
markaðskerfi í efnahagsmálum.
Tilkynnti George Bush, Banda-
ríkjaforseti, þetta í gær er hann tók
á móti Lech Walesa, forseta Pól-
lands, við Hvíta húsið. Walesa er
nú í opinberri heimsókn í Banda-
ríkjunum.
Kúvætstjórn segir af sér
Ríkisstjóm Kúvæts sagði af sér
í gær en búist er við að fráfarandi
forsætisráðherra, Sheikh Saad al-
Sabah sem einnig er krónprins em-
írsdæmisins, muni mynda nýja
stjóm. Kúvæt er enn án rennandi
vatns, rafmagns, strætisvagna og
að mestu verslana eftir eyðilegg-
ingu og rupl íraska hersins, og
þykir sumum stjómin ekki hafa
staðið sig vel við að bæta úr. Má
vera að hún hafi sagt af sér þess-
vegna. Stjómarandstæðingar vilja
fá nýja stjóm með meiri breidd, í
þeim tilgangi að Sabah-fjölskyld-
an, sem ráðið hefur þama ríkjum
frá því fyrir miðja 18. öld, verði
valdaminni en verið hefur.
Opinn umræðufundur
um efnið
HVERNIG JOFNUM VIÐ LIFSKJOR ?
Fundurinn verður í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi
laugardag 23. mars og hefst kl. 14.
Þeir sem vilja koma með stutta framsögu geta skráð
sig í síma 17500 eða 628274 fyrir kl. 17, föstudag.
Þrír af frambjóðendum G-listans í Reykjavík opna umræðuna:
Guðmundur í\ Jónsson,
formaður IÐJU, félags verksmiðjufólks.
Margrét Ríkarðsdóttir,
formaður Félags þroskaþjálfa.
Leifur Guðjónsson,
forstöðumaður Verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna.
Aðrar framsögur - Frjáls umræða - Fyrirspurnir.
E.t.v. verður fundinum skipt upp og einhver viðfangsefni rædd í hópum.
Kaffi og öl er selt á staðnum.
G-listinn í Reykjavík
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991