Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR ÞJÓÐVILJANS 681310 og 681331 Fiskvinnslufólk lagði niður vinnu og íhugar stofnun grasrótarsamtaka Starfsfólk fjölmargra frystihúsa sat heima I gær til að leggja áherslu á kröfu sína um hækkun skattleysismarka og á meðan hfmdu svunturnar á sínum krók. Mikil þátttaka virð- ist hafa verið í eins dags vinnustöðvun fiskvinnslufólks í gær tii að leggja áherslu á kröfuna um hækkun skattleysismarka. Sóiveig Vagnsdóttir, fiskvinnslu- kona á Þingeyri, segist vera mjög ánægð með þátttökuna og telur vel koma til greina að stofnuð verði grasrótarsamtök fiskvinnslufólks til að halda kröfum þess áfram á lofti. Af einstökum landsvæðum var svo til almenn vinnustöðvum í fiskvinnsluhúsum í Vestmannaeyj- um, Austíjörðum, Norðurlandi og einnig nokkuð á Snæfellsnesi. Minnst var þátttakan á Vestförðum þar sem aðeins var vinnustöðvun í fiskvinnsluhúsum á ísafirði og í Bolungarvík. I öðrum sjávarplás- sum eins og á Þingeyri var unnið eins og ekkert væri. Athygli hefur vakið að fiskvinnslufólk í Hnífsdal var ekki með og var sú skýring gefin að það hefði verið vegna þess hve mikið af útlendingum er þar við vinnu. Þá var ennfremur unnið hjá Granda hf. í Reykjavík og hjá Sjólastöðinni í Hafnarfirði. í nokkrum fiskvinnsluhúsum lét starfsfólkið sér nægja að senda stuðningsyfirlýsingar við kröfúna um hækkun skattleysismarka. Sólveig Vagnsdóttir, ein þeirra sem hrundu málinu af stað, sagðist vera hæstánægð með þátttökuna og þær undirtektir sem krafan um lækkun skatta hefði fengið meðal fiskvinnslufólks um land allt og hjá stjómmálamönnum. Hún sagði að það kæmi vel til greina að fisk- vinnslufólkið stofnaði með sér ein- hverskonar grasrótarsamtök til að halda kröfúnum áfram á lofti og til að beijast frekar fyrir bættum kjör- um þess. Þá harmaði hún hve und- irtektimar hefðu verið litlar á Vest- fjörðum. Víðast hvar hafa atvinnurek- endur ekki skipt sér af þessari að- gerð fiskvinnslufólks, þótt ólög- mæt sé, nema þá helst á Vestfjörð- um. Sérstaka athygli vakti fram- ganga forráðamanna fiskvinnsl- unnar á Þingeyri á dögunum þegar þeir rem að því öllum ámm að sannfæra starfsfólk sitt um til- gangsleysi vinnustöðvarinnar. Þá hafa aðilar á Þingeyri reynt að leggja stein í götu Sólveigar Vagnsdóttur og meðal annars var síma hennar lokað degi áður en hún fékk útborgað. Ennfremur vom allar stuðningsyfirlýsingar til hennar bomar fyrst til verkstjóra fiskvinnslunnar áður en hún fékk þær í sínar hendur. Sólveig sagðist í gær ekki vita með vissu hvort hún héldi vinnu sinni hjá fiskvinnslufyrirtækinu á Þingeyri þar sem hún hefði að sjálfsögðu ekki mætt í vinnu þann daginn. En það mun væntanlega skýrast í dag. -grh Listaháskóli íslands í SS-húsið Sá merki áfangi náðist á síöasta degi Alþingis, að samþykkt var að kaupa stórhýsi Sláturfélags Suðurlands við Laugar- nes undir starfsemi fyr- irhugaðs Listaháskóla íslands. Um leið standa nú yfir samning- ar á milli Myndlista- og handíða- skólans, Tónlistarskólans, Leik- listarskólans, Listdansskóla Þjóðleikhússins og fleiri mennta- stofnana á listasviðinu um sam- vinnu þessara stofnana undir einum hatti Listaháskóla Islands. Jafnframt er samstarf hins nýja Listaháskóla við Háskóla íslands í undirbúningi. Stofnun Listaháskóla Islands er merkur og langþráður áfangi sem mun væntanlega verða allri Iist- mennt í landinu mikil lyftistöng, auka á skilning og samstarf á milli listgreina og síðast en ekki síst mun hið nýja húsnæði leysa brýn húsnæðisvandamál, ekki síst hjá Myndlista- og handíðaskóla Is- Iands. Stórhýsi Sláturfélags Suður- lands er samtals 10 þúsund fer- metrar að flatarmáli og hentar mjög vel til þessarar starfsemi. Húsið er ekki fullfrágengið að inn- an, en búið er að einangra það og leggja í það hita. Hluti hússins er með 8 m lofthæð eins og það er nú, en það gefur margvíslega mögu- leika til innréttinga á æfingasölum fyrir leiklist, tónlist og vinnustof- um fytrir myndlist, skúlptúr o.s.frv. Áformað er að ríkið leggi aðrar húseignir af hendi upp í kaupverð hússins, en ekki er endanlega búið að ganga frá kaupsamningi. Svavar Gestsson sagði í gær að húsið myndi nýtast strax að einhverju leyti, en ætla mætti að það tæki 3 ár að taka það allt í notkun. -ólg. Frá kröfufundi listnema um hús fyrir Listaháskóla fyrir ári. Mynd: Jim Smart. Síldarvinnslan á skrá hjá Landsbréfum Landsbréf munu í dag hefja skráningu á hlutabréfum í Síld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað, en Síldarvinnslan er þar með fyrsta útgerðarfyrirtækið á Áusturlandi og ijórða útgerðar- fyrirtækið á landinu sem skráð er á hlutabréfamarkaði. Hin út- gerðarfyrirtækin eru Grandi, UA og Skagstrendingur. Albert Jónsson hjá Lands- bréfum segir að sölugengi við byijun skráningar verði 2,5. Velta fyrirtækisins var um 2,2 miljarðar króna í fyrra og hagn- aður 124,7 miljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað nam rúmum 300 miljónum króna og veltufé ffá rekstri 145,8 miljónum króna. Hlutafé í árslok var 91,65 miljónir að nafnverði og mark- aðsverðmæti þess 229 miljónir króna miðað við sölugengi 2,5. Fjöldi hluthafa í dag er 160 og er Samvinnufélag útgerðar- manna með um 50%, Bæjar- sjóður Neskaupstaðar er með um 10% og Sæplast með um 8%. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.