Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 7
Islenska þjóðin eignast sína sögu í fyrsta skipti á einni bók Sögufélagið hefur gefíð út bókina íslandssaga til okkar daga og er það í fyrsta skipti sem saga íslands kemur út á einni bók. Höfundar verksins eru sagnfræðingarnar Björn Þorsteinsson og Berg- steinn Jónsson. Bjöm féll frá áður en verkinu lauk og var þá skipuð ritstjóm til að ljúka því og var Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur feng- inn til ganga frá texta Bjöms til útgáfú. Bókin er um 540 blaðsíð- ur, ríkulega myndskreytt, auk fjöl- margra aðgengilegra skýringa- mynda og taflna. Þá fylgja bók- inni ítarlegar skrár um úrslit kosn- inga, ríkisstjórnir, forseta, emb- ættismenn af ýmsu tagi, lögsögu- menn, stiftamtmenn, landshöfð- ingja, ráðherra og fleira sem gefúr bókinni ótvírætt handbókargildi. Einnig eru í bókinni vandaðar rita-, nafna- og atriðis-orðaskrár auk skýringa á orðum og hugtök- um. Það er von aðstandenda verks- ins að bókin verði aðgengileg allri þjóðinni enda er hér á ferjiinni kjörgripur sem á erindi inn á hvert heimili. Það er kunnara en frá þurfi að segja að meðvitað mark- mið Bjöms Þorsteinssonar var að Ritsjórn bókarinnar fslandssaga til okkar daga. F.v. Magnús Þorkelsson, Anna Agnarsdóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Guðrún Guðmundsdóttir ekkja Björns Þorsteinssonar og Bergsteinn Jónsson. Á myndina vantar Gunnar F. Guðmundsson. Mynd: Jim Smart. þjóðin ætti sína sögu og hafa allir sem nærri verkinu komu, unnið samkvæmt þeirri hugsjón að bók- in sé læsileg. Ekki siður að hún nýtist bæði fræðimönnum og leik- mönnum og að hún hafi gildi sem handbók fyrir alla þá sem vilja kynna sér sögu lands og þjóðar. Væntanlegur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Minningar- sjóðs Bjöms Þorsteinssonar sem stofnaður var árið 1986 þegar haim féll ffá. Markmið og tilgang- ur sjóðsins er að efla íslenska sagnffæði. -grh Húsdýragarðurinn I Laugardal nýtur glfurlegra vinsælda skólabarna og komast færri að en vilja um garðinn f fylgd með leiðsögumanni. Mynd þessa tók Jim Smart af krökkum úr sjötta bekk Grandaskóla að klappa hreindýri. Færri en vilja komast í Húsdýragarðinn Borgarráð hefur sam- þykkt tillögu Kristínar Á. Ólafsdóttur, Nýjum vettvangi, um að ráða starfsmann til að ann- ast leiðsögn hópa í Húsdýragarðinum í Laugardal. Starfsmaðurinn verður hins veg- ar ekki ráðinn fyrr en næsta haust, sem Kristín harmar vegna þess að sá starfsmaður sem fyrir er getur ekki annað öllum beiðn- um sem borist hafa. Uppbókað er fyrir hópa til loka skólaárs og komast færri að en vilja. I greinargerð með tillögu Krist- ínar kemur fram að Húsdýragarð- urinn í Laugardal nýtur mikilla vinsælda. 85 þúsund gestir heim- sóttu garðinn á síðasta ári og á tveimur fyrstu mánuðum þessa árs hafa átta þúsund krakkar og full- orðnir lagt leið sína í garðinn. Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, t.d. grunnskólabekki. Sá hængur er þó á að aðeins einn leið- sögumaður er starfandi í garðinum. Liggur nú fyrir biðlisti um leið- sögn hópa. 60 hópar hafa komið frá áramótum og pantanir liggja fyrir ffá 129 hópum og hefur þegar þurft að vísa mörgum hópum frá. Þegar tillaga Kristínar var lögð fram í borgarráði var ákveðið að leita eftir umsögn garðyrkjustjóra Reykjavíkur, Jóhanns Pálssonar, sem er yfirmaður Húsdýragarðsins. I umsögninni staðfestir garðyrkju- stjóri það sem fram kom í greinar- gerð Kristínar. Hann segir að að- sókn að garðinum hafi orðið mun meiri en gert var ráð fyrir. Jóhann fer því í umsögninni fram á heim- ild til þess að ráða starfsmann frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gekk hins vegar ekki eft- ir, eins og áður sagði, heldur var ákveðið að fresta ráðningu til haustsins. - Því miður gat borgarráð ekki samþykkt að ráða þennan starfs- mann strax. Ástæðan er sú að meirihlutinn hefur ekki viljað greiða starfsmanni laun í sumar, þegar færri beiðnir koma um leið- sögn, sagði Kristín. Tillagan um að ráða starfsmann frá og með næsta hausti var sam- þykkt gegn atkvæði mínu og Sig- urjóns Péturssonar, Alþýðubanda- lagi. Kristín bókaði vonbrigði með að ekki hefði verið ákveðið að ráða starfsmann strax svo að hægt yrði að auka þjónustu við böm á þessu skólaári, - því að það var ástæðan fyrir því að ég lagði ffam tillöguna, sagði hún. BE Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl 1991 oghefstkl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra t Islands- banka, Kringlunni 7, Reykjavík, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. og á fundarstað. Ársreikningur félags- ins fyrír árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á santa stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund- inn, þurfa að hafa borist stjóm félagsins skrif- lega í síðasta lagi 27. mars nk. Reykjavtk, 15. mars 1991 Stjóm Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.