Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 9

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Page 9
Þinglok sem marka tímamót Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við starfsmann BYKO i Breiddinni á vinnustaðafundi eftir þingslit i gær og afhendir honum bækling um Lffkjarajöfnun, sem Alþýðubanda- lagið hefur gefið út. Mynd: Kristinn. Við Alþýðubandalags- menn getum verið stoltir af því, nú við þingslit þeg- ar við horfum ynr farinn veg frá því við gengum inn í ríkisstjórnina haust- ið 1988, að við höfum hrakið ár,atuga gamlan áróður Ihaldsins um vondan vi0skilnað vinstri- stjórna á Islandi. Aróður- inn um efnahagsöngþveit- ið sem vinstristjórnir skilja eftir sig er nú dauð- ur 1 eitt skipti fyrir öll. Þess vegna var þessi stund hér í dag stór í sögu yinstrihreyfíngarinnar á Islandi og í sögu þeirrar stjórnmálabarattu sem her hefur verið háð í ára- tugi. annig komst Olafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, að orði í samtali við Þjóðviljann eftir þingslit í gær. Og við spurðum hann, hver væru merkustu málin sem Alþýðubandalagið hefði náð fram á þessu þingi. - Þau eru mjög mörg, en sið- ustu dagana er sá árangur merkast- ur að hafa náð í höfh nýrri löggjöf um leikskóla og nýrri grundvallar- löggjöf um grunnskólann. Það hefði enginn maður trúað því fyrir fáum vikum að okkur tækist að ljúka þinginu hér á þann veg að þessi tvö frumvörp, sem leggja grundvöll að nýrri uppeldis- og menntastefnu í landinu, yrðu kom- in í lögbókina við lok þingsins. Um leikskólann hafa staðið miklar deilur, en okkar stefna i Al- þýðubandalaginu var afdráttarlaust sú, að leikskólinn væri uppeldis- og menntastofnun, en ekki ein- hvers konar takmarkaður greiði eða þjónusta við einstaklinga sem eiga eitthvað sérstaklega bágt. Við nutum í þessari baráttu mikils stuðnings frá fóstrum, og ég vil þakka forystumönnum Fóstrufé- lagsins fyrir mikla og góða sam- vinnu um þetta mál á síðustu vik- um pg mánuðum. Ég tel það líka vera mikinn ár- angur að nú rúmum tveimur árum eftir að við gengum inn í mennta- málaráðuneytið, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði ráðið hús- um í 5 ár, skuli okkur takast hér á síðustu nótt þingsins að lögfesta ný lög um grunnskóla þar sem hug- myndir okkar um uppbyggingu menntunar í landinu, lýðræði og valddreifingu i skólakerfinu, trausta stöðu kennara, bama og foreldra, eru fest í lögbókina. Ég nefni þetta tvennt, vegna þess að við fórum inn í þessa ríkis- stjóm til þess að koma í veg fyrir efnahagslegt hmn. Arangur okkar í þeim efhum er nú orðinn svo hversdagsleg vitneskja, að það tek- ur því varla að nefna það við lok þingsins. En auðvitað er það sögu- lega séð stórkostlegur hlutur að í dag gerist það í fyrsta sinn að vinstristjóm á Islandi skilar af sér fyrir kosningar efnahagsástandi með verðbólgu sem er 5%, með jöfnuði í viðskiptum við útlönd, stöðugu gengi og hagstæðum rekstrargrundvelli útflutningsat- vinnuveganna og efhahagskerfi i svo góðu lagi, að það þarf helst að nefna V- Þýskaland til samanburð- ar, á meðan önnur lönd í Evrópu eins og Bretland og Svíþjóð, svo tvö dæmi séu tekin, em með tvisv- ar sinnum meiri verðbólgu en við og allt í ólestri. Við höfum nú ríkisstjóm sem situr áfram, hefur skilað góðu verki og getur sagt við þjóðina: okkur tókst það sem við ætluðum okkur. Þetta er sögulega séð stór- kostleg niðurstaða fyrir okkur vinstrimenn á Islandi. Nú er búið að snúa spilunum við. Nú emm það við sem getum á næstu ámm og áratugum borið okkar verk og okkar málstað saman við viðskiln- að Ihaldsins. — Eru ekki fleiri mál sem vert er að minnast, til dœmis á sviði samgangna? - Jú, það var líka merkileg stund fýrir okkur í Alþýðubanda- laginu í fyrrakvöld, þegar sam- þykkt var hér á þinginu vegaáætl- un, þar sem fest er í sessi sú stefna, sem mótuð var á fundi þingflokks og forystu Alþýðubandalagsins á Hallormsstað í ágústmánuði 1988, þegar flokkurinn var enn í stjómar- andstöðu. Stefna sem markar bylt- ingu í samgöngukerfi landsins með gerð jarðganga á Vestfjörðum og Austfjörðum, til þess að leggja nýjan gmnn að samvinnu byggð- anna og jafnvægi í byggð landsins. Þegar sú samþykkt var gerð á Hall- ormsstað töldu margir að það yrði ekki fyrr en á nýrri öld, sem hún kæmi til framkvæmda. Fram- kvæmdirnar hefjast hins vegar núna í sumar. - Hvað hefur gerst í framlög- um ríkisins til menningarmála á kjörtímabilinu? Hefur flokkurinn staðið við fyrirheit sin i þeim efn- um? - Fyrir fjórum árum sögðum við að framlög til menningarmála ætti að tvöfalda. Staðreyndin er sú að það hefur verið gert. Það hefur orðið tvöfold raunaukning á fram- lögum til menningarmála síðan við tókum við menntamálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu, þrátt fyrir erfitt árferði. Þá er ekki með í dæminu að virðisaukaskatturinn eins og hann var hugsaður af fýrri rikisstjóm var ætlaður á alla menn- ingu: tónlist, íslenskar bækur og leiklist. Eftir að við tókum við knúðum við fram breytingar á virðisaukaskattslögunum, þannig að hætt var við að leggja virðis- aukaskatt á leiklist og íslenskar bækur, þannig að tímamót urðu í islenskri bóksölu. Auk þess knúð- um við fram lækkun á virðisauka- skatti á matvæli í gegnum endur- greiðslukerfi, þannig að verð land- búnaðarvara hefur verið nánast óbreytt nú í 12 mánuði og matvæli hafa aðeins hækkað um 1,9% á síðustu 12 mánuðum samkvæmt framfærsluvísitölunni. Það hefði tekist að ljúka þessu verki til fulls á síðustu nótt þingsins með því að afnema virðisaukaskatt á íslenskri tónlist, ef tveir þingmenn Fram- sóknarflokksins, þeir Ólafur Þórð- arson og Alexander Stefánsson, hefðu ekki hlaupist hér undan merkjum og sett gaffal á þá breyt- ingu gegn samkomulagi allra þing- flokka með því að leggja fram fleiri undanþágubeiðnir. Þegar við lítum yfir þessi tvö og hálft ár þá blasir við stórkost- legur árangur í efnahagsmálum, sem á sér enga hliðstæðu á síðustu áratugum. Þetta kann að hljóma sem grobb, en þetta er engu að síð- ur söguleg staðreynd. Jafnframt er fjölmargt í menn- ingarmálum og samgöngumálum sem við höfum náð fram. Ég nefni líka löggjöf um Búseta, sem við höfðum barist fyrir lengi, ég nefni það að búið er að stofna umhverf- isráðuneyti, sem flokkurinn varð fyrstur til að setja fram kröfu um, og ætlar sér að fá í sinn hlut í næstu ríkisstjóm til þess að geta staðið fýrir þeim miklu breyting- um sem hér þurfa að verða í um- hverfisvemd á næstu ámm. - En ef við lítum á neikvœðu hliðamar. Hvaða mál ollu þér mestum vonbrigðum á þessu þingi? - Stærstu vonbrigðin em kann- ski þau að ekki skyldi takast að ná heildarsamkomulagi alls launa- fólks um þá stefhu sem við höfum verið að reyna að ná fram. Mál eins og BHMR-málið hafa verið bæði erfið og sársaukafull fyrir okkur öll, bæði persónulega og pólitískt. Það vom ekki létt spor sem við stigum í því máli en okkar mat var að það yrði að stíga þau. Það mat er umdeilt og það var mjög erfið ákvörðun fyrir okkur hvert fyrir sig og flokkinn í heild. Það er líka eðlilegt að á stimdum hafi menn fyllst efa á þessum tveim ámm um að þetta myndi skila árangri, því að verkið virtist á stundum ofurmannlegt. Það er hins vegar gott að geta fagnað þvi, að þegar upp er staðið þá er heildarút- koman góð. Menn em að vísu þreyttir, þetta hefur verið gífurleg lota, ekki bara síðustu vikur heldur síðustu ár, en ég hef fundið það á fundum, síðast í Hafnarfirði í gær- kvöldi, þar sem ég fór héðan frá þingstörfum á fjölmennasta fund sem við Alþýðubandalagsmenn höfum haldið í Hafnarfirði um margra ára bil, að það er gífurlegur stuðningur, langt út fyrir raðir þess fólks sem hefur fylgt flokknum áð- ur, við þau verk sem við höfum unnið. Við leggjum nú á borðið heildstæða kosningastefnuskrá um það hvemig eigi að halda áfram, og við höfum ákveðið að gera lífs- kjarajöfhun að meginuppistöðu í okkar baráttu. A síðustu tveim ár- um höfum við sýnt í verki hvemig hægt er að ná verðbólgunni niður. A næstu tveim árum ætlum við að ná kaupmættinum upp og auka lífskjarajöfnuðinn í landinu og setjum fram skýrar og afdráttar- lausar tillögur um hvemig það eigi að gerast. - Samþykkt lánsfjárlaga í gær fól í sér umtalsverða aukningu rík- isútgjalda. Hve mikil var hun og hver verða áhrif hennar? — Ríkissjóður tók á sig í þess- um lánsíjárlögum vissa viðbót, sem nemur nálægt einum miljarði. Við gerð fjárlaganna gerðum við hins vegar ráð fyrir því að það gæti orðið tekjuaukning ríkissjóðs á ár- inu umfram áætlun, alveg eins og við gerðum ráð fyrir þvi fyrir árið 1990. Sú spá reyndist rétt, og þess vegna gerðist það gagnstætt öllum spám stjómarandstöðunnar að fjár- lagahallinn fyrir 1990 varð minni en spáð var og innan þeirra fjár- lagaheimilda sem afgreiddar vom og þrátt fýrir þær ákvarðanir sem nú hafa verið teknar er allt sem bendir til þess að árið 1991 geti fjárlögin haldið áfram' að gegna því hlutverki homsteins að stöðug- leika og lítilli verðbólgu, sem þau vom á síðasta ári. - Þjóðviljinn óskar formanni Alþýðubandalagsins til hamingju með daginn og velfamaðar í kosn- ingabaráttunni. -ólg. Ólafur Ragnar: Áróður íhaldsins um illan viðskiln- að vinstristjórna hefur verið hrakinn í eitt skipti fyrir öll... Við höfum sýntf verki hvernig hægt er að ná verðbólgunni niður. Á næstu tveim árum ætl- um við að ná kaupmættinum upp og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu... Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.