Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 8
Fréttir Þjóðleikhúsið opnað með viðhöfn eftir endurbætur jóðleikhúsið verður opnað með viðhöfn í kvöld eftir miklar endurbætur og að opnunarhátíðinni lok- inni verður Pétur Gautur frumsýndur. Að sögn Árna Johnsen, formanns bygg- ingarnefndar, hafa endurbæt- urnar á húsinu kostað um 500 miljónir króna til þessa, en það er nær þriðjungi umfram upp- haflega áætlun. - Þegar ráðist var i endurbæt- umar á húsinu var gert ráð fyrir að þær myndu kosta um 900 miljónir króna í heild og þá var jafnframt ráðgert að unnið yrði samfellt að endurbótunum þar til þeim yrði lokið. Nú hefur verið lokið við hluta af fyrri áfanga endurbótanna, en það verður svo að koma í ljós síðar hvenær verkinu verður haldið áíram. Leikhúsið tekur nú til starfa við þessar aðstæður, en það verður á valdi nýs Alþingis og nýrrar rík- II isstjórnar að ákveða framhaldið, segir Árni Johnsen i samtali við Þjóðviljann. Hann segir að ein af skýringun- um á því hve kostnaður hefúr farið fram úr áætlun sé sá að verkið hafi reynst 40 prósent umfangsmeira en búist var við. Hann bendir einnig á reynsluna af endurbyggingu ann- arra gamalla bygginga, Viðeyjar- stofu, Hóladómkirkju og Bessa- staðastofu. - Þessar framkvæmdir fóru verulega fram úr áætlun eins og vill verða þegar gömul hús eru endurbyggð, segir Ami. Endurbótum á sal Þjóðleik- hússins hefúr nú verið lokið og þar em nú einar svalir í stað tveggja áður. Ný sviðslyfta er í húsinu og ný hljómsveitargryfja, og nú er mögulegt að fjölga sætum um 53 fyrir framan sviðið. Ljósabúnaður hefur verið endumýjaður og nýtt loftræstikerfi er í húsinu. Það hefúr þó ekki verið tengt að fullu og Adalfuném Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iðnaðar- bankinn hf., Reykjavík, árið 1991, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykja- vík, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Ársreikning- ur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hlut- höfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félags- ins skriflega í síðasta lagi 27. mars nk. Reykjavík, 11. mars 1991 Stjórn Eignarhaldsfélagsins i Iðnaðarbankinn hf. O Q verður ekki um sinn. Þá hefur Kristalsalurinn verið endumýjaður og nú verður hægt að ganga út á skyggnið fyrir ofan aðalinnganginn eins og Guðjón Samúelsson ætlaði upphaflega. Margt er hins vegar ógert í hús- inu og eins og áður er getið er ekki enn vitað hvenær framkvæmdum verður haldið áffam. Hátíðardagskráin í kvöld hefst klukkan hálf átta. Þar tekur Lúðra- sveit Reykjavíkur á móti gestum og Þjóðleikhúskórinn syngur á Kristalsal. Róbert Amfinnsson les „Öll veröldin er leiksvið“ eftir Shakespeare, Herdís Þorvaldsdótt- ur les ljóð og Kristján Jóhannsson syngur við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Þá flytja þeir Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri ávörp. Að hátíðardagskránni lok- inni hefst fmmsýning á Pétri Gauti eftir Ibsen. -gg Listi Krata í Reykjavík Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. í öðru sæti er Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður flokksins. Össur Skarphéðinsson er í þriðja sæti, Magnús Jónsson í fjórða og Valgerður Gunnarsdóttir í fimmta. Ragnheiður Davíðsdóttir er í sjötta sæti, Helgi Daníelsson í sjöunda, Lára Valgerður Júlíusdóttir í áttunda, Steindór Karvelsson í níunda og Margrét Bjömsdóttir í tíunda. BE Verkamenn birta lista í gær var birtur listi Verka- mannaflokks íslands í Reykja- vík fyrir alþingiskosningarnar í apríl næstkomandi. Efstur á lista er Brynjólfur Yngvason hlaðmaður. Annað sætið skipar Páll Þorgríms Jóns- son og Hreiðar Jónsson bifreiða- stjóri það þriðja. í fjórða sæti sit- ur Einar Halldórsson hlaðmaður, en í því fimmta Gunnar Steinn Þórsson iðnverkamaður. Efsta konan á listanum er Hrönn Hall- dórsdóttir fiskverkakona í níunda sæti. Verkamannaflokkurinn var stofnaður af óánægðum Dags- brúnarmönnum í Reykjavík fyrir nokkmm vikum. Óánægja þeirra beindist fyrst og fremst gegn Al- þýðuflokknum. BE Sparisjóður Kópavogs 35 ára Sparisjóður Kópavogs átti 35 ára afmæli í gær. í tilefhi afmæl- isins og til að auka þjónustu við viðskiptavini verður Sparisjóður- inn framvegis opinn frá kl. 8.30 alla virka daga. Árni Johnsen, formaður bygaingamefndar Þjóðleikhússins: Framhald endurbótanna er á valdi nys Alþingis og nýrrar ríkisstjómar. Mynd Jim Smart. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans hf., Reykjavík, árið 1991 verður haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 3.03 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum Hggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félagsins skriflega í síðasta lagi 27. tnars nk. Reykjavík, 12. mars 1991 Stjórn Eignarhaldsfélags , Verslunarbankans hf. | ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.