Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 2
Vinstri velgengni S ðalsherrar hægri aflanna á íslandi vita innst inni, Oþrátt fyrir hagstæða útkomu úr snemmbærum skoðanakannenda, að þeir leggja nú upp í kosn- ingabaráttuna við erfiðari skilyrði en oftast áður, og haga sér eftir því. Hægri öflin eru að uppgötva sér til hrellingar, að þau standa höllum fæti málefnalega og hafa valið sér of þrönga forystu, reyna því að einfalda umræðuna eftir megni og leiða hana afvega. Vinstri menn þurfa að átta sig á þessu samhengi. Stuðningsmönnum og kjósendum Alþýðubandalagsins er það einkar mikilvægt að vega og meta hlutina núna af fullum heilindum, vegna þess að sá flokkur horfist í augu við að nokkrir fyrri stuðningsmenn þess hafa kosið sér annan pólit- ískan vettvang, auk þess sem aðrirfélagar hafa lagt áherslu á að gagnrýna ráðherra, þingmenn og forystu flokksins inn- an frá, ekki síst á hugmyndafræðilegum forsendum, fyrir skort á skýrri afstöðu og skeleggum framkvæmdum í sam- ræmi við stefnumið hreyfingarinnar. Tilvera og málflutningur beggja þessara hópa veldur ákveðnu hiki hjá mörgum fyrri kjósendum Alþýðubandalags- ins og þeim sem eru hliðhollir stefnumiðum þess, en þurfa nú að ákveða val sitt í fyrsta sinn. Eftir þingslit í gær er það því nærtækt fyrir þá sem nú bræða með sér hver sé ábyrg afstaða í þingkosningum í vor, hvað muni skila raunhæfustum árangri, að íhuga hverju Al- þýðubandalagið hefur fengið áorkað með setu sinni í ríkis- stjórn á þessu kjörtímabili. Er Alþýðubandalagið enn sem fyrr sterkasta baráttutæki aukins jafnaðar og réttlætis í ís- lensku samfélagi? Eða hefur því ekki lánast að koma því í verk, sem réttlætir áframhaldandi stuðning við það? Sú vinstri velgengni sem sagnfræðingar geta undireins fært á spjöld sögunnar er sú staðreynd, að núverandi ríkis- stjórn er fyrsta íslenska vinstri stjórnin sem situr út kjörtíma- bilið. Með því einu er hrakin sú röksemd hægri aflanna að sundurlyndi vinstri manna komi í veg fyrir að stjórnir þeirra geti starfað til langframa. Vinstri velgegnin birtist í öðru lagi í því, að á tíma ríkisstjórnarinnar hefur náðst hérlendis efna- hagslegur stöðugleiki sem ekki á sér fordæmi í minni flestra þeirra sem nú hafa kosningarétt á íslandi. Með traustri hag- stjórn hefur vinstri stjórn ekki aðeins náð verðbólgunni niður í um 5%, neðar en stjórnvöldum hefur lánast bæði í Bret- landi og Svíþjóð, heldur einnig haldið genginu stöðugu, sem hvort tveggja hefur úrslitaþýðingu fyrir langtímavelgengni at- vinnufyrirtækjanna. Það veitir aftur á hinn bóginn launafólki viðspyrnu og réttlætingu til þess að sækja bætt kjör. Þessi árangur vinstri stjórnar er rothögg á kenningar Sjálfstæðisflokksins um að hans sé þörf við hagstjórnina. Aldrei hefur gengið betur en þegar honum var haldið fjarri stjórnvelinum. Mál hægrimanna eru margvísleg. Allir vita að viðskilnað- ur síðustu ríkisstjórnar þeirra var slæmur og hefur hlotið þungan dóm sérfræðinga á alþjóðavettvangi, til dæmis inn- an OECD. Gagnvart stuðningsmönnum jafnaðarstefnunnar getur Al- þýðubandalagið bent á velgengnina sem felst í því að hafa náð fram feikna mikilvægum málefnum, eins og leikskóla- og grunnskólalögum, tvöföldun raunframlaga til menningar- mála, vegaáætlun með nýjum áherslum og afnámi virðis- aukaskatts á leiklist og íslenskar bækur. Ýmsir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins hafa lýst yfir vonbrigðum með þær áherslur sem ráðið hafa og ákvarðanir í sumum verkefnum. Rammt hefur kveðið að þessari gagn- rýni á stundum, en hún oftast verið næsta ómakleg. Stjórn- mál eru ekki framkvæmd hins fullkomna, heldur list hins mögulega. Þau mikilvægu dæmi um vinstri velgengi, sem hér hafa verið nefnd, eru ein sönnun þess. Nú reynir veru- lega á það, hvort áróðurstækni hægri aflanna nær því mark- miði sínu að slá ryki í augu almennings. Hvort tveggja er hins vegar jafn fráleitt, að afgreiða þá stuðningsmenn jafnaðarstefnunnar sem vilja veita Alþýðu- bandalaginu fast aðhald, með einföldunum, sem pólitíska villutrúarmenn eða óheilindamenn, eða að láta gagnrýni þeirra og hugmyndir sem vind um eyru þjóta.Umræðan á vinstri vængnum er undirstaða vinstri velgengni. Viðhorf og áætlanir sem ekki hafa notið fulltingis eða náð fram að ganga á þessu kjörtímabili, eru hvorki grafin né gleymd, þótt málamiðlanir dagsins hafi tafið. ÓHT r>JÓfíVIIJINN MáIgagn sósíalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. TIPPT & SKOIIÐ Kirkjurnar sem tæmdust Það var fróðlegt að heyra á dögunum sjónvarpsspjall við Ólaf biskup Skúlason, sem var nýkom- inn heim af fúndi Alkirkjuráðsins í Ástralíu. Hann minntist meðal ann- ars á undarlega þverstæðu úr Aust- ur-Evrópu, sem borið hafði á góma á kirknaþingi. Þar eystra hafði kirkjan ( t.d. í Austur- Þýskalandi) orðið um skeið einhver helsti vett- vangur baráttu fýrir lýðfrelsi og mannréttindum gegn flokksræðinu sem flest vildi gleypa. Og kirkjum- ar voru fullar af fólki, ekki barasta á sunnudögum, heldur kvöld eflir kvöld þegar menn komu þar saman til að styrkja sig í hinum stærstu málum og ræða um sína siðferði- legu ábyrgð í þjóðfélaginu. Og hvert héðan skyldi halda. Svo verða mikil og snögg um- skipti. Flokksræðið hiynur og allt skal fijálst. Og þá bregður svo við að kirkjumar tæmast aftur. Þér ég hafna Drottinn... Og nú má spyija: er hér kveðin gamalkunnug vísa um að þegar vandi steðjar að og að þrengir þá „leita ég þín Drottinn“, en þegar allt gengur vel þá „hafna ég þér Drottinn" eins og segir í allþekktu kvæði? Að nokkru leyti er þetta rétt, en að nokkm leyti rangt: Fólk í Austur-Evrópu er ekki laust við þrengingar þótt málfrelsi sé komið og samtakafrelsi. Öðm nær. Það er á milli vita í svo mörgu og um- skiptin þýða meðal annars að þeir sem minnst hafa handa í milli (ekki síst eldra fólk) komast á von- arvöl eða því sem næst í verðlags- þróun sem gengur nærri naumum effirlaunum eða lægstu Iaunum. Eða þá að menn missa vinnuna í stómm stíl eins og nú gerist í Aust- ur-Þýskalandi. En þessar þrenging- ar, þær virðast samt ekki vísa fólki til kirkjunnar, eins og í kvæðinu er spáð. Prestar, skáld, listamenn Hér er einhver undarleg þver- stæða á ferð og næsta dapurleg. Minnkandi áhugi í Austur-Evrópu á því sem kirkjan hefur fram að færa á sér ýmsar aðrar hliðstæður í þeim sama heimshluta. I ritskoðun- arsamfélögum, eins og þeim sem uppi vom um austanverða Evrópu, varð það bæði merkilegt og „spennandi“ sem prestar sögðu. Og skáld. Og leikhúsmenn. Allir áttu þeir í höggi við valdhafa sem helst vildu skammta sér lof og last sjálf- ir, og sveigja allan boðskap undir sinn vilja. Allir vom að glíma við einhvem „ramma“ boða og banna, eftirlits og ritskoðunar, sem utan um þeirra vettvang var settur. Þetta gerði suma klerka a.m.k. og bestu skáld og listamenn að átrúnaðar- goðum og siðferðilegum höfðingj- um þjóða sinna í þeim mæli, að starfsbræður á Vesturlöndum fúndu einatt til öfúndar. Þama fyrir aust- an, hugsuðu þeir, þar er hlustað á okkar orð (guðsorð, hið listræna orð). Þar lætur fólkið sig miklu skipta hvað VIÐ segjum. Það er nú eitthvað annað en hér á Vestur- löndum, þar sem allt dmkknar í hasar og auglýsingum og ekki heyrist hundsins mál fyrir æsileg- um gauragangi. „Þörf fyrir skít“ Svo kom frelsið, og það var hægt að segja hvað sem var. Boða hvaða trú sem var. Rífast og skammast eins og fara gerir. Velta við hverjum steini. Og þá tekur við þessi dapurlega upákoma, sem einn eistneskur rithöfundur hefur ekki alls íyrir löngu kallað „þörf fyrir skít“. Það er minnkandi áhugi á leikhúsi, hvemig sem listafólkið leggur sig fram. Eftir að menn höfðu um stutta stund skemmt sér við bækur sem áður vom bannaðar þá tekur við minnkandi áhugi á skáldskap. Tónleikahaldi fer aftur. 1 staðinn fyllast bóksölustaðir af billegu klámi og ofbeldi, eymn af eítirlíkingapoppi. Og sem fyrr seg- ir: kirkjumar tæmast. (Það er að vísu ekki einhlítt, rússneska kirkj- an er enn í uppsveiflu, enda átti hún einna mest ógert, blátt áffam í því að endurreisa mikinn fjölda safnaða og opna kirkjur sem lokað hafði verið áður.) Nýtt jafnvægi Við þessu er ekki margt að gera. Enginn er svo skyni skropp- inn að hann fari að nota þessa þró- un til að mæla með því, að aftur verði snúið: Enginn fer að afnema málfrelsið til þess að gera bók- menntimar meira spennandi! (Vegna þess að forboðinn ávöxtur er miklu merkilegri en hinn sem liggur á glámbekk.) Menn geta víst ekki annað gert en vonað að „klámbylgjan“ (í víð- tækum skilningi orðsins) gangi yf- ir. Að fólk verði leitt á henni eins og öðrum hasar. Og síðan komist á jafnvægi aflur, þar sem hver finni það sem hann leitar að. I bókabúð, í leikhúsi og í kirkju. Og þá standa þjóðir Austur-Evrópu í ósköp svip- uðum sporum og við hin. Ög það verður háð stríð um sálimar, ef svo mætti segja. Ekki í gömlum kirkju- legum eða flokkshollustuskilningi, þegar þeir sem fóm með vald yfir líkama og sálum beittu sér hart til að innræta lýðnum „réttan“ boð- skap. Heldur það eilífðarstríð, að fá fólk til að gefa því gaum sem gott er og merkilegt, spyija spum- inga, leita, lesa og hugsa. Eins þótt erfitt sé, fyrirhöfn á sig tekin og tvísýnt um árangur náttúrlega. Af einkavæðingu Og þá er að tala við allt aðra Ellu. Það er oft sagt að einkavæðing á hinum og þessum ríkisrekstri sé nauðsyn vegna þess hve mjög hún bæti rekstur og efli arðsemi. Það er rétt í mörgum dæmum. En ekki í öllum og síst þegar um starfsemi er að ræða, sem er þess eðlis að ein- okun hlutafélags tekur við af ein- okun rikisfyrirtækis. Þetta rifjaðist upp á dögunum þegar spurt var að því í sjónvarpi, hvemig á því stæði að það væri svo miklu dýrara að tala í síma frá íslandi til ílestra landa en frá öðr- um löndum til Islands. En ekki varð betur séð en að á því dæmi væri helst ein fróðleg undantekning: það var reyndar dýrara að hringja ffá Bretlandi til Islands en frá Islandi til Bretlands. Og þá rifjaðist það einmitt upp, að íhaldsstjóm frú Thatcher einka- væddi símaþjónustuna. Breytti henni í hlutafélag. Með þeim af- leiðingum einna helstum að síma- þjónusta varð dýrari og um margt ófullkomnari en verið hafði. í ýms- um öðmm löndum höfðu gjald- skrár símans hinsvegar lækkað vemlega. Ekki úr vegi að hafa þetta bak við eyrað með öðm. ÁB ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. mars 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.