Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 4
A Dagur Þorleifsson skrifar FKETHR Skref í átt til viðurkenningar Fulltrúar stjórna tveggja borga í Eystrasaltslöndum, Tartu í Eistlandi og Vilnu, höf- uðborgar Litháens, sendu full- trúa á ráðstefnu á vegum Evr- ópuráðsins í Strassbúrg um borgar- og héraðsstjórnamái, sem haldin er í aðalstöðvum ráðsins þar. Sagði Saulius Lapi- enis, fulltrúi í borgarstjórn Vilnu, að þetta væri fyrsta áþrif- anlega merkið um stuðning ríkja á meginlandi Evrópu við sjálf- stæðisbaráttu Litháens. Toomas Mendelson, borgar- stjóri háskólaborgarinnar Tartu, sem er önnur stærsta borg Eist- lands, sagði að þátttaka þeirra Lapienis í ráðstefnunni hefði mikla táknræna þýðingu. „Þetta er skref í áttina til viðurkenningar á Eist- landi sem sjálfstæðu ríki,“ sagði Mendelson. Að sögn talsmanna Evrópuráðs hafa Eystrasaltsríkin þijú, Eistland, Lettland og Litháen, sótt um gests- aðild að ráðinu, en ráðið ekki séð sér fært að verða við þeim tilmæl- um og i staðinn boðið borgum og héruðum í löndunum að senda full- trúa á yfirstandandi ráðstefnu, sem ekki er haldin af Evrópuráðinu sjálfu. A ráðstefnu þessari eru einnig mættir borgarstjórar frá Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Búlgariu og Ungverjalandi. /HOSCOU! Aands off pmn ESTONIA Sjálfstæöis krafist á útifundi í Eistlandi - Evrópuráð kom til móts við tilmæli Eystrasaltsrfkjanna þriggja, en ekki mjög langt. Bush (hér með Ðan Quayle, varaforseta) - óvíst hvernig Bandaríkjastjórn bregst við fréttum frá Kúrdum um að Iraksstjórn beiti flugher sinum gegn þeim. Bandaríkjamenn skjóta niöur íraska flugvél Aus tur-Þj óð verj ar varaðir við Scientology Verkamenn í Jena á mótmælafundi - sfðan Berffnarmúr var opnaður hefur flest gengið úr skorðum í austurhluta Þýskalands og allt mögulegt að vestan, þ.á m. trúflokkar sem sumir eru nokkuð umdeildir, hefur skotið þar rótum. Bandarísk stríðsflugvél skaut niður íraska herþotu skammt frá Tikrit, ættborg Saddams for- seta, snemma í gær. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði skömmu síðar að allar þær íraskar stríðsflugvélar, sem staðnar yrðu að því að brjóta vopnahléssamkomulagið, sem gert var eftir Persaflóastríð, myndu fara sömu för. Samkvæmt því samkomulagi mega íraskar herflugvélar ekki fara á loft til annars en að flytja fólk. Talsmenn kúrdneskra uppreisn- armanna segja að íraskar stríðs- flugvélar hafi gert árásir á olíulind- imar við Kirkuk, eftir að Kúrdar náðu þeim á sitt vald, og einnig varpað napalm- og fosfórsprengj- um á Kirkuk á þriðjudagskvöld. Hefðu tugir fólks farist í þeim árásum. Kúrdar halda því fram að þetta sé brot á vopnahléssamningi Iraka og andstæðinga þeirra í Persaflóastríði. Tveir af stjórnmálaflokkum Þýskalands eru farnir að beina spjótum sínum að Scientology Church, nokkuð umdeildum einskonar trúflokki sem hefur aðalstöðvar í Bandaríkjunum en lætur til sín taka víða um lönd. Forysta þýskra jafnaðarmanna varaði í dag íbúa hins fyrrver- andi austurþýska ríkis við sam- tökum þessum. I fyrradag sakaði forysta flokks fijálsdemókrata, sem er í stjóm, Scientology um að reyna að smeygja sér inn í deild flokksins í Hamborg. Scientology hefur áður sætt ákæmm fyrir að hræða félaga sína til hlýðni og heilaþvo þá. Einnig kvað trúflokkurinn ætlast til mikillar efnahagslegrar fómfýsi af þeim, sem aðhyllast hann. Hann hefur sig allmjög í frammi við að afla sér nýliða, og víða í borgum em liðsmenn hans á ferli og gefa sig á tal við vegfarandur í þeim til- gangi. Herta Daubler-Gmelin, vara- formaður flokks jafnaðarmanna, sagði að trúflokkurinn hefði þegar eftir að Berlínarmúr var opnaður í nóv. 1989 hafist handa um að afla sér fylgis í Austur-Þýskalandi og haldið því síðan áfram af miklum ákafa. Meðan múrinn var og jám- tjaldið hafði Scientology Church ekki aðgang að fólki þar fyrir aust- an. „Við ætlum að vemda eftir fremsta megni fyrir Scientology og felustofnunum á vegum trúflokks- ins það fólk, sem leitar andlegrar leiðsagnar," sagði varaformaður- inn. Hún sagði að sér hefðu borist margar kvartanir þess efhis, að trú- flokkurinn tældi fólk í austurfylkj- unum til að vera með á samkom- um, þar sem fjallað væri um sálræn vandamál, gegn æmu gjaldi. T.d. kvað ungur maður í Dresden hafa gefið trúflokknum allt sparifé sitt, um 100.000 mörk. Líklegt mun vera talið að trú- flokkar sem þessi eigi tiltölulega auðvelt með að koma sér innundir hjá fólki í austurfylkjunum, þar sem hugarástandið er á hverfanda hveli hjá mörgum eftir hrun kommúnismans, sem var þar ríkis- hugmyndafræði í marga áratugi, og þar sem efnahagsleg upplausn verður sífellt verri. Ræðið við frambjóðendur G-listans! Næstu vikur munu frambjóðendur G-listans í Reykjavík skiptast á um að vera til skrafs og ráðagerða á skrifstofu listans, Laugavegi 3, 4. hæð, sími 628274. í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, verður Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur til viðtals milli kl. 17 og 22. Lítið inn í kaffi og spjatll. G-listinn í Reykjavík Fimm ára drengur fær hugrekkisverðíaun Stuart Lockwood, fimm ára gamall breskur drengur er varð heimsfrægur s.l. ár er hann var sýndur í sjónvarpi með Saddam Ir- aksforseta, var í gær sæmdur gull- stjömuverðlaunum dagblaðsins Daily Star fyrir auðsýnt hugrekki við það tækifæri. Drengurinn var í gíslingu hjá Saddam í írak ásamt þúsundum annars vestræns fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Heimsótti Saddam nokkra gísl- anna, mælti við það tækifæri nokkrum orðum til Stuarts og klappaði á kollinn á honum. Þessu lét Saddam sjónvarpa. Við athöfnina er drengnum voru afhent verðlaunin voru m.a. Brenda, eiginkona bandaríska hershöfðingjans Normans Schwarzkopf, yfirhershöfðingja bandamanna í Persaflóastríði, lafði Bridget de la Billiere, kona Sir Pet- ers de la Billiere, æðsta manns her- eininga þeirra breskra er þar voru með og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. íranir sagðir á bandi síonista Saadi Mahdi Saleh, forseti íraska þingsins, sakaði í gær Iran um að standa á bakvið uppreisnim- ar gegn stjóm Iraks. Sagði þingfor- setinn að íran væri með í samsæri „heimsvaldasinna og síonista" sem nú hefðu hafist handa við að eyði- leggja allt það í Irak, sem ekki hefði verið eyðilagt í Persaflóa- stríði. Fregnir ffá flóttamönnum af bardagasvæðunum og írönskum stjómarandstæðingum, sem dvelj- ast í Irak, benda til þess að íranir hjálpi sjítískum uppreisnarmönn- um í suðurhluta landsins um vopn og sendi þeim jafhvel liðsauka, enda eru íranir sjítar sjálfir. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur21. mars 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.