Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 6
SFUKpNGIN m Hvað finnst þér um aðgerðir fiskverkafólks? Ama Harðardóttir nemi: Mér finnst allt í lagi að fara I aðgerðir. Því skyldi fiskverka- fólk ekki njóta sömu fríðinda og sjómenn? En svo má líka spyrja af hverju fiskverkafólk þarf þetta frekar en aðrir. Baldur Ragnarsson rafvirki: Mér finnst sjálfsagt að fólk leiti leiða til þess að ná fram kjarabótum. Mér finnst eðli- legt að þetta fólk sitji við sama borð og sjómenn. Þórhallur Helgason vigtarmaður: Mér finnst krafan ekki ósann- gjörn. Það er sjálfsagt að reyna að ná fram kröfum sín- um. Aðgerðirnar eru kannski ekki löglegar, en hvað á fólk að gera? Ég styð kröfur þessa fólks. Hafsteina Gunnarsdóttir hárgreiðslukona: Mér líst bara ágætlega á þessar aðgerðir og styð kröf- urnar. Karl Jóhann Karlsson tæknifræðingur: Listahátíð æskunnar á vori hreysikattarins ^ viku sumardagsins fyrsta Iefna menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg til listahátíðar æskunnar. Há- tíðin var kynnt í Árbæjar- skóla í gær, sem er troð- fullur af listaverkum eftir nem- endur, sem unnin voru á listsköp- unardögum fyrir skömmu. Fjöldi barna í grunnskólum, dansskólum, tónlistarskólum, leik- skólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík taka þátt í listsköpun og -flutningi vikuna 20. - 28. apríl. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði að líkja mætti listahá- tíðinni við uppskeruhátíð þar sem færi ffam sýning á affakstri vetrar- ins. Dagskráin er mjög fjölbreytt. Guðrún Ágústsdóttir formaður listahátíðamefndar æskunnar nefndi myndlistarsýningar, sem haldnar verða á söfnum, stofnunum og fleiri stöðum víðs vegar um bæinn. Efnt verður til tónleika í Islensku óper- unni, kirkjum og Norræna húsinu. I Ásmundarsal ætla nokkrir arkitekt- ar að starfa með krökkum, þá _er stefnt að listasmiðju í Listasafni Is- lands og rithöfundar hafa uppi áform um að halda ritsmiðju fyrir þau böm sem gaman hafa af skrift- um. I menningarmiðstöðinni í Gerðubergi og á Hótel Borg verða uppákomur alla dagana. Margt fleira mætti upp telja, bamamessur, kvikmyndasýningar og í lok vik- unnar ætla börn og unglingar að taka við sætum þingmanna og ráð- herra á Alþingi og tala yfír hausa- mótunum á stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Rokktónlistinni má ekki gleyma. Síðasta vetrardag verða stórtónleikar á Lækjartorgi og ef veður og aðstæður leyfa verða þar tónleikar á hveiju kvöldi. Einn- ig verða tónleikar á Púlsinum. Ætlunin er að listahátíð æsk- unnar verði haldin annað hvert ár eins og „fullorðinslisthátíðin", það ár sem sú síðarnefnda er ekki. Verða í framtíðinni einnig haldnar listahátíðir af þessu tæi úti á landi með svipuðu sniði og M- hátíðir. Veggspjald var hannað í tilefni þessarar fyrstu listahátíðar reykv- Listrænir og hressir krakkar i Árbæjarskóla fyrir framan eltt af flölmörgum listaverkum nemenda sem prýða ganga, stofur og saii skólans. Myndir: Jim Smart. ískra ungmenna og myndin sem það prýðir er af hreysiketti. Lista- maðurinn heitir Bragi Sveinsson og er í 9 ára bekk í Landakotsskóla. Hann var mættur á kynningar- fundinn í gær ásamt ráðherra, nefndarmönnum og Katrínu Fjeld- sted borgarráðsmanni, að ógleymd- um kóri Austurbæjarskóla ásamt stjórnanda sínum Pétri Hafþóri Jónssyni, og tók kórinn tvö skemmtileg lög fyrir viðstadda. Katrín Fjeldsted sagði foreldra helst hugsa um listsköpun barna sem myndverk, um það bæru myndir bama á veggjum og ísskáp- um vitni. En hugmyndaauðgi bama eru engin takmörk sett og á listahá- tíðinni yrði einmitt margt fleira en myndlist í boði, sagði hún. Nefhd um listahátíð var skipuð, auk Guðrúnar, Karólínu Eiriksdótt- ur, Elisabetu Þórisdóttur og Gunn- ari Emi Jónssyni. Ritari hennar er Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Listahátíð æskunnar verður sett með hátíðardagskrá í Borgarleik- húsinu laugardaginn 20. apríl. Ein- göngu börn og unglingar koma fram á listahátíðinn, ekki verða kallaðir til fullorðnir til að skemmta þeim, nú ætla þau að sýna hvað í þeim býr. BE Höfundur hreysikattarins á veggspjaldi listahátíðar æskunnar, Bragi Sveins- son, nemandi í Landakotsskóla. Lágt verðbólgustig hvetur fyrirtæki til að leggja fé í rannsóknir Nýlega rann út um- sóknarfrestur um styrki til Rann- sóknasjóðs Rann- sóknaráðs ríks- ins. Hörður Jóns- son, yfirverkfræðingur hjá Rannsóknaráði, segir það at- hyglisvert hve áhugi fyrirtækja til að leggja fram fé til rann- sókna- og þróunarverkefna hefur aukist. Ástæðan er lágt verðbólgustig sem er forsenda þess að hægt sé að gera ein- hverjar áætlanir fram í tím- ann. Alls var sótt um stuðning við 138 rannsókna- og þróunarverk- efni og nemur heildarkostnaður þeirra alls 765,4 miljónum króna. Sótt er um 325,3 miljónir króna í styrki frá Rannsóknasjóði, sem er rúmlega þrisvar sinnum hærri upphæð en sú sem sjóðurinn hef- ur til ráðstöfunar í ár. Áætlað framlag fyrirtækja til verkefn- anna nemur um 200 miljónum króna. Hörður Jónsson segir að fjöldi umsókna sé svipaður því sem verið hefúr en umfangsmeiri en áður og dýrari. Hann segir að verkefhin séu upp til hópa mjög athyglisverð og nú sé meðal ann- ars sótt um styrki til fímm verk- efna á sviði umhverfisiðnaðar sem ekki hefúr verið áður. Af einstökum atvinnuflokk- um eru flestar umsóknir til rann- sókna- og þróunarverkefna í fisk- eldi eða 26, og þvínæst á sviði fiskvinnslutækja og búnaðar, eða 23. Þar á eftir er sótt um styrki við 17 verkefni til rannsókna- og þróunarverkefha vegna nýrra af- urða í fiskvinnslu. Gert er ráð fyrir því að f byij- un maí liggi fyrir hvaða verkefni hljóta stuðning Rannsóknasjóðs í ár. Hörður Jónsson segir mikil- vægt að því verki verði lokið áð- ur en sumarleyfi hefjast. -grh ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur21. mars 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.