Þjóðviljinn - 21.03.1991, Blaðsíða 1
Flæðilínan
gaf svigrúm
til launa-
hækkana
Fiskvinnslufyrirtækið Sæ-
fang hf. á Crundarfirði hefur
hækkað grunnlaun fisk-
vinnslufólksins um 10% og
auk þess hækkaði heimalönd-
unarálag sjómanna hjá út-
gerðarfélaginu Guðmundi
Runólfssyni hf. úr 30% í 40%
fyrir þorsk og ýsu. Guð-
mundur Smári Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Sæ-
fangs, segir þetta hafa verið
mögulegt vegna þeirrar hag-
ræðingar sem áunnist hefur
með notkun flæðilínu í vinnsl-
unni, auk þess sem launa-
hækkun sé byggðastefna fyr-
irtækisins að hluta til.
Guðmundur Smári segir að
þessi ákvörðun hafi að sjálf-
sögðu mælst vel fyrir hjá starfs-
fólkinu, sem er um 55 talsins,
en vakið mismikla hrifningu
hjá forráðamönnum annarra
fískvinnslustöðva. Hann sagði
að það væri ekki endalaust
hægt að hækka laun til sjó-
manna með hækkun á heima-
löndunarálagi á meðan fisk-
vinnslufólk fengi ekkert nema
umsamdar hækkanir samkvæmt
þjóðarsátt. Guðmundur Smári
sagði ennfremur að launahækk-
unin væri jafnffamt verðlaun til
starfsmanna fyrir vel unnin
störf. Hann sagði að það væru
trúlega engar starfsstéttir i
þjóðfélaginu sem létu bjóða sér
það að vinna á nær berstrípuð-
um launatöxtum eins og fisk-
vinnslufólki er boðið uppá. Sér-
staklega þegar haft er í huga að
við vinnu við flæðilínu væru
afköst starfsmanna metin tvisv-
ar á dag, á fjögurra tíma ffesti.
Framkvæmdastjóri Sæfangs
sagði að verðmyndunarkerfi
sjávarútvegsins væri hrunið,
sem sæist best á því hvað fisk-
verð er mismunandi eftir fyrir-
tækjum og landshlutum. Þá
væri jafnframt farið að hrikta í
launatöxtum fiskvinnslufólks
sem væri orðið langþreytt á að
sjá laun sjómanna hækka á
meðan það væri skilið eftir.
Um tvö ár eru síðan fyrir-
tækið tók flæðilínu í notkun í
vinnslusalnum, en þrjú ár eru
síðan fyrstu frystihúsin tóku
upp flæðilínur. I Grundarfirði
vinna vel flestir við störf tengd
sjávarútvegi og aðeins örfáir
við þjónustustörf. Launahækk-
anirnar til sjómanna og fisk-
vinnslukvennanna eru öðrum
þærði hugsaðar til að jafna tekj-
ur fólks í þorpinu en einnig
ffamkvæmdar til að koma i veg
fyrir brottfiutning þess vegna
lágra launa.
-grh
Sex af þeim þingmönnum sem nú hverfa af þingi kveðjast I garði Alþingishússins: Geir Gunnarsson, Matthías Á. Mathiesen, Ragnhildur Helgadóttir, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, Karvel Pálmason og Friðjón Þórðarson. Mynd: Kristinn.
Arangursríku þingi slitið
með sögulegum hrossakaupum
Þegar Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, setti
þingfund kl. 10 í gærmorgun voru 5 mál á dagskrá sem
vörðuðu öll kosningar í ráð og nefndir. Eiður Guðnason,
formaður þingflokks Alþýðuflokksins, kvaddi sér fyrstur
hljóðs og bað um frestun á málinu til næsta þings, og
sama gerði Friðrik Zophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Greinilegt var að þessi beiðni
kom mörgum þingmönnum í opna
skjöldu og mótmæltu margir, ekki
síst þingkonur Kvennalista, sem
töldu að hér væri um „skrumskæl-
ingu á lýðræðinu“ að ræða. Var
þingfundi tvisvar slitið vegna
þessarar þrætu á meðan leitað var
sátta um málsmeðferð, en þegar
ljóst var að engar sættir næðust í
málinu og engar tilnefningar
kæmu frá Alþýðufiokki og Sjálf-
stæðisflokki í umrædd ráð og
nefndir, tók forseti af skarið, frest-
aði afgreiðslu og boðaði til hefð-
bundins fundar um þinglausnir.
Höfðu deilur þessar þá staðið í
hálfa aðra klukkustund.
í umræðunni ásakaði Hjörleif-
ur Guttormsson Sjálfstæðisfiokk-
inn fyrir að hafa svikið samkomu-
lag við Kvennalista um skipan í
ráð og nefndir fyrir áeggjan Al-
þýðuflokksins, og mætti þama sjá
vísinn að nýju pólitísku samstarfi
þessara tveggja fiokka í framtíð-
inni.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
staðfesti það svo í samtali við
Þjóðviljann, að Kvennalistinn og
Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið
búin að gera með sér munnlegt
samkomulag kvöldið fyrir þing-
lausnir, sem fól meðal annars i sér
að Kvennalistinn fengi eitt sæti í
stjóm Landsvirkjunar. Það hefur
síðan gerst í nótt, sagði Danfríður,
að Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa ákveðið að
fresta málinu með þessum hætti til
að freista þess að útiloka okkur frá
þessari mikilvægu stjóm.
En það var að mörgu leyti
sögulegt þing sem slitið var laust
fyrir hádegið í gær. Ekki síst fyrir
athyglisverðan árangur sem náðist
í mörgum baráttumálum Alþýðu-
bandalagsins.
Það var ekki síst Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
sem hrósaði sigri í gær, en mörg
af baráttumálum hans náðust í
gegn á síðustu dögum þingsins.
Má þar nefna ný lög um leikskóla
og grunnskóla, sem leggja grunn-
inn að nýrri menntastefnu í land-
inu, ný lög um listamannalaun,
niðurfellingu á virðisaukaskatti á
tækjum til vísindarannsókna og
síðast en ekki síst samþykkti þing-
ið kvöldið fyrir þinglausnir að rík-
ið skyldi kaupa stórhýsi Sláturfé-
lags Suðurlands undir fyrirhugað-
an Listaháskóla íslands, þar sem
Tónlistarskólinn, Myndlistarskól-
inn, Leiklistarskólinn og fieiri
menntastofnanir á sviði lista munu
sameinast undir einum hatti.
Svavar Gestsson hélt starfs-
mönnum ráðuneytis síns smáhóf í
gær í tilefhi dagsins og sagði þar
að þessir áfangar væru hver fyrir
sig stefnumarkandi, ekki síst leik-
skólafrumvarpið, en með því væri
Island fyrst Norðurlandanna til að
gera leikskólann að hluta af hinu
almenna menntakerfi.
Við þinglausnir í gær kvaddi
þingforseti Guðrún Helgadóttir
sérstaklega þá þingmenn sem nú
hverfa af þingi og sækjast ekki
eftir endurkjöri, en þeir eru Ragn-
hildur Helgadóttir, Friðjón Þórðar-
son, Matthías A. Mathiesen, Geir
Gunnarsson og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. Einnig hafa þeir
Skúli Alexandersson, Karvel
Pálmason og Alexander Stefáns-
son vikið úr baráttusætum á listum
sinna fiokka.
Halldór Blöndal talaði við
þingslit fyrir hönd þingmanna og
notaði tækifærið til að þakka þing-
forseta sérstaklega fyrir réttláta
fúndarstjóm og þolinmæði í garð
þingmanna.
Steingrímur Hermannsson
sleit síðan þingi fyrir hönd hand-
hafa forsetavalds í fjarveru forseta
Islands, og rennur umboð Alþing-
ismanna út frá og með 20. apríl
næstkomandi, þegar kosið verður
til þings.
-ólg.