Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 7
Flugskýlið skapar hundruð nýrra starfa
Ólafur Ragnar afhendir Flugleiöum bréf um niðurfellingu aðflutningsgjalda. Mynd: Jim Smart.
Störf fyrir 137 aðila
munu skapast þegar
nýja flugskýlið verð-
ur tekið í notkun á
Keflavíkurflugvelli.
Og við hvert nýtt
starf þar má búast við að tvö til
þrjú önnur störf muni skapast í
þjónustu vegna þess. Með
margfeldisáhrifunum má því
ætla að á milli 300 og 500 ný
störf verði til á Suðurnesjum
frá og með næsta ári.
„Þetta þýðir að það verður
grundvallarbreyting á atvinnu-
ástandinu hér á Suðurnesjum,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson í
Keflavík í gær. Tilefnið var af-
hending bréfs frá fjármálaráð-
neytinu til Flugleiða, um niður-
fellingu aðflutningsgjalda vegna
byggingu nýja flugskýlisins á
Keflavíkurflugvelli.
Steinþór Guðmundsson verk-
fræðingur kynnti byggingu þá
sem um er að ræða. Flugskýlið
verður það stórt að það getur
rúmað 6 Boeing-737 flugvélar á
sama tíma, án þess að þröngt
verði í húsinu. Til marks um
stærðina þá verður flugskýlið um
60 prósent stærra en flugstöðin á
Keflavíkurflugvelli. Stærðin á
flugstöðinni er 128 þúsund rúm-
metrar, en flugskýlið verður 203
þúsund rúmmetrar. Þeir sem eiga
erfitt að sjá fyrir sér stærðina í
ljósi þessara talna, þá má minnast
á að hurðirnar sem eru tvær,
verða um 23 metrar á hæð og 70
metrar á lengd, hvor fyrir sig,
sagði Steinþór. Samkvæmt þessu
virðist bygging flugskýlisins
verða viðamesta byggingarfram-
kvæmd á landinu þetta árið, bæði
hjá einkaaðilum og hjá því opin-
bera.
Guðmundur Pálsson fram-
kvæmdarstjóri tæknisviðs Flug-
leiða, upplýsti viðstadda um þýð-
ingu þess að aðflutningsgjöldin
voru felld niður. Nýjum störfúm
mun fjölga hér á Suðurnesjum
um 137 stöðugildi um leið og
nýja flugskýlið verður tekið í
notkun. Ef vel gengur þá má bú-
ast við að þeim fjölgi, sagði Guð-
mundur. Þetta þýðir enn fremur
sagði hann; að öll starfsemi
tæknisviðs flyst á aðeins einn
stað. Að íslenskt fyrirtæki verður
samkeppnisfært í fluginu, hvað
viðkemur alþjóðlegum viðgerða-
og viðhaldsmarkaði. Einnig verð-
ur aðskilnaður farþegaflugs og
hemaðarumsvifa á Keflavíkur-
flugvelli endanlegur, sagði Guð-
mundur.
Til gamans má geta að sam-
skipti stjómmálamanna geta verið
góð, þrátt fyrir að kosningaslag-
urinn sé á hæsta stigi. Ellert Ei-
ríksson bæjarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og bæjarstjóri í
Keflavík, þakkaði Ólafi Ragnari
fjármálaráðherra og starfsfólki
hans mikil og góð störf fyrir Suð-
umesin. Sagði hann að ekki væri
hægt að kvarta yfir framgangi
fjármálaráðherra til eflingar at-
vinnulífs á Suðumesjum. -sþ
„Hreirp: haf
hagur íslandsu
Hlutskarpastur í verðlaunasam-
keppni Norræns umhverfisárs og
Landvemdar um hönnun á skilti
sem verði sæfarendum og öðmm
til áminningar um gildi hreins hafs
fyrir land og þjóð, er Garðar Pét-
ursson, auglýsingateiknari. Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands á
hins vegar heiðurinn af áminning-
arorðunum: „Hreint haf hagur Is-
lands.“
Verðlaunaféð sem Garðar hlaut
að launum vom 400 þúsund krónur
og stóð Landssamband útvegs-
manna straum að þeim kostnaði.
Fastlega er búist við skiltið
með verðlaunahugmyndinni verði
sett upp við allar hafnir landsins á
næstu misserum.
Tæplega 40 tillögur bárust í
samkeppnina og eru þær nú til
sýnis í Norræna húsinu .-rk
Mynd Kristinn.
Ibúar á Bráðræðisholti
vilja Lýsi hf. burt
Að undanförnu hefur staðið
yfir undirskriftasöfnun meðal
íbúa Bráðræðisholtsins þar sem
skorað er á borgaryfirvöld að þau
hlutist til um að verksmiðju Lýsis
hf„ sem er í jaðri hverfisins, verði
fundinn annar samastaður. Telja
íbúarnir sig hafa nokkurn ama af
verksmiðjurekstrinum og leggi af
og til mikinn óþef frá verksmiðj-
unni yflr byggðina.
Að sögn Agústs Einarssonar,
forstjóra Lýsis hf. og eins af eigend-
um fyrirtækisins, hafa forráðamenn
þess ígrundað að flytja reksturinn
um set í náinni ffamtíð.
- Eg get vel skilið og tekið undir
það sjónarmið íbúanna að þessi
rekstur eigi ekki heima inni í miðju
íbúðahverfi. Bæði er að umferð er
talsverð í tengslum við hann og reyk
og lykt leggur stundum yfir hverfið.
Hitt er annað mál að við vorum
komnir þama löngu áður en ibúða-
byggðin reis allt í kringum okkur,
sagði Agúst.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk hjá Borgarskipulagi,
er samkvæmt nýju hverfaskipulagi
fyrir svæðið, sem gefið verður út
fljótlega, gert ráð fyrir að það verði
íbúða og atvinnusvæði. - Eg kannast
hins vegar ekki við að Lýsi hf. hafi
verið settir einhverjir úrslitakostir
um að taka sig upp, sagði Ragnhild-
ur Ingólfsdóttir hjá Borgarskipulagi.
Agúst Einarsson sagði að for-
svarsmenn fyrirtækisins hefðu ekki
fengið neina beiðni frá borgaryfir-
völdum um að starfsemi fyrirtækis-
ins yrði flutt annað. - Eg hef bara
heyrt ávæning af þessari undir-
skriftasöfhun.
- Starfsemi fyrirtækisins fer
núna fram á tveimur stöðum i borg-
inni, annars vegar við Grandaveg og
hins vegar inni á Köllunarklettsvegi.
Það hefur talsverðan kostnað og erf-
iðleika í for með sér og við viljum
gjaman að reksturinn verði allur á
sama stað. Við höfum því átt i við-
ræðum við borgaryfirvöld um lóða-
úthlutun inni við Sundahöfn, sagði
Agúst Einarsson. -sþ
Styðja einhverfa
þrátt fyrir hjásetuna
ið skarð
aleyfi SIF
að er skrítin stjórn-
málaspeki, sagði Sig-
urgeir Sigurðsson
bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi um leið-
ara Alþýðublaðsins
þar sem sagt er að bókun fimm
manna meirihluta Sjálfstæðis-
manna um að sambýli ein-
hverfra á Sæbraut hverfi burt
lýsi raunveruleikanum á bak
við slagorð flokksins um frelsi
og mannúð. Sigurgeir sagði að
það væri fáránlegt og lákúru-
legt að segja að málið væri pól-
itískt.
Hann sagði ennffemur að íbú-
amir hefðu í tvö ár reynt að sætta
sig við sambýlið og hefðu gengið
að því með opnum huga en að
það hefði ekki blessast. Hann
benti á að minnihlutinn hefði set-
ið hjá við bókunina og væri það
nokkur viðurkenning á rétti íbú-
anna.
Siv Friðleifsdóttir sem sæti á
í bæjarstjóm fyrir Nýtt afl sagði
að bókunin hefði komið flatt upp
á minnihlutann. „Einhverjir fúll-
trúar meirihlutans höfðu hitt íbú-
ana við Sæbraut og þannig varð
þessi bókun til og við vorum
ekkert höfð með í ráðum," sagði
Siv og benti á að þetta væru
venjuleg vinnubrögð meirihlut-
ans en hún taldi íbúana hafa
þvingað bæjarstjórann í þessu
máli.
Siv sagði að minnihlutinn
hefði setið hjá þar sem þetta væri
mjög viðkvæmt mál og íbúamir
væm í ójafhvægi vegna þess, en
nágrannar heimilisins fjölmenntu
á fúnd bæjarstjómarinnar. „En ég
að sjálfsögðu stend með þessu
meðferðarheimili og fötluðum og
mér finnst ekki rétt að skora á fé-
lagsmálaráðherra að flytja starf-
semina,“ sagði Siv.
I fyrrasumar samþykkti bæj-
arstjórnin að gera tilraun með
meðferðarheimilið á Sæbraut
fram að síðustu áramótum. Gengi
tilraunin ekki átti að fella rekstr-
arleyfi heimilisins úr gildi. Bæj-
arstjórnin hefur ekkert með
rekstrarleyfið að gera, það er í
hendi félagsmálaráðherra. Siv
sagði að íbúamir hefðu margoft
sent bæjarstjórninni bréf og
minnt á þessa bókun og þannig
hefði meirihlutinn átt í vandræð-
um með þetta mál.
Varðandi framhaldið sagði
Sigurgeir að það yrði ekki hlaup-
ið til i þessu máli. Hann sagði að
svar ráðherra væri ekki nema
munnlegt ennþá og að þegar
ákveðið svar bærist yrði farið
vandlega yfir málið.
-gpm
Jon Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra hefur kynnt nýj-
ar reglur um útflutning á saltfiski
sem heimila öðrum en Sölusam-
tökum islenskra fiskframleiðenda
útflutning á saltfiski til Ameríku-
landa. Einkaleyfi SÍF til annarra
saltfiskmarkaða, svo sem til Evr-
ópulanda verður óbreytt um sinn.
Þessi ákvörðun utanríkisráð-
herra hefur valdið ýmsum saltfisk-
framleiðendum miklum vonbrigðum
og þá sérstaklega þeim sem hafa
bundið miklar vonir við margítrek-
aðar yfirlýsingar ráðherrans um þá
nauðsyn að afnema þyrfti einkaleyfi
SÍF á útflutningi saltfisks til Evr-
ópulanda. Arthúr Bogason saltfisk-
verkandi í Eyjum segir að Jón Bald-
vin hafi alveg eins getað gefið út-
flutningsleyfi frjálst til tunglsins.
Hann segir að með þessu sé staðan í
saltfiskútflutningnum nánast
óbreytt. „Ég hélt að Jón Baldvin
hefði til að bera meira hugrekki en
hann sýnir í þessu máli“, sagði Art-
húr Bogason.
Samkvæmt hinum nýju reglum
eru sett ströng skilyrði fyrir salt-
fisksútflutningi til Ameríkulanda.
Meðal annars verður útflytjandi að
leggja fram skriflegan samstarfs-
samning við verkendur jafnframt því
sem þeir verða að vera skuldlausir
við aðra útflytjendur. Þá þarf eigin-
fjárhlutfall viðkomandi útflytjenda
að vera minnst 25%, söluverð og
skilmálar eru háðir samþykki utan-
ríkisráðuneytisins. En síðast en ekki
síst þarf fiskurinn að uppfylla gæða-
kröfur og vera í sérstaklega merkt-
um umbúðum.
A undanfömum ámm hefur lítið
verið flutt út af saltfiski héðan til
Ameríkulanda, en talið er að mark-
aður sé þar fyrir 40-50 þúsund tonn
á ári og þar af 20 þúsund tonn til
Brasilíu.
Að mati utanríkisráðherra þykir
rétt að_bíða með að afnema einka-
leyfi SÍF á saltfiski til Evrópu þar til
samningar takast milli Evrópu-
bandalagsins og EFTA um Evrópska
efnahagssvæðið. Arthúr Bogason
segist vera vantrúaður á að einka-
leyfi SÍF verði eins mikið tromp á
hendi ráðherra þegar þar að kemur,
miðað við árangur þeirra samninga-
viðræðna til þessa.
-grh
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991