Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 8
Fréthr
Engin þörf fyrir lánsfjár-
heimildir vegna álvers í ár
Allt útlit er fyrir að engin þörf verði fyrir lánsfjárheim-
ildir vegna álversins á Keilisnesi í ár en nokkur átök
urðu um þessar heimildir á Aiþingi á síðustu dögum
þingsins. Arni Grétar Finnson sem situr í samninga-
nefnd stjórnar Landsvirkjunar um raforkuverðið
sagði í samtali við Þjóðviljann að þegar fjármögnun
Atlantsáls-hópsins iýkur þurfi einn til tvo mánuði til að ljúka samn-
ingum um raforkuverð. Landsvirkjun mun ekki ráðast í fram-
kvæmdir fyrr en raforkusamningurinn er frágenginn og missir því
Iíklega af sumrinu*
„Raforkusamningurinn hefur
verið settur upp í öllum atriðum.
Það er ólokið ýmsum mikilvægum
þáttum málsins, einkum fjárhagsleg-
um ábyrgðum og skuldbindingum
aðila og endurskoðunarákvæðum,
þótt í þeim þáttum málsins hafi líka
miðað vel,“ sagði Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra. „En að sjálfsögðu
er orkusamningar af þessu tagi
þannig að þar er ekkert búið fyrr en
allt er búið,“ bætti ráðherra við.
Hann telur að það taki stuttan tíma
að ganga frá raforkusamningi eftir
að fjármögnunarþættinum lýkur en
þegar hann var spurður hvað stuttur
tími væri langur tími vildi hann ekki
tiltaka það nánar.
Árni Grétar er ekki sammála
Jóni í því hve langt samningar um
raforkuverð eru komnir en hann tel-
ur mikið óunnið i álsamningunum.
„Eftir er að vinna undirstöðuatriði
einsog raforkusamninginn. Þetta er
ekkert vandamál fyrir ríkið sem ætl-
ar bara að hirða sína skatta. En í raf-
orkusamningnum eru enn veiga-
miklir þættir sem eru ófrágegnir þó
mikið hafi verið unnið í vetur,“
sagði Árni Grétar. Hann sagði að
stærstu málin sem eftir væri að
semja um væru tryggingar af hálfú
Atlantsáls um að þeir byggi verk-
smiðjuna og hvernig kaupin á raf-
orkurmi verði tryggð.
„Þetta er aðalmálið og meðan
þetta er ekki klárt þá er málið ekki í
höfn og langt því frá,“ sagði Ámi
Grétar og bætti við að samningar um
raforkuverðið hafi verið látnir bíða
þar til tryggingarnar yrðu klárar.
Hann sagði að þannig hefði ekkert
verið farið í raforkuverðið í vetur.
Hann sagði að það væri ekki
hægt að meta málið fyrr en vitað
væri hver áhættan yrði. Það skiptir
máli hvemig tryggingar verða settar
og það skiptir bankana máli hvort
tryggingar komi frá eignarhaldsfé-
lagi um verksmiðjuna eða frá móð-
urfyrirtækjunum þremur, sagði Ami
Grétar.
Hann vildi ekkert fullyrða um
það hvort krafist yrði lægra raforku-
verðs ef tryggingamar kæmu ekki
frá móðurfyrirtækjunum en það er
ljóst að fjármögnunin verður óhag-
kvæmari ef verksmiðjan sjálf og
hlutafé hennar verður eina trygging-
in.
Ámi Grétar sagði að ef samn-
ingsvilji af beggja hálfu væri fyrir
hendi ætti að vera hægt að ná sam-
komulagi um raforkuverðið á einum
til tveimur mánuðum. Hann benti á
að slæmt væri ef það væri rétt að
ekki ætti að bera málið undir stjómir
fyrirtækjanna þriggja fyrr en á næsta
ári.
„Landsvirkjun getur ekki farið
af stað þó búið sé að skrifa undir
samninga með fyrirvörum um sam-
þykki stjórna eignaraðila þvi að
komi einhver þeirra, og segi nei þá
fellur rnálið," sagði Ámi Grétar.
Þannig er ljóst að þótt Atlantsál
tækist að ganga frá fjármögnun
mjög fljótlega tæki einn til tvo mán-
uði að semja um raforkuverðið, það
tæki síðan einhvem tíma að bera
þetta undir stjómir fyrirtækjanna
þriggja sem standa að Atlants-
áls-hópnum og þá yrði að minnsta
kosti langt liðið á sumarið og fram-
kvæmdatími á Islandi liðinn. Það
virðist því sem engin þörf verði á
þeim 800 miljónum sem Lands-
virkjun var heimilað að taka að
láni vegna virkjunarframkvæmda
vegna álvers né heimilda til að
kaupa land í Vatnsleysustrandar-
hreppi. Ljóst er að ekkert verður af
framkvæmdum ef málið verður
ekki tekið fyrir af stjómum fyrir-
tækjanna þriggja fyrr en á næsta
ári en það fékkst ekki staðfest í
gær þar sem ekki náðist í Thomas
Hagley upplýsingafulltrúa Atlants-
áls-hópsins.
-gpm
Talið í
Bolungarvík
Sú ákvörðun yfirkjörstjórnar
í Vestfjarðakjördæmi að talning
atkvæða í alþingiskosningunum
verði í ráðhúsinu í Bolungarvík,
hefur mælst misvel fyrir,
Einkum og sér í lagi meðal
innfæddra ísfirðinga sem telja það
vera vanvirðingu við höfuðstað
Vestfjarða, auk þess sem veður og
færð geta seinkað talningunni í
Bolungarvík.
í fyrslunni fór yfirkjörstjórnin
þess á leit við hússtjórn Stjórn-
sýsluhússins á Isafirði að fá þar
inni með atkvæðatalninguna en því
var hafnað. Að mati hússtjórnar
mundi því fylgja of mikið ónæði
og eins hefði umgengni þeirra sem
áður hafa fengið þar inni, verið
slæm. Þvi var það mat yfirkjör-
stjómar að sýnu best væri að telja i
ráðhúsinu í Bolungarvík því að-
staða í grunnskólanum á Isafirði
væri ekki nógu góð og þar væri til
að mynda ekki símfax.
Þeir sem gagniýnt hafa þessa
ákvörðun yfirkjörstjómar hafa bent
á þá staðreynd að veður og færð
geta torveldað flutning kjörkassa
frá Isafirði til Bolungarvíkur og
seinkað talningu. Þessu vísar for-
maður yfirkjörstjómar, sem sjálfur
er Bolvíkingur, á bug og bendir á
að ef eitthvað verði ,að færð þá sé
ekkert mál að ryðja Óshlíðina.
-grh
Snj ómoksturs-
dögum fjölgar
Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra hefur breytt
reglum um snjómokstur á ýms-
um mikilvægum þjóðvegum
þannig að þeim er fjölgaö úr
tveim í þrjá á viku á eftirtöldum
leiðum:
Á þjóðvegi 1, á milli Víkur í
Mýrdal og Heydaia í Breiðdal,
veginum frá Selfossi að Laugar-
vatni, Aratungu og Flúðum,
Barðastrandarvegi á milli Brjáns-
lækjar og Patreksfjarðar og á milli
Akureyrar og Húsavíkur.
Á nokkrum vegum sem mok-
aðir voru vikulega með heimild til
opnunar tvisvar í viku þegar snjó-
létt var, á nú að moka tvisvar í
viku og heimilt að moka þrisvar í
viku þegar snjólétt er. Helstu vegir
sem þetta gildir um eru:
Ólafsvíkurvegur á milli vega-
móta Heysdalsvegar og Ólafsvíkur,
Kerlingarskarðsvegur, Vestfjarða-
og Reykhólasveitarvegir á milli
Búðardals og Reykhóla, á milli
Þingeyrar og Flateyrar, Hólmavík-
urvegur og Norðausturvegur á
milli Húsavíkur og Vopnafjarðar.
-grh
Frambjóðendur og geðsjúkir
Fjallað verður um neyðar-
ástand í málefnum geðsjúkra og
afstöðu frambjóðenda allra
stjórnmálaflokka til þess á opn-
um fundi sem Geðhjálp, félag
fólks með geðræn vandamál, að-
standenda þeirra, áhugafólk um
geðheilbrigðismál og Átak, að-
standendafélag boðar til.
Fundurinn verður á morgun,
sunnudag, á Hótel Borg og hefst
kl. 12.30.
Fundinn silja frambjóðendur
allra sljórnmálaflokka í komandi
alþingiskosningum. Þeir munu
flytja ávörp og svara fyrirspumum.
-Sáf
Salurinn, sem er samsettur úr tveimur skólastofum, var troðfullur í tilefni af undirskrift samningsins. Mynd
Jim Smart.
Fjölbrautaskóli Suðumesja
mun stækka um helming
Við hátíðlega athöfn
undirrituðu fulltrú-
ar Alþingis, Svavar
Gestson og Ólafur
Ragnar Grímsson,
samning við sveita-
stjórnir á Suðurnesjum um
stækkun á Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja.
Þegar skólameistarinn Hjálmar
Ámason bauð gesti velkomna, not-
aði hann tækifærið og benti gestum
á hve þrengslin væru mikil.
Ábendingin var óþörf, þvi þrátt
fyrir að stór hluti nemenda væri
ekki viðstaddur, komust gestimir
varla fyrir í salnum.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra þakkaði sveitastjómum á
Suðumesjum hvemig staðið hefði
verið að málum núna og áður varð-
andi skóiann. Ég vil ítreka að þessi
áfangi hér á Suðumesjum er ekki
aðeins uppbygging þessa skóla,
heldur bytjun ákveðinnar þróunar í
skólamálum um allt land, sagði
Svavar.
Ólafur Ragnar Grímsson Qár-
málaráðherra sagði að skuldbind-
ing ríkisins vegna þessa samnings
næmi 179 miljónum, sem væri um
60 prósent af kostnaði við bygg-
inguna.“Samstaða sveitarfélaganna
hér á Suðumesjum gagnvart þess-
ari uppbyggingu er lýsandi dæmi
um það, hvemig heimamenn geta
fengið stærri feng í höfn, ef þeir
standa saman“, sagði Ólafur.
Greinilegt er að Suðurnesja-
menn eru fullir tilhlökkunar að
taka nýju viðbygginguna í notkun.
Þegar skólameistarinn bauð gest-
um uppá veitingar, notaði hann
tækifærið og bauð um leið öllum
að vera viðstaddir vígslu bygging-
arinnar, 1. september 1992.
-sþ
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991
itsci inijD ui uynu,t>^utj_i ki/nu-i v
Síða 8
« boic;