Þjóðviljinn - 13.04.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Síða 9
Fméthm Sameining atvinnusvæða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Aundanförnum ár- um hafa umræður um sameiningu at- vinnusvæða Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu oft verið á dagskrá. Nú hillir undir það að í náinni framtíð verði þessari sameiningu komið á. Það sem helst hefur staðið í vegi fyrir sameiningu atvinnusvæða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, er andstaða Verkalýðsfélagsins Harðar sem starfar í Skilmannahreppi í Hvalfirðinum. Á fundi bæjarstjórnar Borgar- ness var nýlega lögð fram sameigin- leg tillaga hennar og Akranesbæjar um að skora á stéttarfélög á þessu atvinnusvæði að afnema þá skipt- ingu sem rikt hefur á svæðinu. Áf- greiðslu tillögunnar var aftur á móti frestað að beiðni Verkalýðsfélags Borgamess. Jón A. Eggertsson, formaður fé- lagsins, sagði að félagið hefði rök- stutt þessa beiðni sína með því að viðræður hefðu farið fram milli verkalýðsfélaganna þriggja í Borg- amesi, á Akranesi og í Skilmanna- hreppi um sameiginlegt atvinnu- svæþi. I bréfi því sem bæjarstjóm Borg- amess fékk frá verkalýðsfélaginu segir meðal annars: „verður um frekari iðnaðaruppbyggingu á Hval- Ijarðarsvæðinu að ræða, hefur þegar verið gert samkomulag um sameig- inlegt vinnusvæði milli Verkalýðsfé- lags Akraness, Verkalýðsfélags Borgamess og Verkalýðsfélagsins Harðar á Hvalftarðarströnd.“ Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði að ákveðnir gallar væm fylgjandi því að vera með af- markað atvinnusvæði eftir stéttarfé- lögum og sveitarfélögum. Það sem fyrir bæjarfélögunum vekti með þessum tillögum væri að tenging at- vinnusvæðisins milli þessara bæja og sveitanna i kring gæti ekki verið nema þeim öllum til hagsbóta. Sam- eiginleg kynning sveitarfélaganna á kostum þeirra og framtíðaráætlanir um uppbyggingu stór- og smáiðnað- arhlyti að koma þeim öllum til góða, sagði Gísli. -sþ Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga kemur til með að tilheyra sameiginlegu atvinnusvæði Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu. „Engi hornkerling vil ek vera“ Verður fyrirhugað framhald Laugarnesvegar yfir Sæbraut til að gera ummæli Hallgerðar lang- brókar að veruleika? Samkvæmt nýjum tillögum að deiliskipulagi fyrir Laugnarnesið, mun friðlýst- ur kirkjugarður verða svo að- krepptur að það brýtur í bága við þjóðminjalög. Umdeild tillaga að nýju deili- skipulagi fyrir Laugarnesið liggur fýnr hjá skipulagsstjóra. Fomleifa- nefnd sendi skipulagsstjóra bréf þar sem m.a. kemur fram „Nefndar- menn urðu sammála um að óska eft- ir því að nýr vegur austan ffiðlýstra minja í Laugamesi yrði ekki lagður eða færður austar en tillögur gera ráð fyrir“. Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður hefur og sent umhverf- ismálaráði Reykjavíkur ítarlega um- sögn vegna skipulagstillögu Laugar- nessins. í því kemur fram að líkur bendi til að lepustaður Hallgerðar Langbrókar se í hinum friðlýsta Laugameskirkjugafði. I bréfinu seg- ir meðal annars „Ut frá sjónarhomi minjavemdar er sérstaklega gerð at- hugasemd við veg ffamhjá friðlýst- um bæjarhól og kirkjugarði í skipu- lagstillögu Laugamess. Samkvæmt 17. gr. nýsamþykktra þjóðminjalaga, skal þeim minjum sem friðlýstar em fylgja 20 m friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegum mörkum fomleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað“. Einnig kemur fram í bréfi Margrétar til umhverfísmálaráðs að leita verði leiða til að breyta fyrir- hugaðfi aðkomu að Listasafni Sigur- jóns Olafssonar. Því í skipulaginu muni hún skilja i sundur gamla túnið ffá Laugamesfjörunni. Þorvaldur S. Þorvaldsson skipu- lagsstjóri sagði við Þjóðviljann að öllum umræðum um nýtt deiliskipu- lag við Laugames hafi verið frestað á sínum tíma vegna þess að um það væm skiptar skoðamr. Ráðgert væri að umhverfismálaráð og skipulags- nefnd fæm um svæðið nú með vor- inu og skoðuðu Jþá möguleika sem fyrir hendi væm í framtíðarskipulagi svæðisins. -sþ Hin umtöluðu gatnamót og forn- minjarnar eru hér innan hringsins sem dreginn hefur verið á kortið. Fiskverðsdeilan enn óleyst Uppsagnir sjómanna á þremur ísfísktogurum Síldar- vinnslunnar hf. á Norðfirði koma til framkvæmda siðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. aprfl hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þá er enn ósamið við togarasjómenn á Eskifirði, en samningar hafa tekist á Fáskrúðsfirði. Togarasjómenn á Norðfirði fara fram á að fá Akureyrarsam- komulagið og jafnframt að fá hlut- deild í Tsfisksútflutninenum, eins og þeir hafa haft. Sildarvinnslan hefur boðið togarasjómönnunum Akureyrarsamkomulagið en þó með því skilyrði að fyrirtækið hafi fullt forræði yfir ráðstöfun aflans. Á þetta hafa sjómenn ekki viljað fallast og er næsti samningafundur boðaður næstkomandi mánudag. Jóhann Sigurðsson útgerðar- stjóri Síldarvinnslunnar segir að fyTirtækið hafi aðeins átt einn fund með sjómönnum áður en þeir ákváðu að segja upp. Jóhann segir að það verði að koma á einhveij- um vitrænum vinnureglum á milli aðila þannig að menn virði að minnsta kosti hver aðra. Hann segir að það gangi ekki upp að menn stilli öðrum aðilum strax upp við vegg ef hann felst ekki á sjónarmið hins svo til samstundis. Jóharrn sagðist skilja vel sjón- armið fiskvinnslufóíks að það fengi sinn hluta af kökunni eins og sjómenn, því hlutur þess i vinnslu sjávarafurða væri jam mikilvægur og þeirra við veiðamar. -grh Kröfur Norðmanna torvelda EES-samning Kröfur Norðmanna um að sömu reglur skuli gilda fyrir norskan og íslenskan sjávarútveg í EES- samningunum tor- velda möguleika á aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði, hef- ur norska dagblaðið Aftenposten eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra í gær. Jón Baldvin segir jafnframt að staða sjávarútvegs í þessum lönd- um sé ekki sambænleg, þar sem hún falli undir byggðastefnu í Nor- egi en sé undjrstaða þjóðarfram- leiðslunnar á Islandi. Jón Baldvin sagði enn ffernur að Noregur hefði margvislegan ávinning af EES-samningnum s?m iðnríki, á meðan ávinningur Islands væri fyrst og ffemst á sjávarútvegssvið- inu. Fiskur væri aðeins 7% af út- flutningi þlorðmanna en 80% af út- flutningi Islendinga. Þótt blaðið hafi þetta eftir utan- ríkisráðherra, þá segir það jafn- framt, að enginn islenskur ráðherra vilji gagnrýna samningskröfur Norðmanna opinberlega í Brussel. Hins vegar hafi bæði sjávarútvegs- ráðherra og utanríkisráðherra látið í ljós gremju vegna málsins. Blaðið hefur það líka efjir Steingrími Hermannssyni, að Is- landi sé vel borgið utan EB, og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að ekki verði um neina samninga að ræða um EES án viðunandi sér- ákvæða fyrir íslenskan sjávarút- veg. Blaðið hefur það jafnframt eftir Ólafl G. Einarssyni, að Sjálfstæð- isflokkurinn útiloki ekki aðild að EB, en hún sé hins vegar ekki á dagskrá í komandi alþingiskosn- ingum. Kjörfundur í Reykjavík vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 20. apríl 1991 hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22,:00 þann dag. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvœöi laqa nr. 10/1991: "Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnœgjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvœði samkvœmt kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil." Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvœði. Yfirkjörstjórnin mun á kjördegi hafa aðseturí Austurbœjarskólanum og þar hefst talning atkvœða þegar að loknumkjörfundi. Reykjavík, 9. apríl 1991. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.