Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 11
/,'?>7ENNING Dönsk steinþrykk í Nýhöfn Menn eru búnir að gera sér grein fyrir því að það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir ekta stein- þrykk, sagði Lars Köhier, forstöðumaður UM stein- þrykksverkstæðisins í Kaupmannahöfn við biaða- mann Þjóðviljans í vikunni. Hann var að hengja upp úrval verkstæðisins af steinþrykksmyndum eftir danska listamenn í Gallerí Nýhöfn, en sýningin verður opnuð í dag kl. 14 sem liður í dönskum vordögum. Steinþrykksaðferðin er um 200 ára gömul, upprunnin í Þýskalandi og breiddist hratt út í upphafi 19. aldar. Upphaílega var aðferðin not- uð til kortagerðar og hagnýtrar myndgerðar og til þess að gera eft- irlíkingar af ffummyndum. Lista- menn uppgötvuðu svo að hægt var að nota steinþrykkið sem sjálf- stæðan listmiðil og var það m.a. notað af Toulouse Lautrec, Goya og Daumier með miklum árangri. Steinninn sem unnið er á er náttúrulegur kalksteinn með kísil- leir, sem mestmegnis er unninn úr námu i Solenhofen í S-Þýskalandi, og er hver steinn allt að 10 sm á þykkt. Hægt er að nota sama stein- inn fyrir margar myndir og getur hann enst áratugum saman. Þegar offsett-tæknin kom til sögunnar hættu menn að nota steinþrykk í hagnýtum tilgangi, og margir listamenn tóku að vinna í zinkplötur í staðinn fyrir stein. Lars Köhler sagði okkur að nú væru ekki eftir nema 18 vinnustof- ur í Evrópu, sem ynnu steinþrykk, og því væri mikið af þeirri graflk sem seld væri sem steinþrykk eða lithografla ekki raunverulegt stein- þrykk. Hins vegar hefðu menn komist að því að í steininum búa eiginleikar sem gera það að verk- um að liturinn verður dýpri og innilegri af steininum en með öðr- um aðferðum. Lithograflusteinar eru ekki lengur unnir í námunni í Solenhof- en, og sagði Köhler að erfitt væri orðið að fá nýja steina. Sagði hann að UM-verkstæðið státaði af því að eiga stærsta lithograflusteininn í Evrópu, sem er 80x120 sm og veg- ur 350 kg. Þeir fundu hann í gömlu verkstæði sem búið var að loka á eyjunni Hawaii í Kyrrahafi! UM-verkstæðið velur sér sjálft listamenn og býður þeim að vinna á steininn á verkstæðinu. Síðan eru þar fagmenn sem sjá um sjálfa prentunina, og sagði hann að verk- stæðið gæfi að meðaltali út 40 myndir á ári í mismunandi upplög- um. Verkstæðið gerir samning við listamennina sem útgefandi og sel- ur sjálft myndimar, en upplagið getur verið frá 50 upp í 200 eintök. A sýningunni í Gallerí Nýhöfh em verk eftir 11 danska listamenn, og gefst íslendingum þama kostur á að eignast ekta steinþrykks- myndir eftir viðurkennda danska listamenn fyrir viðráðanlegt verð (16-20 þús. kr.). Sýningunni í Gallerí Nýhöfh lýkur 23. apríl. -ólg. Dönsk myndlist á 9. ára- tugnum Á sunnudaginn kl 17.00 heldur Öystein Hjort fyrirlestur um danska myndlist á 9. áratugnum í Norræna húsinu. Öystein Hjort er listffæðingur og listgagnrýnandi Politiken, auk þess sem hann er lektor í listasögu við Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur m.a. skipulagt sýning- ar og kynningu á danskri myndlist erlendis. Fyrirlesturinn á sunnudag er sá fyrsti í röð fýrirlestra um myndlist á Norðurlöndum, en sunnudaginn 21. apríl mun Gertrad Sandquist flytja fyrirlestra um sænska og finnska nútímalist. Sunnudaginn 5. maí mun Harald Flor myndlist- argagnrýnandi Dagblaðsins í Oslo tala um norska nútímalist. (Frá Norræna húsinu) Þjóðleikhúsið opið almenningi Þjóðleikhúsið verður opið al- menningi í dag frá kl. 14 til 17. Þar gefst mönnum kostur á að skoða breytingamar sem gerðar hafa verið á húsinu. Starfsmenn leikhússins munu taka á móti gest- um og skýra breytingar og lagfær- ingar. Einnig gefur að líta sýningu á teikningum húsameistara ríkisins vegna seinni áfanga framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Hrollvekjandi gott úrval! | Það er ísköld staðreynd að I allir viíja eiga traust og | örugg kæli- og frystitæki. \ En þau þurfa líka að vera 1 falleg, hljóðlát og spar- neytin. Þess vegna eiga Electrolux og Ignis erindi til allra sem gera kröfur. Úrvalið í kælideildunum okkar er nánast hrollvekj- andi og verðið eins og það hafi legið í frysti í eitt ár. Veldu Electrolux eða Ignis. Við ábyrgjumst að þau endast og endast. Heímasmiðjan iS húsasmiðian ™ N B cl,c:—. co n ir Kringlunni ■ Sími 68 54 40 Skútuvogi 16 Simi 68 77 10 F 4966 ELM Sambyggður ofn/ örbylgjuofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill. Full sjálfhreinsun, kjöthitamælir, spegilútlit, örbylgjuofn, tölvuklukka og tímastillir. o Cf> Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, full sjálfhreinsun, stálútlit,' tölvuklukka og tímastillir. F3805ELM Ofn Yfir-undirhiti, blástur, grill og snúningsgrill, fituhreinsun, svart eða hvítt spegilútlit, tölvuklukka með tímastilli. O (/> F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eða hvítt glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. Funahöfða 19 sími 685680 Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.