Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 12
SIEMENSgæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! .... i ---■■ ■■■ 'fi I r - Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptiö með nýrri þvottavél, sem slegiö hefur í gegn og mun vafalaust veröa öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluö tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er f gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hriþum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg f notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND 1,8 miljarðar fyrir utan LL- og Þjóðleikhús Svavar Gestsson menntamálaráðherra skrifar Tilefni þessarar athugasemdar er grein sem birtist í Þjóðviljanum í gær, 12. apríl, og fjallar um menningu (list og peninga). Fyrst er fjallað um út- flutningsmiðstöð menningarverka. Þar kemur fram verulegur misskilningur; hinn alvarlegasti er þó sá að frumvarp- ið hafi orðið til án samráðs við lista- menn. Næstalvarlegast er það þegar reynt er í greininni að gera frumvarpið tortryggilegt með því að það þýði aukna miðstýringu. Nú er alger mið- stýring á því litla fjármagni sem fer til að styðja listamannafélögin - það ger- ist á vegum ráðherra einvörðungu sem auðvitað leitar ráða og samráðs en valdið er formlega í höndum hans frá upphafi til enda. Að vísu fara menn misjafhlega vel/illa með það vald. í firumvarpinu er hins vegar gert ráð fyr- ir að þessir fjármunir verði teknir af ráðherra og að þeim verði öllum út- hlutað á vegum stjómar skrifstofunnar og þar ráða listamenn úrslitum. Með öðrum orðum: valddreifmg. Mér sýnist greinarhöfundur sam- mála mér í grundvallaratriðum en vilji helst ekki vera það. Fmmvarpið varð því miður ekki að lögum. Ég skora á greinarhöfund að senda mér ábending- ar strax um það sem betur mætti fara þvi það verður örugglega unnið að þessu máli áfram ef undirritaður gegn- ir áffatn störfum hér í ráðuneytinu - sem ég er vissulega reiðubúinn til að gera. I öðm lagi - og það er alvarlegasti misskilningur greinarinnar - er fullyrt að kostnaður við Þjóðleikhús og LL- hús nemi 1,1 miljarði og þar með sé öll aukningin farin á framlögum til lista- og menningarstarfsemi. Þetta verður að leiðrétta og það strax. Heildarffamlög til menningarmála á þessu ári em 1.964.915.000 kr. - eða rétt tæpir tveir miljarðar. Af þeirri upp- hæð em ffamlög til Þjóðleikhússins - ffamkvæmda - 140 milj. kr. LL-húsið var keypt með þeim hætti sem gerð hefur verið grein fyrir; það er með því að láta önnur hús á móti. Það er ekki ein króna í þeim viðskiptum reiknuð inn í ffamlögin til menningarmála. Tekið skal ffam að talan sem hér er nefnd nákvæmlega um ffamlög til lista og menningarstarfsemi - rétt tæpir tveir miljarðar - er ekki nákvæm, því utan hennar er til dæmis sú staðreynd að skerðingin á kvikmyndasjóði var felld niður á Jressu ári og verður hann því hærri en fjárlög gera ráð fyrir svo munar nokkrum upphæðum. Þannig að það er vel unnt að tala um tvo miljarða í þessu sambandi. Þegar ffamlögin til endurbóta Þjóðleikhússins í ár og kaup LL- hússins hafa verið tekin út fyrir myndina standa samt eftir um 1,850 miljarðar króna. Því fer víðs fjarri að ffamlög til annarra verkefha en Þjóð- leikhúss og LL- húss séu um 700 milj. kr. eins og greinarhöfundur heldur ffam. Að vísu voiu öll ffamlög til menningarstarfsemi á sama verðlagi litlu hærri 1984 þegar íhaldið var við völd. Þá voru heildarffamlög til menn- ingarmála 813 milj. kr. - eða heilum miljarði lægri en þau eru nú! Þá nefitir greinarhöfundur List- skreytingasjóð. Hann hefur hækkað úr 7 milj. lor. 1989 í 12 milj. kr. Hann hef- ur semsé hækkað verulega en er enn allt of knappur. Þess vegna verður haldið áffam á sömu braut. Og að lokum: Það er mikil gæfa að fá tækifæri til að vera menntamála- ráðherra í nokkur ár og að fá tækifæri til að treysta undirstöður sjálfstæðis þjóðarinnar. í því verki er aðalatriðið það að hafa haff það á tilfmningunni allan tímann að það sé verið að gera gagn. Þess vegna skipta einstök verk ekki öllu heldur heildin þegar upp er staðið og sú staðreynd að það er gott bú sem skilað er á þeim tímamótum sem verða 20. apríl næstkomandi, þeg- ar við eigum kost á því að halda á sömu braut - eða því að sökkva aftur ofan í far ofstjómar og niðurskurðar sem einkenndi valdatíma Sjálfstæðis- flokksins í menningarmálaráðuneyt- inu. Leiðrétting Nafh og mynd af höfundi greinarinnar „Um menningu (list og peninga)“ í Nýju Helgarblaði í gær féll niður. Höfundur greinarinnar er Kristinn E. Hrafhsson mynd- höggvari. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. Kristinn E. Hrafnsson AFMÆLISSÝNING I tilefni af 30 ára afmæli Seðlabanka íslands hefur verið efnt til sérstakrar mynt- og seðlasýningar í Seðlabankahúsinu við Amarhól. Á sýningunni er ýmislegt áhugavert efni um gerð íslensks gjaldmiðils fyrr og síðar, þar á meðal tillöguteikningar af seðl- um og mynt, sem ekki hafa verið sýndar áður. Þá eru einnig á sýningunni gömul íslandskort í eigu bank- ans, auk þess sem þar fer fram stutt kynning á starfsemi hans. Sýningin er opin daglega á afgreiðslutíma bankans, kl. 9.15 -16.00, svo og laugardag og sunnudag 13. og 14. apríl kl. 13.00 - 18.00. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI1 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991 12

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.