Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 13
Ragnar Arnalds: Sjóndeildarhringur Sjálfstæðismanna nær ekki út fyrir Faxaflóasvæðið.
Baráttan stendur á milli
okkar og Sjálfstæðisflokksins
Ragnar Arnalds al-
þingismaður skipar
fyrsta sætið á lista
Alþýðubandalags-
ins á Norðurlandi
vestra. Hann var
spurður tíðinda úr kosninga-
baráttunni
Þessi kosningabarátta er um
margt sérstæð. Það virðist vera
afskaplega erfitt fvrir kjó
að gripa það um nvað kc
jósendur
íosning-
amar snúast. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur til dæmis engin skýr
stefnumál. Hann fer undan í
flæmingi og svarar engu um það
hvort hann vilji aðild að Evrópu-
bandalaginu eða ekki. Afstaða
hans til búvörusamningsins er
mjög óljós og hann fæst varla til
að ræða það mál. Hann dylgjar
um skattahækkanir hinna flokk-
anna, en segir nákvæmlega ekk-
ert um það hvernig hann vill
halda á skattamálunum.
Að þessu leyti sker Alþýðu-
bandalagið sig úr. Við emm eini
flokkurinn sem hefur sagt til um
það hvernig hægt er að koma
fram stórfelldri lífskjarajöfnun.
Annars vegar með sérstökum há-
tekjuskatti og fjármagnssköttum
og hins vegar með hækkun skatt-
frelsismarka í þágu láglauna-
fólks.
Við höfum skýra afstöðu til
Evrópubandalagsins: Aðild ís7
lands kemur ekki til greina. í
stefnu okkur em einnig fjölmörg
áhersluatriði sem varða lands-
byggðina.
Ef við lítum á Kvennalistann
þá hafa þær að
vísu fengið
skattastefnu
okkar að láni en
að er nú eitt af
ví fáa sem er
skýrt og klárt hjá
þeim. Vandinn
er að þær em of
fínar með sig.
Þær ætla ekki að
fara í stjóm, þær
ætla að halda
áfram að tala um
málefhin, en við
ætlum að koma
þeim í fram-
kvæmd.
Kjaminn í málflutningi Fram-
sóknar er ánægja með stjómar-
samstarfið. Þeir em reyndar alltaf
lukkulegir þegar þeir koma úr
stjóm með okkur. Nú er Stein-
grímur að berjast við það, með
okkur, að ná niður vöxtunum, en
Framsóknarmenn eru auðvitað
alveg búnir að gleyma þvi að
raunvaxtastigið þrefaldaðist með
samþykki Fram-
sóknar þegar
þeir vom í stjóm
með Sjálfstæðis-
flokknum.
Þeir eru líka
mjög lukkulegir
með það að mat-
arskatturinn hafi
verið verulega
lækkaður og
auðvitað alveg
búnir að gleyma
það voru þeir
sem lögðu mat-
arskattinn á
ásamt Sjálfstæð-
ismönnum og
krötum og síst af
öllu muna þeir
eftir því hvernig verðbólgan
æddi upp í samstjórn þessara
flokka.
Yfir krötunum er heldur
dauft, ekki sist héma úti á landi.
Fólki finnst að Alþýðuflokkurinn
sé fyrst og fremst Reykjavíkur-
fiokkur. Ekki er nóg með að for-
maðurinn og varaformaðurinn
séu þingmenn Reykjavíkur, held-
ur allir ráðherramir líka. Kratar
hafa nánast engar áherslur sem
snerta landsbyggðina sérstaklega.
Svona flokkur virðist ekki ætlast
til þess að fá atkvæði úti á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn er líkur
krötum í því að það er ekki eitt
einasta baráttumál sem snertir
landsbyggðina í einu eða neinu.
Þá tel ég auðvitað ekki með stóra
slagorðið á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins um að selja Rás
tvö. Það mál hitar mönnum tals-
vert í hamsi hér úti um land og
sannar fyrst og fremst að sjón-
deildarhringur Sjálfstæðismanna
nær ekki út fyrir Faxaflóasvæðið.
Þeir skilja ekki hvílíku þjónustu-
hlutverki Rás tvö gegnir fyrir
landsbyggðina.
Þegar gengið er til kosninga
mega menn ekki gleyma því að
venð er að gera upp við tvær rík-
isstjómir. Sú fym var með aðild
Sjálfstæðisflokksins og þá var
Alþýðgbandalagið í stjómarand-
stöðu. I þeirri seinni snerist þetta
við. Sagt er að Sjálfstæðisflokk-
urinn se að bæta við sig atkvæð-
um. Maður spyr sig að því fyrir
hvað sé verið að
verðlauna flokk-
inn. Er verið að
verðlauna hann
fyrir árangurinn
í slagnum viþ
verðbólguna? A
fyrsta ári kjör-
timabilsins, þeg-
ar Sjálfstæðis-
menn sátu við
völd, tvöfaldað-
ist verðbólgan.
Er verið að verð-
launa hann fyrir
sérstök afrek í
skattamálum?
Það gæti auðvit-
að verið því það var Sjálfstæðis-
flokkurinn sem kom matarskatt-
inum á. Kannski verið sé að
verðlauna flokkinn fyrir rekstrar-
rundvöll atvinnuveganna í
eirra stjórnartið, þegar allt
stefpdi í þrot?
I seinni stjórninni snerist
þetta við. Verðbólgan hefur
lækkað úr 30% í 5%, matarskatt-
urinn var lækk-
aður mjög vem-
lega, verð á bú-
vöru hefur ekki
hækkað um
nema 1% frá
janúar ‘90 til
janúar ‘91 og
halli ríkissjóðs
er helmingur af
því sem hann
var. Sama gildir
um vextina, þeir
hafa aldrei verið
hærri en þegar
Sjálfstæðismenn
stjórnuðu með
Framsókn og
krötum. Nú hafa
þeir hins vegar
lækkað vemlega. Þetta er auðvit-
að mjög mikilvægur árangur, en
margt annað mætti nefna, ekki
síst í byggðamálunum.
Ertu bjartsýnn á gengi flokks-
ins?,
Eg er bjartsýnn fýrir hönd Al-
þýðubandalagsins. En ég get
auðvitað ekki neitað því að ég
óttast það hvað skoðanakannanir
gefa Sjálfstæðisflokknum mikla
fylgisaukningu. Ef þær spár
anga eftir emm við í ovissu um
ingsætið í þessu kjördæmi. All-
ar horfur eru á að baráttan um
þingsætið sé á milli Sjálfstæðis-
fiokksins og Alþýðubandalags-
ins.
Baráttan hér á Norðurlandi
vestra er á milli Alþýðubanda-
lagsins og Sjálfstæðisfiokksins í
fleiri en einum skilningi. Annars
vegar er ljóst að stefnumálin
ganga mjög i ólíkar áttir, en það
er líka nokkuð ljóst að mjótt get-
ur orðið á mununum á milli ann-
ars manns Sjálfstæðisfiokksins
og okkar.
Alþýðubandalagið er
eini flokkurinn sem hef-
ur sagt til um það
hvernig hægt er að
koma fram stórfelldri
lífskjarajöfnun
Framsóknarmenn eru
alveg búnir að gleyma
því að það voru þeir
sem lögðu matarskatt-
inn á ásamt Sjálfstæðis-
mönnum og krötum
Frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins í Norður-
landskjördæmi vestra til
alþingiskosninga 1991
Fremri röð: Ragnar Amalds, al-
þingismaður Varmahlíð, 1. sæti.
Anna Kristín Gunnarsdóttir,
bæjarfulltrúi Sauðárkróki, 3. sæti.
Elísabet Bjamadóttir, hrepps-
nefndarmaður Hvammstanga, 4.
sæti.
Sigurður Hlöðvesson, tækni-
ffæðingur Siglufirði, 2. sæti.
Aftari röð: Þórarinn Magnús-
son, bóndi Frostastöðum, 8. sæti.
Kristín Mogensen, kennari
Blönduósi, 6. sæti.
Björgvin Karlsson, vélstjóri
Skagaströnd, 5. sæti.
Unnur Kristjánsdóttir, iðnráð-
gjafi Blönduósi, 10. sæti.
Þorvaldur G. Jónsson, böndi
Guðrúnarstöðum, 7. sæti.
Hafþór Rósmundsson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Vöku Siglu-
firði, 9. sæti.
13
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991