Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Blaðsíða 21
Mmning Hafsteinn Sæmundsson vélfræðingur Fæddur 5. mars 1929 - Dáinn 28. mars 1991 A skírdag, fimmtudaginn 28. mars s.l., lést á heimili sínu Haf- steinn Sæmundsson, um aldur fram, nýorðinn 62 ára. Andlát hans bar brátt að og óvænt, þar sem talið var að hinn illvígi sjúkdómur, sem hrjáði hann, væri að hopa, að minnsta kosti um stund. En dag skal að kveldi lofa og aldrei er neinn viðbúinn dauðanum, þegar hann ber að dyrum. Það er þó huggun harmi gegn í þetta sinn, að Hafsteinn fékk að njóta hinsta kvöldsins á heimili sínu í páska- leyfi frá spítalanum, við betri heilsu en lengi undanfarið. Mistök leiðrétt Þau leiðu mistök urðu í Nýju Helgarblaði í gær, að með minningargrein um Haf- stein Sæmundsson lenti mynd af Sveini Halldórssyni, sem átti að fylgja skákpistli Helga Ólafssonar. Blaðið biður hlutaðeigandi og les- endur afsökunar á þessum mistökum og endurbirtir hér minningargreinina með réttri mynd af Hafsteini Sæmunds- syni. Ritstj. Hafsteinn var af vestfirsku bergi brotinn, fæddur á Isafirði þann 5. mars 1929, sonur hjónanna Ríkeyjar Eiríksdóttur, sem fædd var á Gullhúsá á Snæfjallaströnd, og Sæmundar Guðmundssonar frá Byrgisvík á Ströndum. Að ytra útliti var hann í meðal- lagi hár, frísklegur, kvikur, laglegur með mikið og fallegt ljósskollitað hár og samsvaraði sér vel á yngri árum, enda vel íþróttum búinn og stundaði þá skiðaíþróttina af kappi. Hann var léttur í lund og vel skapi farinn og jafnan var stutt í hláturinn, þar sem hann var í hópi. Skemmtilegur og úrræðagóður ferðafélagi með afbrigðum. Hann var svipfallegur og átti fallegt bros og jafhan skein mildi úr þægilegri framkomu hans við alla jaftit. Hafsteinn var sjötti í röð níu systkina sinna, en á undan honum eru gengin þau; Gerða, Ingimundur, Steinþór, Kristín og Ester, en eftir lifa systumar þijár Elín, Guðríður og Dóra. Svo óvæginn hefúr mað- urinn með ljáinn verið við þennan fyrrum glaða systkinahóp að undr- um sætir. Hin síðustu misseri hafa þau verið kölluð burt eitt af öðru. Við stöndum hljóð og agndofa, sem eftir erum, og biðjum fyrir þeim, sem farin eru, í hljóðri bæn. Hafsteinn hóf nám í Vélsmiðj- unni Héðni og lauk þaðan vél- virkjanámi. Lokaprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík lauk hann vorið 1951 og settist þá í Vélskóla Is- lands og tók þaðan lokapróf 1955. Að skólagöngu lokinni tóku við hin glöðu og áhyggjulausu ár, þegar vorið varaði allt árið og hægt var að brosa að öllu sem fyrir kom. Hann réðst til Eimskipafélags íslands og sigldi sem vélstjóri á skipum fé- lagsins um nokkurt skeið. Siglingar féllu honum vel, enda var hann fær í sínu starfi, vinsæll og vel liðinn meðal skipsfélaga sinna. Hann naut þess að sigla um höfin, skoða ókunn lönd og kynnast íbúum þeirra og háttum, enda fór svo, að á vegi hans varð ung og bráðfalleg Englandsmær. Þau felldu hugi sam- an. Hún er ættuð frá Yorkshire og heitir Rita Doris, fædd Everingham, Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn á Holiday Inn (Hvammi) fimmtudaginn 11. apríl, kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjara- og samningamálin. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar í boði félagsins. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Reikningar Iðju fyrir árið 1990 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Iðju 2. september 1937. Astin var hrein og fölskvalaus frá fyrsta degi til hins síðasta. Þau giftu sig 28. des- ember 1957. Þegar fjölskyldan fór að stækka hætti Hafsteinn siglingum og hóf störf í landi, til þess að geta helgað sig sínu nýja hlutverki heimilisföð- urins. Þeim varð fjögurra bama auðið; elst er Sonja Rán, fædd 15. desember 1958, í sambúð með Þóri Þrastarsyni, næstelst er Linda Brá, fædd 28. september 1960, kennari, gift Ægi Jens Guðmundssyni og eiga þau soninn Bergstein Dag, þá Hafdís, fædd 23. febrúar 1966, dáin 16. febrúar 1991, og loks einkason- urinn Hafsteinn Gunnar, fæddur 11. febrúar 1972, menntaskólanemi. Þau hjónin urðu fýrir þeirri óbærilegu sorg fyrir aðeins fimm vikum að missa yngstu dóttur sína Hafdísi á voveiflegan hátt. Geta má nærri hve mjög þetta áfall fékk á Hafstein sjúkan, sem að auki mátti sjá á bak elstu systur sinni Gerðu, um miðjan janúar síðast liðinn, en með þeim var mjög kært. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja eða sjá tilganginn i tilbrigðum lífsins, þeg- ar aftur og aftur er höggvið vægðar- laust í sama knérunn. Ég ætla að enda þessi fátæklegu kveðjuorð mín til míns kæra mágs með því að þakka honum samfylgd- ina, leiðsögnina og vináttmia frá fyrstu tíð. Við hjónin og bömin okkar sendum fjölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja Ritu í hennar miklu raun’im. Guð blessi minningu hans. Ágúst Karlsson MALVERKASYNIN6 Kristjáns Fr. Guðmundssonar í kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins, IÐNO. Kristján Fr. Guðmundssoi 18 9 1-19 9 1 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 1901- Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1991. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 19. apríl 1991. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: 1 hús i Ölfusborgum 6 hús í Húsafelli í Borgarfirði 1 hús í Svignaskarði í Borgarfirði 2 hús á lllugastöðum í Fnjóskadal 1 hús í Vatnsfirði, Barðaströnd 2 hús á Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu 3húsá Flúðum 10 hús í Miðhúsaskógi, Biskupstungum 3 íbúðirá Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 1. júlí til 23. ágúst sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá ieigusamningi fyrir 17. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 11. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétttil að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í síðasta lagi föstudaginn 19. apríl n.k. Umsóknareyðublöö eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Síða 21 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.