Þjóðviljinn - 13.04.1991, Síða 27

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Síða 27
GAHÐ Davíð einmana Einsog kunnugt er hefur Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, verið á flengreið um landið og vísiter- að hvert kjördæmið á fætur öðru, til að sannfæra kjósendur um að hann sé ekki með hom, einsog pólitiskur andstæðingur hans komst að orði. Fundir formannsins hafa verið ræki- lega auglýstir f hægri pressunni, með heiðbláum auglýsingum, og hefur efsti maður Sjálfstæöisflokksins I kjördæminu jafnan fengið að láta tíru sina glóa við hlið sólkonungsins. En þegar að Suðurlandi kom var hvorki veriö að spandera lit f auglýsinguna né frambjóðanda sunnlenskra Sjálf- stæðismanna á fundinn. Davíð var þvi einn á fundinum á Suðuriandi. Suöurlandsskjálftinn í Sjálfstæðisflokknum Það er langt þvl frá að það sé gróið um heilt á milli Davíðs og Þorsteins eftir fomiannsátökin á landsfundi Sjálfstæðismanna. Hefur skráargatið það eftir gallhörðum fhaldsmanni að klofningurinn I Sjálfstæðisflokknum núna kallist manna á meðal Suður- landsskjálftinn. Þorsteinn mun hafa verið búinn að undirbúa kosningabar- áttuna vel fyrir landsfund og semja hemaðaráætlanir. Þegar hann féll I slagnum pakkaði hann öllu niður þannig að Davið kom að auöu borði, enda virðist hann alls ekki vita hvem- ig hann á að snúa sér I kosninga- slagnum. Að sögn kunnugra leikur Þorsteinn hinsvegar á als oddi á Suð- urlandi enda með töskuna fulla af hemaðarplöggum. Svo bregðast Siglfiröingar... Siglfirðingar eru frekar ókátir meö Jón Sæmund Sigurjónsson þingmann sinn þessa dagana. Einsog kunnugt er hefur atvinnuástand á Siglufirði verið slæmt og menn þvl fegnir öllum verkefnum sem til heimamanna ber- ast. Jón Sæmundur lét prenta tvo bæklinga nú í kosningabaráttunni og er annar stilaður beint á Siglfirðinga. Faðir Jóns rekur prentsmiðju á Sigiu- firði og hefði þvi mátt ætla að Jón léti föður sinn prenta bæklingana. En nei, Jón Sæmundur fékk bæklingana prentaða I Prentsmiðju G. Ben I Reykjavík. í DAG 13. apríl er laugardagur. 25. vika vetrar byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.05 - sólarlag kl. 20.54. Viðburðir Stóridómur staðfestur af konungi 1565. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt afrek sovétflugmanna. Flugleiðangur frá Sovétríkj- unum rannsakar lítt könnuð svæði Norðuríshafsins. Því skammtar ríkisstjórnin ekki kartöflumar? fyrir 25 árum Saga Hagbarðs og Signýjar kvikmynduð hér í sumar. Dýrmætum Bítlamyndum stolið úr sýningarkassa Kaldals. Myndimar voru af Pétri Östlund og Rúnari í Hljómum. Sá spaki Summa lastanna er alltaf sú sama. (Tage Danielsson) TEYGT & TOGAÐ Hver ertu? Hermann Gunnarsson dagskrárgerðarmaður. í hvaða stjörnumerki ertu? Ég get bara verið í einu, ég er bogmaður. Hvað ertu að gera núna? Ekki neitt. Hata mest: Togstreituna í sjálfum mér. Elska mest: Bömin mín. Hvernig er fólk flest? Það lætur stjomast af öðrum. Hvað er verst/best í fari karla? Sýndarmennska/Einlægni. Hvað er verst/best í fari kvenna? Óstundvísi/Frumkvæði. Óttastu um ástkæra ylhýra málið? Já, en það er svo einfalt að vanda sig að- eins meira. Ertu myrkfælinn? Ég var það en er að lagast. Hefurðu séð draug? Ég hélt að ég hefði einu sinni séð drauga, en líklega hafa það bara verið einhveijar ranghugmyndir. Værirðu ekki þú, hver vildirðu vera? Einu sinni var ég alltaf í þannig leikaraskap að reyna að vera ein- hver annar en ég var. Nú vil ég ekki vera eitthvert annað eintak. Hefurðu hpgleitt að breyta lífi þínu algjörlega? Ég hef verið að því núna í noídcur ár. Hvað er áhrifamesta leikrit sem þú þefur séð? Ég er meistarinn, eftir Hrafnhildi vinkonu mína. Leiðinlegasta bók sem þú hefur lesið? Bankabókin. En með einhverja komplexa? Já, já, en þeir em tiltölulega fáir og em leyndó. Kanntu að reka nagla í vegg? Það er alveg á mörkimum. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig? Að ég hætti að rækta sjálfan mig. Skemmtilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Ég fer svo lítið í bíó, að ég get ekk- ert svarað þessu. Áttu barn eða gæludýr? Já, ég á böm, en ekkert gæludýr og ég sakna þess. , Ertu með einhverja dellu? Ég hef verið með fullt af dellum síðan ég man eftir mér. Hvað er kynæsandi? Það er svo margt sem getur haft áhrif á mig. Áttu þér uppáhaldsflík? Gallabuxur eða æfingabúningurinn minn. Ertu dagdreyminn? Nei. Ertu feiminn? Já, en er að lagast. Skipta peningar máli í lífi þínu? Nei, en maður verður að hafa eitthvað til að lifa. Hvað er það sem mestu skiptir í lífí þínu? Að ég sé sáttur við sjálfan mig, því þá veit ég að ég er sáttur við alla aðra. 111 ®Slfs rT ■sneq e uinpuojs giA ge i6a|u?j?i ja QBc4 X—TC J ue>mHeuM ?nun 'H?M 9!0njQL| ejaq 60 I jeujjddei i jjacj epuejs I Lujngois J Síða 27 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.