Þjóðviljinn - 18.04.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Síða 1
73. tölublað Fimmtudagur 18. apríl 1991 56.árgangur HlífviU iara. „Jðfnun lífskjara verður því aðeins náð ef saman fer sérstök hækkun lægstu launa og breyting á skattkerfinu," segir í ályktun sem Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hefur sent frá sér. Fé- lagsfundur í þessu ijölmenna verkamannafélagi hefur ályktað um ýmsa þætti sem snerta hinn almenna launa- mann. Lífskjarajöfnuninni eru gerð sérstök skil í ályktun verkamannafélagsins, þar segir m.a. „Til að bæta lifskjör al- menns launafólks telur Verka- mannafélagið Hlíf að auk samninga við atvinnurekendur um kaup og kjör verði verka- lýðshreyfingin að ná fram samningum við ríkisvaldið um breytingar á skattkerfínu." Félagið leggur áherslu á að aðhalds verði gætt í ríkisum- svifum og eftirlit verði hert til að koma í veg fyrir undandrátt frá skatti. Þær breytingar á skattkerfinu sem tilteknar eru í ályktuninni eru t.d. veruleg hækkun skattleysismarka, há- tekjuskattur og að tekjuskattur verði lagður á fjánnagnstekjur. Verkamannafélagið vill að það íjármagn sem skapist vegna þessara breytinga verði notað til jöfnunar lífskjara. 1 því sam- bandi er sérstaklega getið um hækkun bamabóta, húsaleigu- bætur og vaxtabætur almenn- ingi til handa. Félagslegt íbúðarhúsnæði fékk sinn sess á félagsfundin- um. Þar segir m.a. „gert verði átak í byggingu og/eða kaupum á félagslegu íbúðarhúsnæði, með það i huga að sfytta til muna biðtíma eftir íbúðum, sem nú er óeðlilega langur hjá sumum sveitarfélögum." Hug- myndir Hlífarmanna eru að biðtími eftir félagslegu hús- næði verði ekki lengri, en sem nemur 18 til 24 mánuðum. -sþ Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi á Hótel Borg á mánudag, þar sem þeir kynntu útreikn- inga sem sýndu að Davíð hefur hækkað álögur þrefalt umfram það sem rikið hefur gert. Mynd: Jim Smart. Óháðir aðilar meti skattahækkanir Davíðs O' lafur Ragnar Gríms- son fjármálaráð- herra hefur skorað á Davíð Oddsson borg- arstjóra að láta óháða aðila meta skattahækkanir borgarinnar í tíð Davíðs sem borgarstjóra. Álagningarseðlar vegna fast- eignagjalda, sem borgin hefúr ver- ið að senda út til fyrirtækja, stað- festa svo um munar stórfelldar skattahækkanir borgarstjórans í Reykjavik. Einn gjaldaliðanna, sorphirðugjald, hefur í mörgum til- fellum hækkað um mörg þúsund prósent á milli áranna 1990 og 1991. í útreikningum sem fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra kynntu á blaðamannafundi á mánudag kemur fram að Davíð hefúr á níu árum aukið skatta borg- arinnar um 32 prósent að raungildi á hvem íbúa, en á sama tíma hafa skattar ríkisins aukist um 11 pró- sent. Dagvistunargjöld, gatnagerðar- gjöld o.fl. liðir eru neftidir til sög- unnar sem dæmi um hækkun á sköttum Davíðs. Sem dæmi um hækkanir á milli ára má taka álagningarseðil á verslun í Reykjavík sem Þjóðvilj- inn hefúr undir höndum. Þar kem- ur ffam að sorphirðugjald hefur hækkað um mörg þúsund prósent. I fyrra borgaði fyrirtækið 574 krónur fyrir tunnuleigu en í ár er því ætlað að borga 25.594 krónur fyrir tunnuleigu og sorphirðugjald. Borgarstjómarmeirihlutinn hef- ur ákafl mótmælt þessari umfjöllun um skatthækkanir og borið því við, að um kosningabrellur andstæð- inga sé að ræða. Ólafur Ragnar skoraði á Ólaf G. Einarsson, efsta mann Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, í beinni útsendingu Sjón- varpsins á þriðjudagskvöld, að láta óháða aðila meta þessa útreikn- inga. Ólafur G. svaraði því hins- vegar aldrei hvort hann væri tilbú- inn til þess. Þjóðviljinn reyndi að ná sam- bandi við Davíð í gær til að fá svör hans við þessari áskomn Ólafs Ragnars, en án árangurs. -sþ/-Sáf Alþýðubandalagið vinnur á Alþýðubandalagið fengi 15,1 prósent í alþingiskosning- unum á laugardaginn ef marka má skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í gær. Þetta er óvenjuleg niður- staða þar sem Alþýðubandalagið hefur ekki fyrr mælst með meira fylgi í könnunum en flokkurinn fékk í kosn- ingunum 1987. Þá fékk flokkurinn 13,4 prósent atkvæða. Niðurstaðan er að þessu leyti mjög ólík niðurstöðu Gallup-könn- unar sem Sjónvarpið hefur látið gera. I könnun Félagsvísindastofn- unar fékk Sjálfstæðisfiokkurinn 40,4 prósent fylgi samanborið við 27,2 prósent í kosningunum 1987 og bætir við sig meira fylgi en sem nemur fylgi Borgarafiokksins. 1 kosningunum 1983 fékk hann hins vegar 38,7 prósent atkvæða. Vik- mörk á fylgi Sjálfstæðisflokksins eru +-3,1 prósent en +-2,3 hjá Al- þýðubandalaginu. Sé hinsvegar tekið mið af skoðanakönnun stofnunarinnar frá síðasta mánuði kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæp- lega átta prósent fylgi meðan Al- þýðubandalagið bætir við sig slétt- um fimm prósentum. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins fer úr 48,0 prósent- um í 40,4 en fylgi Alþýðubanda- lagsins fer úr 10,1 prósenti í 15,1. Aðrir flokkar eru með svipaða út- komu í báðum þessum könnunum. Alþýðuflokkurinn mælist nú með 12,1 prósent fylgi en var með 11,7 í mars og 15,2 í kosningunum 1987. Framsóknarflokkurinn fær nú 20,2 prósent en var með 19,2 í mars og 18,9 í síðustu kosningum. Kvennalistinn mælist nú með 9,8 prósent fylgi, var með 8,6 prósent í mars og 10,1 prósent í kosningun- um 1987. Frjálslyndir mælast með 0,5 prósent samanborið við að Borgaraflokkurinn fékk 10,9 pró- sent atkvæða 1987. -gpm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.