Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 5
A. Umsjón: Dagur Þorleifsson Vesturveldin senda her inn í íraska Kúrdistan Ljóst er nú að Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa ákveðið að senda herlið inn í íraska Kúrdistan til að koma upp búðum þar fyrir kúrdneskt tlóttafólk og vernda þær fyrir íraksher. Er gert ráð fyrír að Bandaríkin muni senda þangað til þess 5.000- 10.000 manna lið. Flugher Vesturveldanna mun auka eftirlit sitt yfir írak, landhersveitunum til verndar. „Þetta þýðir að bandamannaher- sveitir munu halda inn í Irak eins og Saddam forseti Hussein væri ekki til,“ segir einn fréttaskýrandinn. Bandarískar herþyrlur voru þeg- ar í fyTradag yfir Norður-írak til að fmna staði heppilega til að reisa flóttamannabúðir, en sagt er að þær verði sjö talsins. Bandarískar land- hersveitir fóru svo inn í íraska Kúrd- istan í gær. Iraksstjóm hefur harðlega mót- mælt þessum aðgerðum _sem afskipt- um af innanríkismálum Iraks og sagt þær ónauðsynlegar með öllu, þar eð samkomulag hafi í meginatriðum tekist með Irak og hjálparstofhunum Sameinuðu þjóðanna um að leysa flóttamannavandamálið. Ekki var þó að heyra á fréttum í gær að búist væri við því að Iraksher legði til at- lögu við bandamannahersveitimar. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti þessar aðgerðir á þriðjudagskvöld og virðist þar vera um að ræða nokkra stefnubreytingu Bandaríkjastjómar, sem undanfamar vikur hefur ekki tekið í mál að beita her sínum til bjargar Íraks-Kúrdum. En hörmung- ar þær gífurlegar, sem yfir kúrdneska þjóðemisminnihlutann i írak hafa dunið síðan um páska, hafa vakið með þeim víðtæka samúð á Vestur- löndum og afskiptaleysi Bush af því, sem margir telja að sé meðvituð til- raun Iraksstjómar til að útrýma Kúrdum úr Irak, er farið að koma niður á honum í skoðanakönnunum. Stjómir Bretlands, Frakklands og Þýskalands hafa verið þess mest hvetjandi að gripið yrði til áþreifan- legra ráðstafana til bjargar Kúrdum og er sumra mál að John Major, for- sætisráðherra Bretlands, hafi um síð- ir tekist að telja Bush á sitt mál í því efni._ Akvörðun Vesturveldanna um þessa aðgerð mun hafa verið tekin í samráði við tyrknesku stjómina, sem ákaft hefur skorað á Vesturlandaríki að leysa flóttamannavanda sinn. Hefur og tyrkneska stjómin fagnað ákvörðuninni. Flóttamannabúðum þessum, sem Vesturveldin koma á fót í íraska Kúrdistan og tekur a.m.k. tvær vikur að koma i gagnið, er eink- um ætlað að taka við hundruðum þúsunda flóttafólks sem enn er innan landamæra Iraks, en hefur flúið upp i fjöll, þar sem það líður ómældar þjáningar af völdum hungurs og kulda og árása Irakshers. Allmikils taugatitrings gætir á alþjóðavettvangi út af aðgerð þess- ari. Meginregla hjá Sameinuðu þjóð- unum hefur verið að íhlutun í innan- ríkismál komi ekki til greina, sem í ffamkvæmd hefur þýtt að aðildarríki þeirra hafa oft tmflunarlítið getað ffamið hverskyns hryðjuverk á þegn- um sínum án þess að þurfa að óttast afskipti utan frá. Á þvi hafa Kúrdar fengið að kenna flestum ffemur. Þriðjaheimsriki em sérlega við- kvæm fyrir því að vikið sé ftá þess- ari reglu, enda mikið hjá þeim um minnihluta af ýmsu tagi sem oft em hraklega leiknir. Sovétríkin með sin þjóðemisvandamál og Kína með Bush - afskiptaleysið farið að segja til sín 1 skoðanakönnunum. skuggalegan feril að baki i Tíbet og Sinkíang em og mótfallin þvi að nokkrar aðgerðir af því tagi sem hér um ræðir fari ffam í umboði S.þ. Með hliðsjón af þessu munu Vestur- veldin hafa tekið það ráð að hefjast handa í íraska Kúrdistan án þess að leita fyrst til þess samþykkis Örygg- isráðs S.þ. Enn má nefna sem ástæðu ótta við að hinn gífurlegi fjöldaflótti Kúrda til grannlanda, þar sem fjöl- mennir og miður ánægðir kúrdneskir þjóðemisminnihlutar em fyrir, leiði af sér ókynð þar. Javier Perez de Cuellar, ffam- kvæmdastjóri S.þ., sagðist í gær ekk- ert hafa á móti þessum aðgerðum Vesturveldanna og kvaðst vona að írösk stjómvöld skildu að hersveit- imar kæmu til líknarstarfa eingöngu. Sagt er að Bandaríkjastjóm geri sér vonir um að þessi innrás muni leiða til þess að íraksstjóm biðji Ör- yggisráð að senda gæslusveitir á vegum S.þ. til íraska Kúrdistans, í þeim tilgangi að losna við vestur- veldahersveitimar þaðan. Ungur kúrdneskur flóttamaður með pott fyrir höfuðfat - margir flóttamannanna efast um að Vesturveldin tryggi þeim ör- yggi til lengdar. Kúrdar bæði fegnir og tortryggnir f raks-Kúrdar í flóttamanna- Ibúðum í Tyrklandi tóku sumir fréttinni um að Vest- urveldin væru að senda her- sveitir inn í íraska Kúrdist- an með fögnuði, en margir létu í ljós tortryggni. Hið sama er að segja um forustu- menn uppreisnarsamtaka Kúrda í írak. Izziddin Berwari, talsmaður Kúrdneska lýðræðisflokksins, sagði að hér væri um að ræða fyrsta skrefið til að vemda kúrd- neska flóttamenn innan landamæra íraks. En það nægði ekki. Til þess að öryggi Kúrda í írak yrði tryggt til ffambúðar yrðu þeir að fá siálf- stjóm. Sumir flóttamannanna, sem fréttamenn ræddu við, sögðust hik- andi við að treysta Bandaríkja- mönnum. Ef þessi vemd þeirra stæði aðeins um skamman tíma og Iraksstjóm yrði síðan leyft að end- urheimta völd sín yfir íraska Kúrd- istan, yrðu ráðstafanir Vesturveld- anna nú til lítils. Vestrænir stjómarerindrekar létu í gær í ljós efa um að umrædd- ar ráðstafanir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka yrðu til nokkurrar hjálpar þeim flóttamönnum, sem þegar væm komnir út fyrir landa- mæri íraks, sérstaklega þeim sem flúið hefðu til írans. Talsmenn íraskra sjítasamtaka krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar sendi gæslulið til Suður-Iraks til vemdar almenningi þar. Segja flóttamenn þaðan að liðsmenn íraksstjómar hafí undanfama daga tekið þar af lífi hundmð manna og að þeir hlífi ekki einu sinni bömum feðra, sem hafi tekið þátt í uppreisninni. Bush ræðir við Dalai Lama Dalai Lama, hinn útlægi leið- togi Tíbeta, heimsótti George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húsið í gær. Er þetta þeirra fyrsti fundur. Talsmenn Hvíta hússins sögðu að þeir hefðu ræðst við sem prívatpersónur, fréttamiðlar fengu ekki að vita hvað viðræð- urnar snerust um og frétta- mönnum og ljósmyndurum var ekki hleypt nálægt leiðtogunum fyrir fundinn, eins og siður er. Frá því að vinskapur tókst með Bandaríkjunum og Kína á áttunda áratugi hefur Bandaríkjastjóm sniðgengið Dalai Lama, er hann hefur heimsótt Bandaríkin, til að sfyggja ekki kinverska ráðamenn. Hinsvegar hefur hinn útlægi leið- togi jafiian notið talsverðrar sam- úðar bandarískra þingmanna. 1988 mælti öldungadeildin með 98 atkv. gegn engu með því að þáverandi forseti, Ronald Reagan, hitti Dalai Lama að máli, en Reagan fór ekki að þvi. Dalai Lama - Reagan vildi ekki tala við hann en Bush lét tilleiöast. Biðröð við verslun 1 Búkarest - ofan á vöruskort hefur bæst stórhækkað verðlag á nauð- synjavörum, sem á efalítið mikinn þátt ( fjölgun glæpa. Glæpaalda flæðir yfir Kúmeníu Glæpatíðni hefur stóraukist í Rúmeníu frá því að alræði kommúnista lauk þar, að sögn þarlendrar lögreglu. Lögreglan hefur á skrá frá fyrstu þremur mánuðum ársins 28.722 glæpi á móti 9264 fyrstu þrjá mánuðina eftir að Ceausescu einræðisherra var steypt í árslok 1989. Auðgunarbrot af ýmsu tagi, fjárdráttur, falsanir, mútur, rán o.s.frv., em algengust. 145 morð vom framin á fyrsta fjórðungi árs- ins, á móti 50 á tímabilinu sem tekið var til samanburðar. Lögregl- an segir vaxandi glæpahneigð meðal unglinga sérstakt áhyggju- efni, ekki síst þar sem margir þeir sem ffernji rán, morð og nauðganir séu mjög ungir að árum. Mikið sé um að glæpamenn á unglingsaldri skipuleggi sig í hópa og undirbúi glæpina fyrirfram. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991 Síða 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.