Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 9
Lífskj araj öfnun Ólafur Raanar Grímsson fiármálaráðherra skipar 1. sætið á framboðs- lista Alþýöubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Við höfum sýnt hvað hægt er að gera - og segjum nú skýrt hvað gera skal næst Flokkur sem getur - Fólk sem þorir. Þetta eru kjörorðin sem við höfum valið. Ástæð- an er augljós. Vcrkin tala skýrar en mörg orð. Reynsl- an er ótvíræður dómari. Ár- angurinn lýsir úrslitum betur en ótalgreinar og ræður. I íyrsta skipti í marga áratugi þolir Island nú samanburð við það besta í hagstjóm á Vesturlöndum. Verðbólgan er 5%. Gengið hefur verið óbreytt í rúmt ár og getur haldist stöðugt um lang^ ffamtíð. Jöfnuður er í viðskipt- um Islands og annarra landa. Ríkis- sjóður tekur ekki lengur erlend lán til að fjármagna rekstur ársins. Nafnvext- ir hafa hrapað og raunvextir lækkað um fjórðung. Einstaklingar og fyrir- tæki sjá nú loksips skuldimar lækka. Efhahagslíf Islendinga hefúr tekið slíkri stökkbreytingu að bjartsýnustu menn töldu áður fyrr að slíkt væri ekki hægt. Stjómarstefinan, sem Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu fylgt um fimm ára skeið, skildi við hagkerfið í rúst og atvinnulífið að hruni komið. Með skömmum fyrirvara f;ekk Alþýðubanda- agið að landsstjóm- inni haustið 1988 og stefhunni í málefnum þjóðarinnar var breytt. Okkar verk hafa skilað árangri. Ekki aðeins á sviði efnahags og hag- stjómar heldur reyndar á fjölmörgum öðnun sviðum. Ný lög um leikskóla og grunn- skóla tryggja að málefhi bama og upp- eldi hafa öðlast traustari sess. Deilun- um um það hvort leikskólinn skuli vera vettvangur menntunar eða bara æsla fyrir bömin hefúr lokið með n sigri okkar sjónarmiða. Framlög til lista hafa verið tvö- fólduð að raungildi. Musteri íslenskrar menningar, Þjóðleikhúsið, hefúr verið oprjað á ný með glæsibrag og listaskól- ar Islands hafa öðast ný heimkynni í veglegri byggingu. Nýr búvömsamningur sem nýtur stuðnings samtaka launafólks er í reynd þjóðarsátt um íslenskan land- búnað. Samningurinn mun spara 7 mil- jarða á næstu árum og tryggja lækkun vömverðs. Ný vinnubrögð við innheimtu skatta, fyrst söluskatts og síðan virðis- aukaskatts, tryggja nú betri skil í sam- eiginiegum sjoð landsmanna allra. Þegar allir borgi það sama sem þeim ber að skila þuna landsmenn í heild að greiða minna. Á fjölmörgum sviðum blasa breyt- ingarnar við. Þjóðfélagið allt hefur öðlast nýjan blæ. Vissulega hefúr verkið verið erfitt. Vissulega hefúr launafólk lagt mikið á sig til að þessi árangur hafi náðst. Vissulega hefðum við kosið að öll samtök launafólks hefðu verið með í þessari för. En nú eru vegamót. I komandi kosningum verður fyrst og fremst spurt um það hver á að njóta þess ár- angurs sem nú hefúr náðst. Svar okkar er einfalt og skýrt. Lífskjarajöfnun er meginkrafa Alþýðubandlagsins í kom- andi kosningum. Við setum efst á okk- ar skrá að nu verði að tryggja að launa- fólkiþ í landinu fái að njóta árangurs- ins. Á síðustu tveimur árum náðum við verðbólgunni niður. Á næstu tveimur árum náum við kaupmættinum upp. Við erum raunsær flokkur. Við segjum ekki aðeins hvað skuli gera heldur líka hvemig það skuli gert. Al- þýðubandalagið hefur lagt ffam skýrar tillögur um aukinn kaupmátt og lífs- kjarajöfnun í gegnum breytingar á tekjuskatti. Kjaminn í þeim tillögum er hækkun skattleysismarka, bamabóta og húsnæðisbóta sem einnig verði látn- ar ná til þeirra sem leigja. Slíkar breyt- ingar geta haft í för með sér að venju- leg fjölskylda launamanns fái i sinn hlut aukið fé til ráðstöfúnar sem nemur allt að einum til tveimur mánaðarlaun- um. I mörgum öðmm löndum er tekju- skatturinn hagnýttur á þennan hátt til að auka kaupmátt og tryggja jöfnun. En við segjum líka hvar á að taka peningana til að gera þetta kleift. Svar okkar er að leggja sérstakan hátekju- skatt með hærra skattþrepi í tekjuskatti á þá sem hafa 500- 600 þús. króna mánaðartekjur ef um hjón er að ræða. Einnig að afnema þau skattfríðindi sem fjár- magnstekjur hafa í okkar landi, einu allra landa í Evrópu. Með því að skatt- leggja fjármagnstekjur eins og at- vinnutekjur fæst vemlegt fjármagn ffá hinum fjársterkari sem hægt er að færa til launamanna í gegnum hækkun skattleysismarka og breytingar á bamabótum og húsnæðisbótum. Það er athyglisvert að Alþýðu- flokkurinn hefur í tíð þessarar ríkis- stjómar hafnað því að leggja á sérstak- an hátekjuskatt. Þegar ég kynnti í rikis- stjóminni tillögur um serstakt hátekju- þrep í tekjuskatti var Alþýðuflokkur- ínn fyrstur samstarfsflokkanna til að hafna slíkum tillögum. Samt vill slíkur flokkur skreyta sig með nafni jafnaðar. Slík afstaða Alþýðuflokksin? á ekkert skylt við jafnaðarstefnu. Á þessum vettvangi er það Alþýðubandalagið sem haldið hefúr á lofti róttækri og raunvemlegri jafnaðarstefnu innan rik- isstjómarinnar. En við segjum einnig fleira. Al- þýðubandalagið vill tryggja lífskjara- jöfnun með nauðsynlegum breytingum á húsnæðiskefinu. Okkar tillögur eru að á næsta kjörtímabili verði reistar 800- 1000 félagslegar íbúðir á ári. Betri lánskjör verði tryggð fyrir þá sem em að kaupa eða byggja í fyrsta sinn og hærri vaxtabætur til þeirra sem em að afia sér síns fyrsta íbúðarhús- næðis. Ásamt húsaleigubótum til tekjulágra leigjenda munu stórfram- kvæmdir á vettvangi félagslegra íbúða og hagstæðari lánskjör og betri vaxta- bætur fyrir þá sem em að eignast sitt fyrsta húsnæði tjyggja það réttlæti í húsnæðismálum Islendinga sem Iöng- um hefúr skort. Óvissan og óstöðugleikinn sem ríkt hefúr í húsnæðiskefi landsmanna er eitt af því versta sem hapgt er að gera launafólkinu í landinu. Ásamt ör- uggari atvinnu er húsnæðið ffumþáttur heimilislífs og öryggis í einkalífi. Skólinn er einmg gmndvallarþátt- ur í lífskjarajöfnun næstu ára. Þar munum við byggja á því mikla starfi sem unnið heför verið á síðustu miss- emm. Það hefur skilað sér í nýrri lög- gjöf um leikskóla og gmnnskóla og margvíslegum endurbótum á fram- haldsskólum. Verkefni næstu ára er að tryggja einsetinn skóla og samfelldan skóladag. Skólinn verði samfelld heild frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Skólamáltíðir verði sjálfsagður þáttur í vinnudegi bama og unglinga. Heils- dagsskóli árið 2000 er einkunnarorð þessjira breytinga. Island er gjöfúlt land. Við eigum ærinn auð í hafinu, fallvötnum lands- ins og hugviti okkar sjálfra. Okkar samfélag getur orðið öðmm til fyrir- myndar. Forsenda þess er hins vegar sú, að árangri síðustu ára verði ekki spillt og verkefiii þeirra næstu verði að tryggja lífskjarajöfnun á öllum sviðum. Þess vegna biðjum við nú um auk- inn liðsstyrk. Við höfum sýnt hvað hægt er að gera. Við segjum nú skýrt hvað gera skal næst. Launafólk njóti árangursins Til sigurs Frambjóðendur í fjórum efstu sætum framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi með nýtt merki bandalagsins sem er rautt á grænum gruxmi Mynd Jim Smart Reykjanes kjördæmi Reykjaneskjördæmi er næst fjölmennasta kjördæmi landsins með 44.387 á kjörskrá eða 24,46% af kjósendum á landinu öllu. Á Reykjanesi hefúr kjós- endum fjölgað hlutfallslega mest á landinu eða um 5.033 fiá því i alþingiskosningum 1987. 4.399 ungir kjósendur hafa nú í fyrsta sinn rétt til að kjósa til al- þingis. A Reykjanesi er kosið um 8 þingsæti. Að auki hlaut kjör- dæmið 3 jöfnunarþingsæti. I Al- þingiskosningum 1987 voru úr- slit á Suðurlandi sem hér segin Alþýðuflokkur hlaut 6.476 at- kvæði eða 18,2% greiddra at- kvæða og 2 menn kjöma. Fram- sóknarflokkur fékk 7.043 at- kvæði eða 19,8% og 2 menn. Sjálfstæðisflokkur fékk 10.283 atkvæði (28,9%) og 3 menn. Alþýðubandalag hlaut 4.172 at- kvæði (11,7%) og 1 mann. Borgaraflokkur fekk 3.876 (10,9%) og 2 menn. Flokkur mannsins fékk 411 (0.2%). Kvennalisti fékk 3.220 (9,1%) og 1 mann. Bandalag jamaðar- manna fékk 84 (0,2%). Fyrir kosningarnar 20. apríl 1991 eru 11 listar í boði á Reykjanesi. Þeir em A-listi AJ- þýðuflokks, B- listi Framsókn- arflokks, D-listi Sjálfstæðis- flokks,,E-listi Verkamanna- flokks Islands, F-listi Frjáls- lyndra, G-listi Alþýðubanda- lags, H-listi Heimastjómarsam- takanna, T-listi Öfgasinnaðra | jafhaðarmanna, V- listi Samtaka um kvennalista, Z- listi Græns framboðs og Þ-listi Þjóðar- | flokks/Flokks mannsins. Framboðslisti Al** þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi til Alþmgis- kosninga 1991 1. Ólafúr Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, Seltjarnar- nesi. 2. Sigríður Jóhannesdóttir, kennari, Keflavík. 3. Valþór Hlöðverson, bæjarfúlltrúi, Kópavogi. 4. Sigurður T. Sigurðsson, form. Verkam.fél. Hlífar, Hafn- arfirði. 5. Elsa Þorkelsdóttir, ffamkvæmdatjóri, Kópavogi. 6. Sigríður Hagalínsdóttir. kennari, Kópavogi. 7. Pétur Vilbergson, sjómaður, Grindavík. 8. Gísli Snorrason, verkamaður, Mosfellsbæ. 9. Þorbjörg Samúelsdóttir, varaform. Verkakv. Framtiðar, Hafnarfirði. 10. Heimir Pálsson, , framkvæmdastjóri, Kópavogi. 11. Áslaug Bjömsdóttir, hjúkmnardeildarstjóri, Garðabæ. 12. Jón Páll Eyjólfsson, nemi, Keflavík. 13. Sólveig Þórðardóttir, bæjarfúlltrúi, Njarðvík. 14. Stefán Bergmann, lektor, Seltjamamesi. 15. Aðalheiður Magnúsdóttir, kennari, Mosfellsbæ. 16. Flosi Eiríksson, nemi, Kópavogi. 17. Þorlákur Kristinsson, myndlistarmaður, Mosfellsbæ. 18. Guðrún Bjamadóttir, talkennari, Hafnarfirði. ; 19. Gunnlaugur Ástgeirsson, kennari, Seltjamamesi. 20. Sigurður Rúnar Jónsson, hljómlistarmaður, Kópavogi. 21. Bjargey Einarsdóttir, fiskverkandi, Keflavík. 22. Geir Gunnarsson, alþingismaður, Hafnarfirði. síða 9 j I \ ’J y ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur,18. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.