Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 12
Rautt á grænum grunni Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavíkurkjör- dæmi. Auður er formaður Landverndar og hefur árum saman verið skeleggur málsvari umhverfisverndar. Hið nýja merki Alþýðubandalagsins er rautt á grænum grunni, tákn róttækni sem byggir á virðingu fyrir nátt- úrunni. En hvernig gengur að koma málstað umhverfisverndar á framfæri? íslendingar virðast almennt hafa heldur litlar áhyggjur af um- hverfísmálunum. Við höfum verið svo óskaplega heppin að verða lítið vör við afleiðingar mengunar. Þetta brennur ekki eins á okkur og fólki víða erlendis þar sem neysluvatn er marghreinsað því grunnvatn er orðið mengað, þar sem skógar deyja og lif í vötnum er horfið, þar sem ræktun matvæla er orðin erfið vegna stöðugrar notkunar áburðar og lyfja og eiturs frá verksmiðjum, þar sem orkuskortur er að verða stærsta vandamálið vegna auð- lindaþurrðar. Það er erfitt að ræða umhverf- ismálin því þau tengjast öllum þáttum mannlifsins og kalla á nýja nálgun á öll viðfangsefni. Við get- um ekki tekið ein- staka þætti út úr eða reitt fram staðbundn- ar „patentlausnir“. Umhverfismálin snú- ast líka um framiíð- ina; ekki endilega næsta kjörtímabil, heldur framtíð barn- anna okkar og það er oft erfitt að fá fólk til að hugsa svo langt fram í tímann. Við íslendingar erum með í höndun- um tiltölulega ómengað en ákaflega viðkvæmt land. I því felast okkur mestu auð- ævi í framtíðinni. Lítil mengun á fiskimiðunum mun auðvelda mjög sölu á sjávarafla okkar innan fárra ára. Við höfum nóg af orku, góða möguleika á hreinu vatni og líf- vænlegan jarðveg. Þetta getum við nýtt til framleiðslu á hreinum mat- vælum, bæði með fiskeldi og yl- rækt. Það er ákaflega mikilvægt að við förum vel með þetta land og spillum ekki gæðum þess eða ímynd. Því verki þarf líka að sinna á alþjóðlegum vettvangi því meng- un virðir engin landamæri eða lög- sögur. Alþýðubandalagið hefur haft frumkvæði í umhverfismálum hér á landi. Við höfum barist gegn kjamorkuendurvinnslustöðvunum í Dounreay og Sellafield sem ógna Norður-Átlantshafinu. Við höfum verið málssvarar friðar og afvopn- unar, mótmælt veru hers hér á landi og umferð kjamorkuknúinna kafbáta i lögsögu okkar. Við höf- um lagt áherslu á uppbyggingu al- mennmgssamgangna til að araga úr þörf fyrir einkabílinn. Við höf- um sett fram þá stefnu að auðlind- imar séu sameign þjóðarinnar og Íá einnig komandi kynslóða. Við öfum einnig lagt áherslu á að möguleikar á framleiðslu vetnis hér á landi verði kannaðir af al- vöm. Maður verður mikið var við úr- eltan hugsunarhátt þegar kemur að hugmyndum um atvinnuuppbygg- ingu. Stóriðjustefnan er dæmi um úreltan hugsunarhátt. Lítil þjóð í svo viðkvæmu landi á ekki að nota dýrmæta orkuna í svo einhliða mengandi iðnað. Hugsunarháttur- inn „smátt er fagurt“ á miklu betur við okkar aðstæður. Sama má segja um Evrópu- bandalagið og evrópska efnahags- svæði. Þetta eru fyrst og fremst viðskiptabandalög þar sem úreltir umhverfismálin tengjast öllum þáttum mannlífsins og kalla á nýja nalgun á öll viðiangsefni Auður: Hugsunarhátturinn „smátt er fagurt" á vel við okkar aðstæður. útreikningar á hagvexti ráða ríkj- um. Vestrænar þjóðir verða að taka fórnarkostnað náttúrunnar inn í dæmið og einbeita sér að því að minnka bilið milli ríkra og íatækra þjóða, en ekki auka það. Frá sjón- arhóli umhverfisvemdar væri inn- ganga í þes§i bandalög hræðileg ógæfa fyrir ísland. Við búum við mikla serstöðu og verðum að hafa frelsi til að sníða umhverfislöggjöf eftir henni. Það hefðum við ekki innan þessara bandalaga. Við stöndum á mjög mikilvæg- um tímamótum hvað varðar um- hverfisvernd. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í heiminum og það getur skipt sköpum fyrir kom- andi kynslóðir hvemig staðið verð- ur að stefnumótun í umþverfismál- um á allra næstu árum. Eg vil orða Eað svo að við stöndum með brot- ætt fjöregg okkar í höndunum. Að mínu mati er brýnasta verkefni nýs Alþingis að móta umhverfis- löggjöf og heildstæða stefnu í um- hverfismálum. ag Glistinn ” í Reykjavík Sjálfboðaliðar! Sjálfboðaliða vantar til starfa á kosninga- skrifstofur: Látið skrá ykkur til starfa eða komið á kosningaskrifstofur G-listans á Laugaveg 3 eða í Iðnó og takið á með okkur. Sjálfboðaliðar með bíla: Látið skrá ykkur til aksturs á kjördag. Vinnum öll saman í lokasókninni! 628274 17500 620106 xG Alþýðubandalagið I Ungt fólk kemur til Alþýðubandalagsins Aðalskrifstofa Alþýðubanda- lagsins fyrir landið allt er til húsa að Laugavegi 3 í Reykja- vík. Þar starfar skrifstofustjóri Alþýðubandalagsins, Flosi Ei- ríksson. Flosi var spurður hvert væri hlutverk aðalskrifstofunnar I kosningabaráttu. Við sjáum um útgáfu og dreif- ingu á sameiginlegu áróðursefni, höldum tengslum við kjördæma- skrifstofumar um landið allt og út- vegum þeim þaö sem þær vanhag- ar um. Við sjáum einnig um sam- skipti við útvarps- og sjónvarps- stöðvar og samnæfum kosninga- starfið. Þessi barátta núna er stutt og snörp og hefur gengið ágætlega þrátt fyrir að við séum undirmönn- uð eins og alltaf hvað varðar laun- aða starfskrafta. Ég vil einnig geta þess að samhliða kosningaundir- búningi höfum við verið að koma okkur fyrir í nýjum húsakynnum svo óvenju mikið hefur gengið á. -Hverju spáir þú svo? Það er greinilegt að landið er að rísa. Ungt fólk kemur til Al- þýðubandalagsins á ný enda sjá menn árangur flokksins í ríkis- stjórn og su raunsæja og róttæka stefna sem við rekum, er hugsandi fólki að skapi - ekkert inninalds- laust slagorðaglamur. Við sýnum hvað við höfum gert, hvað við ætl- um að gera og hvemig við ætlum að fara að því. Eg held að Alþýðu- bandalagið reki nú mjög heil- steypta og raunsæja kosningabar- áttu með mjög róttækum úrræðum. ag Reykjavík Reykjavík er fjölmennasta kjör- dæmi landsins. Þar eru að þessu sinni 40,13% kjósenda á íslandi á kjörskrá eða 73.411 og hefur fjölgað um 6.024 síðan 1987. 5.739 ungmenni eru að öðlast kosningarétt í alpingiskosning- um í íyrsta sinn. I Reykjavík er kosið um 14 þing- sæti. Að auki féllu 4 jöfnunarþingsæti í hlut Reykjavíkur á síðasta kjörtíma- bili. Urslit í alþingiskosningunum 1987 voru sem hér segir: Alþýðu- flokkur hlaut 9.527 atkvæði eða 16% greiddra atkvæða og 3 menn kjöma. Framsóknarflokkur 5.738 atkvæði (9,6%) og 1 mann. Sjálfstæðisflokkur fékk 17.333 atkvæði (29%) og 6 menn. Alþýðubandalag fékk 8.226 at- kvæði (13,8%) og 2 menn. Borgar- flokkur fékk 8.965 atkvæði (15%) og 3 menn. Kvennaiisti fékk 8.353 at- kvæði og 3 menn. Flokkur mannsins hlaut 1.378 atkvæði (1,6%) og engan mann og Bandalag jafnaðarmanna 167(0,3). I kosningunum 20. apríl verða 8 listar í boði í Reykjavík. Þeir eru A- listi Alþýðuflokks, B- listi Framsókn- arflokks, D-listi Sjálfstæðisflokksins, F-listi Frjálslyndra, G-listi Alþýðu- bandalagsins, H-listi Heimastjomar- samtakanna, V-listi Samtaka um kvennalista og Þ-listi Þjóðar- flokks/Flokks mannsins. Framboðslisti Al- þýðubandalagsins í Reykjavík til Alþingiskosninga 1991 1. Svavar Gestsson, alþingismaður. 2. Guðrun Helgadóttir, alþingismaður. 3. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. 4. Guðmundur Þ. Jónsson, form. Iðju félags verksmiðjufólks. 5. Már Guðmundsson, hagfræðingur. 6. Margrét Rikharðsdóttir, þroskaþjálfi. 7. Ámi Þór Sigurðsson, deildarstjón. 8. Steinar Harðarson, tæknifheðingur. 9. Hildur Jónsdóttir, verkefhisstjóri. 10. Leifur Guðjónsson, forstöðumaður verðlagseftirl. verkalýðsf. 11. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur. 12. Kolbrún Vigfúsdóttir, fóstra. 13. Amór Þórir Sigfússon, dýraffæðingur. 14. Sigurrós Siguriónsdóttir, fúfltrúi. 15. Tryggvi Þórhallsson, nemi. 16. Dýrleif Bjamadóttir, nemi. 17. Ingólfúr H. Ingólfsson, féiagsfræðingur. 18. Sigurbjörg Gísladóttir, efnaffæðingur. 19. Matthlas Matthíason, nemi. 20. Þóra Þórarinsdóttir, kennari. 21. Gísli Gunnarsson, sagnffæðingur. 22. Halla Eggertsdóttir, sjúkraliði. 23. Hörður Bergmann, ffæðslufúlltrýi. 24. Guðrún Kr. Oladóttir, varaform. Sóknar. 25. Guðmundur H. Magnússon, iðnverkamaður. 26. Ingibjörg Haraldsdóttir, ritnöfúndur. 27. Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður. 28. Þómnn Sigurðardóttir, leikstjóri. 29. Þorleifur Friðriksson, sagnlfæðingur. 30. Guðrún HaUgrímsdóttir, matvælaverkffæðingur. 31. Helgi Guðmundsson, ritstjóri. 32. Margrét Guðnadóttir, prófessor. 33. Grétar Þorsteinsson, form. Trésmiðafélags Reykjavíkur. 34. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurffæðingur. 35. Guðjón Jónsson, jámiðnaðarmaður. 36. Svava Jakobsdóttir, rithöfúndur. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.