Þjóðviljinn - 18.04.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Qupperneq 8
Fkéthr Grundvöllur fyrir nýtingu langreyðar og nrefnu Ráðherrar sjávarútvegs- mála á Islandi, Færeyjum, Grænlandi og aðstoöar- sjávarútvegsráðherra Sov- étrlkjanna voru meðal þeirra sem tóku þátt I ráð- stefnu um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra. Auk þeirra sátu ráðstefn- una fulltrúar frá Noregi og Japan og áheymarfulítrúar frá Kanada og Alaska. Mynd: Kristinn. Fjórðu Alþjóðlegu ráð- stefnunni um skynsam- lega nýtíngu sjávarspen- dýra lauk í Reykjavík í gær. Að matí ráðstefn- unnar sýna niðurstöður rannsókna á stofnstærð lang- reyðar og hrefnu í Norður-Atl- antshafí að stærð og ástand þess- ara stofna skapi ótvírætt grund- völl fyrir trygga og sjálfbæra nýtíngu þeirra. A ráðstefnunni kom einnig fram að vísindanefnd Hvalveiði- ráðsins hefði komist að þeirri nið- urstöðu að stærð hrefhustofnsins á hafsvæðinu við Suðurheimskautið væri um 760 þúsund dýr. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði að ofl hefðu heyrst raddir um að ástandið þar væri annað en nú hefði það verið hrakið. Ráðherrann sagði jafnffamt að góður hljóm- grunnur hefði verið fyrir því á fúndi Norður- Atlantshafsnefndar- innar að til greina kæmi að nefndin tæki að sér að stjóma selveiðum og veiðum á smáhval og jafnvel stórhvelum í ffamtíðinni. Hinsveg- ar hefði engin ákvörðun verið tek- in um þetta á fúndi nefndarinnar enda biða menn eftir niðurstöðum fúndar Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn verður hérlendis í næsta mánuði. Aftur á móti sagði sjávarútvegsráðherra að þjóðimar við Norður-Atlantshaf gætu ekki beðið endalaust og það væm í raun þau skilaboð sem nefndin vildi koma á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Hann sagði að það væri ekki á dagskrá að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu fyrr en vitað væri hveijar yrðu niðurstöður aðalfúnd- ar ráðsins eftir nokkrar vikur. Eins og kunnugt er hafa Norð- menn ákveðið að veiða 60-80 hrefnur í vísindaskyni á næsta ári og sagði Halldór engar áætlanir í gangi hér um að gera slíkt hið sama. Hinsvegar vonaðist hann til að Islendingar gætu hafið hrefnu- veiðar að nýju að loknum fúndi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ráðstefhan fjallaði einnig um og Iýsti yfir áhyggjum sínum af því að vísindaneftid Hvalveiðiráðs- ins hefði hvað eftir annað bmgðist skyldu sinni varðandi framsetningu hagnýtra stjómunarreglna á grund- velli nýrrar þekkingar. Þá vekur ráðstefnan sérstaka athygli á nauð- syn þess að ákvæðum Alþjóðasátt- málans um stjóm hvalveiða ffá 1946 sé réttilega ffamfylgt og þá sérstaklega varðandi stjóm og um- sjón hvalveiða. Ákveðið var að fimmta alþjóð- lega ráðstefnan um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra yrði haldin á Grænlandi í apríl á næsta ári. -grh Ekki ástæða til að afturkalla bækling Davíðs Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að ekki verður gripið til aðgerða vegna útgáfu Sjálf- stæðisflokksins á kosninga- bæklingi þar sem birtist mynd af fánaborg íslenska fánans. Samkvæmt lögum um þjóð- fánann er stjórnmálaflokkum óheimfít að nota þjóðfánann í áróðursskyni við kosninga- undirbúning eða kosningar. Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri sagði að ekki hefði verið talin ástæða til að- gerða þar sem búið væri að dreifa bæklingnum og ómögu- Iegt að innheimta hann, auk þess sem það hefði verið álit sérffæðinga að þetta tilvik væri alveg á mörkum laganna. Þá benti Guðmundur á að víða hefðu stjómmálaflokkar blandað saman, í fánaborgum, íslenska fánanum og flokksfán- um og væri það einnig á mörk- um laganna. Hann sagði að hinsvegar væri erfitt að eiga við slíkt þar sem þetta hefúr hingað til verið látið óátalið. Ekki sagðist Guðmundur minnast þess að svona mál hefði komið upp fyrr og aðspurður taldi hann vænlegt að gera þessi lagaákvæði skýrari með setn- ingu reglugerðar. -gpm -7----------------------------------- Ovissa um eignarrétt getur hindrað rannsóknir á orkulindum Gullboltinn seldur um kosningahelgina Handknattleiksmönnum finnst vel tíl fallið að hefja loka- sóknina varðandi undirbúning fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik með sölu barm- merkis, gullboltans, um næstu helgi, sjálfa kosningaheigina. Iþróttafólk mun þá ganga hús úr húsi í flestum byggðarlögum landsins og bjóða mönnum gull- boltann til kaups. Merkið kostar litlar 400 krónur og búast hand- knattleiksmenn við því að fólk taki vel í beiðni þeirra um stuðn- ing, enda mikið í húfi að vel takist til með undirbúning og skipulag heimsmeistaramótsins sem fram fer hér á landi í lok næsta kjör- tímabils, árið 1995. -rk Fulltrúar nokkurra framboða ( Reykjavík ganga á undan með góðu fordæmi og reiða fram fé fyrir gull- bolta Handknattleikssambandsins. Mynd: Kristinn. Nýjung hjá Aflamiðlun Um mánaðamótin maí- júní verður útgerðum þeirra skipa sem ætla að sigla með aflann erlendis, gert skylt að gefa Aflamiðlun upplýsingar um aflasamsetninguna sólar- hring áður en siglt er. Það er gert tíl þess að fiskvinnslufyr- irtæki getí gert tílboð í aflann. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlun- ar, segir að hér sé í fyrsta skipti reynt á formlegan hátt að auka á hráefhisframboð til fiskvinnsl- uiuiar á þennan máta. Hann seg- ir að þetta geti verið gagnlegt þeim fiskvinnslufyrirtækjum sem liggja fjærst fiskmörkuðun- um á suðvesturhomi landsins. Hinsvegar munu útgerðarmenn skipanna eiga síðasta orðið um það hvort þeir sigla með aflann eða taka tilboði innlendra fisk- vinnslufyrirtækja. -grh að er núna réttaróvissa um hverjir eiga orku- lindir og verðmætí í iðrum jarðar. Þessi réttaróvissa hefur og mun hindra rannsókn- ir og nýtíngu á þeim,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundi er hann hélt um hagnýtingu orkulinda og landgrunns. ,Jlver á háhitann og hversu langt niður í jörðina nær eignar- réttur á landi ásamt gögnum þess og gæðum,“ segir m.a. í skýrslu sem iðnaðarráðherrann kynnti. í skýrslunni koma ffam vangaveltur um það hvort réttlætanlegt sé að rikið kosti rannsóknir á jarðlögum þegar ekkert er vitað um eignarrétt á þeim auðlindum sem þar kunna að finnast. Bent er á að í nágranna- ríkjum okkar er fyrir löngu búið að setja lög um að orka og jarðefni í iðrum jarðar séu almenningseign. Oft eru einhver ákveðin viðmið höfð í huga vegna eignarréttar á því sem kann að finnast í jarð- skorpunni. Sums staðar er þetta miðað við að allt sem er undir 10 metra dýpi sé í raun eign almenn- ings, sagði Jón meðal annars um reglur annarra landa í þessu sam- bandi. Á fúndinum komu einnig ffarn hugmyndir um virkjanasvæði framtíðarinnar, bæði vegna vatns- orku og jarðhita. Næstu grunnrann- sóknir vegna vatnsorkuvera beinast að efri hluta Þjórsár, Búðarhóls- Langöldu og Jökulsánum í Skaga- firði. Annar hlutinn verður þá svæðið í kringum Fljótsdalsvirkj- un, neðri hluti Þjórsár og Skjálf- andafljót við íshólsvatn. Þegar til lengri tíma er litið verður horft enn víðar og þá á ýmsa virkjanamögu- leika þar sem leysa þarf viss um- hverfismál áður en ráðist verður í athuganir. Má þar nefha Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú og Hvítá í Amessýslu. Einnig komu ffam hugsanlegir möguleikar á raforkuframleiðslu jarðhitasvæðanna. Helst er þar minnst á stóru háhitasvæðin; Krýsuvík-Trölladyngju, Hengil, Torfajökul, Kröflu, Oxnafjörð og Þeistareyki. Ekki er gert ráð fyrir að byrjað verði á þeim fram- kvæmdum fyrr en eftir aldamót. Á fúndinum kom fram að ýms- ar rannsóknir hafa farið ffam á jarðhitasvæðum í Öxarfirði. Þai' hefúr komið á óvart hve setlög í firðinum em þykk og að við til- raunaboranir hefúr komið í ljós vottur af lífrænu gasi. Niðurstöður erlendra rannsókna á gasinu hafa bent til möguleika á að þama finn- ist jafnvel olía eða jarðgas. í vor verður byijað að rannsaka þetta svæði nánar og reynt að finna skýringar á uppmna gassins. Iðnaðarráðherra sagði að við yrðum skilyrðislaust að horfa til ffamtíðarinnar með tilliti til orku- nýtingar. Orkan gæfi okkur ýmsa möguleika, t.d. í ffamleiðslu á vetni sem sumar Evrópuþjóðir væm byijaðar að líta á sem ffam- tíðarorkugjafa. -sþ ÞJÓÐVILJINN Rmmtudagur 18. apríl 199T Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.