Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 6
Hvernig hefur þér fundist kosninga- baráttan? Sigrún Þórarinsdóttir húsmóðir: Ja, það vantar hörkuna sem var í gamla daga. Mér finnst hún í daufara lagi. Ólöf Steinarsdóttir sölumaður: Ég hef nú lítið fylgst með henni, en þó finnst mér nokkurt fjör í henni. Zophanías Sigurðsson tæknistjóri: Hún hefur verið ótrúlega róleg. Menn eru ailir búnir að sameina sig í málefn- um. Björn Ófeigsson heildsali: Ég hef ekki hlustað á það. Elías Reynisson sölumaður: Ég eiginlega veit lítið um það. Hef ekki sett mig inní þetta. En verður þetta ekki hörð barátta? Ýmsir frambjóð- endur sýndu á sér aðra hlið, þegar þeir stjórnuðu fjöldasöng af miklum krafti. Vigdls Grlmsdóttir rithöfundur les úr verkum slnum fyrir áheyrendur. Jassband Tómasar R. Einarssonar í góðri sveiflu, en það skipa; Eyþór Gunn- arsson á pianó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Sigurður Flosason á saxafón og Einar Valur Scheving á trommur. Frá vinstri má sjá Ólaf Guðmundsson, Helgu Brögu Jónsdóttur og Jakob Þór Einarsson í leikþætti sem frumsýndur var i tilefni hátíðarinnar. Mikil stemmning í Islensku óperunni að var geysilega mikil stemmning hjá okkur, enda húsið fullt af fólki, sagði Svavar Gestsson um kosningahátíð G- listans sem haldin var í Islensku óperunni á þriðjudags- kvðldið var. - Fjöldi listamanna lagði sitt af mörkum til að gera þessa hátíð sem veglegasta. Leikþáttur eftir Ólaf Hauk Símonarson í uppfærslu Þórhalls Sigurðssonar var t.d. frumfluttur þetta kvöld, sagði Svavar. - Einnig komu fram rit- höfundamir Vigdís Grímsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir og lásu úr verkum sínum. Ragnar Davíðsson, ungur söngvari, söng sig þama inn í hjörtu okkar og jasstónlist var spiluð við góðar undirtektir áheyr- enda. Svavar sagði að mikið hefði verið sungið þetta kvöld, bæði tók fólk undir með trúbadomum Bjart- mari og einnig var sunginn fjölda- söngur undir stjóm frambjóðenda og neiri. Auk þess má geta þess að milli skemmtiatriða vom flutt ávörp og án þess að ég vilji undanskilja nokkum, þá var sérstaklega gaman að hlusta á ávörp Margrétar Björnsdóttur Sóknarkonu, sem mælti fyrir hönd eldri kjósenda, og Ólafs K. Sigurðssonar sem mælti fyrir hönd þeirra ungu, sagði Svav- ar. - Myndir: Kristinn. Ólafur K. Sig- urösson flytur hér ávarp fyrir hönd ungra kjósenda. Salurinn var þéttskipaður fólki sem tók vel undir í fjöldasöngnum. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.