Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 4
FMÉTFIM Glundroðinn ( kjölfar „eyðimerkurstormsins“ vekur spurningar um ábyrgð Sameinuðu þjóðanna og getu þeirra til að axla slíka ábyrgð. Myndin sýnir flóttamenn frá Irak. Eftirmáli „eyðimerkurstormsins“ skapar deilur um hlutverk SÞ Þegar ríkin 5 sem skipa fastasæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lögðu tillögu fyrir Öryggisráðið um skilmála fyr- ir vopnahléi í írak, voru margir sem bjuggust við að erfitt yrði að koma henni í gegnum ráðið með nægilegum meiri- hluta. En andúðin á Saddam Hussein reyndist i þessu til- felli nægilega sterk til þess að brúa bilið á milli hagsmuna- aðila, þannig að tillagan var samþykkt með einu mótatkvæði - frá Kúbu - og tveimur hjásetum Yemens og Equadors. Gagnrýnisraddir sem komið höfðu fram frá mörgum ríkjum þriðja heimsins á fram- kvæmd stríðsins í nafni Sameinuðu þjóðanna, komu ekki fram í þessari atkvæðagreiðslu. Saddam býður Talabani sjálfstjórn Ann Clwyd, talsmaður Verka- mannaflokksins breska um utanrík- ismál, segir að Saddam Iraksforseti hafi á þriðjudag haft samband við Jalal Talabani, einn helstu forustu- manna Íraks-Kúrda, og boðið þeim sjálfstjóm og að öryggi þeirra í Ir- ak yrði tryggt. Saddam hefði einn- ig lofað lýðræði, eins og hann hef- ur oftar gert frá því að hann tapaði Persaflóastríði. Clwyd, sem var í íraska Kúrd- istan í s.l. viku og ræddi við Tala- bani í stöðvum skæruliða undir hans stjóm skammt ffá Súlimaníu, sagði að Kúrdum litist ekki á að treysta þessu tilboði Saddams. „Ég sagði þeim að vissulega væri mjög heimskulegt af þeim að taka því, nema því aðeins að þeir hefðu al- þjóðlega tryggingu íyrir því að við það yrði staðið,“ sagði hún. KGB verði mannréttindastofnun Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem í gær var í París á ferðalagi sínu um Vestur-Evrópu, sagði þá á fúndi með fréttamönnum að hann hcfði í hyggju að breyta sovésku leyniþjónustunni, KGB, i baráttu- stofnun fyrir mannréttindum. Hann kvaðst ekki kominn til Vestur-Evr- ópu til að biðja um efnahagshjálp fyrir Rússland, heldur til að „byggja brýr“ milli þess og Vestur- landa. Hrvðjuverk frelsistígra Tamílskir skæruliðar skutu og hjuggu í hel 17 Singhala í þorpi austanvert á Sri Lanka á sunnudag, að sögn talsmanns Sri Lanka-hers. Munu hafa verið þar að verki frelsistígrar svokallaðir, sem vilja sjálfstætt ríki tamílskt er nái yfir norður- og austurhluta eyjarinnar. Stjóm eyríkisins segir að tígramir reyni að útrýma Singhölum og múslímum úr hémðum þessum. Suðurkóreanskur fangelsisdómur Song Kap Suk, suðurkóreansk- ur stúdent, var á mánudag i Seúl dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa haft sambönd við norðurkóreanska stúdenta. Hann var formaður vinstrisinnaðra stúd- entasamtaka og handtekinn í okt. s.l. Hann hafði þá farið huldu höfði í nokkra mánuði. Mitterrand heimsækir Rúmena Francois Mitterrand Frakk- landsforseti kemur í opinbera heimsókn til Rúmeníu í dag og verður til þess fyrstur erlendra rík- isleiðtoga frá því að Ceausescu einræðisherra var steypt. Eru Rúm- enar fegnir heimsókninni, enda hafa mikil menningarsambönd ver- ið milli þeirra og Frakka frá því á s.l. öld.. En nú þegar afleiðingar styij- aldarinnar koma æ betur í Ijós, sem og getu- og viljaleysi styrjaldarað- ilanna og Sameinuðu þjóðanna til að hindra þann_ harmleik sem nú dynur yfir íbúa íraks, má búast við að andstæðumar innan samtakanna skerpist og ágreiningurinn verði djúpstæðari um ffamtíðarhlutverk þeirra og skipulag. Þann 5. apríl sl. afgreiddi Ör- yggisráðið ályktun, þar sem of- beldi Irakshers gegn shítum og Kúrdum var túlkað sem „ógnun við alþjóðlegan frið og öryggi á svæðinu“. Þá þegar var ágreining- urinn orðinn ljósari, og tortryggni ýmissa þriðjaheimslanda í garð fimmveldanna birtist i því að Kúba, Yemen og Zimbabwe greiddu atkvæði gegn tillögunni, en Kína og Indland sátu hjá. Meiri- hlutinn var naumur, því 9 af 15 ríkjum Öryggisráðsins verða að standa á bak við tillögu til þess að hún teljist samþykkt. A bak við af- stöðu ríkjanna 5 sem ekki stóðu að ályktuninni má lesa ótta þeirra við það að stórveldin noti sér Öryggis- ráðið í framtíðinni til þess að blanda sér i innri vandamál þessara ríkja, sem auðveldlega geta talist „ógna friði og öryggi" í framtíð- inni. Haft er eftir háttsettum bandarískum sendifulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum að tregur vilji Bandaríkjanna til að blanda sér í borgarastríðið í írak stafi meðal annars af því að þeir vilji í lengstu lög halda í þá samstöðu sem náðist um innrásina í Irak og Kúvæt. Engu að síður er augljóst að ábyrgð Sameinuðu þjóðanna á þeim vanda sem skapast hefur með 2 miljónum flóttamanna í Norður- og Suður-írak, hlýtur að vera stór og prófsteinn á framtíð samtak- anna. Margir draga i efa að sam- tökin hafi bolmagn eða getu til að axla þá ábyrgð og tala þar bæði um skipulagslegan, fjárhagslegan og pólitískan vanda. Akvörðun Bandaríkjanna frá því í' gær að senda hersveitir inn í N- írak til þess að koma upp þrennum flóttamannabúðum fyrir samtals um 180.000 Kúrda, leysir ekki nema brot af vandanum og engan vanda ef horft er til framtíð- arinnar. Vopnahléssamningurinn við Ir- ak gerði ráð fyrir eyðileggingu ír- akskra eldflauga og tæknibúnaðar til að ffamleiða efna-, sýkla- og kjamorkuvopn. Það er nú viður- kennt að Sameinuðu þjóðimar búa hvorki yfir reynslu né tækni til þess að hafa eftirlit með slíkri eyðileggingu, og margir segja jafn- framt að tilgangslaust sé að tala um virkan herafla Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja öryggi, á meðan skipulag samtakanna sé með því formi sem verið hefúr. Skipulagsvandinn varðar ekki bara skipun Öryggisráðsins með fimmveldin sem sigmðu í síðari heimsstyijöldinni sem fastafulltrúa með neitunarvald. En ýmsir hafa bent á að bæði Þýskaland, Japan og stærstu ríki þriðja heimsins muni ekki sætta sig við þessa skip- an til lengdar. Kosning nýs framkvæmda- stjóra samtakanna er nú að komast á dagskrá, og er sú krafa uppi frá rikjum þriðja heimsins að hann komi úr þeirra röðum sem mót- vægi gegn stórveldunum sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Hins vegar er sú krafa uppi hjá öðmm aðildarríkjum, þar á meðal Banda- ríkjamönnum, sem töldu Perez de Quellar ekki hafa staðið sig nægi- lega vel i Flóabardaganum, að næsti ffamkvæmdastjóri verði kos- inn til þess að hreinsa til í yfir- stjóm samtakanna og gera hana skilvirkari, þannig að samtökin geti tekið að sér það lögreglueftirlit í heiminum sem kveðið er á um í sjöunda kafla stofhskrár samtak- anna. Fréttaritari danska blaðsins In- formation hjá Sameinuðu þjóðun- um segir að eftir Flóabardagann sé merkjanleg viðhorfsbreyting hjá Bandaríkjamönnum til samtak- anna, og að hin nýja samvinna Bandarikjanna og Sovétríkjanna innan Öryggisráðsins hafi gefið þeim hugmyndum byr, að stefnt verði að sérstökum herafla samtak- anna í ffamtíðinni. Forsenda þess að slíkur herafli verði virkur sé hins vegar endurskipulagning á allri yfirstjóm samtakanna. Þess er að vænta að tekist verði á um þessar hugmyndir við kosn- ingu nýs framkvæmdastjóra sam- takanna, og má þá búast við að sá ágreiningur sem kom í ljós við at- kvæðagreiðsluna um Iraksmálið í Öryggisráðinu birtist með skýrari hætti sem ágreiningur á milli stærri ríkja þriðja heimsins og þeirrar blokkar sem Sovétríkin og A-Evr- ópuríkin hafa nú myndað með Vesturveldunum. -ólg./information Króatíuþing hvetur til sjálfstæöis ing Króatíu samþykkti í gær með atkvæðum mik- ils meirihluta þingmanna yfirlýsingu, sem inniheld- ur hvatningu til stjórnar lýðveldisins um að hraða ráðstöfunum til að segja skilið við Júgóslavíu. Yfirlýsingin er ekki lagaiega bindandi, en eigi að síður talin vera skref í átt til upplausn- ar júgóslavneska sambandslýð- veldisins. Deilumar um framtíð Júgóslavíu hafa staðið lengi og harkan í þeim stundum verið slík að legið hefur við borgarastríði. Serbía og Svart- fjallaland, tvö lýðveldanna sex sem mynda Júgóslavíu, vilja að sam- bandslýðveldið verði áfram undir sterkri miðstjóm en hin lýðveldin fjögur, Slóvenía, Króatía, Bosnía og Makedónía vilja að það verði banda- lag fullvalda ríkja. Króatar og Sló- venar segjast ætla að segja sig úr Júgóslavíu ef því fáist ekki fram- gengt. Milli tveggja fjölmennustu lýð- veldanna, Serbíu og Króatíu, hefur samkomulagið verið sérlega slæmt undanfarið. Fomstumenn serbneska þjóðemisminnihlutans í Króatíu hafa lýst yfir innlimun nokkurra hér- aða þar í Serbíu og undanfamar vik- ur hefur oft komið til illinda milli Serba í Króatíu og króatísku lög- reglunnar. Króatíska þingið sakar serbnesku stjómina um að espa Króatíu-Serba til óspekta. Serbneska þingið hefur lýst yfir fullum stuðn- ingi við Serba í Króatíu. Serbar á útifundi méð mynd af for- seta sinum, Slobodan Milosevic - Króatar saka hann um að espa til illinda. Aukagjald á símaskrafskjóður Seamus Brennan, fjar- skiptamálaráðherra ír- lands, hefur látið það boð út ganga að símanot- endur, sem tali lengur í síma samfleytt en 15 mínútur, verði að borga fyrir það meira en hinir, sem Ijúki því af sem þeir vildu sagt hafa á skemmri tíma. Hingað til hafa allir borgað jafnt, án tillits til þess hve lengi var talað. írar hafa það orð á sér að þeir séu málskrafsmenn með meira móti en jafnframt skemmtilegri og jafnvel listrænni í hversdagslegum viðræðum en aðrir menn. Er nú spuming hvort þessi nýja ráðherra- tilskipun muni valda einhveijum breytingum á þeim þjóðareigin- leika. „Hafa verður í huga að hér á landi á fólk mjög erfitt með að ljúka samtali á fimm mínútum. Meira að segja er til mikils mælst að ætlast til að það sé búið á stund- arfjórðungi," sagði aðstoðarmaður fjarskiptamálaráðherra. Einhveijir, sem þykjast þekkja íra, segja að nýja gjaldið verði rík- inu mikil búbót án alls vafa, því að ekki muni símnotendur láta það beygja sig til að breyta samtals- vénjum sínum. Nýja reglan gildir aðeins um innanlandssamtöl. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.