Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.04.1991, Blaðsíða 10
Diddi: Krafturinn og spennan eykst með hverjum kiukkutfmanum. Pólitískir andstæðingar hjálpa okkur mest Sigurður Rúnar Jónsson, betur þekktur sem Diddi fiðla, skipar 20. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Diddi er jafnframt kosningastjóri flokks- ins í kjördæminu og stýrir liði úr Þinghóli, Kópavogi. Starfið fór hægt af stað, pásk- amir lentu inn í miðri kosningabar- áttu og settu strik í reikninginn. En eftir páskana fór allt á fleygiferð og þetta hefur verið mikið stuð. Krafturinn og spennan eykst með hverjum klukkutímanum sem nær dregur kosningum. Okkur hefur gengið afskaplega vel að fá fólk til starfa, hér er mik- ið unnið pg á mörgum stöðum samtímis. Eg get nefnt að við emm með kosningaskrifstofur á fimm stöðum í kjördæminu. -Færðu viðbrögð við barátt- unni á skrifstofuna til þín? Já ég fæ mikil viðbrögð og mér þykir mjög vænt um þau. Fólk hringir mikið og maður reypir að gefa sér tíma til að spjalla. Eg fæ skemmtilegar ábendingar enda segir gamalt orðtæki: Sá er vinur er til vamms segir. Það era ábyggi- lega 50-60 manns sem fylgjast mjög grannt með því hvað ég geri og hvað ég geri ekki og láta mig vita ef einhver er ekki sáttur. I svona starfi er mjög gott að hafa slíka bakhjarla. -Hvernig er andinn í kjör- dæminu? Við erum í gríðarlegri upp- sveiflu sem heíst í hendur við tempóið í starfinu. Viðbrögð fólks fefa tilefni til bjartsýni og ég get ætt því við í lokin að það era pól- itískir andstæðingar sem hjalpa okkur mest í kosningabaráttunni. Þeir eru ákaflega duglegir við að auglýsa Alþýðubandalagið. ag Hitað upp fyrir kosningaslag? Jón Páll Eyjólfsson nemi og Ólafur Ragnar fjármálaráð- herra taka Iétta æfingu á vinnustofa Tolla í Mosfellsbæ. Jón Páll og Ólafur Ragnar komu þar við ásamt öðrum frambjóðendum Alþýðubanda- lagsins á Reykjanesi 24. febrú- ar síðast liðinn þegar listinn fór í ferðalag um allt kjördæmið. í þessu ferðalagi fræddust frambjóðendur um alla staði kjördæmisins og málin voru rædd vítt og breitt. Að sö§n Sig- urðar Rúnars kosningastjóra var niðurstaða þessarar ferðar mjög samstilltur nópur og aukin þekk- ing á vanda hvers staðar fynr sig. Um síðustu helgi hélt Al- Mynd: Kristján Logason þýðubandalagið íjölsótt Kamival í Mosfellpbæ til þess að fagna til- Iögum ,Ólafs Ragnars um að gömlu Alafosshúsunum, þar sem meðal annars vinnustofa Tolla er til húsa, verði breytt í menningar- miðstöð. 'A EFTIR BOLTA KEHUR BARN "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI” Næstu kjaraátök verða háö í kjörklefanum Sigríður Jóhannesdóttir kennari skipar 2. sætið á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í ' jördæmi. Sigríður ti á stjórn Kennara- s Islands og samninga- nefqd Kt síðastliðin sjö ár. Re hefur átt s; samband; IKI I Reykjaneskjördæmi er mjög mikið rætt um atvinnumálin. Al- þýðuflokkurinn ætlaði að slá sér upp á þeim með samningum um Singu álvers á Keilisnesi. Þetta hins vegar snúist í höndun- um á þeim því þeir hafa verið að vekja miklu meiri vonir en hægt er að uppfylla. Við teljum að því miður hafi verið lögð svo einhliða áhersla á álver að önnur atvinnutækifæri í kjördæminu hafa gleymst. Fyrir nokkram vikum var haldinn miög íjölsóttur fundur í Keflavíkjþar sem Ólafur Ragnar kynnti íjöl- margar nýjar hugmyndir og tillög- ur í atvinnumálum. Sumar þeirra eru meira að segja komnar til ffamkvæmda nú. Þetta vakti mikla athygli og Alþvðubandalagið stal óvænt senunm í atvinnumálum. -Eru skólamálin lifandi í umrjcðunni fyrir kosningar? Eg hef lagt á það mikla áherslu að kynna hvað gert hefur verið í menntamálum og hvemig unnið hefur verið í menntamálaraðuneyt- inu síðan Svavar Gestsson tók við sem ráðherra. Þar er um gífurlega stefhubreytingu að ræða. Okkur í kennarasamtökunum hefur alltaf dreymt um að fá að starfa með ráðuneytinu þegar verið er að undirbúa framvörp, áætlanir og tillögur sem varða menntamál. Óskir kennarasamtakanna um að skipa formlega fulltrúa sina til slíkrar vinnu hafa aldrei verið teknar til greina heldur hafa ráð- herra tilnefnt sína flokksgæðinga einhliða og tilviljun hefur ráðið þvf hvort kennarar vora þar á meðal eða ekki. Svavar Gestsson hefúr aftur á móti ekki sett niður eina einustu nefhd um skólamál nema kennara- samtökunum hafi verið boðið að tilnefna sína fulltrúa. Þannig hefur verið unnið í fullu samráði við kennara í öllum málum. Aður en framvarp er lagt fram höfum við alltaf fengið það til umsagnar, beð- ið hefur verið eftir okkar áliti og reynt að taka tillit til þess. Þessi nýju vinnubrögð ráðherra Alþýði bandalagsins finnast mér að hafi ekki komið nægilega vel fram í umræðu um skólamal. Allir kenn- arar á landinu ættu að vita um þetta. -Hver eru brýnustu verkefn- in á næsta kiörtímabili? Mér verour hugsað til kjara- málanna. Hin svokallaða þjóðarsátt hefur óneitanlega verið samkomu- lag um ákveðna kjaraskerðingu til þess að ná niður verðbólgunni. Þrátt fyrir hrakspár í upphafi hefur það tekist svo slaandi vel að maður man ekki eftir neinu þvílíku á sinni tíð. Nú finnst mér brynt að stöðug- leikinn sem náðst hefur verði not- aður til að bæta lífskjörin í land- inu., I þessum kosningum er i raun kosið um hvort reynt verði að koma ágóðanum af stöðugu efna- hagslífi sem jafnast út til þegnanna eða hvort hinir sterkustu eigi áfram að fá mest. Næstu kjaraátök verða ví í raun háð i kjörklefanum í ssum kosningum. ag ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 18. apríl 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.