Þjóðviljinn - 18.04.1991, Page 7
Fkéthr
Góðæri í
frystiiðnaðinum
Afkoma Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var góð á síð-
asta ári og svo virðist einnig ætla að verða á þessu ári.
Birgðahald er lítið og selst framleiðslan því næst jafnóð-
um og hún er tilbúin til afgreiðslu. Arður til félagsmanna í
formi endurgreiðslu nemur tæplega 144 miljónum króna,
sem svarar til 0,85% af útflutningsverðmætum 1990.
Heildarframleiðsla frystihúsa og
frystitogara innan vébanda SH í
fyrra var um 87.330 tonn sem er
6,2% minni framleiðsla en árið
1989. Heildarútflutningur frystra
sjávarafurða frá Islandi í fyrra var
189 þúsund tonn að verðmæti 37,6
miljarða króna, reiknað í fob-verð-
mætum.
I ræðu Jóns Ingvarssonar stjóm-
arformanns SH, á aðalíúndi samtak-
anna í gær kom fram að af heildarút-
flutningi síðasta árs nam hlutur SH
94 þúsund tonnum að verðmæti 17,6
miljarða króna, sem er um helming-
ur útflutnings frystra fiskafúrða og
um fjórðungur af öllum útfluttum
sjávarafúrðum. Hjá SH var 2% sam-
dráttur í magni í fyrra en 27% aukn-
ing í krónum talið miðað við árið
1989.
Það kom ennfremur frarn í ræðu
Jóns Ingvarssonar að ástæðan fyrir
góðri afkomu SH var ekki aðeins
hækkandi afurðaverð á erlendum
mörkuðum, heldur einnig sá stöðug-
leiki sem hér ríkti _á síðasti ári í efna-
hagsmálunum. I því sambandi
nefndi Jón hófsama kjarasamninga
frá því fyrra sem kenndir hafa verið
við þjóðarsátt, hjöðnun verðbólgu
auk þess sem fjármagnskostnaður
lækkaði einnig verulega.
Þá var hagur innlendu dótturfyr-
irtækjanna, Jökla hf. og Umbúða-
miðstöðvarinnar hf. góður og nam
hagnaður af rekstri þeirra um 37
miljónum króna. Heildarhagnaður,
þegar afkoma erlendu dótturfyrir-
tækjanna er tekin með, nam þannig
302 miljónum króna í stað 70 milj-
ónum króna árið 1989.
Arið í fyrra var annað árið i röð
sem einkenndist af hækkandi verði á
erlendum mörkuðum. Veruleg breyt-
ing varð þó á innbyrðis gengi gjald-
miðla 1990, sem hafði mikil áhrif á
mörkuðum SH. Bandaríkjadalur féll
gagnvart Evrópumyntum og yeni.
Auk þess minnkaði framboð keppi-
nautanna á Evrópumarkaði, en það
jók á eftirspumina eflir vörum héð-
an og leiddi jafhframt til örra verð-
hækkana, þó mismunandi eftir teg-
undum og mörkuðum. Þannig hækk-
uðu þorskflök fyrir Bretland um
37% en fyrir Bandaríkin aðeins um
17%. Hins vegar var hækkunin mun
meiri í dollurum á Bandarikjamark-
aði eða yfir 30% en um 25% í sterl-
ingspundum í Bretlandi.
-grh
Jón Ingvarsson stjórnarformaður SH flytur skýrslu stjórnar, en afkoma hrað-
frystiiðnaðarins var mjög góð á siöasta ári. Mynd: Kristinn
Kristján Jónasson hjá Náttúrufræöistofnun Islands með sýnishorn af mangan-
málmgrýti sem tekið var á hafsbotni við Reykjaneshrygg fyrir skömmu. Mynd:
Kristinn.
Góðmálma
varla að f inna
á Reykjaneshrygg
Kjartan Thors, jarð-
fræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, segir
að fátt bendi til þess
að góðmálma sé að
fínna á hafsbotninum
við Reykjaneshrygg, en óyggj-
andi niðurstöður um það munu
þó ekki liggja fyrir fyrr en í
haust.
Hafrannsóknaskipið Ami
Friðriksson er nýkominn til hafn-
ar eftir tólf daga útivist á haf-
svæðinu úti af Reykjanesi. Þar
vom tekin sýni af mangan- málm-
grýti á um 250-300 metra dýpi,
sem síðan verða rannsökuð af
innlendum vísindamönnum á
Náttúrufræðistofnun, Raunvís-
indastofúun Háskóla íslands og
Orkustofnun. Farið var yfir 30-40
kílómetra hafsvæði og meðal ann-
ars vom teknar neðansjávarmynd-
ir af jarðhitauppstreymi sem þar
er að finna.
Kjartan Thors sagði að fram-
hald þessara rannsókna ylti á nið-
urstöðum fyrirhugaðrar efnagrein-
ingu á mangan- málmgrýtinu sem
verður væntanlega lokið í haust.
-grh
Halldór undrandi
á skrifum utanríkisráðherra
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að það sé
fráleitt að hann og Framsóknarflokkurinn vilji framselja
fiskimiðin til Evrópubandalagsins, eins og Jón Baldvin
Hannibalsson heldur fram í grein í Morgunblaðinu í
gær. Halldór segir skrif utanríkisráðherra um málið með
ólíkindum og hitta hann sjálfan, fyrst og fremst.
í Morgunblaðsgreininni gefur
utanrikisráðherra það fyllilega í
skyn að helsti talsmaður fyrir því
að hleypa Evrópubandalaginu inn í
landhelgina sé forysta Framsókn-
arflokksins með Halldór Ásgríms-
son í fararbroddi. í því sambandi
birtir utanríkisráðherra nokkurra
ára gamlar tilvitnanir máli sínu til
stuðnings.
Halldór Ásgrímsson segir að
það hefði verið betra fyrir formann
Alþýðuflokksins að viðurkenna að
það hefðu verið mistök af hálfu
flokksins að setja það í stefnu-
skrána að „útiloka ekki“ aðild að
Evrópubandalaginu. Hinsvegar
hefði ríkisstjómin verið sammála
um það á sínum tíma að hann, sem
sjávarútvegsráðherra, ræddi við
kollega sína í EB til að kynna mál-
stað Islendinga í málinu og vinna
því fylgi. I því sambandi hafi EB
verið spurt að því hvað það hefði
að bjóða íslendingum varðandi
fískveiðar? Halldór sagði að engin
svör hefðu borist um það, enda
hefðu fiskstofnar EB hmnið eftir
rányrkju, eins og allir vissu.
Þá væri það einnig staðreynd
að til dæmis kolmuni væri sameig-
inlegur stofn sem þyrfti að semja
um við EB. Ennfremur væri það
einnig staðreynd að Grænlendingar
hefðu framselt veiðiréttindi til EB
úr sameiginlegum stofnum og í því
sambandi mætti nefna karfa, rækju
og loðnu, auk þess sem EB veiddi
smáþorsk við Grænland sem ella
gengi á íslandsmið. -grh
Farið að styttast í
greiðsluerfiðleikalánin
Hægt hefur gengið að afgreiða umsóknir um húsbréf
vegna greiðsluerfíðleika sem Alþingi samþykkti lög um í
desember síðastliðnum. Þau gilda einungis í eitt ár.
Reglugerð var gefín út 21. janúar en Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ð umsóknirnar hefðu hlaðist upp síðan í fyrrasumar og að
mjög torsótt væri að afgreiða þessi mál. Því hefði það dregist. Þeir
sem sækja um húsbréf vegna greiðsluerfiðleika fá lán fyrir því sem
þeir þurfa samkvæmt mati, auk þess að fá lán fyrir afföllum hús-
bréfanna.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa er nú
8,1 prósent og affoll með sölulaun-
um rétt tæp 18 prósent. Því fær sá
sem er með eina miljón í greiðslu-
erfiðleikum um það bil 1,18 miljón-
ir króna að láni í húsbréfum. En
bankamir kaupa bréfin á markaðs-
verði. Þannig aukast skuldimar hjá
fólki um tæp 20 prósent en dreifast
á 25 ár í staðinn.
Grétar J. Guðmundsson, aðstoð-
armaður félagsmálaráðherra, sagði
að ekki væri nokkur spuming að
fólk í greiðsluerfiðleikum hefði
ekki áhyggjur af aflollunum því sá
kostnaður sem það bæri nú væri
miklu hærri en svo. Hann benti til
dæmis á lögfræðikostnað. Hann
sagði að ásóknin í húsbréfm sýndi
þetta glöggt.
Sigurður sagði að búið væri að
afgreiða mál þeirra sem hefðu átt
við mestu vandamálin að glíma og
að nú væri verið að fara í mál hinna.
Hann sagði að stofnunin hefði flutt
til fólk og ljölgað í greiðsluerfið-
leikadeildinm þar sem málin hefðu
reynst miklu flóknari og torsóttari
en nokkur hefði búist við.
Hin háa ávöxtunarkrafa er ekki
hagstæð neinum sem þarf að selja
húsbréf og sagði Sigurbjöm Gunn-
íslenskur starfsmaður á Kefla-
vikurflugvelli hefur kært herlög-
regluna fyrir að hafa handtekið
hann eftir að hann hafði keypt sér
mat á Vellinum. Lögreglan mund-
aði kylfur og losaði um byssur, lét
hann standa með útglenntar lapp-
ir upp við vegg og leitaði á hon-
um. Þannig var hann látinn
standa í 25 mínútur þar til ís-
lenska Iögreglan á Keflavíkurflug-
velli kom.
Maðurinn hefur starfað lengi á
Keflavíkurflugvelli og hefur átt í
málaferlum við herinn. Að sögn hef-
ur hann orðið fyrir ýmsu vegna þess
arsson, deildarstjóri hjá Landsbréf-
um, að fólk ætti ekki að selja hús-
bréfin núna ef það kæmist hjá því.
Hann sagðist eiga von á því að
ávöxtunarkrafan færi minnkandi
með minni fasteignaviðskiptum vor
og sumar og bætti við að 8,1 pró-
sent krafa væri mjög óeðlileg á rík-
istryggðum bréfúm. Þó sagðist hann
ekki geta fúllyrt að toppnum væri
náð. Grétar taldi einnig að það færi
að draga úr þessu þegar liði á sum-
arið því þá losnaði um kaupskyldu
lífcyrissjoðanna í gamla kerfinu frá
en þetta mun þó í fyrsta skipti sem
herlögreglunni er sigað á hann.
Ekki tókst að ná í Þoigeir Þor-
steinsson, lögreglustjóra á Keflavík-
urflugvelíi, í gær, en starfsmenn lög-
reglunnar sögðust ekki mega gefa
neinar upplýstngar. -Sáf
Kíló varð að tonni
Þau mistök urðu í gær að kíló varð
að tonni í fféttinni Sjávarútvegnum
blæðir vegna kvótabrasksins, eins og
glöggir lesendur hafa tekið eftir. Em
hlutaðeigandi hér með beðnir velvirð-
ingar á þessu. -grh
Herlögreglan handtekur
Islending án ástæðu
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991