Þjóðviljinn - 18.04.1991, Qupperneq 19
RÚSfNAN...
Davíðssálmar
og bragfræðin
Skráargatinu hefur borist eftir-
farandi bréf vegna vísunnar um
skattakónginn Davíð, sem birt-
ist í skráargatinu í gær:
„Það hefur lengi farið örlítið I
taugamar á mér þegar ég rekst
á handahófskennda vísnagerð I
dagblöðum. (miðvikudagsblaði
Þjóðviljans mátti lesa þessa
vísu:
Víst ertþú Davíð kóngur klár,
kóngur skatta um eilífár.
Kóngur malbiks og mengunar,
mögur heimsku og harðstjórnar.
Vísur af þessu tagi sækja ekki
kraft sinn I efni heldur I form.
Þetta ber ekki að skilja þannig
að eitthvað sé yfir efninu að
kvarta sem slíku. Ég ber fulla
virðingu fyrir skilningi höfundar
á þjóðmálum. Það er ekki held-
ur ætlun mín að halda því fram
að ég sé handhafi einhvers
forms sem I öllum tilvikum er
gallalaust. Þegar svona lagað
er sett saman þá vill engu að
síður gleymast hve margir
möguleikar standa til boða.
Að mínu mati er seinni hluti vís-
unnar meingallaður. Mengun er
I fyrsta lagi grábölvað rímorð og
I öðru lagi þá þykir yfirleitt ólán
að vera með aukastuðla (sbr.
heimsku og harðstjórn). Þar að
auki er óþarfi að nota orðið
„mögur" sem fáir skilja nú orðið
og bætir engu við efni vísunnar.
Hafi höfundi veriö eftirsjá I rí-
morðinu „mengun" hefði til
dæmis vel mátt hafa síðustu
línuna svona:
mætur fulltrúi heimskunnar.
Með „mætum fulltrúa" er þá átt
við að umræddur stjórnmála-
maður gefi einkar skýra og
góða mynd af því sem hann er
fulltrúi fyrir. Mengunina má
reyndar líka færa til I vísunni
þannig að seinni parturinn verði
á þessa leið:
Kóngur malbiks og málæðis,
mengandi gróðabrjálæðis.
Nú kann einhverjum að finnast
þunglamalegur stíll á því að
nota málæði og brjálæði I eign-
arfalli til þess að ríma en það
finnst mér ekki. Fyrri parturinn
er stæling á sálmi og þess
vegna ætti að vera I lagi að
nota svolítið upphafinn stíl.
Hins vegar gæti botninn líka
verið með hversdagslegra
oröalagi og yrði þá einhvern
veginn svona:
■
Öll þín kenning er ihaldsraus,
átakanlega stefnulaus.
Kristján Jóhann"
Skráargatið þakkar Kristjáni Jó-
hanni þessar ábendingar og
mælist til þess að fleiri sendi
inn seinniparta á vísuna.
Eggjám SH
Á aðalfundi SH sem hófst í gær
átti að úthluta fundarmönnum
hnífum merktum Sölusamtök-
unum. I stað þess fengu menn
litinn gulan miða með fundar-
gögnunum sem á stóð:
Agæti félagi. Á þessum aðal-
fundi standa fundarfulltrúum til
boða sérmerkt eggjárn. Þar
sem það er útbreidd hjátrú I
Húnavatnssýslum um land allt,
að hnífa megi aldrei gefa heldur
selja og selja dýrt, hefur verið
sett upp sérstök bitvopnabúð
hjá Þjónustumiðstöð aðalfund-
arins - Ingibjörgu. Söluverð er
fast 10 kr og verður því ekki
breytt. Öllum hagnaði af sölunni
hefur þegar verið ráðstafað.
Iðunn Steinsdóttir rithöfundur fékk barnabókaverðlaunin
Bókin „Gegnum Þyrnigerð-
ið“ eftir Iðunni Steins-
dóttur var valin af Verð-
Iaunasjóði íslenskra
barnabóka sem
besta barnabókin
að þessu sinni.
Bamabókaverðlaunin vom nú af-
hent í sjötta sinn og er þetta í
fyrsta sinn sem viðurkenndur
höfundur er verðlaunahafi. I hin
fimm skiptin hafa alls óþekktir
höfundar hlotið þetta hnoss, sem
markað hefur upphaf þeirra á sviði
ritlistarinnar.
I umsögn dómnefhdar kemur ffam
að bók þessi sé nýstárleg og spenn-
andi ævintýrasaga sem gerist fýrir
langa löngu. Þar segir líka: „Efhið
skírskotar engu að síður á áhrifamik-
inn hátt til samtíðar okkar og þeirra
breytinga sem em að verða á meginlandi
Evrópu. Verkið geislar af ffásagnargleði
og persónur verða ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum
lesandans.“
Armann Kr. Einarsson
rithöfundur afhenti
Iðuimi verðlaunaféð,
sem var nú 200.000
krónur. Armann
sagði að þegar hann
hefði lesið yfir
handritið, hefði
flogið í huga sér
nafhið Astrid
Lindgren. Ár-
mann hrósaði
bókinni mjög
og sagði að
Iðunn væri
vel að þess-
um verðlaun-
um komin.
Þegar Iðunn Steinsdóttir tók við
verðlaununum, sagði hún að því mið-
ur væri það svo að böm fengju ekki
þá athygli sem þeim bæri hér á
landi. „Islendingar era ekki
bamavinir. Böm era til trafala
i dansinuih kringum gullkálf-
inn,“ sagði Iðunn og vildi
með því leggja áherslu á af-
skiptaleysi þeirra fullorðnu
gagnvart bömum í lífs-
gæðakapphlaupi nútímans.
Stjóm Verðlaunasjóðs ís-
lenskra bamabóka skipa þau
_ Olafur Ragnarsson formaður,
Armann Kr. Einarsson, Jón
Freyr Þórarinsson, Sigrún Klara
Hannesdóttir og Kristinn Amars-
son. Stjómin fékk auk þess til liðs
við sig að þessu sinni Steindór Emil
Sigurðsson, nemenda í Hjallaskóla í
Kópavogi, sem fulltrúa lesenda bama-
og unglingabóka.
-sþ
Iðunn Steinsdóttir
rithöfundur með
verðlaunabókina
og viðurkenning-
arskjalið sem
stjórn Verð-.
launasjóðsins
afhenti henni.
Mynd:
Jim Smart.
triað fer ekki á milli mála! \
X
Konur eiga auövitað að
standa strípaðar yfir
pottunum.../
Þegar þú ert búinn að laga
til geturðu byrjað á stærð-
fræðidæmunum mínum.
Svona á lifið að vera. Við getum gert allt sem okkur langar til en á meðan vinn- ur engladrenguinn öll verk- in. Og hann kvartar ekki einu sinni.
' I jl \
É^r
Mm
Hann kvartar ekki, en
grobbið i honum fer
í taugarnar á mér.
Síða 19
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. apríl 1991