Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 7
Víetnam klæðist gróðri á ný Víetnamar eru smám saman að græða landið upp á ný eftir skipulega gróðureyðingu Bandaríkjahers í Víetnamstríðinu Áaetlað er að lofthernaður Bandarlkjahers á Vletnam hafi skilið eftir sig yfir 21 miljón sprengjuglga. Hrlsgrjónaakrar og annað ræktarland voru sem gatasigti. Frá því að friður komst aftur á í Víetnam eftir að máttugasta hemaðarveldi heims, Bandaríkin, fór þaðan með sitt hafurtask árið 1975, hafa Víetnamar mátt hafa sig alla við til að gera landið byggilegt, fylla upp í sprengju- giga og græða landið upp að nýju. Þegar styijöldinni lauk, var Víet- nam að talsverðu leyti sviðið land eftir áralangar teppalagningar B- 52 sprengjuflugvéla og eiturefna- hemað Bandaríkjahers. - Fjöldi sprengjugíganna var slíkur að okkur var til efs að því yrði nokkum tíma lokið að ryðja ofan i þá alla, hefur tímaritið South eftir bandarískum prófess- or í dýrafræði sem sótti Víetnam heim á meðan styrjöldin stóð sem hæst. Þrátt fyrir þessar efasemdir prófessorsins hefur Víetnömum með mikilli eljusemi tekist að rækta upp stóran hluta af því ræktarlandi sem eytt var meðan á stríðinu stóð og er nú svo komið að Víetnam er á nýjan leik komið í hóp helstu hrísgijónaútflytjenda. Stærstan hluta eyðileggingar gróðurlendis meðan á styijöldinni stóð má rekja til sprengjuárása Bandaríkjahers. Talið er að yfir 21 miljón sprengjugíga hafl verið vítt og breitt um landið eftir loft- hemaðinn. Þrátt fyrir eðlilegar hrakspár prófessorsins, sem áður var vitnað til, hefur Víetnömum tekist, 15 árum frá stríðslokum, að fylla upp í nær alla gigana á stómm svæðum, s.s. á „hlutlausa beltinu“ sem svo var neftit, beggja megin landamæranna milli Suð- ur- og Norður-Víetnams. En það er við fleiri að sakast en Bandaríkjaher vegna gróður- eyðingarinnar. Fyrstu árin eftir stríðið gengu Víetnamar sjálfir ótæpilega nærri skóglendi og huggu skóga í stórum stíl til elds- neytis. Þau svæði sem einna verst hafa orðið úti af þessum sökum liggja nærri öllum helstu þjóðveg- um og aðflutningsleiðum sem og við hina sögufrægu slóð, sem kennd er við Ho Chi Min, en þar var skóglendi kerfisbundið eytt með eiturefha- og eldsprengju- árásum. Þau fáu tré sem lífs vom em meira og minna skemmd vegna málmflísa úr flísasprengj- um. Fyrstu árin eftir að friður komst á fór mikill timi og mann- afli í að hreinsa upp sprengjubrot, óspmngnar sprengjur og annað skran áður en hægt var að ryðja jarðvegi ofan í gígana og plægja og sá í landið á nýjan leik. En það er við fleira að etja en sprengjugíga. Víða þar sem áður var skóglendi, hefúr land smám saman skrýðst grasplöntum: Þetta veldur ómældum erfiðleikum varðandi ræktun nytjaplantna, sem njóta ekki lengur forsælu frá tijágróðri gegn sólarhitanum. Gegn þessu vandamáli hafa Víetnamar bmgðið á það ráð að gróðursetja og sá skipulega ffæj- um harðgerðra og hraðvaxinna tjáplantna. Á undanfbmum ámm hafa hundmð miljóna tijáplanma verið gróðursettar vítt og breitt um landið og er talið að á hveiju ári sé trjám plantað í þúsundir hektara. Á síðasta ári var gróður- sett í landflæmi sem er tvisvar sinnum á við flatarmál Singapúr. Sú trjátegund sem reynst hef- ur einna best í þessu skyni er Evk- alyptus. Hún er fljótvaxin og kemur því í góðar þarfir við að beina ásókn eftir eldiviði frá öðr- um hægvaxnari tegundum, s.s. ýmsum harðviði. Að sögn tímaritsins South þykir skógræktarátak Víetnama hafa lukkast framar öllum vonum og getur orðið fyrirmynd ýmsum þjóðum þriðja heimsins þar sem eyðing skóga er orðin eitt alls- heijar vandamál. South/-rk 16.000 manna her til Noröur-íraks Bandaríski undirhershöfð- inginn John Shalikashviii, æðsti maður þess um 16.000 manna herliðs Bandaríkjamanna, Breta og Frakka sem er á leið inn í íraska Kúrdistan, hittir að máli í dag íraska herforingja. Fer sá fundur fram í borginni Zakho í íraska Kúrdistan, skammt frá tyrknesku Ianda- mærunum. Er svo að sjá af þessu að ír- aksstjóm, sem harðlega hefur mótmælt komu vesturveldahers- ins, ætli eigi að síður að sætta sig um sinn við dvöl hans innan íraskra landamæra, sennilega í von um að blíðka með því vestur- landaríki og Tyrki í sinn garð. Sameinuðu þjóðimar og ír- aksstjóm hafa gert með sér samn- ing um aðgerðir til hjálpar flótta- fólki og munu S.þ. samkvæmt honum senda til landsins fjöl- mennt starfslið. Ekki er fúllljósthvað gert verður til að samræma þá hjálpar- áætlun þeirri, sem vesturvelda- hemum er ætlað að framkvæma. Dick Cheney, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Vesturveldin myndu fela S.þ. og alþjóðlegum hjálparstofnunum umsjón með flóttamannabúðum þeim, sem her þeirra ætlar að koma á fót í Norður-írak, „eins fljótt og mögulegt verður". Ekkert samkomulag um eyjar Þeir Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étríkjaforseti og Toshiki Kaifú, Umsjón: Dagur Þorleifsson forsætisráðherra Japans, undirrit- uðu í gær eftir langar og strangar viðræður sameiginlega yfirlýs- ingu um vináttu og samskipti, sem ekki virðist þó boða nein þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samkomulag um þær syðstu af Kúrileyjum, helsta þrætuepli þeirra sem Japanir vilja fá en Sov- étmenn ekki sleppa, náðist ekki. A Frá grunnskólum Hafnarfjarðar Innritun nýrra nemenda Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnarfjarðar stendur nú yfir á skrifstofum viðkomandi skóla og skal henni lokið eigi síðar en föstudaginn 3. maí nk. Ekki er víst að unnt verði að verða við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Innritun í vorskóla fyrir börn, fædd 1985 Innritun barna, fæddra 1985, fer fram í grunnskólum bæjarins sem hér segir: Lækjarskóli föstud. Víðistaðaskóli föstud. Engidalsskóli föstud. Setbergsskóli föstud. Hvaleyrarskóli föstud. 17. maíkl. 15.00. 17. maí kl. 15.00. 17. maí kl. 15.00. 17. maíkl. 15.00. 17. maíkl. 15.00. Oldutúnsskóli fimmtud. 23. maí kl. 15.00. Vegna afmælishátíðar Öldutúnsskóla er ekki unnt að innrita þar fyrr. Flutningur milli skóla Eigi nemandi að flytjast á milli skóla, ber að tilkynna það skrifstofum viðkomandi skóla eigi síðar en föstu- daginn 3. maí nk. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Kjörfundur í Kópavogi Kjörfundur í Kópavogi vegna Alþingiskosninganna 20. apríl hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Kjörstaðir eru tveir: I Kársnesskóla fyrir kjósendur sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir vestan Hafnarfjarðar- vegar og í Kópavogsskóla fyrir kjósendur sem sam- kvæmt kjörskrá eru búsettir austan Hafnarljarðarvegar. Kjósendur eru beðnir að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn óskar. Aðetur kjörstjórnar verður í Kópavogsskóla. Kjörstjórnin í Kópavogi, Jón Atli Kristjánsson Sólveig Helga Jónasdóttir Sigurjón Davíðsson Frá Fósturskóla íslands Umsóknarfrestur um dreift og sveigjanlegt fósturnám rennur út 21. maí næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri Áskorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík. Fasteignagjöld í Reykjavík 1991 eru nú öll gjaldfallin. Gjaidendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast vijð að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra í samræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 17.04 1991, Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík. Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.