Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 13

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 13
KOSNINGAR - '91 Bréf til háskólamanna Ágætu félagar í BHMR! Ég var að fá í hendurnar fréttabréf sarntaka okkar, l.tbl.8.árg. Þar er okkur sagt hvernig við eigum að kjósa í nk. alþingiskosningum. Deilt er á núverandi ríkisstjórn og orðrétt segir: „Félagsmenn BHMR: Veljum nýjan viðsemjanda á kjör- dag!“ Það er langt síðan ég hef séð slíka misnotkun á stéttasamtök- um, sem fjöldi manna með marg- breytilegustu stjómmálskoðanir greiðir há gjöld til. Einstakir for- ystumenn geta að sjálfsögðu verið með hvaða yfirlýsingar sem þeim þóknast á eigin ábyrgð en stétta- samtök verða að halda sér utan við flokkspólitísk átök eigi þau að vera marktækt afl í hagsmunabar- áttu í framtíðinni. Með vinnubrögðum af þessari gerð er einfaldlega verið að vega að BHMR sem samtökum. Raun- ar virðist forysta samtakanna fjar- lægast stöðugt þjóðfélagslegan raunveruleika og lokast i staðinn inni í biturleik og heift vegna undangenginna átaka. Sennilega er kominn tími til að sumir há- skólamenn fari í staðinn að skyggnast af raunsæi um samfé- lagið vítt og breitt; fari að sjá eitt- hvað meira en íyrri kjarabaráttu, sem augsýnilega hefur siglt í strand. Viðtal Morgunblaðsins við Pál Halldórsson, formann BHMR, 17.apríl, virðist staðfesta þessa skilgreiningu mína. Páll er þar að útskýra stuðning sinn við Kvennalistann í kosningunum og segir síðan: „Eg er ekki að tala gegn Sjálfstæðisflokknum heldur er ég að tala sérstaklega til kjós- enda Alþýðubandalagsins“. Síðar ítrekar þessi róttæki vinstri maður og félagshyggjusinni „að það væri talsverður straumur til Sjálf- stæðsflokksins og honum dytti ekki í hug að reyna að beita sér gegn honum“. Athyglisvert er að í viðtalinu minnist Páll ekki á aðra stjómarflokka en Alþýðubanda- lagið. Það sjá auðvitað allir að hér er um að ræða glórulaust hatur. En Palli er ekki einn í heiminum og ég beini hér sérstaklega máli mínu til þeirra háskólamanna sem hingað til hafa fylgt sömu steínu og hann í kjaramálum en vilja ennþá rökræða hlutina. Eg tel að mjög margir há- skólamenn í opinberri þjónustu búi við fremur léleg launakjör. En sama máli gildir um allan þorra opinberra starfsmanna, ekki síst félagsmenn BSRB, og raunar má sama segja um stóran hluta fé- lagsmanna ASI. En margir háskólamenn búa við góð kjör í samanburði við aðra launamenn í landinu. Há- skólamenn eru engan veginn einn samstæður hópur í launamálum og gildir það bæði um starfsmenn Gísli Gunnarsson skrifar hins opinbera og einkageirans. Við skulum aðeins riQa upp nokkur atriði í launaþróun undan- gengins áratugs. Mikil kjararým- un átti sér stað hjá öllum þorra launamanna á árunum 1983-84. En heildarlaunagreiðslur ein- stakra einkafyrirtækja minnkuðu ekki verulega á þessum árum, því að það sem sparaðist í greiðslum til almennra launamanna rann í vasa forstjóranna, fjármálastjór- anna og annarra vildarvina eig- endanna. Meirihluti þessarra vild- arvina voru háskólamenn. Launahlutföllin sem sköpuð- ust 1983-84 hafa í stórum dráttum haldist; ef eitthvað er hefur launa- mismunur aukist í einkageiranum síðan þá. Það er við þessar aðstæður sem BHMR krefst þess að launa- kjör háskólamanna í opinberri þjónustu verði miðuð við launa- kjör háskólamanna sem vinna hjá einkageiranum. Þessi viðmiðun felur í sér mikið tæknilegt vanda- mál: Stærstu hópar háskólamanna í opinberri þjónustu eiga sér enga viðmiðunarhópa í einkageiranum og eru kennarar hér gott dæmi. Viðmiðunaraðferðin verður því þessi: Athuguð eru kjör sambæri- legra starfshópa hjá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum, segjum t.d. viðskiptafræðinga og verkfræðinga. Þessu næst er menntun hinna ýmsu hópa há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna athuguð og gengið út frá þvi að menntun ákveði þar launahlutfoll- in. Niðurstaðan verður því þessi: Laun viðskiptaffæðings hjá einkafyrirtæki skulu ákveða laun viðskiptaffæðings hjá því opin- bera sem síðan ákveði laun kenn- ara með B.A. próf og kennslurétt- indi. (Þeirri spumingu er síðan aldrei svarað hvers vegna við- skiptafræðingurinn fæst til að starfa hjá því opinbera; kennarinn á hins vegar oftast engan annan kost vilji hann nýta menntun sína). Það hljóta að vera ýmsir erfið- leikar á ffamkvæmd slíkrar launa- stefnu af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi er erfitt að fá aðra til að samþykkja eða virða rökrænar forsendur fýrir stefnunni. 1 öðru lagi eru á því miklar líkur að framkvæmd launastefnunnar hafi í for með sér aukinn launamun al- mennt. Þetta tvennt gerir því „mark- aðslaunastefhuna" að fremur óraunhæfúm möguleika í kjarab- aráttunni eins og sakir standa, ekki síst þegar launaeftirlitið í Garðastræti er eins virkt og dæm- in sanna. Við þessar aðstæður er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að viðsemjendur breyti verulega um stefhu þótt t.d verði skipt um rikisstjóm. Væm aðrar leiðir ef til vill heppilegri í kjarabaráttu háskóla- manna eins og sakir standa? Mér dettur t.d. í hug samstöðu með láglaunahópum. Sumir háskóla- menn búa við mjög lág laun þegar tekið hefur verið tillit til óendur- greiddra námslána og/eða lélegrar húsnæðisaðstöðu. Þetta á einkum við marga unga háskólamenn sem hafa nýlokið námi. Það er full- komlega raunhæft að semja um bætt kjör þessa hóps innan ramma núverandi þjóðarsáttar. Kröfur Alþýðubandalagsins um húsnæðisbætur og auknar bamabætur ættu því að fá ský- lausan stuðning ffá stéttasamtök- um háskólamanna ef meining þeirra er að ná raunverulegum ár- angri í kjarabaráttunni miðað við ríkjandi aðstæður. En eitthvað til- lit til rikjandi aðstæðna og ein- hveija heildarsýn um samfélagið þurfa gjaman góð stéttasamtök að hafa. Gísli Gunnarsson er dósent í sagnfræði við Háskóla íslands. Loksins, loksins... Kári Amórsson skrifar „Loksins, Ioksins“ var haft eftir Kristjáni Albertssyni þegar Halldór Laxness hafði skrifað Vefarann mikla. Svipað verður manni á tungu þegar maður hugsar til skólamála í ráðherratíð Svavars Gestssonar. Loksins kom ráðherra sem hafði einurð í sér og vilja til að taka af alvöru á skólamálum og marka stefnu sem horfði til frambúðar. Frá því lögin um grunnskóla vom sett 1974 hefur rikt hirðu- leysi um skólamál á íslandi og umræða og ffamkvæmdir verið með lágkúrulegum hætti. Skóla- málin hafa verið afgangsmál þótt svo þau eigi mikilvægis síns vegna að vera meginmál hvers þjóðfélags. Engin stefna hefúr verið ríkjandi og happa og glappa aðferðir viðhafðar við töku ákvarðana. Svavar tók þá skynsamlegu ákvörðun að ráða til sín sérstakan fagráðunaut í skólamálum. Hann var sem sé þeirrar skoðunar að Hann var sem sé þeirrar skoðunar að skólamál skyldu hafa forgang í ráðu- neytinu og frá þeirri stefnu horfið að þau væru þar hornrekur skólamál skyldu hafa forgang í ráðuneytinu og frá þeirri stefnu horfið að þau væru þar homrekur. Öðrum ráðherrum hafði ekki komið í hug að ráða sér slíka fag- menn heldur var þeirra sjónarmið að ráða flokkspólitíska menn, ekki fagpólitiska, þótt svo þeir ættu nóg af slíkum mönnum inn- an sinna flokka. Sem fagráðunaut réði Svavar til sín Gerði Óskars- dóttur. Auðséð var að hann hafði vandað sitt val og fengið til starf- ans konu sem hafði víðtæka reynslu frá öllum stigum skólans og auk þess mjög góða menntun. Gerður þekkti einnig vel hið fé- lagslega kerfi kennarasamtaka á lslandi, sem er kostur þegar leggja þarf mat á mögulegar framkvæmdir. Svavar hófst handa um að endurskipuleggja starfstil- högun i ráðuneytinu. Það var ekki gert með þeim hætti að reka fólk, eða endurskipulagning hefði það markmið eitt að koma inn pólit- ískum samheijum. Endurskipu- lagningin fólst i því að auka skil- virkni, móta stefnu, setja sér ákveðin markmið. Þau markmið voru grundvölluð af fagmennsku og víðsýni. Þessi vinna er aðeins byrjunin á því mikla verki að gera skólann þannig úr garði að hann geti þjón- að nemendum og gert þá hæfari til að takast á við þau verkefni sem þeirra bíða sem fullorðinna þegna, gera skólanum kleift að þjóna því samfélagi sem hann er hluti af. Það er með ólíkindum hvað bömum hefúr verið boðið upp á varðandi skólagöngu og foreldramir látið viðgangast. Einkum á þetta við um þéttbýlið. Þar fara bömin í skólann næstum því á öllum tímum dagsins. Eng- inn fúllorðinn myndi láta bjóða sér slíkt. Foreldmm er raunar sú vorkunn að þeir hafa ekki getað hent reiður á neinni stefnu í skóla- málum. T.d. jafn stórt sveitarfélag og Reykjavík hefur enga stefnu í þessum málum. En með verkum Svavars Gestssonar og hans starfsfólks í ráðuneytinu hefur umræðan um skólamál verið sett á hærra plan. Sett hefur verið fram stefnumörk- un til næstu aldamóta sem menn geta velt fyrir sér og tekist á við. Þá fyrst skapast möguleikar fyrir lærða sem leika að mynda sér haldbæra skoðun á þessum mála- flokki. Gefin hefur verið út aðalnám- skrá grunnskóla og samþykkt ný lög fyrir hann. Um þau lög náðist mjög víðtæk samstaða á Alþingi sem er auðvitað afar mikilvægt fyrir svo stóran málafiokk. Um- ræður um skólamál á hinu háa Al- þingi er annars kapítuli út af fyrir sig sem vert væri að taka til með- Með nýjum lögum er stefnt að því að einsetja skólann. Það er gífurlegt hagsmunamál ferðar þótt það verði ekki gert hér. Með nýjum lögum er stefnt að því að einsetja skólann. Það er gífur- legt hagsmunamál. Nýlega hefur verið sýnt ffarn á að lenging skóladagsins, og þess vegna einn- ig skólaársins, er þjóðhagslega mjög hagkvæmt og ætti það ekki að draga úr áhuga fyrir þeirri framkvæmd. Um mörg ár hefúr Alþingi með fjárlagasamþykktum sínum skert þann nauma tíma sem nem- endum var ætlaður samkvæmt eldri lögum. Þrátt fyrir efnahags- legar þrengingar hefúr Svavari Gestssyni tekist að auka stunda- fjölda nemenda. I nýju grunn- skólalögunum eru sett ákvæði um lágmarks tímafjölda. Þegar það ákvæði laganna er að fúllu komið til framkvæmda eflir þijú ár, verð- ur ekki hægt að skerða stunda- fjöldann eins og marg oft var gert samkvæmt eldri lögum. Þetta er reyndar lýsandi fyrir vinnubrögð Svavars að þora að setja ákvæði, sem menn verða að standa við en geta ekki skotið sér undan með ei- lífum undanþágum. Eg tel mig mæla fyrir stóran hluta skólafólks, hvar sem það er í fiokki statt að enginn ráðherra menntamála nú í seinni tíð hafi náð jafn miklum árangri á jafn skömmum tíma. En þetta er bara byijunin. Þessi vinnubrögð þarf að tryggja áffam. Það skiptir öllu máli fyrir framtíð Islendinga sem sjálfstæðrar þjóðar að skólamálin hafi forgang. Þar er fjöregg þjóð- arinnar. Það væri mikið gæfuspor fyrir, ef auðnast mætti að halda áfram því ágæta starfi sem Svavar Gestsson hefúr hafið í skólamál- um. Þessum málaflokki er þörf á ötulum stuðningsmanni á Al- þingi, manni sem þorir, vill og getur. Eg er ekki fiokksbróðir Svavars Gestssonar en hvet, engu að síður, alla skólamenn til að stuðla að glæsilegri kosningu hans og sýna þannig í verki að þeir kunni að meta það sem hann hefúr þegar gert. Höfundur er skólastjóri Foss- vogsskóla í Reykjavík. Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.