Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 14
Frú Nemesis ber að dyrum
Miðvikudaginn 13. febrúar var fjöldi manns samankominn í. vo-
kölluðum „Clemenceau-sal“í Luxemborgarhöllinni í París. þar sem
öldungadeild franska þingsins er til húsa. í þessum forgylltu salar-
kynnum stóð yfir ráðstefna um Víetnam og hafði ýmsum sérfræðing-
um verið boðið, svo og öðrum sem létu sig þetta viðfangsefni varða.
Gráhærður og virðulegur háskólakennari á sjötugsaldri, Georges
Boudarel að nafni, sem var viðurkenndur sem einn helsti sérfræðing-
urinn í víetnömskum stjórnmálum og þó sérstaklega málefnum and-
ófsmanna þar í landi, bjó sig undir að taka til máls. Þá ruddist skyndi-
lega fram Jean-Jacques Beucler nokkur, fyrrverandi ráðherra í stjórn
Giscard d'Estaing, og hrifsaði til sín hljóðnemann.
Frammi fyrir þrumu lostnum
áheyrendum sakaði hann Georges
Boudarel fyrir að hafa verið fanga-
vörður fjórum áratugum áður í
fangabúðum víetnamskra uppreisn-
armanna, þar sem franskir hermenn
voru hafðir í haldi við hin alverstu
skilyrði, og átt að sjá um að „heila-
þvo“ þessa landa sína og troða í þá
áróðri uppreisnarmanna.
Georges Boudarel gat engan
veginn borið á móti því, að hann
væri sá hinn sami Boudarel sem
hefði gerst liðhlaupi úr franska
hemum tuttugu og fjögurra ára að
aldri og slegist i flokk með Vietm-
inh, eins og uppreisnarmenn gegn
Frökkum í Indókína voru þá kallað-
ir. Þá hélt ráðherrann fyrrverandi
áffam:
„Það er rétt að minna á, að dán-
artalan í þessum fangabúðum var
hærri en í fangabúðum nasista. Þar
sem yður hefur nú verið veitt upp-
gjöf saka, getum við ekki dregið
yður fyrir dómstóla. En það er rétt
að áheyrendur viti hvers konar
mann þeir hafa hér frammi fyrir sér.
Þcr hafið blóð á höndunum..."
Á þennan harla dramatíska hátt
byrjaði það sem Frakkar kalla nú
„Boudarel-málið“ og hefur komið
af stað flokkadráttum og dcilum
eins og gjaman gerist á Signubökk-
um. Og I samræmi við gamla hcíð
er annað og meira í húsi í þessum
deilum en það eitt hvort Boudarel
geti talist sekur um eitt eða neitt
fjómm áratugum eflir atburðina:
málið endurspeglar í rauninni bæði
erfiðleika Frakka við að gera upp
ýmsa þætti fortíðarinnar og einnig
þau straumhvörf sem nú em greini-
lega orðin og valda því að ýmislegt
má taka til endurskoðunar sem áður
var viðurkennt.
Ráðherrann fyrrverandi lýsti
því síðar yfir, að hann hefði lofað
vini sínum á dánarbcði að hafa uppi
á Boudarel, sem verið haíði fanga-
vörður hans, og hefði hann loksins
fundið hann á ráðstefnunni: því
hefði hann stokkið fram á þennan
hátt og gripið hljóðnemann. En fer-
ill Boudarels virðist samí ekki hafa
verið neitt leyndarmál. Efiir að hafa
setið um skeið á kaþólskum presta-
skóla kom hann til Saigon árið
1948, þá 22 ára að aldri, og var
kennari í heimspeki við ýmsa
menntaskóla í lndókína. Upprcisn
nýlendubúa gegn frönskum vald-
höfum Var þá þegar hafin, og Boud-
arel vanorðinn sannfærður komm-
únisti, en slíkur ferill - að hoppa
beint úr prestaskóla yfir í kommún-
istaflokkinn - var síður en svo
nokkurt einsdæmi á þessum tíma.
Þegar hann var kvaddur í herinn, í
desember 1950, var hann búinn að
gera upp hug sinn: hann gerðist lið-
hlaupi og laumaðist yfir til Vietm-
inh, sömu leið og fleiri fóru á þeim
árum, og eins og þá tíðkaðist
dæmdi herdómstóll hann til dauða
fjarverandi.
Boudarel vildi nú að sögn taka
þátt í bardögum, en það var and-
stætt stefnu hinna nýju samherja
hans, og því var honum falið að sjá
um þætti í áróðursútvarpi sem ætl-
að var Frökkum og ffanska hem-
um. Hann kunni mjög vel við sig
meðal uppreisnarmanna: þar ríkti
frelsi og bræðralag og allir voru
samhentir í hugsjóninni, og sá hann
hvergi neitt illt eða grunsamlegt.
Svo fór ástandið að versna í suður-
hluta landsins, þar sem Bouadarel
.var niður kominn, og var þá ákveð-
ið að senda hann norður á svæði
sem Vietminh hafði algerlega á
Georges Bouarel I Indóklna.
Georges Bouarel árið 1991.
valdi sínu: það var sex mánaða
ganga 1500 km leið gegnum frum-
skóginn. Þegar þangað kom fór
hann að sjá að ekki var allt til fyrir-
myndar í þessari paradís frelsisins,
og ekki virðist hann samt hafa efast
að neinu ráði. Og í janúar 1953 var
hann gerður að áróðursstjóra í
fangabúðum fyrir franska hermenn.
I búðum af þessu tagi var að-
búnaður með hinu versta móti, þótt
ekki virðist hafa verið um beinar
pyndingar að ræða, og gefur það
nokkra hugmynd um ástandið yfir-
leitt, að af 37.000 frönskum her-
mönnum sem Vietminh tóku til
fanga komu aðeins lúmlega tíu þús-
und lifandi aftur. í „fangabúðum
113“, þar sem Boudarel var nú
meðal yfirmanna, hrundu fangamir
niður úr malaríu, beri beri og öðr-
um svipuðum sjúkdómum sem
blossuðu upp vegna loftslagsins,
næringarskortsins og hinna skelfi-
legustu hreinlætisaðstæðna. Þeir
vissu fullvel að lífslíkur þeirra vom
takmarkaðar: margir þeirra vora
40-50 kg, og það tók þá klukku-
stundir að komast upp stigann í
svefnskálana. Sjúkrastofa búðanna
var nefnd „líkhúsið" í daglegu tali.
Við þessar aðstæður er ekki að
furða þótt fangamir hafi lagt mesta
hatur á ungan landa þeirra sem var í
flokki fangavarðanna og tók að sér
það hlutverk að troða í þá áróðri
andstæðinganna, en efnislega virð-
ist „boðskapurinn“ hafa verið
dólgamarxismi af fáránlegustu
gerð. En þó var annað verra: mark-
miðið í þessum búðum var að
„heilaþvo“ fangana og „endur-
hæfa“ þá og til þess var notað kerfi,
sem Kínveijar áttu eftir að fúll-
komna og fólst í þvi að fangamir
vora neyddir til að stunda „sjálfs-
gagnrýni", milli þess sem þeir vora
látnir syngja lofsöngva um leiðtoga
Vietminh, og stunda svo i sífellu
njósnir hver um annan. Hvort sem
þeir vildu eða ekki urðu þeir að taka
þátt í kefinu, því þeir gátu ekki gert
sér neinar vonir um að vera látnir
lausir n?ma þeir „stæðu sig vel“.
Og það var einmitt Boudarel sem sá
um að meta „frammistöðu“ fang-
anna, gefa þeim „einkunnir“ - og
útbýta matvælum og lyfjum sam-
kvæmt því. Hann gat líka ráðið
ýmsu um það hveijir vora látnir
lausir, - en það gat ráðið lífi og
dauða hvort menn væra fáeinum
vikum lengur eða skemur í þessu
víti. í augum fanganna var Boudar-
el verri cn svikari, hann var striðs-
glæpamaður.
Eftir ársdvöl á þessum stað tók
Boudarel aflur við starfi í áróðurs-
útvarpinu, og eftir að stríðinu lauk
fékkst hann við ýmis störf í Hanoi:
útgáfu bóka á erlendum málum og
frönskukennslu. Hann fylgdist með
þróun stjómarfars kommúnista í
Norður- Víetnam - sem varð til eft-
ir ósigur Frakka - og þoldi það sí-
fellt verr. Árið 1964 komst hann til
Tékkóslóvakíu, þar sem honum
bauðst staða, og þar missti hann
síðustu tálvonir sínar um kommún-
ismann.
Vorið 1966 samþykkti franska
þingið lög um almenna sakarapp-
gjöf vegna styijaldanna í Indókína
og Alsír, og greip Boudarel þá tæki-
færið og sneri aftur til heimalands
Einar
Már
Jónsson
síns eftir átján ára fjarvist. Enginn
hafði neitt við komu hans að athuga
eða skipti sér yfirleitt nokkuð af
fortíð hans: reyndar höfðu dular-
fullir menn í rykfTÖkkum gaman af
þvl að spjalla við hann, en áhugi
þeirra beindist einungis að dvöl
hans í Prag, og þar hafði hann ekk-
ert óhreint í pokahominu. í fyrstu
lifði hann á tilfallandi störfúm,
meðan hann lauk við doktorsrit-
gerð. En hann hélt sambandi við
kunningja sína í Víetnam, sem urðu
flestir andófsmenn. Og svo fóra að
birtast eftir hann sérlega vandaðar
og fróðlegar greinar um víetnömsk
stjómmál i fræðitímaritum. Þær
urðu þess valdandi að hann fékk
stöðu við háskóla í Paris, þar sem
hann varð einna fyrstur til að segja
umbúðalaust sannleikann um
ástandið í Víetnam. En hann dró
enga dul á fortíð sína.
Við þessar aðstæður er ólíklegt
að fangamir fyrrverandi hafi ekki
getað haft uppi á Boudarel fyrr en
núna: kannske vora þeir ekki að
leita að honum eða þeir vissu hvar
hann var og létu hann í friði, af því
að þeir töldu að það væri tilgangs-
laust að afhjúpa hann. I rúma þijá
áratugi hefur sú skoðun verið nán-
ast ríkjandi í Frakklandi (með örfá-
um undantekningum) að málstaður
Frakka í Indókínastriðinu hafi verið
mjög vondur og það hafi verið mik-
il mistök að byrja á þessari styijöld
og semja ekki við uppreisnarmenn
þegar í upphafi. Á þeim grundvelli
virðist það hafa verið nánast þegj-
andi samkomulag að tala sem
minnst um sfyijöldina og láta hina
dauðu grafa hina dauðu. Og meðan
andrúmsloftið var þannig hefði það
lítið stoðað að fara að kalla Boudar-
el til ábyrgðar. Ef einhver vildi riQa
upp hryðjuverk uppreisnarmanna
eða bandamanna þeirra, var þá auð-
velt að benda á hryðjuverk Frakka
sjálfra sem allir vildu gleyma (m.a.
pyndingar á föngum sem hófúst í
Indókína áður en þær komust í há-
mæli í Alsír), eða halda því fram að
uppreisnin í Indókína hafi verið
„söguleg nauðsyn" og það ofbeldi
sem jafnan fylgi „sögulegri nauð-
syn“ sé óhjákvæmilegt og réttlæt-
anlegt.
En þetta ástand hefur skyndi-
lega breyst: nú er svo komið að
ekki er lengur hægt að halda því
fram að vondur málstaður Frakka í
Indókína „réttlæti" á nokkum hátt
þá striðsglæpi sem andstæðingar
þeirra kunni að hafa gert sig seka
um. Og þeir munu færri sem trúa nú
blint á nokkra „sögulega nauðsyn",
sem geti orðið mælikvarði á sekt
eða sakleysi. Allt þetta viðurkenna
vinstri menn, en eigi að síður virð-
ast þeir vera í mikilli klemmu í
þessu Boudarel- máli. Þeir telja að I
Indókína hafi það verið réttlætan-
legt að hermenn gerðust liðhlaupar,
en alls ekki að þeir gengju eins
langt og Boudarel gerði: „Þegar
hann lagði af stað í fangabúðimar,
fór hann yfir mörkin," heyrist
gjaman sagt, „og líf hans tók allt
aðra stefnu". Samt vilja þeir ekki
fordæma hann nú, þegar ijórir ára-
tugir era liðnir: þeir vísa til sakar-
uppgjafarinnar og benda á, að
Boudarel hafi snúið baki við villu
síns vegar og stuðlað að því að
leiða aðra I sannleikann um Víet-
nam og stjómarfarið þar. En þessi
vöm virðist samt hjáróma.
Hnúturinn stafar af því að þetta
mál snertir eitt viðkvæmasta trúar-
atriði vinstri manna í Frakklandi.
Vora hryðjuverk nasista á yfirráða-
svæðum sínum og hryðjuverk
kommúnista í Austur- Evrópu,
Kina eða Víetnam sama eðlis og
sambærileg og fangabúðir þeirra
sams konar fyrirbæri? Lengi hafa
vinstri menn í Frakklandi haldið
dauðahaldi í þá kenningu að á
þessu tvennu hafi verið einhver eðl-
ismunur, - það sé ekki hægt að for-
dæma á sama hátt leynilögreglu,
böðla og fangabúðir kommúnista-
ríkja - eða kommúnistahreyfinga
eins og Vietminh var - á sama hátt
og allir hafa lengi verið sammála
um að fordæma nasismann. Eftir
því sem tíminn líður verður aug-
ljósara að kenningar af þessu tagi
þarf að taka til rækilegrar endur-
skoðunar. Verður Boudarel- málið
til þess að Frakkar fari að takast á
við ýmis atriði sinnar eigin sögu
sem þyrfti að gera upp og vísi þá
kannske öðram veginn?
Það er í meira lagi hæpið. Svo
hlálega vill nefnilega til að það era
einkum ýmis samtök og flokksbrot
yst til hægri sem hafa staðið fyrir
árásum á Boudarel - og vilja nú
ákæra hann fyrir „glæpi gegn
mannkyninu" sem fimast aldrei -
og tilgangurinn er allur annar.
Forsprakkar þessara manna vilja
kannske fyrst og frernst hefha sín
fyrir ósigra fyrri ára og jafnffamt
réttlæta eftir á ffamkomu ffanska
hersins í Indókína: þeir hafa nefni-
lega ekki komið því í kring sem
Boudarel gerði, - að snúa baki við
graggugri fortíð. Á slíkum grund-
velli er ólíklegt að nokkrar umræð-
ur geti átt sér stað.
e.m.j.
Franskir strlðsfangar f Indókfna.
14 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991