Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 23
Valkostir
og mótvægi
Ungar stúlkur komu og kváð-
ust vera að velta því fyrir sér
hvaða flokk væri best að kjósa
„sem mótvægi við íhaldið“. Og
Svavar Gestsson sagði hér í við-
tali á dögunum að Alþýðubanda-
lagið væri eina mótvægið við
íhaldinu sem gagn væri í.
Vantrú tímans
Þessi ummæli eru tímanna
tákn. Mótvægi, sögðu þau. Slík
áhersla er partur af pólitískri van-
trú tímans. Menn gera ekki ráð
fyrir því lengur að heimurinn
breytist mikið við að „okkar
menn komast að“. En á þeirri
sannfæringu lifðu jafnaðarmenn
góðu lífi lengi, hvort sem þeir
kölluðust kratar eða kommar,
Framsóknarmenn líka og nú síð-
ast er það helst stuðningsfólk
Kvennalistans sem þessa trú hef-
ur. Hina útópísku trú. Það hefur
þrengst um hana bæði af vondum
ástæðum og góðum. Þær skárri
eru þær, að menn gera sér grein
fyrir því að ef lýðræðið á ekki að
snúast í andhverfu sína verður
það að taka tillit til minnihluta
hvers tíma, og það fær enginn sín-
um pólitískum vilja framgengt,
klárum og kvittum.
Það er líka tímanna tákn að
menn tala íyrst og síðast um mót-
vægi við íhaldið. Það á sér leik á
borði án þess að hafa þurft að af-
reka neitt: það hefur verið laust
frá stjómarábyrgð á erfiðum tíma
og það hefur innbyrt Albertsliðið
að mestu aftur. Og lætur mjög
drýgindalega yfir því að það sé
eiginlega hinn sanni vettvangur
málamiðlana í þjóðfélaginu.
Mönnum stendur sem vonlegt er
stuggur af einhverskonar eins-
flokkskerfi með blessun lýðræð-
isins, af Flokki allra Flokka, sem
felur stórmálin hinum stóru og
sterku leiðtogum en felur stefnu-
mótun í þoku og reyk.
Kvennalistinn
Kvennalisti á, hvað sem liður
kostum þeirrar hreyfingar, erfitt
með að vera „mótvægi“ við
íhaldið. Hann vill sjálfur ekki fara
á neinn slíkan bás, hann kveðst
standa á þeim forsendum sem
ekki viðurkenni „karllæga“ skipt-
ingu í vinstri og hægri (eins þótt
félagsmálapólitík Kvennalistans
sé vitanlega mjög skyld því sem
vinstrifiokkar hafa verið að
bauka). Kvennalistann á líka í til-
vistarkreppu sem ekki verður séð
fýrir endann á og tengist vissri
„aðskilnaðarstefnu“ sem verður
svo að heita: kynin eiga að beijast
saman fyrir betra heimi, en fyrst
verða konur að beijast út af fyrir
sig til að spillast ekki af því vald-
kerfi sem fyrir er. Þessi aðskiln-
aðarstefna þýðir m.a. að það er
ekki eins erfitt fyrir nokkum
flokk að standa í þeim málamiðl-
unum sem stjómaraðild krefst og
einmitt Kvennalistann, sem hann
þó telur sér skylt að reyna. Þetta
er erfiður hnútur.
Flokkurinn
í miöjunni
Framsóknarflokkurinn gerir
miklar tilraunir til þess að fá að
heita „mótvægið" - bæði með því
að sveia EB í bak og fyrir og með
HELGARP
því að veifa persónuvinsældum
Steingríms. En miðjuflokkur get-
ur eðli málsins samkvæmt illa
verið mótvægið við stóran hægri-
flokk, sem sjálfur er með drjúgan
slatta af miðjufylgi í vösum.
Framsóknarflokkur hefur það eðli
miðjuflokks að draga dám af
sterkum sessunauti: ef vinstriöfl
eru í sókn í samfélaginu hallast
hann þangað, ef hægrisveifla er,
þá falla hans andleg vötn í þá átt-
ina. Svo er SIS ffændi kominn að
fótum fram og þar með dettur ein
helsta stoðin undan sérleika
Framsóknarflokksins, þótt aldrei
væru áhrif Sambandsins beinlínis
til að efla vinstrifreistingar i
flokknum.
Nema hvað: Framsóknar-
flokkurinn stendur uppi í þessari
hryðju með eitt mál: kjósum ekki
EB. Sem er ágæt staðhæfmg ef
ekki fylgdi sá bögull skammrifi
að í leiðinni lætur Framsókn sem
EES (Evrópskt efnahagssvæði) sé
eitthvað allt annað en EB. Þetta er
skaðlegt: við getum ekki gengið ,
framhjá hjá því að EES er hannað
sem, biðstofa að EB, og það hefur
gerst áður í stórmálum, að Islend-
ingar hafa eins og oltið í ráðleysi
inn í tiltekið ástand án þess að
valkostir væru nokkru sinni rædd-
ir í hreinskilni (kvótamálin). Og
án þess að leggja okkur sérstak-
lega ffarn í illkvittni gætum við
bætt því við, að eðli miðjuflokks
er mikið ístöðuleysi, eða eins og
einn af fyrrum ritstjórum Tímans
orti um sína ágætu flokksbræður í
„Framsóknarliði snjöllu“:
þeir sitja hjá og segja nei
og síðast já við öllu....
Skilaboð
Alþýðjflokks
Alþýðuflokkur gerir náttúr-
lega mikið tilkall til að vera „mót-
vægið" við íhaldið - nú síðast
með hólmgönguáskorununum
Jóns Baldvins til Davíðs. En ein-
hvemveginn gengur það illa upp í
vitundinni. Alþýðuflokkurinn
hefur einna helst sent frá sér þau
skilaboð á undanfomum misser-
um, að hann væri hin sanna fram-
varðarsveit markaðshyggjunnar.
Hreinskipmari og einlægari en
Sjálfstæðisflokkurinn sem væri
siðspilltur af sínum dreifbýlis-
sjónanniðum og fleim. Með öðr-
um orðum: eiginlega betri hægri-
flokkur en íhaldið. Að vísu er því
svo við bætt, að velferðarkerfi
eigi að vera gott, en vegna þess að
Sjálfstæðisflokkurinn hér hefur
löngu gefist upp við að andæfa
„félagslegu öryggisneti" (amk
ekki því sem þegar hefur riðið
verið), þá hljómar það allt næsta
dauflega. Auk þess em það ung-
kratar og tæknikratar sem mest
hafa rekið beinan áróður og
óbeinan fyrir blessun Evrópu-
bandalags. Að þessu samanlögðu
finnst manni að einna helst hljóti
Alþýðuflokkurinn að vera á at-
kvæðaveiðum á sömu miðum og
Sjálfstæðisflokkurinn, enda er
það svo í reynd, að það er ekki
síst milli þessarra flokka tveggja
sem atkvæði renna í kosningum.
Ami
Bergmann
Og þá er komið að Alþýðu-
bandalaginu sem mótvægi. Og
ekki barasta við íhaldinu, heldur
einnig við Alþýðuflokknum eins
og hann er í dag. Sannast sagna,
þá sýnist þeim sem þetta skrifar
það vera eitt af þvi sem gerir
stuðning við Alþýðubandalagið
nauðsynlegan og skynsamlegan í
þessari lotu, að það yrði mjög
óhollt fyrir ffamvindu mála til
vinstri í framtíðinni, ef Alþýðu-
flokknum tækist nú að skapa um-
talsvert bil á milli sín og Alþýðu-
bandalags. Einhver „vinstriarm-
ur“ með þeim áherslum sem nú
eru efst á baugi í Alþýðuflokkin-
um koðnar fljótlega niður í ein-
hveiju meiningarleysi. Sem betur
fer sýnist þetta ekki í vændum:
mál þau sem Alþýðuflokksráð-
herrar hafa mest við sýslað hafa
siglt upp á sker eða hanga í vand-
ræðalegri óvissu
(nú síðast um helgina voru
álfélögin að ítreka að enn væru
þau ekki búin að gera upp hug
sinn um Keilisnes svo dæmi sé
nefnt). Og þvi er vindur mjög úr
flokkinum, líka í hans sterkasta
kjördæmi, Reykjanesi.
Óánægja meö
Alþýðubandalagið
Það er alveg óþarfi að vera
ánægður með Alþýðubandalagið.
Fyrirgefa oddvitum þess allar
syndir. Þær eru veruleiki (BHMR
hnúturinn til dæmis). Það er líka
ljóst að Alþýðubandalagið hefur
ekki farið varhluta af vistkreppu,
sem sækir heim flesta vinstri-
flokka i Evrópu um þessar mund-
ir. Sú kreppa tengist hruni austur-
evrópkommúnismans. Ekki
vegna þess að Alþýðubandalagið
hafi (að síminnkandi hópi manna
undanskildum) litið þangað til
fyrirmynda. Sem betur fer var
umræðan um mannréttindabrot
og blindgötur valdseinokunar
austur þar löngu komin á góðan
skrið meðal íslenskra sósíalista,
ekki síst í þessu blaði hér. Það
hefur gert menn skilningsbetri en
ella á umskiptin eystra. Tökum
líka eftir því, að meira að segja
tilverukreppa sænskra sósíal-
demókrata er að hluta rakin til
sömu róta. Astæðan til hinna víð-
tæku áhrifa tíðinda í Austur- Evr-
ópu er sú, að þau eins og kveða
niður um stund trú á umtalsverðar
samfélagsbreytingar og tilraunir
yfirleitt og deyfa gagnrýni á fé-
lagslegar afleiðingar þeirrar sam-
keppni, sem bæði tryggir mikil
afköst og „framleiðir“ misrétti
þegnanna í leiðinni.
Til hvers svona
flokk?
Flokkar eins og Alþýðu-
bandalagið eru nauðsyn til að
vinna úr lærdómum sögunnar og
koma þvi skásta úr evrópskri fé-
laghyggju áleiðis til næstu kyn-
slóða. Þeir eru nauðsynlegir til að
glima við þá sérhyggju í kjara-
málum sem gerist æ skaðlegri
samstöðu launafólks. Þeir eru
nauðsynlegir til að vinna úr þeirri
nýju stöðu í heiminum, að „veisl-
an er senn búin“, að það verður að
snúast gegn mengun og sóun auð-
linda, skilgreina hagvöxt upp á
nýtt og hvað hann má kosta. Því
fer fjarri að Alþýðubandalagið
standi sig vel í þessum verkefn-
um. En það hefur sýnt góðan lit í
ýmsum greinum, og það verður
ekki annar liðssafnaður líklegur
til að leggja þær áherslur sem þarf
á þessa hluti. Gleymum því held-
ur ekki, að það ræðst alltaf að
nokkru leyti af framlagi hvers og
eins hvemig þessum „mótvægis-
flokki“ reiðir af, við getum alltaf
gert ögn meira sjálf, hver og einn,
en að fyla grön út af einhverri vit-
leysu sem miðstjómarmeirihlutar
eða einstakir forystumenn gera
sig seka um.
Og gangi okkur öllum vel
kosningaslagurinn.
Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23