Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 26

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Page 26
Ólafur H. Torfason skrifar Fyrir hálfum dampi Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands, Borgarleikhúsinu Dampskipið Island Höfundur og leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Grétar Reynisson og Stefanía Adolfsdóttir Leikhljóð og val á tónlist: EgiU Olafsson Lýsing: Lárus Björnsson Tæknivinna: Starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur Til mikillar fyrirmyndar er sú samvirma leiklistarfólks sem birtist í því að Lcikfélag Reykjavíkur hefur boðið Nemendaleikhúsi Leiklistar- skóla Islands afnot af stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu fyrir lokaverkefni þess bekkjar skólans sem brautskráist í vor eftir fjögurra vetra nám. A móti kemur að leikhópurinn Þíbylja, sem hefur með liðsinni Leikfélagsins sett á svið „Dal hinna blindu“, fær á sama tíma inni fyrir sýningar sínar í Lind- arbæ, heimkynnum Nemendaleik- hússins. Annað ágætt framtak er að prenta verkið í heild í leikskrá. Að venju er síðasta sýning Nem- endaleikhúss frumsamið, íslenskt verk, og Kjartan Ragnarsson samdi af því tilefni „Dampskipið ísland", sem gerist um borð í áætlunarferð frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur und- ir lok annars áratugs aldarinnar. En líkt og hafisinn tefur óvænt för Dampskipsins, skýtur úr kafinu eftir því sem á leikinn líður þeim borgaris- jökum í mannlegum samskiptum sem mynda mótvægi við það aðdráttarafl sem felst í ástum, ástriðum og gimd. Þannig vindur höfundurinn haglega ofan af persónunum og færir þær uggvænlega nær og nær, þar til ískyggilegu hámarki er náð og skammbyssan kemur við sögu. Dansað á hafþökum, Dampskipið (sland loks pikkfast í baksýn. Frá vinstri: Þorsteinn Guðmundsson, Þórey Sigþórsdóttir, Magnús Jónsson, Þor- steinn Bachmann og Halldóra Björnsdóttir. Það er leikin rússnesk rúlletta í efnisþræðinum, og á vissan hátt má segja að líka sé ráðist í þann hæpna leik með umgjörð og sviðsetningu verksins. Ahorfendasalurinn er ekki notaður, heldur sitja gestir uppi á sjálfú stóra sviðinu, undir ljósabún- aði, falltjöldum og tæknigræjum, í sveig um hringsviðið, sem snýr leik- myndinni, Dampskipinu Islandi, linnulítið en mishægt allan timann, nema þegar atvikin læsa skipið í greipar íssins og persónur verksins í uppgjör. Að sínu leyti gagnast að- staðan þannig til róttækrar undirstrik- unar á skriðþunga og takti verksins. Slæmar afleiðingar þessa hringekju- stíls eru þær að röddum leikendanna, sem em ekki langt frá því allar jafn fullharðnaðar og sterkar, hættir einatt G listinn í Reykjavík Sjálfboðaliðar! Sjálfboðaliða vantar til starfa á kosninga- skrifstofur: Látið skrá ykkur til starfa eða komið á kosningaskrifstofur G-listans á Laugaveg 3 eða í Iðnó og takið á með okkur. Sjálfboðaliðar með bíla: Látið skrá ykkur til aksturs á kjördag. Vinnum öll saman í lokasókninni! 628274 17500 620106 xG Alþýðubandalagið Jón Sigurður Halldórsson Austurströnd 10 lést afslysförum 17. apríl. Louise Dahl Caroline Dahl Jónsdóttir Anna Einarsdóttir Hildur Jónsdóttir Einar Halldórsson Fríður M. Halldórsdóttir Halldór Jónsson Sandra Jónsdóttir Gunnar Þorsteinn Halldórsson til að dökkna út í óskýra móðu þegar þeir snúa baki í gestina og lenda jafh- vel í hvarfi. Auk þess sem hverfur með þessu móti tilfinningin fyrir há- 'tíðlegri sígandi millilandasigling- anna. Hins vegar boðar óróleiki hringekjunnar vissulega þá hringiðu og spennu sem höfundurinn reynir að magna í textanum. En þá kemur aftur á móti, að fangelsun verksins á þessu þrönga þilfari bak við stálpípuborð- stokkinn veldur því að í þröngum eltiljósum ofan úr ijáfri opnast fyrir- bærið líkt og hnefaleikapallur eða sir- kusnúmer. ÖII hönnun sviðs, bún- inga, ljósagangs og tóna er þó með hreinum ágætum og tæknifram- kvæmd á sýningu sviflétt. A Damskipinu leiðast saman ör- lög ólíkra persóna um það leyti sem Island fær fullveldi, öll með misjafn- ar væntingar vegna heimferðarinnar. Tína Larsen stúdína (Ingibjörg Gréta) er full bamslegrar tilhlökkunar að sjá aftur bemskuslóðir eftir langa Dan- merkurdvöl, Kriste Lauren (Þórey Sigurþórsdóttir), glæsikona á annað og dramatískara erindi eftir sex ára útivist, Þóroddur Ólafsson athafna- maður (Þorsteinn Bachmann) er m.a. að smygla víni til landsins í samvinnu við fátæka skipverjann Sigurð (Gunnar Helgason), sem er hættuspil þama á bannárunum. Jóhannes skáld (Magnús Jónsson) er bölsýnn og hræddur um að geta hvorki á íslandi né annars staðar bundið sínar land- festar, og Oddur Dalberg (Þorsteinn Guðmundsson) hermaður, ber heim á leið styijaldar á herðum sér. Róttæki læknirinn Hálfdán Bjömsson (Ari Matthíasson) berst vonlítið gegn áfengisbölinu um borð, og sennilega í landi líka. Aðrar persónur em Maria Ólafsson, tilfinningarík kona Þór- odds athafnamanns (Halldóra Bjöms- dóttir), og stöllumar fröken Baggesen (Guðný Helgadóttir) og frú Paulsen (Anna Sigríður Einarsdóttir). Anna er gestaleikari með Nemendaleikhúsinu að þessu sinni á sama hátt og Egill Ólafsson, sem fer með hlutverk Op- emsöngvarans. Honum tekst vcl, jafhffamt því að girða verkið seið- mjúku tónabelti, að halda fjarrænu og óræðu fasi þess raulara sem kannski er eitthvað, og þama styðst höfundur- inn eins og í fleiri persónum og sögu- brotum verksins við þekktar fýrir- myndir. Textameðferð og túlkun þessara útskriftamemenda er jöfn og hnökralítil, þau ná tökum jafnt á virðulegu fasi sem og þeirri innri opnun sem ágerist eftir því sem sög- unni vindur ffam. Hins vegar gefa hlutverkin öll ekki mikið færi á per- sónusköpun og Kjartani Ragnarssyni hefur tekist betur með önnur verkefhi en þetta. Klossaðar frásagnir persóna í upplýsingaskyni em lítt unnar. Þunglamalegri ffamvindu á önd- verðri sýningunni tekst ekki að glæða vemlegan áhuga á samferðafólki þessu og sumt er steypt í býsna notuð mót. Hreyfiöfl atburðarásarinnar tengjast full mörg einhveijum dylgj- um um einfalda ástarlífstilburði, skot, faðmlög, stolna kossa og bólfarir. Stéttamunur, smygl, ópemsöngur og fúllveldishjal flökta utan á verkinu eins og hagalagðar á girðingu. Sterk- ust cm atriðin í hafísnum og rúss- nesku rúllettunni, þar geislar hand- bragð Kjartans og næm tilfmning hans íyrir uppbyggingu dramatískra augnablika. Nemendum Leiklistarskóla ís- lands er ámað heilla á braut sinni, með þökkum fyrir þá ást á listinni em endurspeglast hefúr í ráðum og gerð- um þeirra. ÓHT Hermann Pálsson Jarls yndi Meiri munúð býr í Hávamálum en í nokkm öðm fomkvæði okkar. Þótt nokkurs kulda gæti í kvenna garð, einkum þar sem vikið er að brigðsemi þeirra, þá er einsætt að skáldið hefur haft mikið yndi af konum, enda virðist þessi andans snillingur ekki hafa kinokað sér við að teygja þær á flærðir. Hann telur gott að spjalla við man í myrkri og að orka á mey til kossa. Karlmenn hafa löngum beitt ýmsum brögðum í því skyni að spenja konur undir sig, og hér kennir Óðinn ungum piltum einfaldar manvélar sem eiga þó að duga: menn eiga að hjala blítt við konur, gæla þær með gjöfum og hrósa fegurð þeirra: Fagurt skal mœla og fé bjóða sá er vill fljóðs ást fá, líki leyfa ins Ijósa mans. Slík ráð eiga einkar vel við lausungarkonar og aðrar stúlkur sem em til í tuskið, en öðm máli gegnir um þær ástir sem kvciktar em til lengdar: Ef þú vilt þér góða konu kveðja að gamanrúnum og fá fögnuð af, fögm skaltu heita og láta fast vera. Óðinn sjálfur beitti sérstökum galdri til að ná hylli kvenna, en þó skýrir hann ekki leyndardóma þeirra töfra sem hrífa: Það kann eg ið sextánda ef eg vil ins svinna mans hafa geð allt og gaman. Hugi eg hverfi hvítarmri konu og sný eg hennar öllum sefa. A öðmm stað notar hann orð- takið að hafa allt geð og gaman konu, og lýsingarorðið hvítarma minnir á ið ljósa man og Billings mey sem Óðinn fann sólhvíta sofa eina bjarta sumamótt, að því er ffóðir menn telja. Hann kunni að meta þá birti sem stafar af barmi ungrar konu. Oðinn viðurkennir að lostfagrir litir orki meir á speking en heimskingja, enda em greindir menn jafnan næmari á fegurð en aðrir, og á hinn bóginn gerir inn máttki munur karlmenn heimska. Áköf og máttug var ást Óðins forð- um: „Hold og hjarta var mér in horska mær.“ Hann lætur sér ekki nægja að tala um að „sofa í faðmi komu“, heldur beitir hann einnig orðtökunum að „leggja arm yfir“, „lykja liðum“ og „veija armi“. Skáldið yrkir af langri og fagurri reynslu. Um ást sína á Billings mey far- ast skáldinu orð á þessa lund: Jarls yndi þótti mér ekki vera nema við það lik að lifa. Hér eins og víðar á fomum skrám merkir orðið lík „Iíkama“, en hitt hefúr þvælst fyrir skýröndum hvað skáldið á við með orðunum jarls yndi. Þó má heita ljóst af sam- henginu hvert stefnir: hér er vikið að þeim unaði sem karlmönnum verður af návist konu. I orðinu jarl er mikil karlmennska fólgin, og minnir raunar á á hvatningarorð Bögu-Bósa: Ungan skal jarlinn herða. Höfundur er fyrrverandi pró- fessor viö Edinborgarháskúla og býr í Skotlandi. 26 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.