Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 27

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Síða 27
Dauðarokkið sigrar! Fyrsta kvöld Músiktilrauna Þá eru Músíktilraunir Tónabæjar famar í gang níiuida árið í röð. Til- raunimar hafa jafnan verið lyftistöng fyrir ungar hljómsveitir og því nauð- synleg hefð. Áhugi á tilraununum er alltaf mikill, nú þegar er fullbókað á öll kvöldin og á fyrsta kvöldinu, fimmtuaginn 11. apríl var salurinn þétt setinn. PAX ROMANIA, fjögurra manna rafblússveit frá Akranesi reið á vaðið með mjög venjulegan og nokkuð þéttan blús. Gítarleikarinn Einar Harðarson mætti temja puttana á sér betur, endalausir gítarsólóar hans urðu þreytandi þegar á leið. Nokkuð fyndið og afkáralegt var að hlusta á söngkonuna syngja um viský og Missisippi. Sniðugra væri að syngja blús um nánasta umhverfi, t.d. Sementsverksmiðjuna og Akraborg- ina. Annars stóð Sveinfriður Gísla- dóttir söngkona sig vel. VÍBRAR frá Hafnarfirði vom næstir og spiluðu ágætt Stuðmannapopp. Þeir hefðu náð lengra á Músiktilraunum fyrir nokkmm áram þegar gleðipoppið var sem vinsælast og nú fulsuðu síð- hærðir dauða og þungarokkarar við gleðitónum Víbra. Samt vora Víbrar þéttir og skemmtilegir og eiga sjálf- sagt glæsta ffamtíð ffamundan á Hafhfírskum pöbbum. DURKHEIM stigu næstir á stokk og státuðu af hálfgerðri Helga Bjöms - eftirlíkingu sem söng góðar nýbylgjupoppsmíðar hljómsveitarinnar. Durkheim koma ffá Akranesi og var hér Einar sóló- maður úr Pax Romania mættur á svið í annað sinn. Með Durkheim hélt hann puttunum á sér í skefjum. Tón- listin er í ætt við U2, Cure og álíka sveitir en hefur samt sín séreinkenni sem gætu fleytt hljómsveitinni lengra í ffamtíðinni. DAGFINNUR DYRA- LÆKNIR hét næsta sveit og var skip- í janúar hóf leikklúbbur MH að sýna söngleikinn Rocky horror í Iðnó. Sýningin varð óhemju vinsæl og var uppselt á allar sýningar. Roc- ky Horror hefði getað gengið langt ffam á sumar en vegna tæknilegra atriða varð að hætta sýningum um miðjan mars. Því var bragðið á það ráð að gefa út plötu með tónlistinni og nú er sú afiirð nýkomin á markað- inn. Tónlistin í Rocky horror er eftir Richard O'Brien en Veturiði Guðna- uð ungum strákum. Tónlistin var þungarokk en nokkuð laust í reipun- um sem má líklega skrifa á reynslu- leysi hljómsveitarinnar. Langbesta lag sveitarinnar hét „Viggó“ og al- mennt var góður filingur í salnum fyrir Dagfinni. Með stífari æfingum og spilirii má búast við klassa þunga- rokkssveit. Eftir stutt hlé stigu dauða- rokkararnir í Infusoriu á sviðið. Hér er um að ræða hljómsveit sem er orð- in sjóuð í bransanum, hefur leikið oft opinberlega, og leikur mjög þunga rokktónlist með gífurlega hröðum köflum inn á milli. Æstir áhangendur komu sér fyrir ffaman við sviðið og bragðu sér í slammdans þegar Infu- soria byijaði. Sú danstíska byggir á hrindingum og stuði og bijálaður vörður sem skakkaði leikinn hefur líklega haldið handalögmál hafa son snéri textum yfir á íslensku. Vönduð skólahljómsveit MH sá um undirleik og um þijátíu leikendur tóku þátt í sýninsgunni. Páll Óskar Hjálmtýsson er þó stórstjama sýn- ingarinnar í hlutverki skúrksins og öfuguggans Frank N. Furter. Upp á síðkastið hefiir Páll ásamt Mariusi Sverrissyni skemmt á Moulin Ro- uge, skemmtistaðnum við Hlemm. Áhorfendur að kosningasjónvarpi Ríkissjónvarapsins geta barið þá fé- brotist út. Um hrið ríkti striðsástand og sveittur kynnir sagði „hættiði að dansa krakkar, fólkið í sætunum sér ekkert fyrir hári.“ Komu nú slamm- dansarar sér fyrir og Infusoria lék geysiþétt og gott prógramm. Það var erfitt hlutverk sem The EVIL PIZZA DILEVERY BOYS frá Borgamesi hrepptu, að spila á eftir keyrslustuði Infusoriu. Illu flatbökusendlamir spila ágætis popp, vel æft og skipu- Iagt og stóðu framheijamir Gísli Magnússon, sem söng og spilaði á gítar, og söngkonan Guðveig Eygló- ardóttir sig ágætlega. Það verður samt að telja síðasta lagið mistök hjá hljómsveitinni, langt cg leiðinlegt lag sem kom geispvöðvum áhorfenda í gang. Annað Hafharfjarðarband var næst á svið, NIR-VANA, sem áður hét EDRÚ. Hljómsveitin var mjög alga augum annað kvöld. (Maggi Kjartans hringdi í mig og sagði: Jæja Palli, haltu nú þjóðinni vakandi, og ég sagði: You've got it!“) Helgar- vaggið gerði smá persónuleikarann- sókn á Páli og fara niðurstöðumar hér á eftir. Upprani: „Ég er fæddur 16. mars 1970 og alinn upp í vesturbæn- um. Ég er getinn af þeim skötuhjú- um Margréti Matthíasdóttur og Hjálmtý Eðvarð Hjálmtýssyni. Yngstur sjö systkina.“ Upprani: „Ég tróð fyrst upp sem einsöngvari í bamakór Ragnhildar Gísladóttur 1977. Ég söng Boney M lagið „Brown girl in the ring“ í ís- lenskri þýðingu sem „Striðna stelpu- skott". Árið 1979 lék ég Hans í Hans og Grétu á fyrstu Ævintýraplötu Gylfa Ægissonar. í ffamhaldi af þessu söng ég á tveim öðram Ævin- týraplötum og svo á tveim plötum Halastjömunnar, ýmist sem sonur sjómannsins eða sem blindur dreng- ur sem syngur til ömmu sinnar. Árið 1981 var Gunni Þórðar i diskófiling og ég söng á diskójólaplötu hans „Við jólatréð". Veturinn 1982-83 setti Leikfélag Kópavogs upp söng- leik um Gúmmí-Tarsan og lék ég sjálfan Gúmmí-Tarsan. Plata með tónlistinni kom út um vorið. 1984 söng ég nokkur lög á jesúplötunni „Og það varst þú“ sem var mjög vel unnin plata að mínu mati. Skömmu síðar gerðist hið hræðilega: Ég fór í mútur! Liðu nú árin þar til ég syng nú i Rocky horror." Áhugamál: „1. öfgar, 2. öfgar í formi bíómyna, 3. týpur, 4. tónlist, 5. súper 8mm bíómyndir. Ég byrjaði að Páll Óskar með slimið sitt. Mynd - Kristinn. Gunnar L Hjálmaisson þétt og öragg og spilaði þungarokk í léttari kantinum. Bönd eins og AC/DC, Led Zeppelin og jafhvel THE CULT komu upp í hugann þeg- ar hlustað var á hljómsveitina. Páll Óskarsson söngvari var sérstaklega ffískur, einskonar samsuða af Eiriki Haukssyni og Jónasi R. Jónssyni í sjón, töktum og söngstíl. Síðasta hljómsveit kvöldsins hét DIDDI og lét ekki mikið yfir sér. Samt má segja að Diddi hafi verið eina band kvölds- ins sem var dálítið frumlegt. Harald- ur Jóhannesson gítarleikari beitti skemmtilegum töktum og söngvarinn Þorri Jónsson, sem væntanlega semur textana, hefur góða tilfinningu fyrir popptextum eins og viðlagið í „Smar- tís“ bar með sér; „Viltu gefa mér sopa af þér“... Örbylgjupopp Didda féll í grýttan þungarokksjarðveg og nú var komið að gestahljómsveit kvöldsins. Siðan skein sól. Áhorfendur gáfu hverri hljómsveit 4 til 20 stig og úr- slitin komu ekki á óvart; Infusoria hlaut 3500 stig og lentu óvaldaðir í fyrsta sæti. Um 1000 stigum neðar lentu Nir-vana i öðra sæti. Sérstök dómnefhd gaf ný- bylgjupoppi Durkheim séns og kom- ast því Akumesingamir áfram í úr- slitakeppnina þann 26. apríl. Annað kvöld Músiktilrauna fór ffam í gærkvöldi og verður sagt ffá því í næsta Helgarvaggi. Þriðja til- raunakvöldið fer ffam á fímmtudag- inn í næstu viku og þá ber svo skemmtilega við að allar hljómsveit- imar koma utan af langsbyggðinni. Trassamir og Snúrstauramir koma ffá Austfjörðum, Þörangamir koma ffá Djúpavogi, Mömmustrákar frá Vestmannaeyjum, Exit og Maskínan ffá Akureyri, Funkhousc frá Borgar- nesi og hljómsveitin Jónathan kemur ffá Sandgerði. safna bíómyndum þegar ég var sex ára og er enn að. Ég held sýningar á myndum úr safninu mínu öll sunnu- dagskvöld uppi á skemmtistaðnum 22“ Uppáhaldsbíómynd: „Besta bíó- mynd sem ég hef séð er Pink Flami- gos, óklippt nota bene. Ég læt aldrei góða splattermynd framhjá mér fara og er ginnkeyptur fyrir klámara, ég verð síðastur á móti klámi. Uppá- haldsleikstjórar mínir era John Wat- ers, Russ Meyer og Hershell Gordon Lewis. Þeir brennimerkja allar myndimar sínar með mjög sterkum karakter. Annars er svo fullt af fólki út um allan heim að gera góða hluti. Divine er uppáhaldsleikarinn minn og Traci Lord uppáhaldsleikkonan." Uppáhaldstónlist: „Tónskáldið Burt Bacharah hefur alltaf staðið uppúr. Ég fókusa á nýja og nýja flytjendur effir því sem tíminn líður. Eins og er hlusta ég mikið á Hasil Adkins. Hann er algjört fífl og spilar mjög hrátt rokkabillí í mónó. Það er eins og að stinga hausnum oní fötu að hlusta á hann.“ Uppáhaldsbílategund: „Ég á enga. Ég var látinn taka bílpróf en lofaði síðan sjálfum mér að ég myndi aldrei kaupa bíl. Ég fæ bara lánaðan bíl ef ég þarf að fara í Bláa lónið.“ Uppáhaldsdýr:“Kettir! Hjálmtýr er uppáhaldsk itturinn minn“. Uppáhaldsnærföt: „Hagkaups- nærfötin era alltaf best.“ Uppáhaldsmatur: „Ég er sólginn í raslfæði. Ég hvorki reyki né drekk, ekki einu sinni kafTi, svo ég ét eins mikið og ég get af raslfæði til að vega uppá móti heilbrigðinu. Fólk kúgast oft, þegar það sér hvað ég ét mikið af sælgæti. Það finnst líklega þykkt sykurlag yfir öllu þegar ég verð krufmn!“ Framtíðaráform: „Enn sem komið er tek ég því sem hendi er næst. Ég ætla í raddþjálfun í sumar en annars era engin meiriháttar plön í gangi. Ég verð áffarn á Moulin Ro- uge í sumar ásamt Mariusi". Um áform dverg- fyrirtækjanna Hér á landi þrifast mörg agnarlítil tónlistarútgáfufýrirtæki í skugganum af risunum Skifiinni og Steinum. Fyr- irtækin era eingöngu rekin af áhuga og gróðasjónarmiðið er víðsfjarri. Hér verður sagt frá nokkram dvergfyrir- tækjmn. Útgáfufyrirtækin HEL og PRODUCT 8 eru nátengd. Áhugasvið fyrirtækjanna er nánast það sama; oft öfgafull raftónlist. Það er hljómsveit- in Reptilcus sem stendur á bakvið Product 8 en stutthærður hugsjóna- maður Ólafiir Gunnlaugsson sem stendur á bakvið HEL. Það era þreif- ingar í gangi hjá þessum aðilum um að stofna athvarf í miðbænum þar sem boðið verður uppá tónlist og upp- lýsingar. Product 8 hafa hingað til ein- göngu séð um útgáfu á afurðum Rep- ilicus. Enskt fyrirtæki, People who cant, sá um alheimsdreifmgu en nú hefur það fyrirtæki klofnað og World Serpant dreifingin mun sjá um dreif- ingu á framtíðar verkefnum Product 8. Snemma í sumar hyggst fyrirtæki gefa út fyrstu plötu Reptilicus „Cras- her of bones“ á geisladisk og munu kaupendur fá nokkur aukalög í kaup- bæti. I júlí er svo fyrirhugað að ný Reptilicus afurð komi út á plötu og geisladiski og er unnið að því verk- efni nú. Eina útgáfa HEL til þessa er Reptilicus snældan „Tempature of blood“, en nú um helgina kemur út safnspólan „Real time vs. Hypersp- ace“. Einu íslensku hljómsveitimar á þeirri snældu verða Reptilicus og Random Modulated Frequence, sem útgefandinn skilgreindi sem „gott hommadiskó". Hel hefur aflað sér góðra sambanda erlendis og munu er- lendar hljómsveitir fylla nýju spól- una. Ber þar hæst að nefha enska bandið Gray wolves, þýska bandið Maeror tri og bandariska sólólistann Abner Malady. Hel hefiir ákveðið að gefa út efni með þessum listamönnum á næstunni; snældur með Gray wolves og Maeror tri og 12 tommu plötu með Abner Malady. „Þessi bönd spila öll það sem hefiir verið kallað „industri- al“ tónlist á ensku", segir Ólafur, „og era Gray wolves einna öfgafyllstir. Við sem höfum verið að hlusta á þá erum famir að tala um suð frekar en tónlist í þeirra tilfelli." Ólafur segir að á undanfömu hafi hann veitt athygli að á landinu séu margar raftónlistar- hljómsveitir að koma úr felum. Þvf miður hafi hann fyllt útgáfuáætlunina af erlendum aðilum en í haust ætti að vera til fjármagn til að snúa sér að ís- lenska efninu. Ólafur hefur vonda reynslu af íslenskum plötubúðum og því verða afurðir HEL aðeins fáanleg- ar í póstkröfu. Hel sér einnig um ís- lenska dreifingu á alþjóðlegri raftón- list og gefur út lista sem hægt r að nálgast með því að skrifa til HEL, pósthólf 9192, 129 Reykjavík. Ham-piltamir era famir í gang með eigið snældufyrirtæki sem þeir kalla HELVÍTI. Siguijón söngvari hefur reynslu af útgáfiimálum því þegar hann var búsettur á ísafirði gaf hann út nokkrar snældur með ísfirsk- um nýbylgjuhljómsveitum. Þrjár út- gáfur eru þegar á dagskrá hjá Helvíti og ættu þær að verða að veraleika inn- an skamms. Dauðarokksveitin Infu- soria mun taka upp efhi bráðlega sem ætlað er að enda á snældu og það sama er upp á teningnum hjá pung- hljómsveitinni Drallu. Síðasta afurð Helvíti er svo tónleikasnælda með HAM, sem mun innihala mestmegnis upptökur frá Englandsferð hljóm- sveitarinnar með Sykurmolunum 1989. H.O.R. nefnist eigin útgáfa Drallu-drengjanna sem ætlar að gefa út fyrstu tónleika hljómsveitarinnar á snældu í mjög takmörkuðu upplagi innan skamms. Að lokum er rétt að minnast á útgáfufyrirtækið Erðanúm- úsik sem síðast gaf út efni árið 1988. Á þessu ári er fyrirhugað að gefa út safnspólu með því óframlega heiti Snarl 3. Söfnun hljómsveita á spóluna er þegar hafin. Önnur útgáfa Erða- númúsik á árinu verður lítil sólóplata með DR. GUNNI. Hún mun kannski heita „Dr. Gunni syngur fyrir þig“. Infusoria I dauðasveiflu. Rocky Horror Palla Show Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.