Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 30
Allt fram streymir endalaust...
Islendingar gætu orðið sjálíum sér nægir með mengunarlaust eldsneyti, og framleitt það í öllum landsQórðungum án þess
að um það yrði pólitísk togstreita í landinu
Nú er stóriðjusaga okkar ís-
lendinga orðin rúmlega 20 ára .
Væri því ekki úr vegi að kanna
helstu afreksverk þessa tíma-
bils.
Stofnað var til samvinnu við
Svisslendinga á sjötta áratugnum,
þegar ÍSAL varð til.
I tengslum við þá álbræðslu
var virkjað við Búrfell og Sig-
öldu. Orkuverðið, sem þá var
samið um átti að færa Islending-
um gull og græna skóga.
Reyndin varð önnur og væri
það þarft verkeftii að kynna raun-
verulegar tölur úr því dæmi. Al-
mennir notendur voru þar látnir
greiða niður stofnkostnað virkjan-
anna að stórum hluta. Það var ekki
fyrr en 15 árum síðar að leiðrétt-
ing fékkst á orkuverðinu, sem
áður hafði verið 2.5 mill á kWst.
Þá hafði komist upp um svik í
bókhaldi fyrirtækisins, sem kallað
var “hækkun i hafi”. Af viðskipt-
um sínum við smárikið Island
hlaut Alusuisse litla frægð úti í
hinum stóra heimi, en íslendingar
virðast lítið hafa lært af reynsl-
unni.
í þessum samningum var farið
fogrum orðum um vamir gegn
mengun svipað því sem nú heyrist
og stöðugt hefur átt að fara að
gera endurbætur, þegar þótt hefur
keyra um þverbak. Það er eigin-
lega ekki fyrr en með umræðun-
um um Keilisnesálverið að allir
eru famir að viðurkenna mengun-
ina í Straumsvík. Hún er og verð-
ur afar slæm.
Við Mývatn var farið í sam-
starf við fyrirtækið John Manville
um kísilgúrframleiðslu úr kísil-
þömngum, sem dælt hefur verið
úr Mývatni. Mikið hefur verið
deilt um áhrif verksmiðjustarf-
seminnar á lífríki Mývatns. Það er
ekki fýrr en hin síðari ár, sem
sómasamlegar rannsóknir hafa
fengist Ijármagnaðar. Samt er
þama um eina dýrmætustu nátt-
úmperlu veraldarinnar að ræða,
þar sem Mývatn og umhverfi þess
er og sannarlega verið að Icika sér
að eldinum.
Um miðjan áttunda áratuginn
var farið að huga að framleiðslu
kísiljáms að Grundartanga í sam-
vinnu við Union Carbide. Atti sá
er hér stendur nokkum hlut að því
að til þeirrar starfsemi vom gerðar
viðunandi kröfur um mengunar-
vamir. Um fjórðungi stofnkostn-
aðar verksmiðjunnar var varið til
þeirra. Union Carbide hrökklaðist
út úr því samstarfi, sem ávallt hef-
ur verið í meirihlutaeigu Islend-
inga, en Elkem Spikerverket kom
inn í staðinn og svo síðar japanska
fyrirtækið Sumitomo. Segja má
raunar að á því tímabili hafi fyrir-
tækið verið gjaldþrota. Aukið rík-
isframlag og fé frá Sumitomo
komu því aftur á réttan kjöl. Ekki
hefur nú raforkuverðið til þeirrar
stóriðju verið til að stæra sig af,
það er núna til dæmis hclmingi
lægra en Isal þarf að greiða. Samt
hefur verksmiðjan verið rekin
með umtalsverðu tapi flest árin.
Umræðan, sem varð um
Gmndartangamálið, markaði á-
kveðin skij í umhverfismálaum-
ræðunni á Islandi. Öllum varð þá
Ijós þörfin á faglegri umfjöllun
um umhverfis-og mengunarmál
og mikilvægi þess að um öll þessi
mál væri fjallað í einu ráðuneyti.
Umhverfisráöuneyti
sett á stofn
Nú, þegar þessu mikilvæga
takmarki hefur verið náð, em von-
brigði fólks skiljanleg, þegar í Ijós
kemur að fyrsti umhverfisráðherr-
ann hefur meiri áhuga á stóriðju
en umhvcrfismálum. Engin lang-
tímastefnumörkun fer fram í ráðu-
neytinu, heldur einkennast öll
vinnubrögð af flumbmgangi og
yfirborðsmennsku. Ráðherrann
hefur flengst landa á milli og var
ferðakostnaður hans síðastliðið ár
2,3 milljónir.
Arftaki Júlíusar Sólness á ráð-
herrastóli verður samt litlu nær.
Sá gerir best í því að byija aftur á
byijunarreit.
Islendingar em lítil þjóð, þar
sem meirihlutinn hefur aðeins að-
gang að mjög þröngum glugga til
útsýnis yfir vemleika nútímans.
son iðnaðarráðherra.
Hlutaskiptasamningar gera ál-
risum heimsins kleift að leggja út
í harðvítuga verðsamkeppni við
stáliðnaðinn, þar sem þeir verða
einir undir sem selja orkuna á
tombóluverði. I dag er ál tíu sinn-
um dýrara en stál.
Ef við fylgjum blekkinga-
leiknum enn frekar eftir er það
ekki vaxandi eftirspum eftir áli,
sem hvetur álrisana til samninga
við okkur Islendinga, heldur það
fremur, að þeir em gerðir útlægir
úr sínum heimabyggðum vegna
mengunar. Margar nágrannaþjóð-
Hér þarf ekki að koma til þess.
Verð á loðskinnum féll m.a. vegna
þess að umhverfisvemdarhreyf-
ingin tók að beijast gegn loðfeld-
um. Verð á laxaafurðum féll
vegna offramboðs. Sams konar
hættur vofa yfir álinu.
Með öðmm orðum: íslending-
ar vilja ekki sitja uppi með af-
borganir af 50 miljarða króna fjár-
festingu i 25-35 ár á meðan hinir
erlendu viðsemjendur geta gengið
út án ábyrgðar, þegar verðfallið
verður á áli, eða sloppið með svo
lágt orkuverð að það bindi ís-
lenska raforkukaupendur á sama
klafa og samningurinn við Alusu-
isse hefur gert. Fyrir það hefur ís-
lenskt efnahagslíf liðið alveg
nógu lengi. Eg vísa því algerlega á
bug að íslenska þjóðarbúið geti
ekki haft meiri hag af annars kon-
ar fjárfestingum en þungaiðnaði.
Á betri valkosti hefúr margsinnis
verið bent, en misvitrir stjóm-
málamenn hafa glatað hæfileikan-
um til að hlusta.
Keilisnesssamningur-
inn er andvana borinn
Að vemlegum fæðingarhríð-
um loknum, hefur Landsvirkjun
nú endurskoðað framleiðslu-
kostnaðarverð sitt á raforku, sem
selja á til stóriðju. í stað 18
milI/kWst er 21 mill/kWst nær
sanni. Er þetta mjög í takt við
gagnrýnispunkta prófessors
Ragnars Ámasonar og Einars Júl-
íussonar eðlisfræðings ffá sl.
hausti.
Þessum atriðum sem og fleiri,
er hnigu í sömu átt vísaði iðnaðar-
ráðherrann, Jón Sigurðsson, al-
gerlega á bug í framsögu minni á
ál-fundi Verkfræðingafélags ís-
lands í Norræna húsinu í lok októ-
ber sl. Um það er best að hafa
ekki mörg orð en birta í stað þess
mynd, sem lýsir stöðu raforku-
samningsins (sjá mynd I)
Páll Pétursson hefur líka upp-
lýst, að kostnaðarverð Blöndu-
virkjunar verði 29 mill/kWst, svo
mikið mega nú hinar virkjanimar
verða ódýrar, eigi meðaltalið 21
mill að nást!
Nýting vetnis sem inn-
lends orkugjafa
Orkan frá Blöndu er talin
verða um 600 GWst og fáanleg á
markaðinn á þessu ári. Ef hún
væri nú öll nýtt til að framleiða
vetni, dygði það til að knýja helm-
ing bílaflotans með þeirri tækni,
sem til er í dag.
Mill
-
1 Mr i
/
-tjær-#*****
10 - J
1094
L H~
1990
1 I L
?00?
t - l | 1 .. L.
?OOR
Al
I 1 1
?oio
?OI4
C...] Orkuverrl: Al $ 1700 IwlM Oi kukosln ?IOmill
FOUoFNI HJR I ANDSVinKJUNAM
?om
mynd I
Það sem þar kemst í gegn gefur
oft mjög einlita mynd af raun-
veruleikanum. Vegna smæðar
okkar skiptir miklu máli að fylgja
réttum straumum í framþróuninni.
í ágætri skýrslu Sameinuðu
þjóðanna.Sameiginleg framtíð
okkar, sem oft er kennd við Gro
Harlem Brundtland eru þjóðum
heims lagðar línumar. Sjálfbær
þróun (sustainablc developement)
er lykilhugtak, sem þar er sett
fram. Þjóðunum er einfaldlega
sett það verkefni að endurhanna
tæknina og hagkerfin þannig að
hinni skcfjalausu auðlindasóun
linni. Endumýjanleg ferli orku,
iðnaðar, landbúnaðar og sjávarút-
vegs eiga að vera framtíðarsýn ís-
lendinga.
Lærum af mistökum
annarra
Þegar flestar aðrar vestrænar
þjóðir (og nú síðast Sovétríkin
einnig) eru famar að aðhyllast
Schumacher hagfræðina að
„smátt sé fagurt“, stefna íslend-
ingar í þvcröfuga átt. Þungaiðn-
aður skal vera framtíð íslenskra
verkamanna. Risafyrirtæki á ís-
lenskan mælikvarða, eins og
Atlantsál. „lslendingar skulu
róa upp á hlut“ segir Jón Sigurðs-
ir okkar standa líka frammi fýrir
miklum vanda hvað varðar orku-
öflun í framtíðinni. Sú orka, sem
ekki er seld til stóriðju, kemur
þeim að sjálfsögðu til góða heima
fyrir, þegar álverin em á bak og
burt.
Málmurinn ál verðu sennilega
tekinn sem dæmi um stórkostlega
orkusóun, þegar athafnir okkar
verða settar undir mæliker næstu
kynslóðar að þrjátíu árum liðnum.
Aðgerðir til úrbóta á sviði loft-
mengunar bcinast fiestallar að
orkuspamaði og að skera niður þá
framleiðslu, sem er mjög orku-
frek.
Mjög margt bendir líka til
þess að ál hafi eiturverkun í um-
hverfinu, þannig að notkun þess í
umbúðaiðnaði mun fara
minnkanndi. Allt þetta mælir
gegn háu álverði. Eigi ál að fara
að keppa við stál verður líka að
koma til lækkun. Allt ber að sama
brunni.
Til þess eru vítin aö
varast þau
Það er oft talað í vandlæting-
artón um fjárfestingarmistök í ís-
lenskri loðdýrarækt eða fiskeldi,
en um leið farið með þuluna: Það
er auðvelt að vera vitur eftir á.
Ég vil í þessu sambandi vísa
til þess að menn innan háskólans,
t.d. prófessoramir Þorleifúr Ein-
arsson og Bragi Ámason, hafa ffá
1976 vakið athygli á notagildi
vetnis sem orkugjafa og á ffam-
leiðslumöguleikum þess hér inn-
anlands. Sá síðamefndi tók saman
nokkrar tölur síðastliðið haust og
bar saman við orkuverð til ál-
bræðslu.
Ef reiknað er með raforku-
verðinu 18 mills fýrir hveija
kílówattstund, má ffamleiða vetn-
isloft á verðinu 9$ á hvert GJ
(gígajoule = 278 kWst). Ef ffam-
leitt væri fljótandi vetni kostaði
það 12S/GJ.
Á þessum tíma var olíuverð
6,5$/GJ og bensínverð 7,5$/GJ.
Gert var ráð fýrir að vetnið væri
ffamleitt með sömu tækni og not-
uð er í áburðarverksmiðjunni í
Gufúnesi, en þar hefur vetni verið
ffamleitt í nærri 40 ár. Með nýrri
tækni mætti lækka ffamleiðslu-
kostnaðinn.
Afgangsorka í
Landsvirkjunarkerfinu
nýtt
Eins og margir þekkja, er upp-
sett afl Landsvirkjunarkerfisins
illa nýtt yfir sumartimann og á
nætumar. Helstu rökin fýrir lægra
verði til stóriðju eru m.a. bætt nýt-
ing orkunnar.
Ef vetni væri ffamleitt fýrir
þessa afgangsorku og hún seld
innlendum aðilum fyrir 10
mill/kWst mætti ffamleiða fýrir
hana vetni á kostnaðarverðinu
6,5-8,0 $/GJ.
Siz« Hy«lroqen(tonn*s/y) Pow«r(MW)
I 6.300 *0
II 12.500 80
III 18.900 '20
IV 31.500 200
Ef íslensk stjómvöld væru
eins höfðingleg við innlenda
ffamleiðendur og þeir áforma að
vera við útlendingana, létu þeir
þessa afgangsorku í kerfinu í té
endurgjaldslaust fýrstu 10 árin til
innlendrar eldneytisffamleiðslu.
Þá er verðið á vetninu komið nið-
ur í 3,3-5 $/GJ. Helmingi lægra
en olíuverð er nú.
íslendingar gætu orðið sjálf-
um sér nægir með mengunarlaust
eldsneyti, og framleitt það í öllum
landsfjórðungum án þess að um
það yrði pólitísk togstreita í land-
inu.
Á næstunni mun fýrirtækið ís-
lenskar vélar h/f hefjast handa við
þróun fýrsta íslenska vetnisbíls-
ins. Gert er ráð fýrir að hann kom-
ist á götuna með haustinu. Nánar
verður greint ffá þessu í næstu
viku.
EinarValur
Ingimundarson
30 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991