Þjóðviljinn - 20.04.1991, Qupperneq 7
Innlendir fiskmarkaðir í sókn
sama tíma og útflutn-
ingur á óunnum
þorski og ýsu á er-
lenda flskmarkaði
hefur dregist saman
hefur orðið aukning í
sölu þessara fisktegunda á inn-
lendum flskmörkuðum. í fyrra
voru seld um 70 þúsund tonn af
fiski á flskmörkuðunum og er
talið að það verði ár í eitthvað
um 90-100 þúsund tonn. Til sam-
anburðar má geta þess að í fyrra
nam útflutningur á óunnum flski
um 86.300 tonnum og hafði
dregist saman um 6.500 tonn frá
árinu á undan eða um 7%. Mest-
ur var samdrátturinn í þorski til
Bretlands eða um 14%.
Samkvæmt upplýsingum frá
Aflamiðlun um sölu þorsks og ýsu
á fiskmörkuðunum á suðvestur-
homi landsins fyrstu þrjá mánuði
ársins, hefur sala á þorski aukist
um 36% frá sama tímabili í fyrra,
eða úr 8.650 tonnum í 11.790 tonn.
Sömuleiðs hefúr sala á ýsu aukist
um 13% eða úr 860 tonnum í
2.100 tonn. Sem dæmi um verð-
þróunina var meðalverð fyrir
þorskkílóið fyrstu þijá mánuði árs-
ins í fyrra, 75,54 krónur en í ár
95,99 krónur og nemur hækkunin
um 27%. Hinsvegar hefur meðal-
verðið á þessu tímabili á ýsu lækk-
að eilítið eða úr 100,40 krónum í
99,49. Þó verður að hafa vissa fyr-
irvara á þessum krónu- og magn-
tölum því hér er aðeins verið að
Hennann Pálsson Mynd Jim Smart.
Hermann en
ekki Benedikt
I Nýju Helgarblaði í gær
hentu
þau mistök við filmuskeythgu í
prentsmiðjunni Odda hf. að með
grein eftir Hermann Pálssonprófess-
or birtist mynd af Benedikt Arnasyni
en ekki höfundi. Eru hlutaðeigendur
og lesendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Ritstj.
tala um fyrstu þijá mánuðina í
fyrra og í ár, en ekki heilt söluár.
Á sama tíma, fyrstu þijá mán-
uði þessa árs hefúr útflutningur á
óunnum þorski til Bretlands
minnkað um helming ffá sama
tímabili í fyrra eða úr 8.800 tonn-
um í 4.400 tonn. Sömuleiðis hefur
útflutningur á óunnri ýsu minnkað
úr 2.860 tonnum í 1.835 tonn.
Hinsvegar varð aukning í útflutn-
ingi á karfa til Þýskalands eða úr
6.915 tonnum í 8.050 tonn. í sam-
bandi við þessa aukningu í karfas-
ölu verður að hafa það í huga að
páskamir voru í mars, en þeir eru
jafnan góður sölutími í Þýskalandi.
Að mati Vilhjálms Vilhjálms-
sonar framkvæmdastjóra Aflamiðl-
unar eru ástæður fyrir þessum sam-
drætti í útflutningi á óunnum
þorski og ýsu til Bretlands meðal
annars eftirfarandi: Kvótaskerðing
vegna útflutnings þessara fiskteg-
Svo virðist sem fiskmarkaðirnir á suðvesturhomi landsins séu ( bullandi sókn á sama tfma og ferskfiskútflutningur á er-
lenda markaði minnkar.
Isafjarðarkirkja sett
í skemmu til geymslu
Næstkomandi þriðju-
dag verður að öllum
líkindum hafíst
handa við að rifa Isa-
fjarðarkirkju og er
ætlunin að geyma
það sem heillegt er af
henni í skemmu sem bærinn á, til
seinni tíma nota. Að því búnu
stendur til að reisa nýja og stærri
kirkju á Ióð þeirrar gömlu.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans er ekki einhugur meðal bæjarbúa
um þessa ákvörðun og hafa menn
meðal annars bent á þá staðreynd að
burðarbitar kirkjunnar séu i góðu
ásigkomulagi og því ástæðulaust að
rífa hana. Miklu nær væri að endur-
byggja hana og halda núverandi út-
liti. Ennfremur hafa þær raddir
heyrst að það sé heldur klént af Is-
firðingum að hluta kirkjuna niður og
koma henni fyrir í geymslu eins og
hverjum öðrum niðursetningi.
Eins og kunnugt er skemmdist
kirkjan, sem er rúmTega hundrað ára
gömul, illa í eldsvoða fyrir nokkrum
árum. Talið var að kveikt hefði verið
í kirkjunni og að því er best er vitað
er það mál enn óupplýst.
Frá þeim tíma hafa verið deildar
meiningar meðal bæjarbúa og innan
sóknamefndar um hvað eigi að gera í
málefnum kirkjunnar. Meðal annars
stóð til um tíma að byggja nýja
kirkju á lóð fyrir framan nýja Fjórð-
ungssjúkrahúsið en ekki naðist sam-
staða um það meðal bæjarbúa. Allar
götur síðan hefur staðið styr um mál-
efni kirkjunnar þar vestra og fyrr í
vetur sauð upp ur í sóknamefndinni
með þeim afleiðingum að tveir sókn-
amefndarmenn sögðu af sér.
Gunnlaugur Jónasson sóknar-
nefndarmaður segir að eftir að það
hafi gengið til baka að ný kirkja yrði
reist á umræddri lóð hafi athygli
manna beinst að gömlu kirkjuíóð-
inni. Gunnlaugur segir að sóknar-
nefndin hafi þá átt um þrjá kosti að
velja: að endurbyggja kirkjuna, að
gera það sem nú hefur verið ákveðið
eða að færa hana í burt í heilu lagi.
Til að skapa nægt rými fyrir nýju
kirkjuna er þegar búið að rífa hluta
af Sólgötu 2, þar sem áður var til
húsa prentsmiðja Magnúsar Olafs-
sonar.
Eins og áður sagði em deildar
meiningar meðal bæjarbúa um ftam-
tíðarstefnuna í málefnum kirkjunnar.
Til að, mynda vildi sóknarprestur
þeirra Isfirðinga, síra Karl Matthías-
unda hefúr verið aukin úr 15% i
20%, sóknarmynstur flotans hefúr
breyst með afnámi sóknarmarks-
ins, en síðast en ekki síst hefúr
verð fýrir þorsk og ýsu á innlend-
um fiskmörkuðum hækkað veru-
lega þó svo að framboðið hafi auk-
ist. Vilhjálmur segir að svo virðist
sem fiskvinnslan fái aldrei nóg
með þeim afleiðingum að það helst
alltaf ákveðinn spenna á fiÍMhörk-
uðunum með tilheyrandi verð-
hækkunum.
Grétar Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðarins í
Hafnarfirði segir að markaðimar
geti tekið við mun meira magni en
þeir hafa fengið, þar sem aðeins
lítið brot af botnfiskafla lands-
manna hefúr til þessa verið selt á
mörkuðunum. Hann segir að það
ekkert óeðlilegt að fiskverðið
hækki þrátt fyrir meira fiskfram-
boð þvi að aflcastageta fiskvinnsl-
unnar sé mun meiri en það magn
sem henni hefúr til þessa staðið til
boða á fiskmörkuðunum. Deildar
meiningar hafa verið um þessa
þróun og þá sérstaklega vegna þess
að aukið ffamboð hefúr ekki leitt
til verðlækkunar. En eins og kunn-
ugt er þá hafa markaðssinnar löng-
um haldið því fram að með auknu
framboði á mörkuðunum, eigi
verðið að lækka. Það virðist þó
ekki ganga eftir á fiskmörkuðunum
hvað sem síðar kann að verða.
-grh
son, ekki láta hafa neitt eftir sér um
málið.
Ríkisútvarpið greindi ffá því i
fyrrakvöld að Húsfriðunamefnd
myndi fara ffam á það að lögbann
yrði sett á fyrirhugaða ofantöku
kirkjunnar. Það hefúr hinsvegar ekki
fengist staðfest enda er formaður
Húsfriðunamefndar, Guðný Gerður
Gunnarsdóttir, stödd erlendis og
samkvæmt heimildum Þjóðviljans
hefúr nefndin ekki verið kölluð sam-
an til fundar ,um þessa ákvörðun
sóknamefndar Isafjarðar. Þá vil<ji rit-
ari Húsffiðunamefndar, Lilja Ama-
dóttir, ekki heldur láta hafa neitt eftir
sér um málefni kirkjunnar annað en
það að vonandi fyndist farsæl lausn á
þessu máli.
grh
Norðnjienn veikja samnings-
stöðu Islands um EES
- Utankjörfundarkosning I Reykjavlk er svipuð og verið hefur undanfarnar
kosningar, sagði starfsmaður hjá borgarfógetaembættinu í gær. - Það vom
5119 búnir að greiöa atkvæði utan kjörfundar kl. 17.00, bætti hann við. Það er
ráð að hvetja þá, sem eftir eiga að kjósa utan kjörfundar, til að gera það eins
fljótt og unnt er. Tækifærið gefst til kl.18.00 I dag, en utankjörfundarskrifstofan
er opin kl. 10.00 til 12.00 og 14.00 til 18.00 að Skógarhlíð 6 í Reykjavlk. Mynd:
Kristinn.
Síðustu menn!
Agreiningur sem verið
hefur að þróast á
milli norskra og ís-
lenskra stjórnvalda
um það, hvernig
standa eigi að samn-
ingum um sjávarútvegsmál í við-
ræðunum við EB um evrópskt
efnahagssvæði, er nú korninn
upp á yfírborðið.
Þannig birti norska útvarpið
viðtal við Steingrím Hermannsson
í gærmorgun þar sem hann sagðist
vera reiðubúinn að hitta Gro Harl-
em Brundtland, forsætisráöherra
Noregs, til þess að ræða þessi mál.
Steingrímur hefur ekki farið
formlega fram á slíkan fund, en
haft er eftir embættismönnum
norska forsætisráðuneytisins að
beiðni um slíkan fund yrði vel tek-
ið í Noregi.
Ágreiningurinn stendur um það
hvort sömu skilmálar eigi að gilda
fyrir Norðmenn og íslendinga um
tollfijálsan aðgang með sjávarút-
vegsafúrðir til Efnahagsbandalags-
ins.
Norðmenn hafa haldið því
fram að fiskunnn skipti byggðir í
N- Noregi jafúmiklu og íslendinga,
og því eigi að gilda sömu reglur
fyrir báðar þjóðimar.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra hefur hins vegar
haldið því fram að jafnvægi eigi að
ríkja á milli óhagræðis og ávinn-
ings í samningunum fyrir EFTA-
þjóðimar, og ,því gildi aðrar við-
miðanir fyrir Island en Noreg, þar
sem fiskveiðar séu hluti af norskri
byggðastefnu og fiskútflutningur
aðeins 7% af heildarútflutningi
Norðmanna á meðan hann er 80%
íslensks útflutnings.
Þessar vangaveltur virðast þó
hafa litla þýðingu á meðan stefna
EB er óbreytt í þessu máli, þar sem
krafist er veiðiheimilda fyrir toll-
fijálsa aðild að markaði.
Jón Baidvin Hannibalsson
sagði hins vegar nýlega á blaða-
mannafundi að kröftir Norðmanna
í þessum efnum veiktu stöðu ís-
lendinga.
Aðspurður um, hvort hann
hefði fundið nokkur merki þess
innan EB að Islendingar gætu
fengið tollfrjálsan aðgang með fisk
án þess að veita veiðiheimildir,
sagði Jón Baldvin að þrátt fyrir yf-
irlýsta óbreytta slefnu EB í þessu
máli, þá hefði hann fundið merki
skilnings meðal ráðamanna EB á
sérstöðu Islands. Þannig hefði
Andriassen, einn af yfirmönnum
EB í sjávarútvegsmálum, m.a. gef-
ið í skyn að hugsanlega yrði gerð
undantekning með ísland við lok
samningagerðarinnar. Sagði Jón að
samningar um EES væru nú á
lokastigi þótt nokkur viðkvæm
pólitísk mál væru óleyst. Sjávarút-
vegsmálin væru meðal þeirra erfið-
ustu, og þess væri ekki að vænta
að samningsaðilar legðu öll spilin
á borðið fyrr en á síðustu stundu.
„Þegar þannig ágreiningur
kemur upp á milli EFTA-þjóða,
eiga þær að setjast niður og leysa
málin en ekki vera að senda yfir-
lýsingar í gegnum fjölmiðla,"
sagði Steingrímur Hermannsson í
viðtali við Ríkisútvarpið í gær.
-ólg.
Síðustu sýningar Stúdentaleik-
hússins á þrem einþáttungum undir
heitinu „Menn, menn, menn“
verða á mánudags- og þriðjudags-
kvöld í Tjamarbæ. Að sýningunni
standa nemendur í Háskóla íslands
með aðstoð nema í Myndlista- og
handíðaskólanum og Tónl'istar-1
skóla Reykjavíkur, alls um 60
manns. Sýningin og endurreisn
Stúdentaleikhússins hafa fengið
lofsamleg viðbrögð gagnrýnenda.
Leikstjóri er Ásgeir Sigurvaldason
og tónlistarstjóri Eyþór Amalds.
ÓHT
;tí ui iL'gÞL'lbUUÞ J KIVIIUH
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991