Þjóðviljinn - 16.05.1991, Síða 6
<9
Fylgist þú með um-
ræðum um Evrópskt
efnahagssvæði?
Sigurður Sigurjónsson,
leigubílsstjóri:
Nei, ekki nógu vel. Þetta er
ekki nógu vel kynnt.
Björn Daníelsson,
menntaskólanemi:
Já, ég fylgist með þeim, því ég
tel að það hafi mikil áhrif hvort
fsland gengur inn í Evrópskt
efnahagsvæði eða sækir um
aðild aö EB.
Málfríður Elídóttir,
húsmóðir:
Nei, það gerí ég ekki.
Ólafur Kjartansson,
verslunarmaður:
Já, vegna þess að þetta varð-
ar framtíð þjóöarinnar í heild.
Ragnheiður Jónsdóttir,
verðbréfasali m. meiru:
Já, að sjálfsögðu geri ég það.
Þessi mál gætu haft mikil áhrif
á verðbréfa- og peningamark-
aðinn og því læt ég ekkert
fram hjá mér fara.
Fkéthr
Alvarlegum vinnuslysum I landbunaði hefur faekkað mjög og er það þakkað aukinni fræðslu og reglum um öryggishlífar á dráttarvélum.
Hvar mega bömin vinna?
Vinnueftirlit ríkisins
hefur gefið út ítarleg-
ar leiðbeiningar um
hvaða störf börn und-
ir 16 ára aldri megi
vinna. Vinnuslys á börnum
verða helst í fiskvinnslu og I
landbúnaði. Athuganir á tíðni
vinnuslysa hér á landi benda til
að þau séu tiltölulega algengust í
yngstu aldursflokkunum.
Sigurður Þórarinsson deildar-
stjóri hjá Vinnueflirlitinu scgir enn
tíðkast að böm séu látin vinna við
hættulegar vélar og þá sérstaklega
flökunar- og roðflettivélar í frysti-
húsum. Nýlegar tölur um vinnu-
slys liggja ekki fyrir, en Sigurður
kvaðst telja að þeim hefði fækkað
mikið og þakkaði það helst betri
og öruggari vélabúnaði í frystihús-
unum.
„Flestar vélar eru nú með ör-
yggishlífar þannig að ef roð eða
fiskur festist í hnífunum þá stöðv-
ast vélin þegar hlífmni er lyft,“
segir hann. „Þetta er mjög mikill
kostur og fækkar slysum. Það eru
þó enn á markaðinum gamlar vélar
sem eru ekki með þessum búnaði.
Slysin vilja oft verða þannig að
fiskur óklárast í flatningsvél og
enda þótt það eigi að stoppa vélina
til að ná honum úr, þá er það ekki
gert og fólk fer með höndina inn í
til að losa um hann.“
Hann sagði atvinnurekcndur
hafa lekið tilmælum Vinnueftirlits-
ins vel og af og til væri hringt inn
til að fá upplýsingar um reglur
varðandi þcssi mál. „Nú hafa þcir
skýrar línur í höndunum um,
hvaða vélar má leyfa bömum að
vinna við,“ sagði Sigurður.
I leiðbeiningunum em m.a. tal-
in þau léttu og hættulitlu störf sem
má ráða böm yngri en 14 ára til.
Þau störf em talin létt sem ekki
hafa í för með sér mikla líkamlega
áreynslu, svo sem að lyfta eða bera
þunga hluti eða flytja þá til. Hættu-
lítil teljast þau störf þar sem ekki
em notaðar vélar eða verkfæri sem
geta haft hættu í för með sér, störf
þar sem ekki cr hætta á falli eða
þar sem ekki er unnið með eitur-
efni eða önnur hættuleg efni. Sem
dæmi um hættulitil störf má nefna
sendla- skrifstofu- og verslunar-
störf, hreinsun á lóðum og garð-
yrkjustörf án véla. Einnig létt land-
búnaðar- fiskvinnslu og iðnaðar-
störf sem ekki tengjast hættulegum
vélum.
Hættulegar vélar,. sem ekki má
láta unglinga á aldrinum 14-15 eða
yngri vinna við, em m.a. vélar sem
skera, merja, pressa eða þrýsta á
efni eða hluti.
Vinnueftirlitið hefur ásamt
Umferðarráði og fleimm staðið
fyrir árlegum dráttarvélanámskeið-
um fyrir unglinga í þeim tilgangi
að fækka vinnuslysum í landbún-
aði. Námskeið þessi hafa verið vel
sótt og í ár lærðu 100 böm á aldr-
inum 13-16 ára á dráttarvélar. Flest
koma þau af höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt lögum mega böm á
aldrinum 13-15 ára ekki aka drátt-
arvélum nema á túnum, en 16 ára
unglingar mcga taka ökupróf á
dráttarvél. Námskeiðshópiium er
skipt í tvennt og fær yngri hópur-
inn sjö bóklega tíma og tvisvar
sinnum 30 mínútna reynsluakstur.
Tíu manns vom í réttindahópnum
og i vor tóku fimm drengir og
fimm stúlkur próf á dráttarvél und-
ir leiðsögn ökukennara.
„Alvarlegum slysum í landbún-
aði hefur fækkað mikið á undan-
fömum árum,“ segir Haukur Söl-
Landslið Islands skipað leik-
mönnum 18 ára og yngri hélt af
landi brott í fyrradag til keppni í
Austurríki og Tékkóslóvakíu og
mun liðið leika 5-6 leiki í ferð-
inni sem er liður í undirbúningi
liðsins i Evrópukeppninni.
Liðið mun spila aðeins einn
leik í Austurríki til að endurgjalda
heimsókn þeirra hingað til lands í
fyrra en þá unnu Islendingar lið
Austurríkismanna 3:0 á Hvolsvelli.
Síðan mun liðið halda til
Tékkóslóvakíu þar sem það tekur
þált í sterku móti sem haldið er í
tilefni af áttatíu ára afmæli tékk-
neska knattspymusambandsins.
vason hjá Vinnueftirlitinu. „Aukin
fræðsla og reglur frá árinu 1984
um öryggishlífar á dráttarvélar
eiga mikinn þátt í því sem og
breyttur hugsunarháttur fólks og
aukið eftirlit."
-vd.
1 riðli með íslenska liðinu em
Rúmenía sem leikið verður gegn á
morgun, 17. maí, gegn þýskalandi
18. maí, Grikklandi daginn eftir og
síðan gegn úrvalsliði Slóvakíu
þann 20. maí. Verði liðið í 1. eða 2.
sæti í sínum riðli mun það leika
um 1. eða 3. sæti mótsins þann 21.
maí næstkomandi gegn einhverju
eftirtalinna liða: Tékkóslóvakíu,
ísrael, Tyrklandi, Póllandi eða
Sovétríkjunum sem skipa hinn rið-
ilinn.
Þjálfari liðsins er Hörður
Helgason.
-grh
Landslið 18 ára
og yngri til
Austurríkis
og Tékkóslóvakíu
CE
MMBNk
S
mæmr i
L
co
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1991
Síða 6