Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 2
 —f-"*""-*"*** Laugardagskvöldiö 6. desember 1980 Nú voru liðnir rúmir þrír mánuðir frá því þremenningamir brugðu sér upp í Borgarfjörð á stolnum sendlabíl og rændu 520 kössum af áfengi úr flutningabíl sem var á leið til Akur- eyrar. Fjölmiðlum þótti málið ekki lengur vera fréttamatur, nú var það breytingin á íslensku krónunni sem talað var um. Það átti að stifa af henni tvö núll um áramótin. Þeir Finnur og Heimir fúndu það fljótlega á Inga, að hann var ekki sáttur við hlutskipti sitt. Þótt enginn þeirra hefði lent í yfirheyrslu hjá lögreglunni og ekkert benti til að þeir væru á neinn hátt gmnaðir; þýfið vel falið og engin vandræði komið upp, þá leyndi sér ekki að Ingi gat ekki sætt sig við dauða bílstjórans. Þó viðurkenndi hann það aldrei bemm orðum. En þeir félagar fundu það. Þennan laugardag hafði Finnur ákveðið að nú skyldu þeir láta til skarar skríða og selja nokkra kassa í fyrsta sinn. Undanfamar tvær helgar höfðu þeir gert tilraun til að selja nokkrar flöskur fyrir utan skemmtistaði í borginni og allt gengið eins og í sögu. Þeir vom famir að sjá peninga. En í kvöld ætluðu þeir að gerast stórtækari og skipta sér niður á þijá staði; vera tilbúnir þegar fólk kæmi út af skemmtistöðunum og selja því flöskur. Finnur reiknaði dæmið þannig að undir slíkum kring- umstæðum væm menn mátulega kæmlausir. Þeir vom allir mættir upp í braggann við Krókatjöm þetta kvöld. Finnur hafði tekið Heimi með í Ópelnum, en Ingi kom sjálfur ak- andi á Trabantinum sínum. Þeirhöfðu sett þrjá kassa af sterku áfengi inn í sinn hvom bíl og einsett sér að selja þá um nóttina. - Sko, ég held að það sé nú tími til kominn að maður opni eina bokku handa sjálfum sér, sagði Heimir og leit á Finn. Klukkan er ekki ennþá orðin ellefu maður! - Allt í lagi, svaraði Finnur brosandi og svifti upp einum wiskykassa. Við skulum skála fyrir ráni aldarinnar. Síðan rétti hann Heimi og Inga sitthvora flöskuna, en tók sjálfur þá þriðju. Þeir klingdu hiæjandi saman glerjunum og supu duglega á. - Djöfullinn maður! dæsti Heimir og sett- ist niður í heystabbann. Þetta er svo ótrúlegt, ha! Maður fattar þetta bara ekki! Svo héldu þeir áfram að hlæja. Eina birtan inni í bragganum kom frá vasaljósi sem stillt hafði verið upp á gamalt olíufat. Þeir félagar fóru nú að ræða atburði liðinna vikna, hvemig þeim tókst að leika á lögregluna og snúa henni fram og aftur um landið þvert og endilangt. Finnur sagðist sann- færður um að Iöggan héldi að brennivínið væri fyrir norðan. - Annars væru þeir búnir að gera miklu meiri rassiu hér fyrir sunnan, sagði hann. Nú er ég alveg búinn að sjá út hvemig þeir vinna, það er enginn vandi að leika á þá. Þegar við höfúm komið þessu brennivíni í pening þá hef ég aðra hugmynd, alveg pottþétta. - Hvað er það? sagði Ingi snöggt, eins og honum væri brugðið. Finnur saup á flöskunni og gaf sér góðan tíma til að svara. — Það er hass, sagði hann Ioks. Brennivín er alltof fyrirferðarmikið miðað við það sem maður fær út úr því. - Þú skalt eldci reikna með mér, sagði Ingi strax. Vínið var greinilega farið að svífa á hann. - Nú, af hverju ekki? spurði Finnur rólega. Ertu eitthvað fúll með þetta? Um stund var dauðaþögn í bragganum. - Þetta hefði aldrei þurft að gerast ef þú hefðir asnast til að láta Daníel fá töflumar sín- ar þegar hann bað um þær í bílnum, sagði Ingi loks. Og það var líka alveg ástæðulaust að berja hann í hausinn þegar hann lá í götunni. - Nú, það er svoleiðis, sagði Finnur háðs- lega og saup á. Samviskan að naga mömmu- strákinn, ha? Ekki get ég gert að því þótt gaur- inn hafí verið með hland fyrir hjartanu. hver veit nema hann hafi drepist þama á leiðinni hvort sem var. - Já, en þú gast látið hann hafa töflumar sem hann bað um, helvítis íiflið þitt! hrópaði Ingi æstur. - Heyrðu Ingi, blessaður slappaðu af mað- ur, drafaði í Heimi. Þetta er búið og gert. - Búið og gert já, sagði Ingi hálfu æstari en áður. Ykkur er andskotans sama. Ekki þekktuð þið hann. - Og þú hefúr kannski þekkt hann? spurði Finnur. - Já, svaraði Ingi. Það vill nú svo til að ég þekkti hann... og meira að segja mjög vel. Finnur flautaði. - Heyrðu, af hverju léttirðu ekki á sam- viskunni og ferð til löggunnar? sagði hann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Við Heimir komum ekki til með að styðja þig, við höldum fast við okkar. Það em tveir á móti einum. - En hvað er þetta þama? spurði Ingi og benti á vínkassana. Finnur stóð á fætur. Eg get sagt þér það vinur, að þú kemst aldrei svo langt að geta kjafíað frá þessu, sagði hann ógnandi. Auk þess er enginn vandi að flytja kassana á annan stað sem þú veist ekkert um. Heldurðu að ég hafi ekki búist við þessu? Ég hef alltaf vitað að þú værir ræfill og ekkert annað. Heimir klöngraðist á fætur. - Strákar... - Haltu kjafti! öskraði Finnur. - Ég hcf veskið hans, sagði Ingi. - Hvaða veski? - Bílstjórans. - Þú lýgur! Ingi reyndi að hlæja. Nú var líklega komið að því sem hann hafði óttast í margar vikur. - Nei, góði minn, sagði hann. Ég tók vesk- ið hans þegar ég sótti lyklanan inní hanska- hólfið. Þar er ökuskírteinið og margt fleira. - Jæja, lofaðu mér að sjá, hvar ertu með það? sagði Finnur og þreif í öxlina á Inga. Þeir tókust svolítið á, en Ingi náði að rífa sig lausan. - Ég geymi veskið á góðum stað Finnur minn, sagði Ingi og gekk til dyra. Þú skalt bara passa þig. Síðan fór hann út og slengdi á eftir sér hurðinni. - Hvert ertu að fara? kallaði Finnur á eftir honum. - Finnur, blessaður láttu hann vera, sagði Heimir. Hann jafnar sig á þessu þegar hann fer að sjá seðlana. Finnur hlustaði ekki á hann heldur hljóp að heystabbanum og gróf upp töskuna með haglabyssunni. - Hvað ertu að gera maður? spurði Heimir og tók andköf þegar hann sá Finn setja byss- una saman. Ertu orðinn vitlaus! - Það skal engum takast að eyðileggja þetta! hrópaði Finnur æstur og smellti saman byssunni. Síðan teygði hann sig í wiskyflösk- una og hvolfdi í sig. - Bíddu rólegur, bað Heimir. Ingi var bara að grínast. Finnur hikaði andartak. - Já, en hvað ef hann fer í lögguna með veskið? A samri stundu heyrðu þeir Trabantinn fara í gang. Finnur ætlaði að hlaupa til dyra, en Heim- ir stökk í veg fyrir hann. - Passaðu þig! sagði Finnur og miðaði á hann byssunni. - Já, en... - Ekkert helvítis já en! Við megum ekki láta hann sleppa! Þeir heyrðu Trabantinn aka í burtu. - Komdu, kallaði Finnur. Við verðum að elta hann! - Skildu þá byssuna eftir, sagði Heimir skálfandi röddu. Finnur stakk byssunni á bak við olíufatið og flýtti sér að slökkva á vasaljósinu. Þegar þeir komu út, var Trabantinn horfinn. - Inn í bílinn með þig, skipaði Finnur meðan hann læsti hurðinni. Heimir hljóp að Opelnum og settist inn. Þrátt fyrir áfengisvím- una gerði hann sér grein fyrir að nú yrði hann að gæta þess að hafa Finn góðan. Hann var stórhættulegur þegar hann var í þessum ham. Og nú upphófst eltingaleikur upp á líf og dauða. Finnur settist undir stýri og ók eins hratt og hann gat. Hvorugur sagði orð. Frá Hafravatnsafleggjaranum sáu þeir hvar Tra- bantinn beygði til hægri inn á Suðsurlandsveg. Bilið á milli þeirra minnkaði stöðugt. — Hvem andskotann er hann að fara, sagði Finnur þegar þeir sáu Trabantinn beygja til vinstri í áttina að Elliðavatni. - Ég veit það ekki, svaraði Heimir vesæld- arlega. Hann var hræddur. - Sá skal sko fá þetta borgað! Við Elljðavatn náðu þeir Trabantinum. Finnur flautaði og blikkaði Ijósunum, en það var eins og Ingi vissi ekki af honum. Hann ók á miðjum veginum, þannig að vonlaust var að komast fram úr honum þrátt fyrir ítarlegar til- raunir Finns. Leiðin lá fram hjá Vífilsstöðum og niður í gegnum Garðabæ. Við ljósin á Hafnarfjarðar- veginum komst Ingi yfir á gulu, en hinir urðu að bíða eftir rauðu ljósi. - Hann er að fara niður í Stálvík, sagði Finnur. Ég er viss um að hann geymir veskið einhversstaðar þar. Þegar græna ljósið kom, brunaði Finnur af stað og ók beinustu leið niður að skipasmíða- stöðinni. Þar sáu þeir Trabantinn standa mannlausan fyrir utan. - Sjáðu, hann hefur farið inn um dymar þama á endanum, hvíslaði Finnur og benti á hurð, sem stóð í hálfa gátt á norðurenda húss- ins. Þangað hlupu þeir. Þegar inn var komið námu þeir Leifúr og Ingi staðar og hlustuðu. Allt í einu öskraði Finnur: - Komdu þama niður helvítið þitt! Eða á ég að koma upp og sækja þig. Síðan hljóp hann að stiga sem var reistur upp við skipið. Þá sá Heimir hvar Ingi var að fikra sig áfram eflir bita sem lá uppi í rjáfri. En hvað síðan gerðist, varð honum aldrei ljóst. Hann heyrði niðurbælt óp, sá Inga missa fótanna og falla niður. Það heyrðist þungur dynkur þegar hann lenti á steyptu gólfinu. IROSA- 'GARÐINUM OG VIÐ SEM ÆTLUM AÐ SAMEINAST EVRÓPU! Fáum sögum fer af stórum tipp- um íslenskum. Pressan EF ÞÚ ERT EITTHVAÐ AÐ HREKKJA MIG.. (Davíð Oddson) Fékk ekki að velja arftakann - launaði grikkinn með því að sitja áffam sem borgar- stjóri. Fyrírsögn í DV UNDUR LÝÐR/BXSINS Bent er á í þessu sambandi að þegar allt kemur til alls þá em það borgarfúlltúramir sjálfir sem komi til með að stjóma Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. DV ÓSK UM HRAKFÖR SÝNU VERRI.. Ætlar Davíð að enda borgar- stjóraferilinn í Elliðaánum? Fyrírsögn í DV JAFNRÉTTTÐ HEFUR SIGRAÐ! Fjóla er að fara með mömmu út í búð að kaupa pylsur sem pabbi hennar ætlar að grilla. Saga eftir sex ára telpu i DV VEGURINN SANN- LEIKURINN OG LÍFIÐ Þeir sem missa af fyrirlestri Johns Naisbitts eiga það á hættu að missa af framtíðinni. Auglýsing i Morgunblaöinu HIN SÖNNU MYRKRAVERK Svo lengi sem elstu menn muna hefúr ágreiningur í meirihluta íhaldsins í Reykjavík ekki litið dagsins ljós. Tíminn LÁTUM ÞÁ BÍTA GRAS Hin gömlu spakmæli em rétt. Maðurinn er það sem hann borðar. Kannski skýrir þetta út það að ríkis- stjómin hefur ekki getað staðið við yfirlýsingar sínar um að kjósendur sæju mjög fljótt að önnur ríkisstióm hefði tekið við. DV 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.