Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 5
F R ETT0R -*
Almennir
neytendur
bera niður-
skurðinn,
ekki stóriðja
„Þetta hlýtur að hægja á
virkjunarfTamkvæmdum eða þá
að það er verið að ákveða að
gjaldskráin verði hækkuð,“ sagði
Siguijón Pétursson stjómarmað-
ur í Landsvirkjun um þá ákvörð-
un ríkisstjómarinnar að falla frá
heimild til Landsvirkjunar um
400 miljón króna lántöku vegna
gjaldskrárhækkunar. Ætlast er til
fyrirtækið beri fjárþörfina að
hluta til með gjaldsícrárhækkun
og að hluta til úr eigin rekstri.
Ekki hefur verið rætt um þetta í
stjóm Landsvirkjunar.
Siguijón sagði að Lands-
virkjun safnaði ekki fé í sjóði og
gæti því ekki annað en hægt á
ffamkvæmdum eða hækkað
gjaldskrá vegna niðurfellingar
heimildarinnar. Hann benti á að
þegar væri búið að skera niður í
rekstri fyrirtækisins til að
stemma stigu við lánsþörfinni
sem væri eigi að síður skamm-
tíma spamaðarleið því um væri
að ræða viðhaldsverkefni.
„Gjaldskrárhækkun þýðir um
það bil helmingi minni hækkun
sem veitumar þurfa eingöngu
vegna hækkunarinnar. Hækki
Landsvirkjun um 10 prósent
þurfa flestar rafveitumar að
hækka sína gjaldskrá um 5 pró-
sent til að bera uppi heildsölu-
verðið," sagði Siguijón.
Hann sagði að þó 200 milj-
ónir af þessum 400 fæm í gjald-
skrárhækkun þá væri um stóra
upphæð að ræða því ekki yrði
hreyft við verði á rafmagni til
stóriðju. „Þannig að það er bara
hluti af heildarffamleiðslu
Landsvirkjunar sem verður að
bera þessa 200 miljón króna nið-
urskurð eða hvað sem það verð-
ur,“ sagði Sigurjón.
-gpm
Snargalin
hugmynd
Þetta er einhver galnasta
hugmynd sem ég hef heyrt lengi,
sagði Þórarinn V. Þórarinsson
ffamkvæmdastjóri VSÍ í samtali
við Þjóðviljann um þá hugmynd
Jóhönnu Sigurðardóttur að selja
húsbréf á erlendum verðbréfa-
mörkuðum.
Þórarinn sagði að húsbréfin
væm í raun ríkisbréf, enda
ábyrgist ríkissjóður bréfin og að
þau myndu þannig keppa við
aðra íslenska pappíra á erlendum
mörkuðum. Hann bjóst ekki við
því að fjármálastofnanir fæm að
kaupa önnur íslensk ríkisbréf
með 6-7 prósent vöxtum þegar
byðist allt að 9 prósent ávöxtun í
húsbréfúnum. Þannig myndi
þetta ekki leiða til annars en að
eyðileggja lánskjörin erlendis.
Þá sagði Þórarinn að hús-
bréfin væm gefin út í tengslum
við að landsmenn væm að skipta
um húsnæði, og með því að selja
bréfin erlendis væri verið að taka
ákvörðun um að endurfjármagna
eignir hérlendis með erlendri
lántöku.
„Vilji stjómvöld í alvöru taka
erlend lán til þess að borga upp
húsakost landsmanna væri þá ör-
ugglega ódýrara að gera það með
beinum lántökum ríkissjóðs,“
sagði Þórarinn.
-gpm
Verið að hegna verð-
tryggingarkynslóðinni
Þegar vextirnir hækka fer
verðbólgan af stað og þá
hækkar einnig verðbótaþáttur-
inn á iánunum sem vextirnir voru
hækkaðir á, sagði Leifur Guð-
jónsson hjá verðlagseftirliti
verkalýðsfclaganna í samtali við
Þjóðviljann í gær. Hann telur að
það sé hæpið, og til þess eins að
Ijúga að fólki, að halda því fram
að greiðslubyrðin á lánum úr
Byggingasjóði rikisins aukist um
46 þúsund krónur og ekki meira
á ári af hæsta láninu sem er 4,4
miljónir króna, enda verðbóta-
þátturinn ekki tekinn inní það
dæmi. Ákveðið hefur verið að
hækka vexti lánanna afturvirkt
til ársins 1984 um 1,4 prósentust-
ig úr 3,5 í 4,9 prósent eða um 40
prósent.
Leifur sagði að hans verkalýðs-
félag Dagsbrún hefði staðið gegn
því að vextir væm hækkaðir, og að
tfieð því að hækka vextina aftur-
virkt væri verið að hegna því fólki
grimmilega sem fékk lán með fullri
verðtryggingu. Hann benti á að það
fólk sem áður fékk sín lán óverð-
tryggð og með lágum vöxtum sé nú
að grenja hæst um það að fá meiri
ávöxtun á fé sínu í bönkunum. „Það
er verið að bæta þessu fólki ennþá
betur að hafa ekki þurft að borga og
taka á sig sömu skuldbindingar og
það fólk sem nú þarf að taka verð-
tryggð lán,“ sagði Leifúr sem bætti
við að þessi 40 prósent hækkun á
vöxtum væri hrein eignaupptaka.
Hann sagði að það væri mjög þungt
í fólki sem leitaði til hans vegna alls
þessa.
Forsenda þess að vextir á lánum
Húsnæðisstofnunar rikisins úr
Byggingasjóði rikisins hækki ekki
meira en í 4,9 prósent er að lífeyris-
sjóðimir kaupi skuldabréf af stofn-
uninni með ekki hærri vöxtum en
6,5 prósentum. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra hefúr boðað að
vextimir á lánum sem fólk hefúr
tekið breytist eftir þeim vöxtum
sem Húsnæðisstofnun þarf að taka
til að fjármagna starfsemina. Því
hærri vexti sem Húsnæðisstofhun
þarf að greiða, þeim mun hærri
vexti þarf fólk að borga.
Yngvi Öm Kristinsson stjómar-
formaður stofnunarinnar er bjart-
sýnn á að náist að gera samkomulag
við lífeyrissjóðina um kaup á
skuldabréfúm með 6,5 prósent
vöxtum. Hann bendir á að um lang-
tímaskuldbindingar yrði að ræða
eða allt að 20 áram og telur hann
6,5 prósent háa langtímavexti.
Hann sagði viðræður ekki komnar á
það stig að farið væri að ræða vext-
ina. Nú fýlgja vextimir sem Hús-
næðisstofúun borgar lífeyrisjóðun-
um vaxtastigi spariskírteina ríkisins
og því jókst kostnaður stofnunar-
innar þegar þeir vextir vom hækk-
aðir á dögunum. Uppgjör um hvað
mikið mun þó ekki liggja fyrir fyrr
en í janúar.
Þá benti Yngvi Öm á að með
lokum 86-kerfisins þyrfti stofhunin
ekki að fjármagna það kerfi, en líf-
eyrissjóðimir gerðu samkomulag
um að veija 55 prósent af ráðstöf-
unarfé sínu í Húsnæðisstofhun eða
86-kerfmu. Það samkomulag renn-
ur út um áramótin. Þá þarf að fjár-
magna Byggingasjóð verkamanna
auk þess sem taka þarf lán til að
brúa þann mismun sem er á láns-
tíma á lánum sem Húsnæðisstofhun
veitir og sem stofhunin tekur, sagði
Yngvi Öm. Hann sagði það ágiskun
sína að Húsnæðisstofnun þyrfti um
20-23 prósent af ráðstöfúnarfé líf-
eyrissjóðanna til að fjármagna útlán
sín eftir lokunina.
Hrafn Magnússon ffam-
kvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða sagði við Þjóðviljann
að í dag væri 6,5 prósent ávöxtun
óviðunandi, en hinsvegar sagði
hann lífeyrissjóðina vera reiðubún-
ari til að fjármagna félagslega
íbúðakerfið í gegnum Bygginga-
sjóð verkamanna en margt annað.
Þórarinn V. Þórarinsson stjóm-
armaður í SAL og framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands Is-
lands sagði að með lokun 86-kerfis-
ins væri samhengið milli réttinda
sjóðfélaganna og skuldabréfakaupa
sjóðanna af Húsnæðisstofnun rofið
og því ekki lengur efni til að for-
binda kaupin með þeim hætti sem
gert hefði verið. Hann vísaði til
samþykktar ffamkvæmdastjómar
VSÍ um að ekki væm efhi til að
endumýja samninga um magnkaup
lífeyrissjóðanna af Húsnæðisstofh-
un, heldur ættu kaupin að fara ffam
með venjulæegum hætti á fjár-
magnsmarkaði. Hann taldi afar lík-
legt að lífeyrissjóðimir muni halda
sig við þá ávöxtunarkosti sem em
bestir hveiju sinni. í dag em það
húsbréf, en Þórarinn benti á að sjóð-
imir dreifðu áhættunni, en sam-
þykkti þó að það fylgdi því sáralítil
áhætta að kaupa húsbréf.
-gpm
Jóhanna K. Eyjólfsd. með Ijósrit af þeirri blaðagrein er varð kveikjan að stofnun Amnesty International. Mynd:
Kristinn.
Amnesty International 30 ára
Engin undanbrögð er fyrir-
sögn áskorunar sem Amnesty Int-
ernational (A.I.) hefur sent frá
sér. Tilefnið er 30 ára afmæli
heimssamtakanna og hyggst Is-
landsdeildin vekja sérstaka at-
hygli á starfsemi A.I. og kynna
hana fyrir landsmönnum.
„Amnesty Intemational verður
þijátíu ára 28. maí nk., en það er
ekki ástæða til að fagna þeirri stað-
reynd, það ætti frekar að vekja með
fólki óhug,“ sagði Jóhanna K. Eyj-
ólfsdóttir formaður samtakanna. Jó-
hanna segir að það sé ekki skemmti-
legt til þess að hugsa að A.I. skuli
vera við lýði enn þann dag í dag. En
því miður þá er þörfin til staðar, því
fjöldi fólks er beittur misrétti út um
allan heim, segir Jóhanna.
Alls em um 1,1 miljón manna
félagar í A.I., en á íslandi em félag-
ar um 1100. Félagssamtökin em til í
150 löndum vítt og breitt um heim-
inn. Þau málefni sem samtökin hafa
beitt sér fyrir em mörg og fjölbreytt,
má þar nefna baráttu fyrir sam-
viskufongum í Sovétríkjunum, af-
tökum án dóms og laga i ýmsum
Afnkuríkjum, mannshvörfum í S-
Ameríku og svo mætti lengi telja.
Aðferðir þær sem A.I. beitir em
m.a. fólgnar í bréfaskriftum til við-
komandi stjómvalda. Þá fær við-
komandi uppgefið nafn einhvers
fanga, og heimilisfang til að skrifa
til og ritar þá bréf þar sem fangelsun
einstaklingsins er mótmælt. Jó-
hanna segir að þetta gefi oft góða
raun og nefndi ótal dæmi um það.
Nú á næstunni mun A.I. útbúa
plakat þar sem starfsemi samtak-
anna verður kynnt og hvemig fólk
getur fengið færi á að koma til liðs
við samtökin. -«
Bamaheill
Slysatíðni barna rædd
Ráðstefna um slys á börnum
sem samtökin Barnaheill
gangast fyrir verður haldin í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi i dag. Málþing þetta hefst
kl.13.00, og verðu þar rætt um
staðreyndir varðandi slysatíðni
barna við leik og störf, í umferð-
inni og á heimilum.
Á málþinginu, sem er opið öll-
um sem áhuga hafa fyrir heill bama,
verða ýmsir fyrirlestrar haldnir.
Herdís Storgaards, fúlltrúi hjá
Slysavamafélagi íslands fjallar um
slys á bömum heima og heiman.
Hún mun fjalla um hvaða slys það
era sem algengust era og hvað hægt
sé að gera til að koma í veg fyrir
þau.
Margrét Sæmundsdóttir, for-
skólafúlltrúi Umferðaráðs, mun
flytja erindi um öryggisútbúnað í
biffeiðum. Þar mun hún kynna
ýmsar gerðir bamastóla og hvaða
munur er á þeim tegundum sem fást
hérlendis.
Ingi R. Helgason, stjórnarfor-
maður Vátryggingafélags íslands
fjallar í erindi sínu um slysatrygg-
ingar skólabama. Einnig fjallar
hann um réttarstöðu bama og for-
eldra í slysum.
Önnur erindi era t.a.m. umfjöll-
un Kristínar Pálsdóttur, hjúkranar-
forstjóra á heilsugæslustöðinni í
Hafnarfirði, en þar verður sagt frá
hlutverki heilsugæslustöðva í slysa-
vömum bama. Kolbrún Dóra Odds-
dóttir, landlagsarkitekt fjallar um
hönnun öraggra bamaleikvalla og
Daníel Viðarsson, deildarstjóri
Hollustuvemdar ríkisins fjallar um
merkingu á skaðlegum efnavöram.
Eftir fyrirlestrana gefst fólki
tækifæri til að taka þátt í umræðum
um efni þeirra, og koma með fyrir-
spumir til ffamsögumanna.
-sþ
Stofnstærð
leiðrétt
I blaðinu í gær var ranglega
haft eftir Gísla Má Gislasyni hjá
Lífffæðistofhun Háskólans í frétt
um ársfund Alþjóðahvalveiði-
ráðsins að langreyðarstofninn hér
við land teldi 4000-5000 dýr. Hið
rétta er að samkvæmt mati Haf-
rannsóknarstofhunar er stofh-
stærð langreyðar hér við land um
11000-12000 dýr. Eru Gísli og
lesendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
-rk
Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5