Þjóðviljinn - 24.05.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Page 6
Læknar án landa- mæra í heimi hörmunga Iw heimi sem í vaxandi mæli einkennist af hörmungum sem dynja yfir fátækustu þjóðir heims hafa sjálfboðaliða- samtök franskra lækna getið sér einstaklega gott orð fyrir skjótleika í viðbrögðum og ósérplægni í starfi. Borgarastríð, hungursneyð, flóð og aðrar hörmungar eru svo daglegt brauð í fréttum, að mjög er farið að tala um „hörmunga- þreytu“ á Vesturlöndum. Þar er átt við það, að fólk verði svo vant ill- um tíðindum úr svokölluðum þriðja heimi, að það bregðist ekki lengur við, grípi í vaxandi mæli til hinnar æfavomu afsökunar: A ég að gæta bróður míns? En ekki eru öll tíðindi á sama veg. Hefðbundnar hjálparstofnan- ir eins og Rauði krossinn halda áfram að vinna sín ágætu verk. Og til verður nýtt eða öðruvísi frumkvæði. Fer þá einna mest orð af frönskum samtökum lækna, Médecins Sans Frontiéres, „Læknar án landamæra", sem nú síðast urðu fyrstir á vettvang með um 200 manna lækna- og hjúkr- unarlið og 60 flugvélafarma af hjálpargögnum til aðstoðar við kúrdíska flóttamenn í írak. „Læknar án landamæra“ (MSF) hafa getið sér gotj orð bæði fyrir skjót viðbrögð og fyrir hugsjónamennsku. Samtökin urðu til um 1971 og hafa getið af sér tvenn samtök önnur („Læknar heimsins“ og „Alþjóðleg læknis- hjálp“) og hefur hreyfmg þessi breiðst út til annarra Evrópu- landa. MSF var í upphafi lítill hópur blankra vinstrisinnaðra ungra lækna, sem allir höfðu tekið þátt í uppreisn æskunnar sumarið 1968. Þeir höfðu unnið saman sem sjálf- boðaliðar á vegum Rauða kross- ins í Bangladesh og í Biafrastríð- inu i Nígeríu. Þeir báru virðingu fyrir Rauða krossinum sem nauð- synlegum samtökum en vildu ekki sætta sig við það að þau sam- tök þurftu svo mjög að gæta hlut- leysis að þau gátu t.d. ekki sagt það sem þau vissu um grimmdar- verk Nígeríuhers. Við vildum veita fómarlömbum stríða lækn- isaðstoð, segir Xavier Emmanu- elli, einn af stofnendum MFS, en við vildum einnig bera vitni því sem við sáum. Þeir voru reiðubúnir að fara Mongólar lýsa yfir lýðræði - sovéski herinn biður þá afsökunar á um- hverfisskemmdum. Sovéther á förum frá Mongólíu Vladíslav Gregoríevitsj, sov- éskur hershöfðingi í Mongólíu, tilkynnti á miðvikudag að allur sovéskur her þar í landi yrði á brott þaðan fyrir lok næsta árs. Sovéskar hersveitir hafa verið í Mongólíu samfleytt frá 1960 en byrjað var að kveðja þær heim 1987. Hershöfðinginn kvaðst við þetta tækifæri harma, að sovéski herinn hefði valdið miklum um- hverfisskaða með stórfelldum her- æfingum á gresjum og eyðimörk- um Mongólíu, og væru nú her- menn hans að reyna að græða þau sár er umhverfíð hefði hlotið við æfingamar. T HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skeifunni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. L6iái6ter2-6stoi 71539 Hraunberg 4 stnu 77272 Sonia Gandhi hafnar tilboði um formennsku Sonia Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, tilkynnti í gær að hún sæi sér ekki fært að verða við óskum forustumanna Þjóð- þingsflokksins um að taka við sem formaður hans af manni sínum. Fomsta flokksins mun hafa gert sér vonir um, að með Soniu sem formann yrði flokkurinn sig- urvænlegur vegna samúðar al- mennings með ekkju hans og dýrðarljóma þess sem um Nehm- Gandhifjölskylduna leikur. En Sonia Gandhi, sem er ítölsk að ætt og hefur ekki mikinn áhuga á stjómmálum, mun telja brýnni nauðsyn fyrir sig að helga líf sitt bömum þeirra hjóna, sem em á unglingsaldri. hvert sem er, veita sína aðstoð og fordæma grimmd og kúgun um Ieið. „Frönsku læknamir" tóku sér tíma frá starfsframa og sumar- leyfum til að starfa við neyðar- hjálp hvar sem þörf var fyrir. Þeir urðu miklir meistarar í því að gera sem mest úr litlum föngum. Og þeir bmtu margar reglur - í þagu þeirra sem þeir töldu grimmd beitta. í Chile og Suður-Afríku,í Afganistan og E1 Salvador gengu þeir á laun ýmissa erinda þvert gegn vilja stjómvalda í viðkom- andi löndum. Þeir fordæmdu hermdarverk á sveitafólki í Mó- sambík og þeir fordæmdu stjóm- völd í Eþíópíu fyrir að stela hjálp- argögnum til nauðstaddra. Þeir gerðu margar illræmdar stjómir æfar og komu franska utanríkis- ráðuneytinu einatt í stórvandræði. MFS hafa eflst mjög á seinni ámm. Um ein miljón Frakka sendir þeim peninga með reglu- legum hætti. Um þúsund læknar og hjúkmnarliðar starfa á vegum samtakanna í 38 löndum. MFS og systursamtök þeirra hafa svo gott orð á sér fyrir skilvirkni í neyðar- tilfellum, að Evrópubandalagið felur þeim að dreifa hjálpargögn- um fyrir miljónir dollara á ári hveiju. Og eins og hugsjóna- mönnum sæmir, þá hafa þeir Kona frá „Læknar án landamæra” I fióttamannabúðum I Eþlóplu sjálfir áhyggjur af því hve vel þeim gengur: kannski breytumst við i hverja aðra stofhun.... AB byggði á Newsweek Lenín fallinn í Addis Ababa r Addis Ababa, höfuðborg I Eþíópíu, sem nú er að mestu umkringd af EPRDF-uppreisn- armönnum sem búist er við að haldi innreið sína þar þá og þegar, voru menn í gær í óða- önn að rifa niður myndir af Mengistu einræðisherra, en þær voru þar á hans tið upp um alla veggi í opinberum bygging- um og við helstu torg. Þá hófust verkamenn handa við að taka niður tíu metra háa bronsstyttu af Lenín, sem staðið hefur í borginni miðsvæðis frá því að hún var reist 1984. Var hún gjöf Sovétmanna til Mengistus á tíu ára afmæli stjómarbyltingar herforingja gegn Haile keisara Selassie. Þeir sem á horfðu voru ekki á einu máli um hvort Sovétmönn- um yrði skilað styttunni eða hún sett á sögusafh. Eþíópska ríkisútvarpið, sem svo seint sem á mánudag söng Mengistu lof og dýrð, segir hon- um hafa farist bleyðimannlega er hann flýði land á þriðjudag. Hafi hann sagt öðrum ráðamönnum að hann ætlaði að bregða sér skammt út fyrir borg til að líta eftir heræf- ingum, en flogið í staðinn til Ke- nýu og þaðan til Zimbabwe. Mengistu - laumaðist burt frá félögum slnum í háskanum. Kona með sprengju næst sér Subodh Kant Sahay, ind- verskur aðstoðarinnanríkis- ráðherra, sagði í gær að komið hefði í Ijós við rannsókn að kona nokkur, sem verið hefði í hópi þeim í Sriperumpudur skammt frá Madras er tók á móti Rajiv Gandhi er hann kom þangað á þriðjudag, hefði verið með öfl- uga sprengju á sér innanklæða. Hefði sprengjan sprungið þegar konan hneigði sig fyrir Gandhi og mun hún þá hafa staðið mjög nálægt honum. Gert mun ráð fyrir að kona þessi hafi af frjálsum vilja fómað lífi sínu til að verða flokksleiðtog- anum að bana. Hún var meðal þeirra, sem fórst í sprengingunni, eins og vænta mátti, og sagði Su- bodh að efri hluti líkama hennar væri horfinn en andlitið nokkum- veginn í heilu lagi. Þó væri ekki enn vitað hver kona þessi hefói verið. Gmnur indverskra yfirvalda virðist nú beinast að tamílsku frelsistígmnum svokölluðu á Sri Lanka, sem eiga í striði við stjóm- völd þar og fá stuðning frá þjóð- bræðmm sínum í indverska fylk- inu Tamílnadú, sem þar em þorri íbúa. Madras er þar höfóðborg. AÐUTAN Dagur Þorlerfsson 6 SÍÐA—NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. maí 1991 . _ _, ‘ T AGI3 —- GAJaHAOJaH fTYH 1661 íkíti .AS lUQGbutaov Síðustu Kúbuher- sveitir frá Angólu Síðustu kúbönsku hermenn- irnir í Angólu fara þaðan heim- leiðis á morgun, að sögn kúb- anskra heimildarmanna I Lu- anda, höfuðborg landsins. Verður heimflutningi kúbanska liðsins þar þá lokið fimm vikum fyrr en samningar gerðu ráð fyrir. Kúbanskir hermenn hafa verið í Angólu til stuðnings stjóminni þar síðan 1975. í des. 1988 náðist sam- komulag um að Kúba kallaði herlið sitt frá Angólu gegn því að Suður- Afríka veitti Namibíu sjálfstæði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.