Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1991, Síða 9
HELGARUMRÆDAN Jóhannes Páll II grundvallar þetta nýjasta páfabréf sitt um félagsleg efni meðal annars á þvíað „kristinni afstöðu til persónu mannsins fylgi óhjákvæmilega rétt skoðun á þjóðfélaginu". Og hann er ekki fremur venju að draga neitt úr, þegar hann heldur áfram og dregur þá ályktun, að þeir sem ekki líti á þjóðfélagið af sjónarhóli kristinnar trúar geti ekki haft „rétta skoðun á þjóðfélaginu". „...eigi hefr Þorsteinn surtr miked skiled í computo [tímatalsreikningi] heldr siumpad til þessa epter solar- gange". Svofelldum orðum reyndi Ámi hand- ritasafhari Magnússon að skýra furðuná- kvæma tímatalsleiðréttingu Þorsteins Hall- steinssonar bónda í Jónsnesi í Helgafells- sveit, en Alþingi samþykkti kringum árið 965 tillögu hans um sumarauka. Hefur það vafist fyrir mönnum fram á þennan dag að skilja hvemig Þorsteinn náði að ákvarða lengd ársins svo að ekki skeikaði nema 0,0755 degi frá réttu ári. Nú blasir það við öllum sem Breiða- fjörð skoða, að Þorsteinn surtur og þeir langfeðgar á Þórsnesi höfðu til ráðstöfunar fullkomnasta sólúr á íslandi, fjalla- og eyjamiðin. Og tíminn frá landnámi, þtjár kynslóðir, dugir reyndar vísindamönnum með þennan jarðfræðilega útbúnað einan afmæli Rerum Novamm“. Fáir páfar síðari tíma hafa tekið jafn ríkan þátt í stormum sinnar tíðar og Jóhannes Páll II. Hlutur hans er stór í samtímasögu Póllands og allrar Austur- Evrópu. Hann hefur samt jafnffamt reynst frelsunarguðfræðingum þróunarlandanna erfiður ljár í þúfu og skip- að flotum íhaldssamra biskupa í embætti undanfarin misseri, oft gegn hávæmm mótmælum heimamanna. A hinn bóginn hefur hann fordæmt efnishyggju og neyslu- dýrkun Vesturlanda og Persaflóastríðið sérstaklega. En með hliðsjón af því hvaða hagfræðinga, félagsvísindamenn og aðra ráðgjafa menn vissu að páfi hafði sér til ráðuneytis undanfama mánuði við undir- búning páfabréfsins, var búið að spá því að efhi þess yrði í róttækara lagi. Ihaldssöm blöð i heimi fjármálanna, eins og Wall Street Joumal og Financial Times, vom við öllu búin. Hið síðamefnda ítalismans. Hann kemur víða við, er t.d. andvigur hafla- og vemdarstefnu í við- skiptum, því hún færi með sér „stöðnun og kreppu“. Hann telur ríkisvaldið eiga að hafa lág- marksafskipti af hagkerfinu, en sjá samt til þess að vöxtur sé efldur, full atvinna tryggð, starfstækifærum fjölgað, auk þess sem ríkinu beri að leysa einkafyrirtæki af hólmi ráði þau ekki við verkefni sín. „Að jörðinni frátalinni felast helstu auðlindir mannsins í manninum sjálfum" segir Jóhannes Páll II. Hann telur eðlilegt og sjálfsagt að fólk leiti eftir veraldlegum þægindum, hættan felist í að telja þau mik- ilvæg. Hann ítrekar sjálfsagða kröfu manna um sanngjöm laun, sem geri meira en duga fyrir nauðþurftum (menn eiga að geta lagt fýrir), en hins vegar sé biýnna að hjálpa ná- unganum heldur en hagnast sjálfur. Páfi ræðir ekki síst, hvort nú eigi að Kristi og „opni beinlínis af þeim ástæðum manninn fyrir sjálfum sér“. Hins vegar megi ekki líta á „félagslegan boðskap guð- spjallanna sem kenningu, heldur umfram allt grundvöll og hvatningu til aðgerða“. Jóhannes Páll II grundvallar þetta nýjasta páfabréf sitt um félagsleg efni með- al annars á þvi að „kristinni afstöðu til per- sónu mannsins fylgi óhjákvæmilega rétt skoðun á þjóðfélaginu". Og hann er ekki fremur venju að draga neitt úr, þegar hann heldur áfram og dregur þá ályktun, að þeir sem ekki líti á þjóðfélagið af sjónarhóli kristinnar trúar geti ekki haft „rétta skoðun á þjóðfélaginu“. Páfi segir sér leika nokkur hugur á að „greina nýliðna atburði sögunnar“. Einn kaflinn heitir einfaldlega „1989“. Hann freistar þar að skýra hvers vegna kommún- isminn hrundi. Hins vegar tekur páfi skýrt fram, að „slíkri greiningu sé ekki ætlað að I Bjameyjum á Breiðafirði. Kjartan Guðmundsson skipstjóri bendir ( sólaráttina. Mynd: ÓHT. saman til að reikna út lengd ársins svo ekki skakkar nema 1/70 úr degi, hugkæmist þeim yfirleitt að nota athyglina. En hvort sem þeir Þórólfur Mostrar- skegg landnámsmaður og afkomendur hans notuðu nú „computo“ eða fjöllin, eða hvoru tveggja, til að reikna rétt dagatal í Helgafellssveitinni á þjóðveldisöld, þá er niðurstaðan kannski samt aðallega þessi: Það þarf hefð, sterka hefð, til nýtilegra ályktana og uppfinninga. Þeir sem „rísa gegn hefðinni" eða kasta fyrir róða „hefð- bundnum (úreltum) viðhorfum" sækja sjálfir afl sitt í hefðbundið andóf og sókn mannsandans til nýjunga og ffamfara. Tískudrottningin Coco Chanel orðaði þetta svona um fatahönnuði 20. aldarinnar: „Þeir sem þykjast frumlegir þjást af minnis- leysi". En undanfamar vikur hafa víða um ver- öld veríð sögð tíðindi úr sögu Rómarhefð- arinnar: 1. maí síðastliðinn (það er líka messudagur heilags Jóseps verkamanns) kom út páfabréf, sem beðið hefur verið með sérstakri eftirvæntingu, boðskapur Jó- hannesar Páls II páfa um þjóðfélagsmál, „Centesimus Annus“. Titillinn vísar til þess að nú em 100 ár liðin síðan Leó páfi 13. sendi frá sér eitt frægasta páfabréf síð- ari tíma, „P.erum Novarum", (Um nýja hluti). í bréfinu frá 1891 var fjallað með it- arlegum hætti um þær félagslegu aðstæður sem skapast höfðu í kjölfar iðnbyltingar- innar og gerð grein fyrir afstöðu Páfagarðs til réttinda verkalýðs og ábyrgðar atvinnu- rekenda. Bréf þetta hefur notið þeirrar hefðbundnu sérstöðu að frá 1931 hafa páf- ar ævinlega minnst „Remm novarum" með sérstökum yfirlýsingum á 10 ára fresti. Sjálfur skrifaði Jóhannes Páll II af því til- efhi páfabréfið „Laborem Excercens“ árið 1981. Nýja páfabréfið er stilað til „allra manna kristinnar trúar og allra manna og kvenna sem hafa góðan vilja, á hundrað ára birti í byrjun mars greinina „Vatíkanið hyggst ráðasi á syndir kapítalismans", þar sem talið var mega reikna með því að Jó- hannes Páll II mundi í bréfinu marka sér stöðu sem einn af framvörðum lýðræðis- sinnaðra jafnaðarmanna („a leading democratic socialist") í heiminum. Auðvitað gefur páfi engan slíkan stimpil-stað á sér. Til að meta „Centesimus Annus“ með skynsamlegum hætti er nauð- synlegt að athuga grundvöllinn, nálgun Le- ós 13. í bréfinu ffá 1891. Verkefni Leós var að bregðast jafnt við þeim vandamálum sem hann taldi stafa af iðnvæðingunni (og arðráninu) og byltingarkenningum 19. ald- ar. Hann var, eins og síðari páfar, andvígur stéttabaráttu sem tæki alþýðunnar til bættra lífskjara og lagði í staðinn til ýmsar grund- vallarreglur á vinnumarkaði, i þeirri von að yfirstéttin sæi að sér. Og ekki er hægt að segja annað en að sæmilega „lýðræðisjafn- aðarlega“ hafi verið staðið að verki hjá Leó 13., þótt hann hafi ekki strax haft erindi sem erfiði. Leó 13. taldi það skyldu atvinnurek- enda að tryggja verkafólki mannsæmandi vinnuaðstæður, sanngjaman vinnutíma, rétt til stofnunar fijálsra verkalýðsfélaga og sanrgjamt kaup. Allt var þetta rökstutt og grundvallað á hugmynd kristinnar kirkju um „virðingu mannsins“. Jóhannes Páll II bendir nú á, að þótt „Rerum Norvarum" fyrir einni öld hafi síðan mótað skoðanir og stefnu innan kaþ- ólsku kirkjunnar, hafi bréfið hins vegar ekki orðið nægilega áhrifarikt utan hennar. Harmleikir og styijaldir þessarar aldar stafi af því að hvorki sósíalistar né kapítalistar hafí litið á manninn sem vem í Guðs mynd, heldur aðeins sem tannhjól í vél. Jóhannes Páll II gefur færi á ýmsum túlkunum á texta sínum í páfabréfinu. Eins og vænta mátti gerir hann harða hríð að sósialismanum í þeirri mynd sem hann hef- ur birst, en hlífir heldur hvergi kýlum kap- ráðleggja kapítalismann sem fyrirmynd í efnahagsmálum, bæði í þeim löndum Evr- ópu sem freista þess að endurreisa hagkerfi sín, og í löndum þriðja heimsins. Hann svarar þessu játandi, sé litið á kapítalis- mann sem „hagkerfi sem nýtir sér jákvæð grundvallarlögmál viðskipta, markaðinn, einkaeign og þá ábyrgð sem honum er sam- fara varðandi framleiðsluaðferðir, og sömuleiðis frjálsan sköpunarkraft manna á efhahagssviðinu“. Hins vegar sé svarið neikvætt, „ef menn líta á kapítalismann sem kerfi þar sem frelsið á efhahagslega sviðinu er óbundið af ströngum lagaramma, sem tryggir að athafhaffelsið þjóni frelsi mannsins í heild sinni“. Frelsi í efnahags- málum sé aðeins hluti af almennu frelsi mannsins, en kjami þess sé siðferðilegs og trúarlegs eðlis. Páfi undirstrikar í bréfi sínu að framfar- ir séu „annað nafn á ffiði“. Hann segir að „sú sameiginlega ábyrgð sem hvetji til framfara“ sé í órofa tengslum við „sameig- inlegu ábyrgðina á því að forðast strið“. Um þetta segir hann: „Alveg eins og það er framkvæmanlegt og rétt í hveiju þjóðfélagi fyrir sig að skipuleggja traust hagkerfi, sem stýrir því hvemig markaðurinn verkar til sameiginlegra heilla fyrir alla, þá er einnig á sama hátt svipuð þörf fyrir fhllnægjandi aðgerðir á heimsmarkaðnum“. En til þess að skapa slíkar aðstæður sé nauðsynlegt að „taka sameiginlega á um allan heim til að stuðla að ffamfömm, með átaki sem felst líka í því að fóma þeirri aðstöðu tekna og valds, sem þróaðri hagkerfin njóta“. Og hann bætir því við að til að þetta takist þurfi hugsanlega að verða mikilvægar breytingar á lífsstíl í heiminum. I lokakafla bréfs síns tekur Jóhannes Páll II ffam, að félagslegur boðskapur kirkjunnar sé „í sjálfu sér fullgilt tæki til boðunar fagnaðarerindisins“ með því að hann boði ffelsun hvers einstaklings í fella endanlega dóma, þar eð slíkt sé per se ekki í sérlegum verkahring embættisins“. Samt minnir hann á það í kaflanum „1989“ að „tiyggð kirkjunnar við að veija mann- réttindi og hafa þau í hávegum hafi verið mikilvægt ffamlag og jafnvel ráðið úrslit- um . I Centesimus Annus leggur páfi áherslu á að rétturinn til einkaeignar byggist á því að hann sé nýttur „öllum til heilla“. En nú er ekki lengur aðeins um „gæði“ að ræða, heldur líka „gögn“ í nútímalegum skilningi tölvualdar. Til sögunnar hafa komið fyrir- bæri eins og hugbúnaður og tækniþekking. Páfi tekur það skýrt ffam, að „eign“ á verk- og tækniþekkingu sé að sama skapi ætluð til sameiginlegra þarfa mannkyns og efnis- leg gæði. Þróunarlöndin eigi því rétt á því að þeim sé miðlað „eign þekkingarinnar“. Ekki verður sagt að Jóhannes Páll II páfi boði einhverja „þriðju leið“ hagffæð- innar, miðja vegu milli kapítalisma og kommúnisma. Hann tekur skýrt ffam að „kirkjan ffamvísi engu líkani“. Hann felur hins vegar leikmönnum að þróa, í samræmi við félagslegan boðskap kirkjunnar, með skapandi og fijóum hætti þau samfélags- form sem séu réttlátari, bróðurlegri og lýð- ræðislegri. Með árásunum á syndir kapitalismans hafnar hann hinni „ósýnilegu hönd" markaðsaflanna sem hefur verið inntakið í trúarjátningu ffálshyggjumanna. Þeir finna engar staðfestingar á skoðunum sínum í „Centesimus Annus". ÓlafurH. Torfason skrifar Föstudagur 24. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.