Þjóðviljinn - 25.05.1991, Page 2

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Page 2
Hin nýja skipan og Amnesty S undanförnum misserum hefur mönnum orðið A tíðrætt um það sem þeir vilja kalla nýja skipan heimsmála. Þetta tal er mjög tengt þeirri bjart- LJL sýni sem greip menn um víða veröld, þegar risavelain tvö tóku að semja sig frá nauðhyggju og vígbúnaðarkapphlaupi sem kennt var við kalt stríð. Um leið oa staða mannréttinda stórbatnaði í löndum sem áður nöfðu verið undir stjórn kommúnistaflokka með framsókn lýðræðis og fjölhyggju í þeim heims- hluta. Að öllu samanlögðu virtust menn eiga von á því, að með bættum friðarhorfum mætti í senn losa fjár- magn til raunhæfra framfara oa skera niður ofbeldi og kúgun. En góðar vonir hafa ekki ræst í neinum þeim mæli sem menn vildu búast við. Þetta kemur, svo skýr dæmi og nýleg séu nefnd, ekki síst fram í því ástandi sem við blasir eftir að Iraksher var flæmdur burt úr herteknu Kúveit. Þá kemur í Ijós, að öll vanda- mál þess heimshluta eru enn óleyst: jafnt mannrétt- indi og lýðræði í Kúveit sjálfu, sem í frak, kúgun ríkja á kúrdískum þegnum blasir við í grimmri nekt, réttur Palestínumanna er hundsaður sem fyrr. Rétt eins og enginn hafi velt því fyrir sér í alvöru hvað „ný skipan heimsmála" ætti að fela í sér - annað en sæmilegan frið um olíuviðskipti. Við þessar aðstæður verður mönnum meðal ann- ars hugsað til samtaka eins og Amnesty International, sem eru þrítug um þessar mundir. Eins og menn vita er hér um að ræða samtök, sem hvorki hafna né styðja tilteknar pólitískar stefnur, heldur reyna blátt áfram að skapa sem mesta og besta samstöðu um baráttu gegn mannréttindabrotum, hver sem þau fremur. Samtök eins og Amnesty vekja einmitt athygli okk- ar á því sem einna mestu varðar þegar spurt er um raunveruleat inntak í óskamynd eins og „ný skipan heimsmála . I áskorun sem samtökin senda út er tal- að skýru máli um það sem einna þyngst hvílir á sam- visku heimsins. Eoa eins og þar segir: víða um lönd eru þúsundir fanga teknir af lífi, stjórnarandstæðingar sæta óréttmætri málsmeðferð, þeir „hverfa" eftir handtöku eða eru einfaldlega skotnir í kyrrþey af lög- reglu eða svonefndum dauðasveitum. Námsmenn sem krefiast þjóðfélagslegra breytinga eru fangelsað- ir. Svívirðunni eru engin takmörk sett: mörg eru þess dæmi að börn séu pynduð í viðurvist fangelsaðra for- eldra sinna. Tveir þriðju hlutar mannkyns lúta stórn- völdum er beita eigin þegna pyndingum og taka þá af lífi. Á þetta er minnt á þrítugsafmæli Amnesty og þar með á það, að ærið verk er að vinna. Samtökin hafa náð drjúgum árangri á liðnum árum - þetta vitum við vel eins pótt samtökin eigi sér þá hógværð að stað- hæfa aldrei að það sé þeim að þakka ef samvisku- fangar fást lausir. Þau njóta nú stuðnings rösklega hálfrar miljónar félaga og styrktarmanna í 160 þjóð- löndum. En vitanlega eiga þau, sem og önnur samtök sem eiga sér ágætan og erfiðan málstað, við marg- vísleg lógmál tregðu og athyglisþreytu að stríða. Vandamalin virðast svo óendalega mörg og líkjast þeim þurs sem lætur sér vaxa þrjú ný hófuð fyrir hvert sem af er höggvið. Sú þverstæða getur meira að segja komið upp, að bætt sambúð austurs og vesturs dragi úr áhuga manna á Amnesty: vegna þeirrar um margt fölsku bartsýni sem sú breyting hefur upp vak- iö. Því er mikil ástæða til að minna á samtökin Am- nesty International og herða sjálfan sig og aðra í að veita þeim lið eftir bestu getu. AB. Þtóðviliinn Málgagrt sóstalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreíðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. Lífsgæðin og ísland Menn hafa tekið eftir því, að einhver stofnun Sameinuðu þjóð- anna gerði tilraun til þess að bera saman lifsgæði í hinum ýmsu löndum. Og ísland lenti þar mjög ofarlega. Næst á eftir Japan. Rétt við hliðina á Svíum og Svisslend- ingum. Það var óneitanlega spaugilegt að sjá þessum tíðindum slegið upp á baksíðu Alþýðublaðsins_ fyrr i vikunni. „Best að búa á Islandi" stendur þar. Því sú spuming hlýtur að vakna enn og aftur við þessa samanburðarfrétt: Hvem fjandann vom kratar að meina í kosninga- slagnum þegar þeir sóm að þeir skyldu setja ísland í A- flokk? Meiningarleysið og tómleikinn í því vígorði var og er makalaus og verður ekki líkt við neitt fremur en að sparka upp opnum dymm og segja með þjósti: ekki bregðast mér kraftamir. Að hafa rúmt um sig Nú er ekki endilega vísf að við mundum samþykkja forsendur slíks samanburðar. Það er erfitt að láta menn koma sér saman um það hvað lífsgæði em, eða hvemig menn vilja raða þeim niður í mikil- vægi. Til dæmis að taka getum við efast um að samanburður af þvi tagi sem að ofan var um getið meti sem skyldi lífsgæði eins og fá- menni, strjálbýli. Japan er til dæm- is með þéttbýlli löndum og menn búa þar víða mjög þröngt. Svíþjóð er aftur á móti tiltölulega strjálbýlt land, að ekki sé talað um Island sem nær ekkj þrem íbúum á fer- kílómetra. Og fámennið er lífsgæði í sjálfu sér og verður í æ ríkari mæli: manngnii í þéttbýli magnar fljótt upp öll umhverfisvandamál og gerir þau torleystari en þau þó eru í gisnari byggð. Auk þess sem það er blátt áfram munaður sem verður æ sjaldgæfari að geta reikað um náttúru síns lands án þess að vera sífellt í návígi við urmul manns, eins og menn mega reyna sem eru eitthvað að reyna að lyfta sér á kreik í þeirri þé^tsetnu Evr- ópu. Hér er Paradís, sagði Belginn þegar hann kom af íslenskum fjöll- um. Ég hefi verið á gangi í heila viku án þess að sjá framan í nokk- um lifandi mann.... Ljósið sem hvarf í námunda við síðustu bæjar- stjómarskosningar veltu menn því mjög fyrir sér hvort ekki væri hægt að stíga skerf á þeirri braut að sameina A-flokkana. Hér og þar stóðu upp menn og sögðust eiga draum eins og Martin Luther King: sá draumur var um jafnaðarmanna- flokkinn stóra. Einn þeirra er Osk- ar Guðmundsson ritstjóri Þjóðlífs. Óskar fjallar um Viðeyjar- stjómina í nýlegu hefti tímaritsins, og þótt blað hans vilji ffemur heita fféttaskýringarrit en boðskaparrit, þá bregðast slík áform náttúrlega hvenær sem mönnum_ er mikið niðri fyrir. Og það er Óskari ber- sýnilega: hann hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jón Baldvin. Honum fínnst það fyrir neðan allar hellur að Alþýðuflokk- urinn reyndi ekki einu sinni í al- vöm að halda áffam íyrra stjómar- samstarfí eftir nýafstaðanar kosn- ingar. Honum sýnist og, að með Davíðsstjóm sé verið að hunsa hugmyndimar um jafnaðarmanna- flokkinn stóra. Flokkseigandi talar Vendum okkar kvæði í kross, það er að segja í Staksteina Morg- unblaðsins. En þeir vom að vitna í ræðu Sighvats Björgvinssonar í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni. Sighvatur kom með sínum hætti að sameiningarmálum og var fúll í mesta lagi. Allaballinn skyldi sko ekkert vera að vaða upp á dekk á skikkanlegri skútu. Sighvatur sagði m.a.: „Alþýðubandalagið á ekkert veð í Alþýðuílokknum. Alþýðu- flokkurinn var ekki stofnaður og er ekki starffæktur til þess að þjóna því sem Alþýðubandalagið vill. Við eigum skyldur við okkar flokk, við okkar stefhu og við okkar fólk“.. Einhvemtíma hefði þetta verið kölluð „þröng flokkshyggja" eða eitthvað í þá vem. En hvað um það: ummæli Sighvbats þurfa ekki að koma neinum á óvart. Þeir vildu ekki Margt hefúr verið skrafað um sambúðarvanda A-flokkanna svo- nefndu. Menn hafa nefht það, að bersýnilega er um verulegan við- horfamun að ræða hjá stuðnings- mönnum þessarra flokka tveggja (eins og m.a. kemur ffam í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar). Þar sé „náttúmleg“ forsenda fynr því að flokkamir séu tveir en ekki einn. Menn hafa líka sagt sem svo, að það væri nauðsyn að sameina flokkana til að skapa öflugt mót- vægi gegn íhaldinu. Þessi Klippari hér hefur talið að það væri nytsamlegt að vinna að samstarfi A-flokka án þess að taka stærri stökk en menn þyldu, og byija á ýmsum þeim félagsmál- um sem em auðveldust viðfangs. En Klippara hefur og fundist að það væri ekki gáfulegt að gera lítið úr þeim mun á viðhorfamynstri sem á var minnst áður. Og þar fyrir utan: menn þurfa að spyija sig að því, hve fúsir þeir em til einhvers- konar samstarfsvinnu. Og þá kemur aftur að orðum Sighvats. Þegar formenn A- flokk- anna vom á sinni sameiginlegu fúndaferð, þá heyrðist stundum í „flokkseigendum“ Alþýðuflokks- ins. Þeir vom einmitt að tala um „sitt“ fólk og sinn flokk. Þeir vildu augsjáanlega ekki friðarspilla úr Alþýðubandalagi. Þeir vildu í mesta lagi innbyrða nokkra ein- staklinga þaðan, sem gætu ekki orðið til vandkvæða sem hópur, ná nokkrn forskoti yfír Alþýðubanda- lagið í fylgi og saxa svo af því jafnt og þétt með þeim áróðri, að menn ættu fyrst og síðast að „kjósa nytsamlega“ - þ.e.a.s. kjósa stærri launamannaflokkinn. Eftir borgarstjómarkosningar kom það svo greinilega fram, að Jón Baldvin var sjálfur á þessari línu: hann túlkaði Nýjan vettvang ekki sem sjálfstætt afl, heldur sem „brú“ yfir til Alþýðuflokksins. Sumir gengu þá brú alla leið á enda. En þeir, og þeir sem numu staðar á miðri brúnni og gáðu til veðurs, þeir sitja nú með sárt enn- ið. Því hver getur eftir Viðeyjarför í alvöru trúað á Alþýðuflokkinn sem slagkraft í stómm vinstriflokki sem ætlar sér að verða valkostur gegn Sjálfstæðisflokki fýrst og fremst? Ekki nokkur maður. ÁB ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 25. maí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.