Þjóðviljinn - 25.05.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Síða 3
Að gefnu hlefni Litið á kosningaúrslitin Ekki er vafi á því að kosningaúr- siitin 1991 verða mönnum löng- um í minni; ekki síst útkoma Alþýðubandalagsins sem kom mörgum ef ekki öllum á óvart. Það sem hafði mest áhrif á út- komu Alþýðubandalagsins var að mínu mati þetta: Samstillt kosningabarátta 1. Óvenjusamstillt kosningabarátta allan tímann frá því að hún hófst og þar til yfir lauk. Þetta geta menn séð best með því að bera saman málflutning fram- bjóðenda Alþýðu- bandalagsins í öll- um kjördæmaþátt- unum, með því að bera saman skrif kosningablaðanna og með því að fara yfir greinar sem birtust eftir fram- bjóðendur flokks- ins í kosningabar- áttunni. Þau mál- efni sem hér skipta mestu eru: Lífskjarajöfn- un þar sem kom fram með skýrum hætti og afdráttar- lausum hvernig flokkurinn vildi jafna lífskjörin með því að leggja skatta á hátekjur og fjármagnstekjur og með því að nota þá fjármuni til þess að greiða húsaleigubætur og tekjutengdar bamabætur í fyrsta lagi, og með því að breyta skattleysismörk- um í öðru lagi. Sjálfstæðismálin þar sem Evrópubanda- lagsumræðan varð þess valdandi að fjöldi ungra kjósenda kom nú til flokksins af því að þessi hópur fólks treysti Alþýðubanda- laginu betur en Framsóknarfiokknum til að halda fast á rétti Islands i þeim efnum. Umhverfismálin sem höfðu mikil áhrif í kosningunum og kom það Alþýðubandalag- inu fremur til góða en öðrum flokkum, til dæmis Græningjum, sem þrátt fyrir góðan málflutning og áheyrilegan náðu ekki að skila trúverðugri mynd til kjósenda. Stj órnarþáttakan skilaði fylgi 2. í annan stað hafði stjómarþátttaka fiokksins jákvæð áhrif í kosningabaráttunni. Kom þar margt til en einkum þetta: Verðbólgan var komin niður í 5% og það var fyrst og fremst árangur Alþýðubanda- lagsins sem kom inn í ríkisstjómina haustið 1988 eftir öngþveitisstjórn Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðufiokksins og Framsóknar- flokksins. Flokkurinn skilaði beinum árangri í sam- ræmi við sína stefnu í öllum ráðuneytunum fjórum mennta- málaráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, sam- gönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Það skipti til dæmis vafalaust miklu máli að gerður var búvömsamningur sem er í fyrsta sinn sem tekið er heildstætt á vandamálum landbúnaðarins og hann losaður út úr gamla sjálfvirka framsóknarkerfmu. Þessi stað- reynd hafði áhrif miklu víðar en í dreifbýli; hafði til dæmis mikil áhrif í þéttbýlinu á vinnustaðafundum þar sem unnt var að benda á búvörusamninginn til sanninda- merkis um það að flokkurinn hefði náð bein- um og ábyrgum árangri. Hliðstæð dæmi má nefha úr öðrum ráðuneytum flokksins. Það var að vísu ekki fyrr en síðustu sólarhring- ana fyrir kosningamar sem þessi málflutn- ingur og þessar staðreyndir allar fóru að skila sér í beinu fylgi. Það sést til dæmis af því að hér í Reykjavík fékk flokkurinn mun hærra hlutfall í kjörfundaratkvæðum en ut- ankjörfundaratkvæðum. Hér í stærsta kjör- dæmi landsins vantaði aðeins herslumuninn á að þriðji maðurinn yrði kjörinn. Og sterk staða flokksins i Reykjavík hefur jákvæð áhrif fyrir flokkinn um allt land. I næstu kosningum verður að tryggja að Alþýðu- bandalagið í Reykjavík nái á nýjan leik for- ystuhlutverki gegn Sjálfstæðisflokknum. Reynslan sýnir nú að þar er ekki öðmm að treysta. Urslitin í einstökum kjördæmum Útkoma Alþýðubandalagsins var í raun- inni góð í öllum kjördæmunum og sums staðar framúrskarandi. Má þar nefna Suður- land undir forystu Margrétar Frímannsdótt- ur, Norðurland vestra undir forystu Ragnars Amalds, Norðurland eystra undir forystu Steingrims J. Sigfússonar og siðast en ekki síst Vesturland undir forystu nýliðans Jó- hanns Arsælssonar. Útkoman í Reykjavík varð betri en flestir höfðu hugboð um. Reyndar skal fullyrt hér að flestir ef ekki nær allir hafi spáð Alþýðubandalaginu í Reykjavík hruni í kosningunum í vor þegar ræddar voru kosningahorfur um áramótin. Útkoma Alþýðubandalagsins á Reykjanesi var einnig góð ekki síst með tilliti til þess að þar var rekinn óvenju illvígur kosningaáróð- ur gegn Alþýðubandalaginu og formanni þess og með tilliti til þess að vafalaust hefur Rannveig Guðmundssdóttir skilað Alþýðu- flokknum miklu viðbótarfylgi í Kópavogi en hún hafði einmitt á sér félagslegan vinstri- svip. Það skilaði Alþýðuflokknum árangri í Kópavogi þrátt fyrir Jón Sigurðsson sem var i rauninni dragþítur á heildarútkomu Al- þýðuflokksins í kjördæminu sem setti sér það mark að fá íjóra menn en fékk þijá. Út- koma Alþýðubandalagsins á Austurlandi skýrist fyrst og fremst af innanflokksátökum sem höfðu lagt leið sína þangað austur í að- draganda kosninganna og var það í rauninni eina kjördæmið þar sem merkjanleg átök voru í aðdraganda kosninganna um skipan framboðslista. Útkoman á Vestfjörðum var loks sérstaklega ánægjuleg. Þar var mjög á brattann að sækja fyrir Kristin H. Gunnars- son og félaga. Fjölmargir menn að sunnan voru orðaðir við ffamboð á Vestfjörðum áð- ur en Kristinn tók ákvörðun sína um fram- boð í annað sinn. Það gerði stöðu hans sem ffambjóðanda erfiðari framan af, en niður- staðan varð engu að síður sú að Alþýðu- bandalagið hefur nú þingmann á Vestfjörð- um í fyrsta sinn frá 1978 er Kjartan Ólafsson hafði þar forystu fyrir frækilegu sigurliði flokksins. 39 atkvæði sem skiptu miklu máli Nýju kosningalögin voru nú ffamkvæmd í annað sinn og ég hygg að menn séu nú sáttari við þau en var í kosningunum 1989. Kostulegt er þó að bera saman tölur og velta þeim fyrir sér þar sem kemur fram með mjög skýrum hætti að það er landsútkoma hvers flokks sem ræður því hvemig síðustu þingsætin úthlutast í hveiju kjördæmi. Eitt besta dæmið til að sýna þetta ur siðustu kosningum er sem hér segir: 1. Hefði Alþýðuflokkurinn fengið 39 at- kvæðum meira á Norðurlandi vestra var 1. maður Alþýðuflokksins þar kjördæmiskos- inn en ekki kosinn samkvæmt landsúrslitum. 2. Þessi 39 atkvæði hefðu þá breytt því að Framsóknarmaðurinn Jóhannes Geir Kristjánsson var fallinn, 3. maður B-listans á Norðurlandi eystra. Framsókn átti fyrir manninum og þar kom inn þriðja breytingin: 3. Þar með var Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir komin inn í Reykjavík úr 2. sæti B- listans. En þá var einum manni ofaukið í Reykjavík og út fer: 4. Þriðji maður A-listans í Reykjavík Össur Skarphéðinsson, en Alþýðuflokkurinn átti fyrir sætinu og hefði fengið það annars staðar: 5. Inn kemur 1. maður Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Sæmundur Siguijónsson. En þá er orðið ofskipað í því kjördæmi og út fer: 6. Annar maður Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra Vilhjálmur Eg- ilsson. En Sjálfstæðisflokkurinn á fyrir manninum á landsvísu og i stað Vilhjálms fer inn: 7. Þriðji maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og þar með er hringnum lokað en hann sýnir að 39 atkvæði hefðu getað breytt þingmannaliðinu veru- lega: Jóhannes Geir, Össur, Vilhjálmur Eg- ilsson liggja úti, en inn koma nýjir menn að hluta - og þá hefðu hlutfall kvenna á alþingi verið miklum mun betra en raunin verð á! Hvaða orð á að nota um þetta? Orðið svik er stórt orð.Það á ekki að nota nema þegar það á sannarlega við. Orðið hefur verið ofnotað í stjórnmálaumræðu ekki síst af íhaldinu þegar það hefur verið í stjómarandstöðu en Sjálfstæðisflokkurinn er sem kunnugt er ábyrgðarlausari i stjómar- ▲Svavar Gestsson skrifar andstöðu en allir aðrir flokkar samanlagðir. En þetta orð kemur manni engu að síður oft í hug þegar skoðuð er niðurstaða kosning- anna það er stjómarmyndunin sjálf. Alþýðuflokksforystan lét aldrei liggja að þvi í kosningabaráttunni að flokkurinn vildi ijúfa fráfarandi ríkisstjómarsamstarf. Mér er að vísu kunnugt um það að Jón Baldvin var aldrei tilbúinn til að taka af skarið um það mál í samtölum við formenn hinna stjómar- flokkanna. En ftambjóðendur Alþýðuflokks- ins um allt land töluðu beinlínis fyrir því að Alþýðuflokkurinn myndi starfa áfram sem Jafnaðarmannaflokkur íslands í raun eftir kosningarnar. Má þar nefna málflutning frambjóðenda Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmunum báðum, á Austurlandi og einnig í Reykjavik og á Reykjanesi. Það voru því ekkert annað en svik við þessa kjósendur þegar Alþýðuflokkurinn ákvað að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað sem hver segir. Það lýsir engu öðm en staðreyndum að fúllyrða að svo hafi verið. Nú em margir sem halda því fram að Al- þýðuflokkurinn hafi alltaf verið svona og ég skrifaði nýlega leiðara í Þjóðviljann þar sem bent hefúr verið á óhugnanlega tilhneigingu Alþýðuflokksins til þess að fara alltaf til hægri ef þess var nokkur kostur. En engu að síður var það svo með mig og fleiri forystu- menn Alþýðubandalagsins að okkur kom ekki til hugar að Alþýðuflokkurinn myndi fara þessa leið úr því að stjómarflokkamir á annað borð fengu hreinan meirihluta á al- þingi - auk þess sem Kvennalistinn var til- búinn til þess að bæta við liðsstyrk stjómar- innar ef samist hefði. Stjómin mynduð á atkvæðum Rannveigar Menn leita að skýringum og kemur þar margt fram. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur þá ályktun af umræðum á Alþingi undanfama daga að svo margt beri á milli stjórnarflokkanna fyrrverandi að útlokað hefði verið að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Af þeim umræðum er ekki hægt að draga þá ályktun því við slíkar aðstæður skerpa allir flokkamir málflutning sinn hver með sínum hætti. Það sem oftast er nefnt í þessu sambandi er annars vegar álmálið og hins vegar EES. Ljóst er að á milii þeirra ákvarðana sem nú er verið að taka í þessum málaflokkum og þess sem rætt var í fráfar- andi ríkisstjóm er mikill munur. Verður það ekki rakið hér í einstökum atriðum enda munu þau mál skýrast og skerpast enn frekar næstu daga. Hafi Alþýðuflokkurinn (þ.e. Jón Sigurðsson) fyrir kosningar ætlað sér að framkvæma eftir kosningar þá stefnu sem hann nú ætlar að framkvæma í þessum málaflokkum þá er von að forystumönnum hans hafi ekki litist á blikuna. Sumir halda því fram að samstarfið í síðustu ríkisstjóm milli manna hafi verið svo erfitt í lokin að ekki hafi verið við því að búast að árangur næðist í framhaldsssamstarfi. Það er rangt að halda slíku fram. Hins vegar verður að viðurkenna að Jón Sigurðsson var allan tím- ann upp á kant við stefnu ríkisstjómarinnar í öllum málum - álmáli, EES og vaxtamálum. Og það var líka ljóst að fyrri hluta stjómar- tímans hafði Jón Baldvin undirtökin og réði ferðinni þrátt fyrir afstöðu Jóns Sigurðsson- ar. Eftir kosningamar var iðnaðarráðherran- um svo mikið niðri fyrir í krafti góðrar út- komu á Reykjanesi að honum tókst að ná Jóni Baldvin á sitt band þó að útkoman á Reykjanesi væri ekki sigur Jóns Sigurðsson- ar heldur Rannveigar Guðmundsdóttur. Það má því segja að það hafi verið atkvæði Rannveigar sem gerðu Jóni Sigurðssyni kleift að knýja fram þessa stjómarmyndun! Svona getur pólitíkin verið kaldlynd - og það voru líka atkvæði Rannveigar Guð- mundsdóttur sem tryggðu Alþýðuflokknum þrjá menn í Reykjavík þannig að Össur á henni líka líf að launa! Skýr laerdómur kosningaúr- slita. Lærdómurinn af kosningaúrslitunum og aðdraganda kosninganna er hins vegar ljós þrátt fyrir grálynd örlög: 1. Alþýðubandalagið getur haft burði til þess að endurheimta nú aftur fyrri styrk sinn og þar með að verða sameiningarafl vinstri- manna á Islandi á ný. 2. Samstaða í flokknum getur lyft Grett- istaki við erfiðustu aðstæður. 3. Og málefnin: Sjálfstæðismálin og lífs- kjarajöfnunin em enn úrslitamál islenskra stjónmála. Þar á Alþýðubandalagið mikið verk að vinna og sjálfstæðismálin verða að- almál næstu ára í íslenskum stjómmálum. Þar er Alþýðubandalagið eitt heilt og óskipt. -s Jóhann Ársælssom frá Akranesi og Kristinn H. Gunnarsson frá Bolungarvík eru nýir þingmenn Alþýðubandalagsins. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mal 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.