Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.05.1991, Qupperneq 5
Eelendair fkettir. Ættkvísl Dans til fyrirheitna landsins S sraelar hafa hafíð fjölda- Iflutninga á eþíópskum gyð- ingum frá Addis Ababa til Israels, að sögn heimildar- manna í höfuðborg Eþíóp- íu. Talið er að gyðingar þarlendis séu rúmlega 15.000 og er gert ráð fyrir aðrflestir þeirra muni nú setjast að í Israel. Um uppnaf hins eþíópska gyð- ingdóms er fátt vitað með vissu, annað en það að gyðingar hafa ver- ið þar ífá fomu fari. Sagnir þeirra sjálfra herma að þeir séu afkomend- ur hebreskra höfðingja, sem fylgt hafi Menelik, syni Salómós kon- ungs hins spaka og drottningarinnar af Saba, til Afríioi. Eþíópsku gyð- ingamir, sem í aldaraðir munu hafa haft lítil sambönd við trúbræður sína annarsstaðar, skera sig lítt úr öðmm landsmönnum í útliti og klæðaburði. Israelar munu í íyrstu hafa verið eitthvað efins um, hvort rétt væri að telja þá til gyðinga, en J973 úrskurðuðu höfuðrabbínar Israels að þeir væm afkomendur ættkvíslar Dans og hefðu því rétt á að fjytja til ísraels, ef þeir svo vildu. I Eþíópíu em þeir kallaðir Fal- ashas, sem útleggst útlendingar. ^jálfir kalla, þeir sig Beta Israel, Israels hús. Á fyrri öldum sættu þeir stundum ofsólaium fyrir trú sina. Þeir em flestir, líkt og aðrir Eþíópar, fátækir bændur og bjuggu í norðan- verðu landi, einkum í fylkinu Gond- ar. 1984-85 fluttust um 12.000 eþí- ópskir gyðingar til Israels. Fór það ffarn með mikilli leynd, samkvæmt samkomulagi stjóma ríkjanna, en þar að auki var stjóm Súdans með í ráðum. Þar millilentu flugvélamar sem fluttu eþíópsku gyðingana. En þetta komst upp og stöðvaði Sú- dansstjóm þá flutningana. Sætti hún fyrir þetta ámæli annarra arabarikja um ap hafa bmgðist í samstöðunni gegn Israel og leiddi það ásamt með öðm til þess að Jaafar Nimeiri, Sú- dansforseta, var steypt af stóli 1985. Síðan hafa nokkur þúsund eþí- ópskra gyðinga flust til Israels og bannaði Mengistu Eþíópíuforseti flutningana stundum, en leyföi þá þess á milli. Mun hann hafa reynt að fá í skiptujn fyrir útflytjendur vopn frá Israel. ölciin í Eþíópíu undanfarin ár mun hafa leitt til þess að flestir þar- lendir gyðingar vilja komast þaðan, fyrst þess er kostur. Þar að auki kunna þeir að óttast ofsóknir gegn sér í ringulreið borgarastríðsins. Flestir þeirra hafa undanfarið safn- ast til höfúðborgarinnar. Menntaðir Eþíópar láta í ljós söknuð við brottior gyðinganna; nú verði Eþíópía einu pjóðarbroti fá- tækari. Kúrdneskir flóttamenn snúa heim Samkvæmt fréttum frá starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi og iraska Kúrdistan hefur nu mikill meirihluti fólks þess, er flýði frá íraska Kúrdistan til tyrknesku landamæranna undan íraksher, snúið aftur til heim- kynna sinna eða flóttamanna- búða undir vernd vesturlanda- hersveita. I fréttum þessum segir að flótta- fólk þetta hafi verið um hálf miljón talsins. Um 123.000 þessara flótta- manna kváðu enn vera í flótta- mannabúðum við tyrknesku landa- mærin og um 34.000 í Tyrklandi. Margt af þessu fólki er frá Da- huk, sem er ein af helstu borgum í norðurhluta íraska Kúrdistans. Það hefúr ekki viljað snúa þangað aftur vegna þess að borgin hefúr verið ut- Kúrdneskir flóttamenn á heimleið - tiltölulega öruggir I bili, en framtlðarhorfur vægast sagt beggja blands. an vemdarsvæðis vesturlandaher- sveita, en í gær sendu Bandaríkja- menn herflokk til borgarinnar, í von um að íbúar hennar fengjust þá til að koma þangað. Irakar kvöddu her- og lögreglulið sitt í borginni á brott, að kröfú Bandaríkjamanna. A Umsión: Dagur Þorleifsson Rajiv Gandhi Rajiv Gandhi kvaddur Bálför Rajivs Gandhi, leiðtoga Þjóðþingsflokksins indverska og fyrrum forsætis- ráðherra Inalands, fór ffarn í Delhi í gær. Fór athöfúin ffarn að hindúasið, en auk hindúa- presta tóku þátt í henni prest- ar af trú múslíma, búdda- sinna, zaraþústrusinna, gyð- inga, kristinna manna, Síka og jaína. Tónuðu þeir allir vers, möntrur og sálma úr ritningum sinna trúarbragða. Rahul, tvítugur sonur hins látna leiðtoga, kveikti í bálk- estinum samkvæmt siðum hindúa. Bálförin fór fram við Jamunafljót, á sama stað og bálför Indiru, móður Rajivs, eftir að hún var myrt 1984. Þá var það hlutverk Rajivs, sem elsta sonar hinnar látnu, að kveikja i bálkestinum. Mikill fjöldi fólks var við- staddur bálförina, þar á meðal margir erlendir tignarmenn og leiðtogar, m.a. Karl krónprins Breta, Dan Quayle, varafor- seti Bandaríkjanna, Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráð- herra Pakistans og Jasser Ara- fat PLO-leiðtogi. Líbanon „samræmist“ Sýrlandi Vangaveltur nokkrar eru um það hverjir hafl grætt eða tapað meira eða minna á Persaflóastríði, en varla fer hjá þvi að meðal þeirra sem mest hafa haft upp úr því sé Hafez al-Assad, Sýrlandsforseti. Eftir hrakfarir íraks í stríðinu er það veikara en áður gagnvart grannríkjum sínum, þ.á m. Sýr- landi. Það er einkar ánægjulegt fyrir Assad, því að þeir Saddam Ir- aksforseti höfðu lengi verið svamir fjendur og keppinautar um forustu í Baathflokknum, sem er ríkis- flokkur í báðum löndum. Með því að vera með í banda- laginu gegn írak tókst Sýrlending- um þar að auki að komast í náð hjá vesturlandaríkjum, eftir að hafa lengi verið illa þokkaðir' af þeim sem bakhjarlar hryðjuverkamanna. Síðast en ekki síst notaði Ass- ad tækifærið, meðan heimsathygl- in var bundin við Persaflóadeilu- og stríð, til að tryggja sér aukin ítök í Líbanon. Hann gerði það með því að bijóta á bak aftur Michel Aoun, kristinn herstjóra sem var ein- dregnasti andstæðingur Sýrlend- inga i Líbanon. Þar með lauk 16 ára striði þarlendis, aðallega vegna þess að eftir ósigur Aouns þorðu aðrir einkaherir líbanskir ekki að reisa rönd gegn Sýrlandi, sem hef- ur um 40.000 manna her í Líban- on. Þreyta eftir óskaplegar ógnir og eyðileggingu af völdum stnðs- ins stuðlaði og að því að friður komst nú loksins á. Sumir þeirra „einkaherja“ margra á vegum trú/þjóðflokka, fjölskyldna og stjómmálaflokka sem hafa myndað pólitíska lands- lagið í þessu litla landi frá því að borgarastríðið hófst 1975, hafa þegar látið undan kröfúm Líban- Assad Sýriandsforseti - notaöi lagiö sem Persaflóastrlð gaf til að fá sínu framgengt I Llbanon. onsstjómar - með Sýrlendinga að baki - um að afvopnast. Stjóm Eli- asar forseta Hrawi færir jaftit og þétt ítök sín til hinna ýmsu héraða. Líbanon virðist sem sé á leið með að verða „land“ að nýju, eftir að hafa í mörg ár verið sundurskipt milli hinna ýmsu stríðsaðila, inn- lendra og erlendra. Hinsvegar liggur nokkuð ljóst fyrir að Hrawi forseti og stjóm hans em mjög háð Sýrlandi, ef ekki beinlínis leppar þess. Það sýndi sig nú á miðvikudag er þeir Assad og Hrawi unairrituðu „samning um bræðralag, samvinnu og samræmingu" ríkja sinna. Málgagn Baathflokksins í Damaskus segir samning þennan sögulegan og má kalla það orð að sönnu. Meginatriði í samningnum er að stefna Líbanonsstjómar verði að vera í „samræmi" við stefnu Sýrlandsstjómar. Með honum öðl- ast Sýrland sem sé samningsbund- inn rett til að hafa síðasta orðið um málefni Líbanons. Þá em í samn- ingnum ákvæði um samvinnu ríkj- anna í stjómmálum, öryggismál- um, efnahagsmálum og menning- armálum. Margir forustumanna kristinna Líbana hafa bmgðist illa við samn- ingnum. Þeir halda því ffarn, og ekki án raka, að með honum se fullveldi Líbanons skert og það gert formlega háð Sýrlandi. Þeir ottast að samningurinn muni gera múslimum auðveldara að eflast í landinu á kostnað kristinna með aðstoð Sýrlands. Þetta á sér langan aðdraganda. Milli heimsstyijaldanna vom bæði Sýrland og Líbanon undir yfirráð- um Frakka. Sýrlendingum var á móti skapi að Líbanon varð sjálf- stætt ríki eftir heimsstyijöldina sið- ari, litu á það sem hluta af Sýr- landi. Hefúr Sýrland aldrei viður- kennt sjálfstæði Líbanons formlega fýrr en nú með umræddum samn- ingi. En kristnir Líbanar óttast að önnur atriði þess samnings geri þá viðurkenningu þýðingarlitla. Sjálfstætt riki varð Líbanon fyrst og fremst að tilstuðlan krist- inna manna þar, sem vildu hafa sérstakt ríki, þar sem þeir yrðu ríkjandi, til að tryggja öryggi sitt fyrir múslímum. Ma ætla að þeir kristnu óttist nú að sjálfstæði Líb- anoiis verði senn nafnið tómt. ísrael, sem heldur ræmu af Suður- Libanon hersetinni, hefur fordæmt samninginn og sagt að með honum sé Assad að innlima Líbanon líkt og Saddam Kúvæt áð- ur. Verður samningurinn því að lík- indum til að draga enn ffekgr úr möguleikum á sáttum með Israel og Sýrlandi. Konan mín og móðir okkar Helga Gunnarsdóttir tónlistarfræðingur Brekku, Brekkustíg 3, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. maí kl. 15.00. Okkur þætti vænt um ef þeir, sem vildu minn- ast hennar, létu Krabbameinsfélagið og Minningargjafa- sjóð Landspítala íslands njóta þess. Sigurgeir Steingrimsson Embla Sigurgeirsdóttir Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir Steingrfmur Sigurgeirsson Utboð Geiradalur 1991 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð- um í lagningu 3,25 km kafla á Vest- fjarðarvegi um Geiradal. Helstu magntölur: Fyllingar og fláa- fleygar 39.000 rúmm og neðra burð- arlag 11.000 rúmm. Verki skal lokið 1. nóvember 1991. Útoðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalagjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 10. júní 1991. Vegamálastjóri Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.